Óli á Stað GK 99 í innsiglingunni til Grindavíkur

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Þessar glæsilegu myndir tók Jón Steinar í gærkveldi þegar línubáturinn Óli á Stað GK 99 kom að landi í Grindavík. Það var þungur sjór með sunnanbáru og þegar að vindur fór að blása að norðan á móti bárunni þá ýfist sjórinn og brimar, þó svo … Halda áfram að lesa Óli á Stað GK 99 í innsiglingunni til Grindavíkur

Trausti ÍS 300

1170. Trausti ÍS 300. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson. Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar er Tausti ÍS 300 en myndirnar voru teknar árið 1972. Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð var smíðaður í Stálvík árið 1971. Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar Í Morgunblaðinu þann 20. júní 1971 … Halda áfram að lesa Trausti ÍS 300

Vésteinn GK 88 kemur að

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Jón Steinar tók þessar myndir í gærkveldi þegar línubáturinn Vésteinn GK 88, sem Einhamar Seafood ehf, gerir út, kom að landi í Grindavík. 2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Jón Steinar 2019. "Það var aðeins farið að anda að norðan á móti sunnanbárunni í gærkveldi þegar að Vésteinn … Halda áfram að lesa Vésteinn GK 88 kemur að

Kristín GK 457 lét úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Línubáturinn Kristín GK 457 lét úr höfn í Vestmannaeyjum og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir við það tækifæri. Kristín ÞH 157 var smíðuð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, hét upphaflega Þorsteinn RE 303.  972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Hólmgeir … Halda áfram að lesa Kristín GK 457 lét úr höfn í Vestmannaeyjum í kvöld

Kristján Guðmundsson ÍS 77

1125. Kristján Guðmundsson ÍS 77 ex Palomar T-22-SA. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson. Kristján Guðmundsson ÍS 77 kemur hér að landi á Suðureyri við Súgandafjörð en báturinn var keyptur þangað frá Noregi í lok árs 1970. Það var Útgerðarfélagið Óðinn hf. sem keypti bátinn sem var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad og … Halda áfram að lesa Kristján Guðmundsson ÍS 77

Sævík GK 757 að draga línuna

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Grindvíski línubáturinn Sævík GK 757 er hér að draga línuna á dögunum skammt undan sinni heimahöfn. Það er Vísir hf. sem gerir bátinn út en hann hét áður Óli Gísla GK 112 frá Sandgerði. Báturinn var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði … Halda áfram að lesa Sævík GK 757 að draga línuna

Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til Hafnarfjarðar

Qaqqatsiaq GR 6-403 ex Steffen C. Ljósmynd Óskar Franz 2019. Grænlenski frystitogarinn Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til hafnar í Hafnarfirði undir kvöld í gær og tók Óskar Franz þessar myndir af honum. Qaqqatsiaq GR 6-403 var smíðaður hjá Ørskov Christensens Staalskibsværft A/S í Frederikshavn, Danmörku, og afhentur á árinu 2001. Stálvinna smíðinnar fór fram hjá … Halda áfram að lesa Qaqqatsiaq GR 6-403 kom til Hafnarfjarðar

Ólafur Friðbertsson ÍS 34

256. Ólafur Friðbertsson ÍS 34. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson. Ólafur Friðbertsson ÍS 34 siglir hér inn Súgandafjörðinn til hafnar á Suðureyri. Ólafur Friðbertsson ÍS 34 var smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964 fyrir Súgfirðinga og sagði svo frá komu hans í Vesturlandi 28. apríl 1964: Á sumardaginn fyrsta kom nýr vélbátur til Súgandafjarðar, Ólafur Friðbertsson ÍS 34. … Halda áfram að lesa Ólafur Friðbertsson ÍS 34

Mark ROS 777 fyrir utan Grindavík í gær

Mark ROS 777. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019. Þýski togarinn Mark kom upp undir Grindavík í gær, hverra erinda veit ég ekki en Elvar Jósefsson tók þessar myndir. Skipið var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn þess er í Rostock Mark ROS 777. … Halda áfram að lesa Mark ROS 777 fyrir utan Grindavík í gær

Heiðrún ÍS 4 við síldarlöndun á Siglufirði

87. Heiðrún ÍS 4 ex Hafborg MB 76. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði. Heiðrún ÍS 4 er hér á mynd Hannesar Baldvinssonar að landa síld á Siglufirði. Báturinn hét upphaflega Hafborg MB 76, hann var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA og sjósettur 6. maí árið 1944. Hafborg MB 76 var skráð 92 brl. að stærð búið 240 … Halda áfram að lesa Heiðrún ÍS 4 við síldarlöndun á Siglufirði