IMO 9184641. Fagraberg FD 1210 ex Krúnborg. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2022. Hér gefur að líta færeyska uppsjávarveiðiskipið Fargraberg FD 1210 við makrílveiðar fyrr í sumar. Fagraberg var smíðað árið 1999 og hét áður Krúnborg. Skipið er 2,832 brúttótonn að stærð, lengd þess er 83 metrar og breiddin 14 metrar. Fagraberg FD 1210 er með heimahöfn í … Halda áfram að lesa Fagraberg FD 1210
Month: ágúst 2022
Austfirðingur SU 205
2640. Austfirðingur SUU 205 ex Guðrún GK 47. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Austfirðingur SU 205 kom til Húsavíkur í kvöld en hann hefur stundað handfæraveiðar síðustu mánuðina. Það er Gullrún ehf. á Breiðdalsvík sem gerir bátinn, sem hét upphaflega Dúddi Gísla GK 48, út. Hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og … Halda áfram að lesa Austfirðingur SU 205
Vestri BA 63
3030. Vestri BA 63 ex Tobis. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Rækjutogarinn Vestri BA 63 frá Patreksfirði kom til hafnar á Húsavík í morgun og hafði hér stutta viðdvöl. Útgerðarfyrirtækið Vestri ehf. á Patreksfirði keypti skipið frá Noregi í vetur. Í Noregi hét það Tobis en fékk nafnið Vestri BA 63 og kom í stað eldri og minni báts … Halda áfram að lesa Vestri BA 63
Laxá í heimahöfn á Húsavík
Flutningaskipið Laxá í heimahöfn á Húsavík vorið 1975. Á þessari mynd má sjá flutningaskipið Laxá í fyrsta skipti í heimahöfn á Húsavík vorið 1975. Ekki er nafn ljósmyndara kunnungt en myndin kom úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara á Húsavík. Sigurður Pétur Björnsson fréttaritari Morgunblaðsins reit eftirfaranadi frétt sem birtist í blaðinu þann 20 maí 1975: … Halda áfram að lesa Laxá í heimahöfn á Húsavík
Erling KE 140
1202. Erling KE 140 ex Langanes GK 525. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Jón Steinar myndaði netabátinn Erling KE 140 á landleið til Grindavíkur í gær en hann hefur verið að ufsaveiðum upp á síðkastið. Og fiskað vel segir ljósmyndarinn en Erling var með 24 tonn eftir daginn í gær og 31 tonn í fyrradag. … Halda áfram að lesa Erling KE 140
Björg Jónsdóttir ÞH 321
586. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Langanes ÞH 321. Ljósmynd Pétur Jónasson. Hér koma myndir af Björgu Jónsdóttur ÞH 321, þeirri fyrstu af sjö sem Langanes gerði út á sínum tíma. Björg Jónsdóttir ÞH 321, sem var 76 brl. að stærð, hét uppgaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð í V-Þýskalandi árið 1959 fyrir Hrönn … Halda áfram að lesa Björg Jónsdóttir ÞH 321
Sighvatur GK á útleið frá Grindavík
1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubáturinn Sighvatur GK 57 lá fyrir dróna Jóns Steinars í kvöld þegar hann lagði upp í veiðiferð frá Grindavík. Hann kom í land í morgun til löndunar. Aflinn var um 240 kör sem gerir tæp 80 tonn. Uppistaða aflans var keila, eða rúm 160 … Halda áfram að lesa Sighvatur GK á útleið frá Grindavík
Vilhelm og Börkur
2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11- 2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Þorsteinn Eyfjörð 2022. Hér liggja systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börkur NK 122 við bryggju í Neskaupstað í gær. Annar að landa makríl og hinn bíður löndunar. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on … Halda áfram að lesa Vilhelm og Börkur
Bátar við bryggju á Húsavík
Bátar við bryggju á Húsavík Ljósmynd Pétur Jónasson. Á þessari mynd frá því um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar má m.a sjá síldarbáta við bryggju á Húsavík. Álít að myndin sé tekin ca. 1965. Þetta eru Akurey RE 6, Helgi Flóventsson ÞH 77 og Sigurður Bjarnason EA 450. Aftan við þá er Eldborg GK 13 … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju á Húsavík
Nýr Indriði Kristins frá Trefjum
3007. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Alfons Finnsson 2022. Útgerðarfélagið Þórsberg ehf. á Tálknafirði fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 40BB beitningavélarbáta frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Nýi báturinn heitir Indriði Kristins BA 751 og er hannaður í samstarfi við Ráðgarð ehf. Báturinn er 12,5 metrar á lengd, 6,5metra breiður og mælist 30 brúttótonn. … Halda áfram að lesa Nýr Indriði Kristins frá Trefjum