1272. Sturla GK 124 ex Sturla GK 12. Ljósmynd Jón Steinar 2020.
Línuskipið Sturla GK 124 lét úr höfn í Grindavík í hinsta sinn í dag en skipið hefur verið selt til Litháen þar sem það fer í brotajárn.
Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið 1972.
Hann var smíðaður árið 1968 hjá Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands var hann Senior H 033.
Guðmundur RE 29, var í eigu skipstjóranna Hrólfs Gunnarssonar og Páls Guðmundssonar og Fiskiðjunnar s/f í Keflavík, var yfirbyggður árið 1975. :Þess má til gamans geta að það var sama aðalvélin í skipinu alla tíð.
Árið 1983 kaupir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Guðmund sem verður VE 29. Síðar var skipt um brú og sett perustefni á Guðmund ásamt nýju frammastri.
Í fréttum sumarið 1998 mátti m.a lesa að nótaskipið Guðmundur VE sé komið undir grænlenskan fána og fékk skipið nafnið Tunu GR 1895 og heimahöfn þess var Ammassalik.
Guðmundur VE 29 var seldur til Grindavíkur árið 2004 en einhverju árum áður hafði hann komið aftur inn á íslenska skipaskrá. Grindvíkingur GK 606 fór hina leiðina og fékk nafnið Guðmundur VE 29.
Það var Þorbjörn hf. í Grindavík, þá Þorbjörn-Fiskanes, sem keypti skipið og gerði út til línuveiða alla tíð. Þegar ný Sturla GK 12 kom í flota Þorbjarnarins í sumar fékk sá gamli GK 124 sem hann ber á þessum myndum sem Jón Steinar tók þegar Sturla lét úr höfn í dag.
1272. Sturla GK 124 ex Sturla GK 12. Ljósmyndir Jón Steinar 2020.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
206. Svanur ÍS 214. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.
Svanur ÍS 214 var smíðaður árið 1960 í Þýskalandi og var 101 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður fyrir Álftfirðing h/f og var heimahöfn hans Súðavík.
Svanur ÍS 214 sökk í róðri út af Ísafjarðardjúpi þann 29. janúar árið 1969. Sex manna áhöfn hans komst um borð í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði þeim.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
249. Höfrungur III ÁR 250 ex Höfrungur III AK 250. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.
Höfrungur ÁR 250 leggur hér úr höfn í Vestmannaeyjum um árið en upphaflega er þetta Höfrungur III AK 250.
Höfrungur III, sem var 267 brl. að stærð, var smíðaður fyrir fyrir Harald Böðvarsson & co á Akranesi árið 1964. Smíðin fór fram hjá skipasmíðastöðinni Kaarbös Mek. Verksted í Harstad í Noregi.
Báturinn var seldur til Þorlákshafnar í nóvember árið 1975. Hann var endurmældur ári síðar og mældist þá 221 brl. að stærð.
Báturinn var yfirbyggður á Siglufirði rétt fyrir 1990. Hann fékk síðar nafnið Hafnarröst ÁR 250 og var að lokum seldur úr landi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Áskell ÞH 48 kemur hér að landi í Grindavík um árið en myndina tók Tryggvi Sigurðsson.
Áskell ÞH 48 var smíðaður fyrir Gjögur h/f á Grenivík í Danmörku 1959, ári eftir að fyrirtækið missti Von TH 5. Von strandaði við Reykjanes árið 1958, mannbjörg varð en báturinn eyðilagðist.
Áskell ÞH 48, sem var 73 brl. að stærð, var alla tíð í eigu Gjögurs h/f en örlög hans urðu þau að hann brann árið 1988. Hann var dreginn inn til Vestmannaeyja þar sem hann var að lokum rifinn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Við Húsavíkurhöfn í gærkveldi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Í dag eru tvö ár síðan þessi síða fór í loftið eftir að ég hóf að fikta við að búa hana til einhverjum dögum áður.
Þessi færsla er númer 1470 sem gera rúmlega tvær færslur á dag í þessi tvö ár. Þetta væri ógerlegt nema fyrir góðvild manna sem hafa lánað myndir til birtingar á síðunni, væri nú fulleinhæft ef bara birtust myndir frá undirrituðum.
En nú verður siglt inn í þriðja árið með þessari mynd sem tekin var við Húsavíkurhöfn í gærkveldi.
Gamla síðan á 123.is er nú lokuð en hún hafði verið við líði í ein fimmtán ár.
Annars er vert að benda áhugasömum á að panta dagatal Skipamynda 2021 á korri@internet.is og verðið verður á svipuðum nótum og fyrr.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
208. Sæfari AK 55 ex Kópur EA 33. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.
Hér kemur mynd Hannesar Baldvinssonar á Siglufirði og sýnir hún vélbátinn Sæfara AK 55 frá Akranesi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sæfara ber fyrir augu lesenda síðunnar því áður hefur birst mynd af honum og var hún einnig tekin af Hannesi Baldvinssyni.
Við þá mynd sagði m.a: Sæfari AK var smíðaður fyrir Ríkissjóð Íslands í Svíþjóð árið 1947 og mældist 102 brl. að stærð.
Upphaflega hét báturinn Haukur 1 ÓF 5 og var í eigu Hauks h/f á Ólafsfirði. Seldur 1957 Fiskvinnslunni h/f á Akureyri og fékk báturinn nafnið Kópur EA 33.
Seldur Fiskiveri h/f á Akranesi 1958 og fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni.
Sæfari AK 55 var seldur til Grindavíkur 1965 þar sem hann fékk nafnið Ólafía GK 98. Selt til Reykjavíkur 1971, kaupandinn Guðmundur Ragnarsson breytti ekki nafni né númeri. Báturinn fékk nafnið Sigmundur Sveinsson RE 317 þegar Bjarni Sæberg Þórarinsson og Ölver Skúlason keyptu hann árið 1972.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1974. Uppl. íslensk skip.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Bátar Norðursiglingar við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.
Á þessari mynd sem tekin var í gær gefur að líta átta af tíu bátum Norðursiglingar við bryggju á Húsavík.
Þetta eru Garðar, Bjössi Sör og Knörrinn. Skonnorturnar Donna Wood, Ópal, Hildur og Haukur. Og Andavari en Náttfari var við flotbryggju en hann er enn að sigla og Sæborgin upp í slipp.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1267. Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.
Jólaljósin eru komin upp á bátum Gentle Giants á Húsavík og setja svip sinn á höfnina sem og bæinn allan.
Um er að ræða þrjá báta, Sylvíu, Aþenu og Fald sem sést á meðfylgjandi mynd. Ef veður helst gott er nokkuð víst að fleiri slíkar eiga eftir að birtast á síðunni fram að jólum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution