Arved Fuchs og Brigitte Ellerbrock áamt gestum um borð í Dagmar Aaen. Ljósmynd Hafþór. Þýska skútan Dagmar Aaen hefur haft vetursetu á Húsavík í vetur. Þegar ég var að mynda niður við höfn í gærkveldi komu eigendur hennar, hjónin Arved Fuchs og Brigitte Ellerbrock að skútunni ásamt öðru pari. Þau báðu mig að mynda sig … Halda áfram að lesa Arved Fuchs ofl. um borð í Dagmar Aaen í Húsavíkurhöfn.
Month: desember 2018
Sæþór EA 101
2705. Sæþór EA 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Sæþór EA 101 kemur hér til hafnar á Dalvík í sumar. Sæþór EA 101 er gerður út til netaveiða af G.Ben útgerðarfélagi ehf. á Árskógssandi. Sæþór EA 101 er af gerðinni Víkingur 1500 og var smíðaður hjá bátagerðinni Samtak árið 2006. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Sæþór EA 101
Helgi Héðinsson 90 ára í dag
Helgi Héðinsson um borð í Fram ÞH 62 þann 6. apríl 2018. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Helgi Héðinsson sjómaður á Húsavík er níræður í dag en hann fæddist á Húsavík og hefur átt hér heima alla sína tíð. Helgi hefur stundað sjómennsku frá unga aldri og er enn að, fer með Óðni félaga sínum og frænda … Halda áfram að lesa Helgi Héðinsson 90 ára í dag
Sigurður VE 15
183. Sigurður VE 15 ex Sigurður RE 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sigurður VE 15 er hér að koma að sumarlagi með slatta til löndunar í Krossanesi. Upphaflega Sigurður ÍS 33 og síðar RE 4, smíðaður í Þýskalandi árið 1960 fyrir Ísfell h/f á Flateyri. Þegar Sigurður VE 15 varð 40 ára í september árið 2000 … Halda áfram að lesa Sigurður VE 15
Geiri Péturs ÞH 344
1872. Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur ÍS 322. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Geiri Péturs ÞH 344 leggur hér úr höfn á Húsavík um árið áleiðis á rækjumiðin. Upphaflega hét skipið Skúmur GK 22 í eigu Fiskaness h/f í Grindavík. Smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987 og mældist 242 tonn að stærð. Hafboði h/f í Hafnarfirði … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344
Súlan EA 300
TFBG. Súlan EA 300 ex Súlan SU 41. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði. Súlan EA 300 hét áður Súlan SU 41 og var í eigu Konráðs Hjálmarssonar í Mjóafirði árin 1905 til 1910. Súlan var smíðuð í Noregi 1902og var 117 brl. að stærð og var með 75 hestafla tveggja þjöppu gufuvél. Í nóvember 1910 kaupir … Halda áfram að lesa Súlan EA 300
Hafnarberg RE 404
617. Hafnarberg RE 404 ex Jón Gunnlaugs GK 444. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hafnarberg RE 404 var smíðað í Þýskalandi árið 1959 fyrir Miðnes hf. í Sandgerði og hét upphaflega Jón Gunnlaugs GK 444. Báturinn, sem er 74 brl. að stærð, var seldur Tómasi Sæmundssyni í Reykjavík í desember 1970. Þá fékk hann nafnið Hafnarberg RE … Halda áfram að lesa Hafnarberg RE 404
Litlanes ÞH 3
2771. Litlanes ÞH 3 ex Muggur HU 57. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Litlanes ÞH 3 kemur hér að landi í Grindavík í marsmánuði á þessu ári. Litlanes var smíðað árið 2000 Sólplasti í Sandgerði og hét í upphafi Muggur KE 57 . Síðar HU 57. Fagranes útgerð ehf. á Þórshöfn, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja hf., keypti bátinn … Halda áfram að lesa Litlanes ÞH 3
Wilson Stadt við Bökugarðinn
Wilson Stadt ex Linito. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Wilsonfjölskyldan hedlur áfram að koma með hráefni til PCC á Bakka og í dag liggur Wilson Stadt við Bökugarðinn þar sem uppskipun fer fram. Skipið var smíðað árið 2000, siglir undir Maltneskum fána með heimahöfn í Walletta. Lengd þess er 113 metrar og breiddin 15 metrar. Mælist 4.200 … Halda áfram að lesa Wilson Stadt við Bökugarðinn
Skarfur GK 666
1023. Skarfur GK 666 ex Fylkir NK 102. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002. Skarfur GK 666 lætur hér úr höfn í Grindavík, sennilega í septembermánuði árið 2002. Báturinn hét upphaflega Sléttanes ÍS 710 og var 268 brl. að stærð. Smíðaður fyrir Fáfni h/f á Þingeyri í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1967. Seldur Tálkna h/f á Tálknafirði … Halda áfram að lesa Skarfur GK 666