Norðursiglingarflotinn – 2

Bátar Norðursiglingar við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Á þessari mynd sem tekin var í gær gefur að líta átta af tíu bátum Norðursiglingar við bryggju á Húsavík.

Þetta eru Garðar, Bjössi Sör og Knörrinn. Skonnorturnar Donna Wood, Ópal, Hildur og Haukur. Og Andavari en Náttfari var við flotbryggju en hann er enn að sigla og Sæborgin upp í slipp.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jólaljósin komin upp á Faldinum

1267. Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Jólaljósin eru komin upp á bátum Gentle Giants á Húsavík og setja svip sinn á höfnina sem og bæinn allan.

Um er að ræða þrjá báta, Sylvíu, Aþenu og Fald sem sést á meðfylgjandi mynd. Ef veður helst gott er nokkuð víst að fleiri slíkar eiga eftir að birtast á síðunni fram að jólum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gunnar KG og norðurljósin

2076. Gunnar KG ÞH 34 ex Magnús ÞH 34. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Það er ekki oft sem maður myndar báta og norðurljós í sama skotinu enda bjóða aðstæður ekki oft upp á það.

Ég lét nú samt vaða í kvöld þegar norðuljósin sýndu sig og tók mynd af Gunnari KG frá Þórshöfn þar sem hann stendur á Norðurgarðinum á Húsavík.

Áður Magnús ÞH 34 en upphaflega Keilir AK 27.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hraunsvík GK 75 – Myndasyrpa

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Hér birtist myndasyrpa af Hraunsvík sem Jón Steinar tók í Grindavík um hádegisbil í gær.

Strákarnir á Hraunsvíkinni þurftu að gera hlé á að draga skötuselsnetin vegna þess að glussaslanga gaf sig og skjótast í land og sækja nýja. Þeir héldu svo strax út aftur til að draga að viðgerð lokinni.Það var þungur sjór í gær og þegar að hann snéri sér í norðanátt og norðan andvarinn mætti sunnanbárunni, þá getur hann orðið úfinn á köflum á sundinu.

Hraunsvíkin var smíðuð í Svíþjóð 1984 og hét upphalega Húni II SF 18, síðar Gunnvör ÍS 53 og Konráð SH 60. Búið er að lengja hana, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. Það er Víkurhraun ehf sem er eigandi og útgerðaraðili Hraunsvíkur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keilir á Hornafirði

2946. Keilir. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Sigurður Davíðsson tók þessa mynd í vikunni þegar olíuskipið Keilir kom til Hafnar í Hornafirði.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í fyrra, nánar tiltekið í febrúarmánuði.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kap II við bryggju á Akureyri

1062. Kap II VE 4 ex Óskar Magnússon AK 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Loðnuskipið Kap II VE 4 liggur hér við bryggju á Akureyri um árið og í baksýn má greina Sæþór EA 101 og Sigurð Pálmason HU 333.

Kap VE 4 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177. Í byrjun ágústmánaðar 1976 bættist Kap II VE 4 í Eyjaflotann þegar Bessi s/f festi kaup á Óskari Magnússyni AK 177 en nýr Óskar Magnússon var í smíðum á Akureyri.

Nánar má lesa um skipið hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásgrímur kom með um 1000 tonn af síld

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Ásgrímur Halldórsson SF 250 kemur hér að landi á Hornafirði í gær með um 1000 tonn af síld sem fer til vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.

Ásgrímur Hallórsson SF 250 var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow. 

Skinney-Þinganes hf. keypti skipið til Íslands árið 2008 og gaf því nafnið Ásgrímur Halldórsson SF 250.

Skipið er 61,2 metrar að lengd, 13,2 metra breitt og mælist 1528 brúttótonn að stærð. Aðalvél 7707 hestafla Wartsila.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Landað úr Karólínu

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Línubáturinn Karólína ÞH 100 kom að landi á Húsavík síðdegis og var þessi mynd tekin þegar löndun stóð yfir. Afli dagsins um fimm tonn og uppistaða hans þorskur.

Karólína ÞH 100 er í eigu Doddu ehf. á Húsavík og var smíðuð hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Báturinn er 11,94 metrar að lengd, 4,18 metrar á breidd og mælist 14,92 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eva BA 197

6181. Eva BA 197 ex Eva NS 197. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Eva BA 197, sem gerður er út af Gulldrangi ehf., kemur hér að landi á Patreksfirði í sumar.

Heimahöfn bátsins er Patreksfjörður.

Eva var smíðuð árið 1980 í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði og hét upphaflega Viggó KE 201. Síðar bar hann nöfnin Hulda ÞH 143, Sunna Borg NK 78 en Evu nafnið fær hann 1986 og er þá NK 63.

Síðan þá hefur Eva borið einkennisstafina og númerin SU 197, SF 197, NS 197 og BA 197 frá 2014.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey VE 544

1478. Bergey VE 544. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Skuttogarinn Bergey VE 544 hét upphaflega Lárus Sveinsson SH 126 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur notaður til landsins árið 1978.

Hann hét áður President Arthur Brien og var keyptur frá Frakklandi en hann var smíðaður þar í landi árið 1974.

Það voru fyrirtækin Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. og Lóndrangar hf. í Ólafsvík sem keyptu Lárus Sveinsson SH 126 til landsins en hann var seldur til Vestmannaeyja árið 1983.

Þar fékk hann nafnið Bergey VE 544 en kaupandinn var Bergur-Huginn.

Togarinn var 43,50 metrar að lengd, 9,40 metra breiður og mældist 339 brl. að stærð. Aðalvél 1400 hestafla MAK.

Bergey VE 544 var seld til Uruguay í ársbyrjun 2003 en togarinn hafði verið gerður út af Ísfélagi Vestmannaeyja hf. í rúman áratug.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution