Meira af Múlaberginu

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var upplagt að mynda Múlabergið þegar það fór síðdegis þar sem blessuð sólin var komin á betri stað en hún var á í hádeginu þegar togarinn kom.

Og ekki orð um það meir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Múlaberg kom til Húsavíkur í dag

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skuttogarinn Múlaberg SI 22 frá Siglufirði kom til Húsavíkur í dag en Kári Páll og hans menn hjá Ísfelli ætluðu að kíkja eitthvað á rækjutrollið.

Múlaberg, sem er annar svokallaðra tvegga Japanstogaranna sem enn eru í útgerð á Íslandi, er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð.

Togarinn hét upphaflega Ólafur Bekkur ÓF 2, hann var smíðaður í Japan fyrir Útgerðafélag Ólafsfjarðar hf. og kom í fyrsta skipti til heimahafnar þann 8. maí árið 1973.

Lesa má meira um togarann hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Áki í Brekku SU 760

2660. Áki í Brekku SU 760 ex Arnar II SH 757. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki í Brekku sem sést hér sigla inn til hafnar á Húsavík í kvöld hét upphaflega Happasæll KE 94. Hann var smíðaður í Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er 29,90 brl/ 29,83 BT að stærð.

Árið 2009 er Happasæll seldur til Stykkishólms þar sem hann fékk nafnið Arnar SH 157 og í kjölfarið var yfirbyggður.

Í ársbyrjun 2019 er skráningu bátsins breytt í Arnar II SH 757 og í september sama ár fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Áki í Brekku SU 760. Eigandi Gullrún ehf. og heimahöfnin Breiðdalsvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæborg EA 125 á Siglufirði

1841. Sæborg EA 125 Laxinn NK 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sæborg EA 125 hét upphaflega Laxinn NK 71 og var smíðaður í Noregi árið 1978 fyrir Sigurð Ölversson á Neskaupstað.

Árið 2012 breyttist eignarhaldið í Keppingur ehf. en báturinn, sem er 9 brl. að stærð og af Viksundgerð, hét þessu nafni allt í byrjun þessa árs.

Þá fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sæborg EA 125.

Eigandi Fengur útgerð ehf. og heimahöfnin Akureyri.

Það var eitthvað verið að viðra bátinn í dag og skipstjórinn tók hring fyrir mig og það tvo frekar en einn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur að landi

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson2021.

Þar kom að því að ég næði að fanga þennan á kortið og þó fyrr hefði verið. Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur hér að landi á Siglufirði upp úr hádeginu í dag.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Ég tók eitthvað fleiri myndir af honum sem ég birti þegar heim kemur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ópal og Esja

Esja og Ópal koma til hafnar á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Seglskútan Esja og skonnortan Ópal koma hér til hafnar á Húsavík í síðustu viku en Ópal sigldi í samfloti við Esju frá Akureyri.

Það er hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar siglir Esju í hringferð í kringum landið og létu þær úr höfn í Reykjavík 11. júní síðastliðinn.

Markmið ferðarinnar er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfi hafsins. Sex manna föst áhöfn er á Esju en fjórar konur bætast við á hverjum legg.

Alls 29 þátttakendur voru valdir úr hópi yfir hundrað kvenna sem láta siglingar og umhverfismál sig varða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook svæði þeirra:

Húsavíkurhöfn

Við Húsavíkurhöfn 26. júní 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér birtast myndir sem teknar voru við Húsavíkurhöfn sl. laugardag en það var aldeilis blíðan þá.

Svo sem ekkert meira að segja um það og látum myndirnar tala sínu máli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður ÞH 44

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Vörður ÞH 44 kom með fullfermi til Grindavíkur í gær en hann var að veiðum á Vestfjarðarmiðum.

Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af Verði koma til hafnar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Páll Helgi ÍS 142

1502. Páll Helgi ÍS 142 ex Rósa HU 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það kom að því að maður næði þessum á mynd og þó fyrr hefði verið. Páll Helgi ÍS 142 heitir hann og er frá Bolungarvík.

Smíðaður hjá Básum hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Rósa HU 294.

Í 1. tbl. Ægis 1978 sagði m.a svo frá:

19. nóvember s.l. afhenti Básar h. f. í Hafnarfirði 29 rúmlesta eikarfiskiskip, sem hlaut nafnið Rósa HU-294 og er smíði nr. 5 hjá stöðinni.

Rósa HU-294 er lítið eitt stærri en næsta nýsmíði stöðvðarinnar á undan, sem var Aldan RE-327, en svipað að byggingarlagi.

Eigendur skipsins eru Friðrik Friðriksson, sem jafnfram er skipstjóri, og Sigurður B. Karlsson, Hvammstanga.

Rósa HU 294 var seld til Bolungarvíkur í lok árs 1978 og fékk nafnið Páll Helgi ÍS 142. Eigendur Guðmundur Rósmundsson og Benedikt, Páll og Hólmsteinn Guðmundssynir. Frá árinu 2000 er skráður eigandi Páll Helgi ehf. í Bolungarvík.

Báturinn, sem er ekki lengur notaður til fiskveiða, er þessa dagana í hringferð í kringum Ísland með þýskan listmálara, Peter Lange að nafni.

Páll Helgi kom til Húsavíkur í gær en þessar myndir tók ég í dag þegar lét úr höfn. Eins og sjá má á myndunum er tjald á dekkinu og þar sinnir Peter Lange listinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Norma Mary seld til Grænlands

IMO 8704808. Norma Mary H110 ex Fríðborg FD 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Onward Fishing Company hefur selt togara sinn, Norma Mary, til grænlensku útgerðarinnar Polar Seafood. 

Guðmundur Óli Hilmisson, framkvæmdastjóri Útgerðasviðs Onward, segir í Fiskifréttum í dag að ástæða sölunnar sé brottför Bretlands úr Evrópusambandinu og samningsleysi um veiðiheimildir í kjölfarið.

Lesa fréttina í Fiskifréttum.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 73,4 metrar að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary var með heimahöfn í Hull en hér má sjá fleiri myndir af togaranum

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution