Sunna AK 6

1078. Sunna AK 6 ex Akurey AK 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sunna AK 6, sem sést hér við bryggju á Akranesi, hét upphaflega Arnar VE 173 og var smíðuð í árið 1969 í Bátalóni.

Báturinn, sem var 10 brl. að stærð og búinn 98 hestafla Perkinsvél, var seldur frá Vestmannaeyjum í janúarmánuði 1970. Þá fékk hann nafnið Bryndís KÓ 8 og árið síðar Bryndís ST 29 þegar hann var seldur á Drangsnes.

Ekki stoppaði hann lengi á Ströndum því sumarið 1971 var hann keyptur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Haraldur EA 62. Það ár var sett í bátinn 115 hestafla Perkinsvél. Haustið 1974 var Haraldur EA 62 seldur til Ísafjarðar þar sem hann fékk nafnið Páll Helgi ÍS 89.

Vorið 1976 var báturinn seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Hrönn RE 58 og ári síðar var báturinn aftur kominn til Kópavogs. Engin nafnabreyting þá en um sumarið var hann seldur enn og aftur og nú til Ólafsfjarðar. Þar varð hann áfram Hrönn en fékk skráninguna ÓF 58.

Vorið 1979 var hann seldur suður í Kópavog og fékk nafnið Hrönn RE 70. Í maímánuði 1982 var Hrönn seld í Vogana og þar fékk báturinn skráninguna GK 102, sama nafn. Vorið 1985 var báturinn seldur á Akranes þar sem hann fékk nafnið Enok AK 8. Ekki hætti báturinn að ganga kaupum og sölum því sumarið 1986 var hann seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Akurey RE 201. Heimild Íslensk skip.

Árið 1991 fær báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Sunna AK 6, og ári síðar Sunna II AK 36. Báturin hét því nafni þegar honum var fargað í febrúarmánuði 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurbjörg ÓF 1

1016. Sigurbjörg ÓF 1. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar af síldarmiðunum má sjá Sigurbjörgu ÓF 1 hvar hún siglir framundan Dagfara ÞH 70.

Sigurbjörg ÓF 1 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði og kom hún til heimahafnar í fyrsta skipti þann 13. ágúst 1966.

Sigurbjörg ÓF 1 þótti mjög vandað skip, það stærsta sem íslendingar höfðu fram að þessu smíðað og fyrsta stálskipið sem smíðað var á Akureyri.

Sigurbjörg ÓF 1 var 335 brl. að stærð, búin 960 hestafla MWM aðalvél. Endurmæld árið 1970 og mældist þá 278 brl. að stærð.

Sigurbjörg ÓF 1 var gerð út frá Ólafsfirði til ársins 1979 þegar nýr skuttogari, Sigurbjörg ÓF 1, sem einnig var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri leysti hana af hólmi.

Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð það ár og fékk nafnið Pálmi BA 30. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gleðilega páska – Happy Easter

2447. Ósk ÞH 54 ex Guðný NS 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með þessari mynd af grásleppubátnum Ósk ÞH 54 sem tekin var í gær fylgir páskakveðja til lesenda síðunnar um allan heim.

With this photo of the small boat Ósk ÞH 54 that was taken yesterday, Easter greetings are sent from Húsavík to readers all around the world.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution