Þórir SF 77

91. Þórir SF 77 ex Helga RE 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Þórir SF 77 landaði talsvert á Húsavík þegar úthafsrækjuveiðin úti fyrir Norðurlandi var og hét.

Þinganes ehf. keypti Þóri SF 77 af Ingimundi h.f í Reykjavík en hann hét Helga RE 49 og var mikið aflaskip.

Þórir var smíðaður í Noregi árið 1956 en keyptur til landsins árið 1958 af Jóni Kr. Gunnarssyni í Hafnarfirði sem nefndi bátinn Haförn GK 321. Í Noregi hét hann Vico.

Ingimundur h/f keypti Haförninn árið 1961 og nefndi Helgu RE 49. Báturinn var togaður talsvert og teygður í gegnum tíðina auk þess sem byggt var yfir hann 1986. Hann var mældur 199 brl. að stærð í þessari síðustu útgáfu og í honum 900 hestafla Caterpillar aðalvél.

Nýr Þórir SF 77 leysti þennan af hólmi árið 2009 þegar Skinney-Þinganes hf. fékk nýtt skip sem smíðað var í Taiwan. Þá fékk þessi skráninguna SF 177 en í pottinn fór hann árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geir ÞH 150

462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF 54. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessum myndu Hreiðars Olgeirssonar frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar má sjá Þórshafnarbátinn Geir ÞH 150 draga netin á Skjálfandaflóa. Gæti hafa verið vorið 1983.

Geir ÞH 150 hét áður Eskey SF 54 en upphaflega Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 fyrir Sveinbjörn Á. Sveinsson á Neskaupsstað. Hann átti bátinn til ársins 1969 en í desember það ár keypti Eskey h/f á Hornafirði bátinn. Og nefndi Eskey Sf 54.

Haustið 1982 fær báturinn nafnið Geir ÞH 150 þegar hann var keyptur til Þórshafnar.

Í Morgunblaðinu 27. október 1982 mátti lesa eftirfarandi frétt:

Um70 lesta eikarbátur, Eskey SF 54, frá Hornafirði, var keyptur hingað á dögunum, en það eru feðgarnir Jónas Jóhannsson og Jóhann Jónasson, ásamt Árna Helgasyni, sem kaupa bátinn hingað.

Báturinn verður langstærstur í flotanum, en hér eru nú 12 dekkbát- ar á veiðum, allt frá 10 lestum upp í 70 lestir með tilkomu Eskeyjar, sem verður gerð út á línu, eins og reynd- ar flestir aðrir bátar hér.

Þeir feðgarnir Jónas og Jóhann hafa undanfarin misseri gert ú t Geir ÞH, sem er 36 lesta bátur og hefur verið hið mesta aflaskip. Hann er hins vegar orðinn gamall og úr sér genginn.

Afli bátanna hefur verið mjög tregur síðustu vikurnar, þrátt fyrir góða tíð. Hins vegar hefur togarinn aflað mjög vel. Hefur fengið um 1.000 tonn á tæplega þremur mánuðum.

Báturinn hét þessu nafni til ársins 1994 þegar hann var keyptur til Húsavíkur og fékk nafnið Guðrún BJörg ÞH 60.

462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF 54. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Frú Magnhildur

1092. Frú Magnhildur VE 22 ex Einsi Jó GK 19. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Frú Magnhildur VE 22 var smíðuð í Bátalóni h/f í Hafnarfirði árið 1969 og hét upphaflega Portland VE 97.

Báturinn var smíðaður fyrir bræðurnar Friðrik og Benóný Benónýssyni í Vestmannaeyjum sen áttu hann til ársins 1973. Þá var báturinn seldur til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Smári KE 29.

Hann átti síðar eftir að heita Hrólfur HF 29, Hrólfur AK 29, Hrólfur AK 229 og Einsi Jó GK 19 áður en hann komst aftur í Eyjaflotann. Og þá frambyggður.

Árið 2001 fær hann þetta nafn sem hann ber á myndinni, Frú Magnhildur VE 22, og 2005 fékk hann nafnið Glófaxi II VE 301. Frá árinu 2018 hefur hann heitið Andvari VE 100.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dorado 2

IMO: 8817540. Dorado 2 LVL 2158 ex Newfound Pioneer. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Frystitogarinn Dorado 2 er á þessum myndum sem Eiríkur Sigurðsson tók fyrir skömmu en hann er á rækjuveiðum.

Togarinn hét áður Nefound Pioneer frá Kanada en skipti um eigendur í fyrraa og er heimahöfn hans nú Liepaia í Lettlandi.

Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2. Þá var hann einnig ÞH 6 um tíma.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution