Þokuloft við ströndina

IMO 9160334. Vechtborg við Bökugarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var þoka á Skjálfandaflóa í morgun og teygði hún sig inn á Húsavíkina um tíma en henni létti þegar líða tók á daginn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á milli kl. 10 og 11. Flutningaskip lá við Bökugarðinn og þegar dróananum var lyft nokkuð hátt mátti sjá Kinna- og Víknafjöllin ofar þokunni.

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar hélt út á flóann með ferðamenn en Jökull ÞH 299 liggur við bryggju þessa dagana.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9160334. Vechtborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi til PCC á Bakka.

Skipið, sem var smíðað 1998, er 133 metra langt, breidd þess er 16 metrar og það mælist 6,130 GT að stærð.

Vechtborg siglir undir fána Hollands með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Elín ÞH 7

7683. Elín ÞH 7 ex Karen Dís SU 87. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Strandveiðibáturinn Elín ÞH 7 kemur hér að landi á Húsavík í gær en báturinn er gerður út af Viðari Sigurðssyni og Elínu Hartmannsdóttur.

Elín Hét áður Karen Dís SU 87 og var smíðuð árið 2010 og var með heimahöfn á Stöðvarfirði.

Viðar og Elín keyptu bátinn til Húsavíkur árið 2012 og gáfu honum nafnið Elín ÞH 7 og hafa gert hann út til strandveiða á sumrin.

Árið 2013 fór báturinn í breytingar hjá Baldri Halldórssyni ehf. við Hlíðarenda á Akureyri. Þær fólust m.a í því að yfirbyggingin var hækkuð og báturinn lengdur um tvo metra.

Hann mælist í dag 8,19 metrar að lengd og 4,57 BT að stærð.

Hér að neðan eru myndir frá 2012 og 2014 sem sýna vel muninn á bátnum fyrir og eftir breytingar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Karólína komin heim úr skverun

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Karólína ÞH 100 kom til Húsavíkur í dag eftir um þriggja vikna slipp á Siglufirði.

Báturinn er eins og nýr á að líta en hann var sprautaður að utan sem innan auk þess sem farið var í vélina á honum.

Karólína er að verða 14 ára gömul og að sögn Hauks Eiðssonar skipstjóra og útgerðarmanns hafa þeir fiskað hátt í 9000 tonn á bátinn. Haukur og Örn Arngrímsson hafa verið á bátnum frá upphafi.

Karólína ÞH 100 er í eigu Doddu ehf. á Húsavík og var smíðuð hjá Samtak í Hafnarfirði. Af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn er 11,94 metrar að lengd, 4,18 metrar á breidd og mælist 14,92 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jeanette komin aftur

IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Skipið var hér í júnímánuði sl. í sömu erindagjörðum og þá var veður svipað og í dag eins og sjá má hér.

Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu tvö árin og síðan Jeannette í ár en frá árinu 2001 það nafn sem það ber á myndinni.

Skipið, sem siglir undir hollenskum fána, er 110 metra langt, breidd þess er 14 metrar og það mælist 3990 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Mark fyrir utan Grindavík

IMO:9690688.  Mark ROS 777. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Þýski frystitogarinn Mark kom upp að Grindavík í fyrrinótt, sennilega í þeim erindagjörðum setja menn í land.

Jón Steinar tók meðfylgjandi mynd og sagði m.a á síðu sinni: Hann kom hér upp að landinu úr vestri og hélt svo hér austur með eftir að hafa skilað af sér mönnunum.

Togarinn, sem er 84 metra langur og 16 metra breiður, var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn hans er í Rostock.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Westborg við Bökugarðinn

IMO 9196187. Westborg ex Sabinia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Westborg kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa út afurðum frá PCC á Bakka.

Westborg, sem áður hét Sabinia, var smíða árið 2000 og siglir undir Hollensku flaggi. Heimahöfn Rotterdam.

Skipið er 89 metra langt, 12 metra breitt og mælist 2,868 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

NG Endurance kom til Húsavíkur

IMO:9842554. National Geographic Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur síðdegis í gær og lét aftur úr höfn síðar um kvöldið.

NG Endurance var smíðað árið 2020 og er í sinni jómfrúarferð. Á vef Faxa­flóa­hafna segir frá því að skipinu hafi formlega verið gefið nafn í Reykjavík á dögunum.

Þar segir einnig:

NG Endurance mun sigla hring í kringum Ísland og hafa viðkomu á nokkrum áfangastöðum. Síðan mun skipið taka smá krók, þ.e. sigla meðfram Grænlandi og Norðurslóðum.  Áhöfn NG Endurance er bólusett og kemur með skipinu þegar það kemur til landsins. Farþegar er einnig bólusettir og munu koma í gegnum Keflavíkurflugvöll, þar sem öllum sóttvarnarreglum er framfylgt.

NG Endurance er 125 metra langt og 22 metra breitt og siglir undir fána Bahamas. Eigandi er skipafélagið Lindblad Expeditions.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áki í Brekku

2790. Áki í Brekku SU 760 ex Einar Hálfdáns ÍS 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Áki á Brekku SU 760 kemur hér til hafnar á Húsavík í vikunni en báturinn er á handfærum.

Áður Einar Hálfdáns ÍS 11 en báturinn er í eigu Gullrúnar ehf. á Breiðdalsvík en fyrirtækið hafði bátaskipti við Vébjarnarnúp ehf. í Bolungarvík og heitir gamli Áki í Brekku SU 760 nú Einar Hálfdáns ÍS 11, samkvæmt skipaskrá.

Hann verður merktur upp á nýtt einhvern næstu daga og þá næ ég vonandi nýjum myndum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Crystal Endeavor á Skjálfanda

IMO 9821873. Crystal Endeavor á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Skemmti­ferðaskipið Crystal Endea­vor, sem er í jóm­frú­ar­ferð sinni við Íslands­strend­ur, kom til Húsavíkur í dag og lét aftur úr höfn eftir kvöldmat.

Á myndinni er skipið að skríða af stað og hafnsögubáturinn Sleipnir að snúa til hafnar.

Skipið sem er sex stjörnu lúx­ussnekkja upp frá Reykja­vík­ með 200 farþega, flesta Banda­ríkja­menn sem komu með flugi til lands­ins. Áhöfnin er jafnfjölmenn.

Á mbl.is kom fram að skipið mun mun sigla fimm hringi í kring­um Ísland í júlí og ág­úst. Þeir sem ekki fara í kynn­is­ferðir frá skips­fjöl frílysta sig gjarn­an í bæn­um og setja sinn svip á hann. Auk Pat­reks­fjarðar er komið við á Ísaf­irði, Sigluf­irði, Húsa­vík, Seyðis­firði, í Heima­ey og Reykja­vík.

Crystal Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það siglir undir fána Bahamas.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution