Gert við nótina hjá Keflvíkingi KE 100 í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson. Þessar myndir tók móðurbróðir minn Gunnar Hallgrímsson um árið þegar hann var skipverji á loðnubátnum Keflvíkingi KE 100. Þarna hafa kallarnir þurft að gera við loðnunótina eftir löndun en ég hygg að þetta sé á vormánuðum árið 1973. Amk. má sjá í Gjafar … Halda áfram að lesa Nótaviðgerð hjá Keflvíkingi
Month: mars 2020
Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 með fullfermi
2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 kom úr róðri í dag og aflinn góður, s.s fullur bátur sem eru c.a sex til sex og hálft tonn. Aþena er eini báturinn frá Húsavík sem lagt hefur grásleppunetin enn sem komið er en leggja mátti netin 10. … Halda áfram að lesa Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 með fullfermi
Þinganes á Selvogsbanka
2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Þór Jónsson 2020. Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70 tók þessar myndir í gær af Þinganesinu nýja á Selvogsbanka. Ljósafellið var nýlagt af stað til löndunar í Þorlákshöfn og Þinganesið kom þangað rétt á eftir þeim. 2970. Þinganes SF 25. Ljósmyndir Þór Jónsson 2020. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Þinganes á Selvogsbanka
Geiri Péturs ÞH 344
1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Geiri Péturs ÞH 344 á siglingu á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1982. Geiri Péturs var gerður út af Korra h/f á Húsavík en lagði upp hjá fiskverkunninni Hróa í Óafsvík á meðan verið var við veiðar á Breiðafirði. Geiri Péturs ÞH 344 var … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344
Sigþór ÞH 100
185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér er Sigþór ÞH 100 frá Húsavík á siglingu fyrir austan land með síldarfarm en við á Geira Péturs ÞH 344 mættum honum einn sólarmorguninn. Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand … Halda áfram að lesa Sigþór ÞH 100
Kristbjörg II ÞH 244
1009. Kristbjörg II ÞH 244 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992. Hér koma myndir sem ég tók af Kristbjörgu II ÞH 244 koma til hafnar á Húsavík eftir línuróður. Báturinn hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. Smíðuð í Risør í Noregi. Sóley … Halda áfram að lesa Kristbjörg II ÞH 244
Pálmi BA 30
1016. Pálmi BA 30 ex Sigurbjörg ÓF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983. Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því. Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson … Halda áfram að lesa Pálmi BA 30
Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík
2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003. Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019. Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. … Halda áfram að lesa Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík
Hinn glænýi Kongsfjord að veiðum
IMO: 9856000. Kongsfjord F-50-BD. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Hér sést glænýr togari Norðmanna, Kongsfjord, taka trollið fyrir stundu en myndina tók Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking nyrst í norksu landhelginni. Kongsfjord er í eigu norsku stórútgerðarinnar Havfisk AS og er með heimahöfn í Álasundi. Togarinn, sem er 80,40 metrar að lengd, 16,70 metra breiður og mælist … Halda áfram að lesa Hinn glænýi Kongsfjord að veiðum
Dagfari ÞH 40
973. Dagfari ÞH 40. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hreiðar Olgeirsson tók þessar myndir sem nú birtast þegar hann var skipverji á Dagfara ÞH 40 frá Húsavík. Get ekki betur séð en það sé verið að dæla síld yfir í síldarflutningaskip á tveim þeirra en á hinni þriðju eru kallarnir með nótina á síðunni. Skipstjóri á Dagfara … Halda áfram að lesa Dagfari ÞH 40