244. Sæfaxi VE 30 ex Krossey SF 26. Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Sæfaxi VE 30 sem sést hér á mynd Þorgeirs Baldurssonar hét upphaflega Gullberg NS 11 og var smíðaður 1964 hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum. Báturinn var smíðaður fyrir Gullberg hf. á Seyðisfirði og vae 162 brl. að stærð. Búinn 625 hestafla Krohout aðalvél. Árið … Halda áfram að lesa Sæfaxi VE 30
Month: apríl 2020
Jaki EA 15
2620. Jaki EA 15 ex Guðrún Helga EA 85. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Óskar & synir ehf. á Dalvík gerir grásleppubátinn Jaka EA 15 út frá Kópaskeri en þaðan hafa þeir róið til grásleppuveiða lengi vel. Jaki EA 15, sem hét upphaflega Bjössi Krist EA 80 með heimahöfn í Hrísey, var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar … Halda áfram að lesa Jaki EA 15
Sighvatur kom að landi í kvöld
1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Sighvatur GK 57 kom að landi í Grindavík í kvöld og tók jón Steinar þessar flottu myndir í kvöldsólinni þar syðra. Aflinn hjá honum í þessum túr var um 360 kör sem gerir eitthvað á bilinu 110-120 tonn. Uppistaða aflans var þorskur, keila og … Halda áfram að lesa Sighvatur kom að landi í kvöld
Kvikur EA 20 kemur að landi á Kópaskeri
7126. Kvikur EA 20 ex Kvikur KÓ 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Grásleppubáturinn Kvikur EA 20 kemur hér að landi á Kópaskeri í gær en hann er gerður út af Heimsskautasporti ehf. í Grímsey. Kvikur hét upphaflega Valdimar NS 27 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1988. Báturinn hét Valdimar til ársins 2013 en … Halda áfram að lesa Kvikur EA 20 kemur að landi á Kópaskeri
Samskip Hvitbjørn
IMO 9642564. Samskip Kvitbjørn. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Þessa mynd af Samskip Hvitbjørn tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum en skipið, sem notar gas sem eldsneyti, er af svokallaðri Ro Ro gerð flutningaskipa. Skipið var smíðað árið 2015 og siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn. Skipið er 119,92 metrar að lengd, breidd þess er … Halda áfram að lesa Samskip Hvitbjørn
Valþór GK 123
1081. Valþór GK 123 ex Valþór NS 123. Ljósmynd Óskar Franz 2020. Valþór Gk 123 hét upphaflega Fagranes ÞH 123 og var smíðað árið 1969 fyrir Árna Helgason á Þórshöfn. Óskar Franz tók þessa mynd á dögunum þegar Valþór kom til hafnar í Þorlákshöfn. Það var Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. á Seyðisfirði sem smíðaði bátinn sem … Halda áfram að lesa Valþór GK 123
Björn EA 220 kemur að landi á Kópaskeri
2655. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Á þessum myndum má sjá grásleppubátinn Björn EA 220 koma til hafnar á Kópaskeri í dag. Björn EA 220 er gerður út af Heimsskautasporti ehf. í Grímsey en hann var smíðaðu hjá Trefjum árið 2005. Björn EA 220 er af gerðinni Cleópatra 38 og er 11,62 metrar … Halda áfram að lesa Björn EA 220 kemur að landi á Kópaskeri
Fagraberg FD 1210 kom með kolmunna
IMO 9184641. Fagraberg FD 1210 ex Krúnborg. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020. Fagraberg FD 1210 frá Fuglafirði í Færeyjum kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 2.800 tonn af kolmunna. Fagraberg var smíðað árið 1999 og hét áður Krúnborg. Skipið er 2,832 brúttótonn að stærð, lengd þess er 83 metrar og breiddin 14 metrar. Að sjálfsögðu … Halda áfram að lesa Fagraberg FD 1210 kom með kolmunna
Lagarfoss kom til Húsavíkur í gær
IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í gærkveldi og var birtan orðin heldur lítil til að hægt væri að ná góðum myndum. Á vef Faxaflóahafna þann 18. ágúst 2014 mátti lesa þetta: Sunnudaginn 17. ágúst kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Eimskipafélags Íslands og ber … Halda áfram að lesa Lagarfoss kom til Húsavíkur í gær
Kristinn HU 812 á landleið
2860. Kristinn HU 812 ex Kristinn SH 812. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Ekki er langt síðan það birtust myndir af línubátnum Kristni HU 812 hér á síðunni en hér koma nokkrar sem Jón Steinar tók á drónann í gær. Báturinn var þá að koma til hafnar í Grindavík með þrettán tonna afla. Hér segir aðeins … Halda áfram að lesa Kristinn HU 812 á landleið