Gert við nótina hjá Keflvíkingi KE 100 í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson.
Þessar myndir tók móðurbróðir minn Gunnar Hallgrímsson um árið þegar hann var skipverji á loðnubátnum Keflvíkingi KE 100.
Þarna hafa kallarnir þurft að gera við loðnunótina eftir löndun en ég hygg að þetta sé á vormánuðum árið 1973. Amk. má sjá í Gjafar VE 300 á strandstað á sömu filmum.
Ekki þekki ég mennina á myndunum nema jú Guðmund Wium sem lengi var stýrimaður á Keflvíkingi.
Gert við nótina hjá Keflvíkingi KE 100 í Grindavík. Ljósmyndir Gunnar Hallgrímsson.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 kom úr róðri í dag og aflinn góður, s.s fullur bátur sem eru c.a sex til sex og hálft tonn.
Aþena er eini báturinn frá Húsavík sem lagt hefur grásleppunetin enn sem komið er en leggja mátti netin 10. mars sl. sem er tíu dögum fyrr en verið hefur. Kallarnir á Aþenu lögðu netin 19. mars eftir að hafa verið klárir með þau um borð í hartnær viku tíma en ekki lagt vegna veðurs.
Að sögn Stefáns Guðmundssonar skipstjóra hefur grásleppuvertíðin farið erfiðlega af stað. Afleitt tíðarfar og stöðugt verið að sæta lagi á milli stórviðra; þó mest undanfarið ákveðins sunnan sperrings sem hefur gert þeim lífið leitt – þótt öllu jafna fagni menn hér suðlægum áttum, en hæglátari þó.
Aðspurður um aflabrögð segir Stefán þau góð. „Undanfarnar vertíðar hefuraflainn reyndar alltaf verið góður í byrjun undanfarnar vertíðir og misjafnt hvenær hann svo lætur undan; oftast dalar hann svo eftir fyrstu tvær vikurnar og yfirleitt jöfnum höndum eftir því sem fleiri bátar mæta á miðin“ segir Stefán.
Hann segir grásleppuna vel haldna en óvenju mikið er um rauðmaga þessa fyrstu daga á móti sáralitlum rauðmaga í upphafi síðustu vertíðar.
„Við sáum veðurglugga fyrir þennan róður og fórum út kl. 4 í nótt, og byrjuðum að draga við fyrstu skímu. Veiðin hefur verið nokkuð köflótt á milli daga og staða en góður reitingur allsstaðar.
Grásleppan er enn að skríða inná slóðina, byrjar dýpra og fikrar sig svo upp þegar henni finnst aðstæður heppilegar. Hún stendur enn nokkuð djúpt eins og vant er á þessum árstíma og mun ákveðnar þegar umhleypingarnir eru miklir.
Þessi tiltekni róður var líklega sá besti enn sem komið er hjá okkur og afar ánægjulegur. Áhöfnin sem ég er með er algerlega til fyrirmyndar í alla staði; þaulvanir jaxlar og toppmenn frá A-Ö“ sagði Stefán í bryggjuspjalli í dag.
Aþena fór í breytingar hjá Trefjum í Hafnarfirði í vetur sem Stefán lýsir svo:
„Báturinn fór til Trefja ( framleiðandi bátsins ) í Hafnarfirði í byrjun desember í 20 ára allsherjarklössun. Ný aðalvél, gír, öxull og skrúfa. Nýir síðustokkar. Málaður utan sem innan og lagfært hér og þar sem þurfti þ.m.t. miðstöðvarkerfi, ljósabúnaður ofl. ofl.
Niðurstaðan úr þessar klössun er á þá leið að báturinn er nánast eins og úr kassanum núna. Gengur helmingi meira en hann gerði áður, og gerir lífið skemmtilegra fyrir mig, áhöfnina og fyrirtækið. Hentar okkur afskaplega vel í þau verkefni sem á hann eru sett og leysir þau af stakri prýði“ Sagði Stefán að lokum.
Geiri Péturs ÞH 344 á siglingu á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1982. Geiri Péturs var gerður út af Korra h/f á Húsavík en lagði upp hjá fiskverkunninni Hróa í Óafsvík á meðan verið var við veiðar á Breiðafirði.
Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsona og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.
Smíðinni var þó þannig háttað að Slippstöðin smíðaði skrokk og yfirbyggingu bátsins. Hann var síðan dreginn suður til Hafnarfjarðar þar sem smíði hans var lokið árið 1972 hjá skipasmíðastöðinni Dröfn h/f.
Sigurbergur var keyptur til Húsavíkur í ársbyrjun 1980 og fékk nafnið Geiri Péturs en lesa má nánar um hann hér
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Hér er Sigþór ÞH 100 frá Húsavík á siglingu fyrir austan land með síldarfarm en við á Geira Péturs ÞH 344 mættum honum einn sólarmorguninn.
Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.
Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100 og lesa má nánar um hann hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1009. Kristbjörg II ÞH 244 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992.
Hér koma myndir sem ég tók af Kristbjörgu II ÞH 244 koma til hafnar á Húsavík eftir línuróður.
Báturinn hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. Smíðuð í Risør í Noregi.
Sóley ÍS 225 hét síðar Sóley ÁR 50, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og að lokum Röst SK 17 en hún fór í niðurrif í Belgíu árið 2017.
1009. Kristbjörg II ÞH 244 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 1992.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1016. Pálmi BA 30 ex Sigurbjörg ÓF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.
Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því.
Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði.
Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð árið 1979 en sama ár var hún skráð með ÓF 30 enda ný Sigurbjörg ÓF 1 flota Ólafsfirðinga það ár. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.
Pálmi BA 30 var seldur austur á Neskaupsstað árið 1983 og fékk hann þar nafnið Fylkir NK 102
Nánari sögu þessa skips verður gerð betri skil síðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.
Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019.
Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. Báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin sennilega handan við hornið.
Reykjaborg RE 25 var smíðuð í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Báturinn var lengdur um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001.
Reykjaborg var seld til Keflavíkur árið 2005 en þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 þegar Nesfiskur hf. í Garði keypti hann.
agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120
Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.
2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2003.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
IMO: 9856000. Kongsfjord F-50-BD. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.
Hér sést glænýr togari Norðmanna, Kongsfjord, taka trollið fyrir stundu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking nyrst í norksu landhelginni.
Kongsfjord er í eigu norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og er með heimahöfn í Álasundi.
Togarinn, sem er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist 4,171 BT að stærð, var afhentur fyrir skömmu frá Vard skipasmíðastöðinni í Søviknes í Noregi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.