Sturla farinn áleiðis til Litháen

1272. Sturla GK 124 ex Sturla GK 12. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Línuskipið Sturla GK 124 lét úr höfn í Grindavík í hinsta sinn í dag en skipið hefur verið selt til Litháen þar sem það fer í brotajárn. Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið … Halda áfram að lesa Sturla farinn áleiðis til Litháen

Vörður lagði úr höfn í gær

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Vörður ÞH 44 lagði úr höfn frá Grindavík í gærmorgun og tók Jón Steinar þessa myndasyrpu þá. 2962. Vörður ÞH 44. Ljósmyndir Jón Steinar 2020. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. By clicking on the images you can view … Halda áfram að lesa Vörður lagði úr höfn í gær

Svanur ÍS 214

206. Svanur ÍS 214. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði. Svanur ÍS 214 var smíðaður árið 1960 í Þýskalandi og var 101 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður fyrir Álftfirðing h/f og var heimahöfn hans Súðavík. Svanur ÍS 214 sökk í róðri út af Ísafjarðardjúpi þann 29. janúar árið 1969. Sex manna áhöfn hans komst um borð … Halda áfram að lesa Svanur ÍS 214

Tveimur árum og 1470 færslum síðar

Við Húsavíkurhöfn í gærkveldi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Í dag eru tvö ár síðan þessi síða fór í loftið eftir að ég hóf að fikta við að búa hana til einhverjum dögum áður. Þessi færsla er númer 1470 sem gera rúmlega tvær færslur á dag í þessi tvö ár. Þetta væri ógerlegt nema fyrir góðvild manna … Halda áfram að lesa Tveimur árum og 1470 færslum síðar

Sæfari AK 55 á Siglufirði

208. Sæfari AK 55 ex Kópur EA 33. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði. Hér kemur mynd Hannesar Baldvinssonar á Siglufirði og sýnir hún vélbátinn Sæfara AK 55 frá Akranesi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sæfara ber fyrir augu lesenda síðunnar því áður hefur birst mynd af honum og var hún einnig tekin af Hannesi … Halda áfram að lesa Sæfari AK 55 á Siglufirði

Norðursiglingarflotinn – 2

Bátar Norðursiglingar við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Á þessari mynd sem tekin var í gær gefur að líta átta af tíu bátum Norðursiglingar við bryggju á Húsavík. Þetta eru Garðar, Bjössi Sör og Knörrinn. Skonnorturnar Donna Wood, Ópal, Hildur og Haukur. Og Andavari en Náttfari var við flotbryggju en hann er enn … Halda áfram að lesa Norðursiglingarflotinn – 2

Jólaljósin komin upp á Faldinum

1267. Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Jólaljósin eru komin upp á bátum Gentle Giants á Húsavík og setja svip sinn á höfnina sem og bæinn allan. Um er að ræða þrjá báta, Sylvíu, Aþenu og Fald sem sést á meðfylgjandi mynd. Ef veður helst gott er nokkuð víst að fleiri slíkar … Halda áfram að lesa Jólaljósin komin upp á Faldinum