Finnur Fríði kom með kolmunna til Fáskrúðsfjarðar

IMO 9279238. Finnur Fríði FD 86. Ljósmynd Óðinn Magnason 2020.

Færeyska uppsjávarveiðiskipið Finnur Fríði FD 86 kom til Fáskrúðsfjarðar í dag með tæp 2.200 tonn af kolmunna sem skipið fékk við Írland en hann kláraði þó túrinn við Færeyjar.

Finnur Fríði, sem er með heimahöfn í Götu, var smíðaður árið 2003 hjá Langsten Slip & Båtbyggeri A/S í Noregi. Hann er 76,43 metrar að lengd og 15 metra breiður. Hann mælist 2779 brúttótonn að stærð.

Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði tók þessar myndir sem nú birtast.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nafni kemur að

6536. Nafni ÞH 32 ex Halldór Runólfsson NS 301. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma feðgarnir á Nafna ÞH 32 að landi eftir línuróður, Jónas er greinilega með hann og Sigmar heitinn Kristjánsson út á dekki.

Nafni er af gerðinn Skel 86 frá Trefjum í Hafnarfirði og Sigmar og synir hans gerðu bátinn út í um tvö ár. Nafni ÞH er skráður undir þessu nafni á Fiskistofu frá 12. febrúar 1993 til ágústloka 1995 en bátinn keyptu þeir frá Bakkafirði þar sem hét hann Halldór Runólfsson NS 301.

Hér má lesa meira um Nafna.

Þess má geta að Jónas, sem búsettur hefur verið um árabil í Færeyjum, varð sí’ar skipstjóri m.a á Hafnarröst ÁR 250 og Grundfirðingi SH 24.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Tveir Reykjavíkurbátar á síldarmiðunum

972. Þorsteinn RE 303 – 1002. Gísli Árni RE 375. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hér má sjá tvo síldarbáta sem höfðu Reykjavík sem heimahöfn þegar myndin var tekin og annar þeirra miklu mun lengur.

Þriðji báturinn sem er lengst tv. gæti hafa verið í eigu Haraldar Böðvarssonar & co á Akranesi, Höfrungur III ?

Sá fjórði er eiginlega of langt til að nokkur maður, nema þá helst Óskar Franz, geti sagt hver hann var.

Báturinn sem siglir í átt að Dagfara ÞH, en þaðan var myndin tekin, er Þorsteinn RE 303 sem var einmitt systurskip Dagfara. Aftan við hann í bak er Gísli Árni RE 375. Þorsteinn heitir í dag Kristín GK 457 og er gerð út af Vísi hf. í Grindavík til línuveiða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristinn HU 812

2860. Kristinn HU 812 ex Kristinn SH 812. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni af línubátnum Kristni HU 812 koma til hafnar í Grindavík. aflinn var um 11 tonn.

Kristinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu en Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn til landsins árið 2013.

Þá fékk hann nafnið Kristinn og var SH 812 með heimahöfn í Ólafsvík, síðar Rif og svo aftur Ólafsvík segir á vef Fiskistofu. Frá því í nóvember 2019 er Kristinn með heimahöfn á Skagaströnd og er HU 812. Sami eigandi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution