Valdís ÍS 889

7485. Valdís ÍS 889 ex Jóhannes á Ökrum AK 180. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Handfærabáturinn Valdís ÍS 889 frá Suðureyri kemur hér að landi í Grindavík á dögunum. Valdís, sem er 6 brl. að stærð, var smíðuð í Bátastöðinni Knörr ehf, á Akranesi árið 1999. Báturinn var smíðaður fyrir Bjarna Jóhannesson á Akranesi og fékk … Halda áfram að lesa Valdís ÍS 889

Fjølnir GK kom með fullfermi í gær

1136. Fjølnir GK 157 ex Ocean Breeze GK. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2023. Línuskipið Fjølnir GK 157 kemur hér til hafnar í Grindavík í gær en báturinn var með fullfermi, aflinn 350 kör sem gerir alls 110 tonn. Uppistaða aflans, sem fékkst í fjórum lögnum, skiptist nánast jafnt milli þorsks, ýsu og löngu, rétt rúm … Halda áfram að lesa Fjølnir GK kom með fullfermi í gær

Sigurbjörg ÞH 62

739. Sigurbjörg ÞH 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sigurbjörg ÞH 62 var smíðuð á Akureyri árið 1959 fyrir Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson Flatey á Skjálfanda. Um smíði hans má lesa á aba.is Sigurbjörg var 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var … Halda áfram að lesa Sigurbjörg ÞH 62

Keilir og Lagarfoss

2946. Keilir. - IMO 9641314. Lagarfoss Hafþór Hreiðarsson 2023. Hér liggja við olíubryggjuna í Örfirisey olíuflutningaskipið Keilir og gámaflutningaskipið Lagarfoss. Myndin var tekin á Sumardaginn fyrsta. Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Lagarfoss sem Eimskip gerir út var smíðaður árið 2014 og er 10.106 GT að stærð en Keilir … Halda áfram að lesa Keilir og Lagarfoss

Bjargfugl RE 55

6474. Bjargfugl RE 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Grásleppubáturinn Bjargfugl RE 55 kemur hér til hafnar í Reykjavík en hann er gerður út af samnefndu fyrirtæki. Plastgerðin sf. í Kópavogi smíðaði bátinn fyrir Kjartan Kjartansson árið 1982 og hefur hann alla tíð borið sama nafn. Báturinn var lengdur árið 1996 og mælist 8 brl. að … Halda áfram að lesa Bjargfugl RE 55