Hrafn GK 111

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskipið Hrafn GK 111 kom til hafnar í Grindavík í hádeginu dag en eins og sjá má var snjókoma sunnanlands.

Það er Þorbjörn hf. sem gerir Hrafn GK 111 út en upphaflega er þetta Gullberg VE 292 frá Vestmannaeyjum. 

Gullberg VE 292 var smíðað hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum. Skipið var yfirbyggt 1977 og lengt 1995 og brúin hækkuð ásamt því að settur var á það bakki. Lengd þess er 48,46 metrar, breiddin er 8,2 metrar og mælist það 446 brl. / 601 BT að stærð.

Hrafn GK 111 hét eins og áður segir upphaflega Gullberg VE 292, síðan Gullfaxi KE 292, og svo Ágúst GK 95.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorlákshöfn í dag

Skip við bryggju í Þorlákshöfn í dag. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Hér koma nokkrar myndir sem Gundi tók í Þorlákshöfn í dag en þar liggja bátar inni vegna brælu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Barðinn GK 475

160. Barðinn GK 475 ex Jón Sturlaugsson ÁR 7. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Þorgeir Baldursson tók þessa mynd af Barðanum GK 475 þegar síldveiðar voru stundaðar inn á fjörðum austanlands. Sennilega 1986.

Barðinn GK 475 hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2 og var smíðaður í Risør í Noregi árið 1960 fyrir Bæjarsjóð Ólafsfjarðar. Selt hlutafélaginu Þresti á Ólafsfirði í janúar 1961.

Árið 1972 var Ólafur Bekkur ÓF 2 seldur til Ólafsvíkur, kaupandinn Valafell hf. Skipið fékk nafnið Valafell SH 157. Það mældist upphaflega 155 brl. að stærð en árið 1972 var það endurmælt og varð þá 129 brl. að stærð. 380 hestafla Alpha aðalvél var upphaflega í skipinu en 1974 leysti 600 hestafla vél sömu gerðar hana af hólmi.

Árið 1975 kaupir Snorri Snorrason á Dalvík skipið en engar nafna- né númerabreytingar verða á því. Það er svo selt Hraðfrystistöð Eyrarbakka árið 1976 og fékk það nafnið Goðaborg ÁR. Í desember 1977 kaupir Guðni Sturlaugsson í Þorlákshöfn skipið og gefur því nafnið Jón Sturlaugsson ÁR 7.

Skipið var aftur endurmælt 1979 og þá var útkoman 131 brl. og árið síðar eða 1980 er skipið selt Barðanum hf. í Kópavogi. Þá fékk það nafnið Barðinn RE 243. Í október 1985 var það selt Mumma hf. í Sandgerði og hélt það nafninu en varð GK 475 eins og sjá má á myndinni. Heimild: Íslensk skip

Barðinn GK 475 strandaði undan Hólahólum nærri Dritvík á Snæfellsnesi 14. mars 1987 Þyrla LG, TF-SIF, bjargaði níu manna áhöfn bátsins sem eyðilagðist á standstað.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Veidar við bryggju í Tromsø

LEPY. Veidar M-1-G frá Álasundi. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking tók þessa mynd á dögunum þegar hann var á útleið frá Tromsø.

Myndin sýnir eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G frá Álasundi. Skipið var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöðinni Simek AS í Flekkufirði í mars árið 2018.

 Skipið er 55,5 metra langt og 13,20 metra breitt knúið Rolls-Royce Bergen aðalvél. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Frár VE 78 á toginu

1595. Frár VE 78 ex Frigg VE 41. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Gundi á Frosta tók þessar myndir af togbátnum Frá VE 78 þar sem hann var að veiðum sl. fimmtudag.

Frár VE 78 var smíðaður í Campeltown í Skotlandi árið 1977 fyrir Færeyinga og hét Von. Keyptur til Vestmannaeyja 1981 og fékk nafnið Helga Jóh. VE 41.

Frár VE 78 er 28,95 metra langur, 7,20 metra breiður og mælist 192 brl./292 BT að stærð.

Hér má lesa aðeins nánar um bátinn sem hét Frigg VE 41 áður en hann varð Frár VE 78.

1595. Frár VE 78 ex Frigg VE 41. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution