7485. Valdís ÍS 889 ex Jóhannes á Ökrum AK 180. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Handfærabáturinn Valdís ÍS 889 frá Suðureyri kemur hér að landi í Grindavík á dögunum. Valdís, sem er 6 brl. að stærð, var smíðuð í Bátastöðinni Knörr ehf, á Akranesi árið 1999. Báturinn var smíðaður fyrir Bjarna Jóhannesson á Akranesi og fékk … Halda áfram að lesa Valdís ÍS 889
Month: apríl 2023
Fjølnir GK kom með fullfermi í gær
1136. Fjølnir GK 157 ex Ocean Breeze GK. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2023. Línuskipið Fjølnir GK 157 kemur hér til hafnar í Grindavík í gær en báturinn var með fullfermi, aflinn 350 kör sem gerir alls 110 tonn. Uppistaða aflans, sem fékkst í fjórum lögnum, skiptist nánast jafnt milli þorsks, ýsu og löngu, rétt rúm … Halda áfram að lesa Fjølnir GK kom með fullfermi í gær
Sigurbjörg ÞH 62
739. Sigurbjörg ÞH 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sigurbjörg ÞH 62 var smíðuð á Akureyri árið 1959 fyrir Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson Flatey á Skjálfanda. Um smíði hans má lesa á aba.is Sigurbjörg var 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var … Halda áfram að lesa Sigurbjörg ÞH 62
Áskell ÞH 48
2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2023. Áskell ÞH 48 kom til Grindavíkur um helgina og tók Jón Steinar þessar myndir þá. Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og þar af tvo fyrir Gjögur hf., hitt er Vörður ÞH 44. 2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón … Halda áfram að lesa Áskell ÞH 48
Ásgeir ÞH 198
1186. Ásgeir ÞH 198 ex Jói á Nesi SH 159. Ljósmynd Pétur Jónasson. Ásgeir ÞH 198 var smíðaður smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1971 og hét upphaflega Bliki EA 12 með heimahöfn á Dalvík. Árið 1975 var Bliki seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Jói á Nesi SH 159. Það var svo … Halda áfram að lesa Ásgeir ÞH 198
Vilborg ÞH 98
5481 (B-481) Vilborg ÞH 98 ex Ásgeir ÞH 98. Ljósmynd Pétur Jónasson. Að undanförnu hafa birst tvær myndir af þessari trillu á síðunni. Fyrst sem Ásgeir ÞH 98 og síðar Árný ÞH 98. Á þessari mynd ber hann nafnið Vilborg ÞH 98 og var í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík. Báturinn var smíðaður árið 1961 … Halda áfram að lesa Vilborg ÞH 98
Særif á landleið
2947. Særif SH 25 ex Indriði Kristjáns BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Fyrir skömmu birtust hér myndir af Særifi SH 25 á útleið frá Grindavík en hér er hann á landleið til sömu hafnar. Myndina tók Jón Steinar í gærkveldi og voru kallarnir að mokfiska, aflinn 19 tonn. Með því að smella á myndina … Halda áfram að lesa Særif á landleið
Margrét SU 4
1153. Margrét SU 4 ex Margrét GK 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Margrét SU 4 kemur hér til hafnar í Sandgerði fyrir helgi og var að ég held að koma úr slipp í Njarðvík. Báturinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1971 og hét Sæþór SU 175 með heimahöfn á Eskifirði. Hann var … Halda áfram að lesa Margrét SU 4
Keilir og Lagarfoss
2946. Keilir. - IMO 9641314. Lagarfoss Hafþór Hreiðarsson 2023. Hér liggja við olíubryggjuna í Örfirisey olíuflutningaskipið Keilir og gámaflutningaskipið Lagarfoss. Myndin var tekin á Sumardaginn fyrsta. Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Lagarfoss sem Eimskip gerir út var smíðaður árið 2014 og er 10.106 GT að stærð en Keilir … Halda áfram að lesa Keilir og Lagarfoss
Bjargfugl RE 55
6474. Bjargfugl RE 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Grásleppubáturinn Bjargfugl RE 55 kemur hér til hafnar í Reykjavík en hann er gerður út af samnefndu fyrirtæki. Plastgerðin sf. í Kópavogi smíðaði bátinn fyrir Kjartan Kjartansson árið 1982 og hefur hann alla tíð borið sama nafn. Báturinn var lengdur árið 1996 og mælist 8 brl. að … Halda áfram að lesa Bjargfugl RE 55