Stapavíkin á siglingu

1121. Stapavík SI 5 ex Þorleifur Jónsson SI 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það hefur áður birst á síðunni mynd úr þessari syrpu af Stapavík SI 5 sem ég tók, rétt fyrir 1990, þegar við á Geira Péturs ÞH 344 mættum henni er við vorum á útleið frá Siglufirði.

Stapavík SI 5 var í eigu Þormóðs Ramma hf. þegar þarna var komið við sögu.

Upphaflega hét skipið Milly Ekkenga SG 1 og var í eigu þýskrar útgerðar. Hún fékk nafnið Dagný SI 70 þegar Togskip hf. á Siglufirði togarann til landsins árið 1970. 

Dagný var 385 brl. og smíðuð í De Dageraadskipasmíðastöðinni í Woubrugge í Hollandi 1966.

Dagný var seld til Hafnarfjarðar árið 1980 þar sem hún bar nöfnin Ársæll Sigurðsson HF 12 og Þorleifur Jónsson HF 12 áður en hún var aftur seld til Siglufjarðar. Hún fékk Stapavíkurnafnið í ársbyrjun 1987.

Stapavík SI 5 var seld úr landi 1992 en togaranum hafði verið lagt í ársbyrjun 1990. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sandfell SU 75

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línubáturinn Sandfell SU 75 hefur verið að fiska vel að undanförnu sem endra nær en Jón Steinar tók þessar myndir af bátnum í vikunni.

Sandfell er í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og hét áður Óli á Stað GK 99.

Báturinn er smíðaður hjá Seiglu á Akureyri 2014. er 14,8 m langur, 5,6 m breiður og er um 29,63 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Swn Splendide kom að Bökugarðinum í morgun

IMO: 9320518. Swn Splendide liggur við festar á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Swn Splendide, sem legið hefur síðan í fyrradag við festar á Skjálfanda, lagðist að Bökugarðinum í morgun.

Skipið, sem var smíðað í Kína árið 2005 og siglir nú undir hollenskum fána, kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Swn Splendide var smíðað árið 2005 og er 146 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 7,767 brúttótonn að stærð.

IMO: 9320518. Swn Splendide við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldaskítur

Um borð í Dagfara ÞH. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH en hvort það var sá fyrri eða síðari er ég ekki klár á.

Þarna er kaldaskítur á miðunum og kallarnir eitthvað að græja en Dagfari ÞH 40 kom árið 1965. Hann fékk nafnið Ljósfari ÞH 40 þegar sá seinni kom árið 1967 en hann var ÞH 70.

Báðir smíðaðir í Boizenburg í A-Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution