Sæfaxi VE 30

244. Sæfaxi VE 30 ex Krossey SF 26. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Sæfaxi VE 30 sem sést hér á mynd Þorgeirs Baldurssonar hét upphaflega Gullberg NS 11 og var smíðaður 1964 hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum.

Báturinn var smíðaður fyrir Gullberg hf. á Seyðisfirði og vae 162 brl. að stærð. Búinn 625 hestafla Krohout aðalvél.

Árið 1971 keypti Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum bátinn og varð hann Gullberg VE 292. Hann var endurmældur árið 1971 og mældist þá 105 brl. að stærð.

1975 er báturinn seldur Snæfelli sf. í Vestmannaeyjum sem nefnir bátinn Glófaxa VE 300. Báturinn var endurmældur árið 1977 og mældist þá 108 brl. að stærð. heimild: Íslensk skip

Glófaxi VE 300 var yfirbyggður árið 1985 hjá Bátalóni í Hafnarfirði og á einhverjum tímapunkti var sett í hann um 800 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Þegar nýr Glófaxi VE 300 kom til Eyja vorið 1996 varð þessi Glófaxi VE 301 en haustið sama ár fékk hann nafnið Krossey SF 26.

Samkvæmt vef Fiskistofu fékk báturinn aftur nafnið Glófaxi II VE 301 haustið 1998 en í mars 1998 fékk hann nafnið Sæfaxi VE 30 sem hann bar til ársins 2003 er hann var seldur til Ghana.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jaki EA 15

2620. Jaki EA 15 ex Guðrún Helga EA 85. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Óskar & synir ehf. á Dalvík gerir grásleppubátinn Jaka EA 15 út frá Kópaskeri en þaðan hafa þeir róið til grásleppuveiða lengi vel.

Jaki EA 15, sem hét upphaflega Bjössi Krist EA 80 með heimahöfn í Hrísey, var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 2004. Hann er Sómi 865.

Á árunum 2003 -2006 hét báturinn Guðrún Helga EA 85 en frá 2006 hefur hann borið nafnið Jaki EA 15.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sighvatur kom að landi í kvöld

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Sighvatur GK 57 kom að landi í Grindavík í kvöld og tók jón Steinar þessar flottu myndir í kvöldsólinni þar syðra.

Aflinn hjá honum í þessum túr var um 360 kör sem gerir eitthvað á bilinu 110-120 tonn. Uppistaða aflans var þorskur, keila og langa.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kvikur EA 20 kemur að landi á Kópaskeri

7126. Kvikur EA 20 ex Kvikur KÓ 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Kvikur EA 20 kemur hér að landi á Kópaskeri í gær en hann er gerður út af Heimsskautasporti ehf. í Grímsey.

Kvikur hét upphaflega Valdimar NS 27 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1988. Báturinn hét Valdimar til ársins 2013 en undir ýmsum einkennisstöfum og númerum.

Árið 2013 fær hann nafnið Kvikur KÓ 30 og 2018 var hann keyptur til Grímseyjar.

Kvikur er Sómi 1100 í dag og er tælega 11 metra langur, hann hefur því gengið í gegnum allmiklar breytingar og bara glæsilegur bátur að sjá.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samskip Hvitbjørn

IMO 9642564. Samskip Kvitbjørn. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Þessa mynd af Samskip Hvitbjørn tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum en skipið, sem notar gas sem eldsneyti, er af svokallaðri Ro Ro gerð flutningaskipa.

Skipið var smíðað árið 2015 og siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Skipið er 119,92 metrar að lengd, breidd þess er 22,4 metrar og það mælist 9,132 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valþór GK 123

1081. Valþór GK 123 ex Valþór NS 123. Ljósmynd Óskar Franz 2020.

Valþór Gk 123 hét upphaflega Fagranes ÞH 123 og var smíðað árið 1969 fyrir Árna Helgason á Þórshöfn. Óskar Franz tók þessa mynd á dögunum þegar Valþór kom til hafnar í Þorlákshöfn.

Það var Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. á Seyðisfirði sem smíðaði bátinn sem var 51 brl. að stærð, búinn 315 hestafla Scania Vabis aðalvél.

Báturinn var á Þórshöfn til ársins 1982 að hann var seldur til Vopnafjarðar þar sem Fagranesið fékk nafnið Fiskanes NS 37.

Báturinn hefur verið lengdur og og settur á hann hvalbakur, hann mælist nú 61 brl. að stærð. Einnig var skipt um brú á því um árið en það var gert í Slippstöðinni á Akureyri. Þá kom ný 310 hestafla Scania í bátinn á níunda áratugnum.

Í dag heitir báturinn s.s Valþór GK 123, eigandi samnefnt fyrirtæki og heimahöfn Vogar.

Á árunum 1999-2007 hét hann Harpa HU 4, Óskar HU 44 og Harpa II HU 44 en árið 2009 fékk hann nafnið Valþór NS 123. Frá árinu 2014 hefur hann verið GK 123.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björn EA 220 kemur að landi á Kópaskeri

2655. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Á þessum myndum má sjá grásleppubátinn Björn EA 220 koma til hafnar á Kópaskeri í dag.

Björn EA 220 er gerður út af Heimsskautasporti ehf. í Grímsey en hann var smíðaðu hjá Trefjum árið 2005.

Björn EA 220 er af gerðinni Cleópatra 38 og er 11,62 metrar að lengd, 3,74 metrar á breidd og mælist 11,49 brl./14,47 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fagraberg FD 1210 kom með kolmunna

IMO 9184641. Fagraberg FD 1210 ex Krúnborg. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Fagraberg FD 1210 frá Fuglafirði í Færeyjum kom til Fáskrúðsfjarðar um helgina með um 2.800 tonn af kolmunna.

Fagraberg var smíðað árið 1999 og hét áður Krúnborg. Skipið er 2,832 brúttótonn að stærð, lengd þess er 83 metrar og breiddin 14 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lagarfoss kom til Húsavíkur í gær

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í gærkveldi og var birtan orðin heldur lítil til að hægt væri að ná góðum myndum.

Á vef Faxaflóahafna þann 18. ágúst 2014 mátti lesa þetta:

Sunnudaginn 17. ágúst kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Eimskipafélags Íslands og ber skipið nafnið Lagarfoss, sem er sjöunda skip félagsins með því nafni, en sá fyrsti var í eigu félagsins frá árinu 1917 til 1949.   

Skipið var smíðað í Kína, en burðargeta skips­ins er 12.200 tonn. Það er 140,7 metr­ar á lengd og 23,2 metr­ar á breidd.  Skipið er búið öfl­ug­um skut- og bóg­skrúf­um og er sérstaklega styrkt fyr­ir ís­sigl­ing­ar, með ísklassa 1A, auk þess að vera með tengla fyr­ir 230 frystigáma.

Lagarfoss, sem mælist 10,160 brúttótonn að stærð, siglir undir fána Færeyja.

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristinn HU 812 á landleið

2860. Kristinn HU 812 ex Kristinn SH 812. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Ekki er langt síðan það birtust myndir af línubátnum Kristni HU 812 hér á síðunni en hér koma nokkrar sem Jón Steinar tók á drónann í gær.

Báturinn var þá að koma til hafnar í Grindavík með þrettán tonna afla.

Hér segir aðeins frá bátnum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution