Þokuloft við ströndina

IMO 9160334. Vechtborg við Bökugarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Það var þoka á Skjálfandaflóa í morgun og teygði hún sig inn á Húsavíkina um tíma en henni létti þegar líða tók á daginn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á milli kl. 10 og 11. Flutningaskip lá við Bökugarðinn og þegar dróananum var lyft nokkuð … Halda áfram að lesa Þokuloft við ströndina

Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9160334. Vechtborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi til PCC á Bakka. Skipið, sem var smíðað 1998, er 133 metra langt, breidd þess er 16 metrar og það mælist 6,130 GT að stærð. Vechtborg siglir undir fána Hollands með … Halda áfram að lesa Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun

Karólína komin heim úr skverun

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Karólína ÞH 100 kom til Húsavíkur í dag eftir um þriggja vikna slipp á Siglufirði. Báturinn er eins og nýr á að líta en hann var sprautaður að utan sem innan auk þess sem farið var í vélina á honum. Karólína er að verða 14 ára … Halda áfram að lesa Karólína komin heim úr skverun

Jeanette komin aftur

IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipið var hér í júnímánuði sl. í sömu erindagjörðum og þá var veður svipað og í dag eins og sjá má hér. Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu … Halda áfram að lesa Jeanette komin aftur

Mark fyrir utan Grindavík

IMO:9690688.  Mark ROS 777. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Þýski frystitogarinn Mark kom upp að Grindavík í fyrrinótt, sennilega í þeim erindagjörðum setja menn í land. Jón Steinar tók meðfylgjandi mynd og sagði m.a á síðu sinni: Hann kom hér upp að landinu úr vestri og hélt svo hér austur með eftir að hafa skilað … Halda áfram að lesa Mark fyrir utan Grindavík

Westborg við Bökugarðinn

IMO 9196187. Westborg ex Sabinia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Westborg kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa út afurðum frá PCC á Bakka. Westborg, sem áður hét Sabinia, var smíða árið 2000 og siglir undir Hollensku flaggi. Heimahöfn Rotterdam. Skipið er 89 metra langt, 12 … Halda áfram að lesa Westborg við Bökugarðinn

NG Endurance kom til Húsavíkur

IMO:9842554. National Geographic Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur síðdegis í gær og lét aftur úr höfn síðar um kvöldið. NG Endurance var smíðað árið 2020 og er í sinni jómfrúarferð. Á vef Faxa­flóa­hafna segir frá því að skipinu hafi formlega verið gefið nafn í Reykjavík á dögunum. Þar segir einnig: … Halda áfram að lesa NG Endurance kom til Húsavíkur

Crystal Endeavor á Skjálfanda

IMO 9821873. Crystal Endeavor á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Skemmti­ferðaskipið Crystal Endea­vor, sem er í jóm­frú­ar­ferð sinni við Íslands­strend­ur, kom til Húsavíkur í dag og lét aftur úr höfn eftir kvöldmat. Á myndinni er skipið að skríða af stað og hafnsögubáturinn Sleipnir að snúa til hafnar. Skipið sem er sex stjörnu lúx­ussnekkja upp frá Reykja­vík­ … Halda áfram að lesa Crystal Endeavor á Skjálfanda