Tindur ÍS 307

1686. Tindur ÍS 307 ex Valbjörn ÍS 307. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Tindur ÍS 307 við bryggju í Njarðvík en þar var hann smíðaður árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847.

Síðan þá hefur tognað úr honum og hann vaxið á alla kanta en síðast hét hann Valbjörn ÍS 307. Eigandi og útgerðaraðili Tinds er Freska Seafood ehf. og heimahöfn hans er Bolungarvík. Ætlunin er að gera hann út á sæbjúgnaveiðar.

Önnur nöfn sem hann hefur borið eru: Gullþór, Kristján Þór og Gunnbjörn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Atlanúpur ÞH 270

1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Atlanúpur ÞH 270 frá Raufarhöfn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44.

Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk báturinn nafnið Kristey ÞH 25.

1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn  þar sem báturinn fékk nafnið  Atlanúpur ÞH 270 og var gerður út á rækju.

Árið 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.

Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145 .

1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vestmannaey VE 444 orðin Smáey VE 444

2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson 2019.

Vestmannaey VE 444 hefur fengið nafnið Smáey VE 444 en eins og flestir vita kom ný Vestmannaey til landsins fyrir skömmu. Sú er VE 54.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf.

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur áður átt skip sem borið hefur nafnið Smáey en það var selt árið 2012 til Grenivíkur. Gert er ráð fyrir að ný Bergey, sem er systurskip nýrrar Vestmannaeyjar, komi til landsins í septembermánuði nk. en núverandi Bergey hefur verið seld Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og er gert ráð fyrir að skipið verði afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í septembermánuði nk.  Segir í fréttinni.

En þess má geta að Bergur-Huginn átti einnig aðra Smáey VE 144 hér á árum áður sem smíðuð var á Ísafirði og hét upphaflega Guðlaugur Guðmundsson SH 97.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafnreyður KÓ 100

1324. Hrafnreyður KÓ 100 ex Valur ÍS 18. Ljósmynd Magnús Jónsson 2018.

Hrafnreyður KÓ 100 leggur hér upp frá Hafnarfirði sumarið 2018 í sama mund og frystitogarinn Berlin NC 105 kom að.

Hrafnreyður KÓ 100, sem er í eigu IP útgerðar ehf., heitir Halla ÍS 3 í dag og er með heimahöfn á Flateyri. Stundar veiðar á sæbgjúga.

Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1973 og er 101 brl. að stærð. Hann hét upphaflega Ottó Wathne NS 90 og var í eigu Gyllis hf. á Seyisfirði.

Ottó Wathne NS 90 var seldur til Hornafjarðar árið 1981 þar sem hann fékk nafnið Bjarni Gíslason SF 90.

Árið 2005 var báturinn seldur til Vestmannaeyja og varð Bjarni Gíslason VE 30, 2007 fékk hann nafnið Valur ÍS 18, heimahöfn Súðavík.

Árið 2010 fékk hann að nafn sem hann ber á myndinni, Hrafnreyður KÓ 100. Stundaðar voru og hrefnuveiðar á bátnum en í júní 2018 hóf hann veiðar á sæbjúga.

Það var svo í júní á þessu ári sem báturnn fékk nafnið Halla ÍS 3.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geir ÞH 150

459. Geir ÞH 150 ex Glaður ÞH 150. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þetta er eina myndin sem ég á af Geir ÞH 150 frá Þórshöfn en hana tók pabbi á Kodak Instamaticvélina sem til var á heimilinu á sínum tíma.

Gæðin eru eftir því en báturinn var smíðaður í Danmörku árið 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík. Báturinn hét Þórarinn RE 42.

Árið 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67.

Árið 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f og enn heldur báturinn nafninu en verður ÞH 150. Norðurborg h/f átti Glað til ársins 1973 en þá var báturinn seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983.  Heimild Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn ÁR 115

100. Haförn ÁR 115 ex Jón Jónsson SH 187. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Haförn ÁR 115 kemur að landi í Þorlákshöfn en hann var í eigu Marvers hf. á Stokkseyri árin 1988-1995.

Upphaflega Hoffell SU 80, smíðað í Noregi árið 1959. Síðar Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn SK 17 og að lokum SkálafellÁR 50.

Fór í brotajárn 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Baldur Árna ÞH 222

158. Baldur Árna ÞH 222 ex Oddgeir ÞH 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér lætur rækjubáturinn Baldur Árna ÞH 222 úr höfn á Húsavík sumarið, sennilega 2004.

Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarmaður á Ísafirði hafði keypt bátinn haustið áður og gefið honum þetta nafn.

Báturinn var smíðaður í Hollandi 1963 fyrir Gjögur hf. á Grenivík og hét Oddgeir ÞH 222. Það nafn bar hann í 40 ár eða þangað til hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Á þessum tíma var hann lengdur, yfirbyggður og skipt um brú auk þess sem nýr skutur var kominn á hann. Hann mældist 164 brl. að stærð.

Baldur Árna ÞH 222 var seldur til Nova Scotia í Kananda haustið 2009 og fékk nafnið Francoise.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur EA 3 var sjósettur í dag

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Samherji.is

Harðbakur EA 3, nýr togari Útgerðarfélags Akureyringa sem hefur verið í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Vard-Aukra í Noregi, var sjósettur í dag.

Frá þessu segir á heimasíðu Samherja en samningur um smíðina var undirritaður í lok nóvember árið 2017. Skipið er hannað af Vard samsteypunni í Noregi í samvinnu við eigendur og er eitt af sjö skipum sem fjórar íslenskar útgerðir tóku sig saman um að láta smíða.

Skipin eru 28,95 metra löng og 12 metrar á breidd og eru smíðuð samkvæmt íslenskum reglum og kröfum flokkunarfélagsins  DNV GL.

Eins og áður kemur fram mun nýi togarinn hljóta nafnið Harðbakur og fær skrásetningarnúmerið EA 3. Þetta nafn og númer hafa togarar ÚA áður farsællega borið.

Áætluð afhending togarans frá Vard-Aukra er um miðjan október og siglir skipið þá til heimahafnar. Þar tekur Slippurinn Akureyri við því og settur verður um borð vinnslubúnaður, sem þar verður smíðaður.

Áætlað er að Harðabakur hefji veiðar í byrjun nýs árs.

Tjaldur SH 270

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Línuskipið Tjaldur Sh 270 lét úr höfn í Njarðvík í gær eftir að hafa verið í skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Elvar Jósefsson tók meðfylgjandi myndir af skipinu sem smíðað var árið 1992 í Noregi fyrir KG fiskvekun hf. á Rifi.

Tjaldur SH er 43,21 metrar að lengd, breidd hans er 9 metrar og mælist hann 689 BT að stærð.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Farsæll SH 30

2749. Farsæll SH 30 ex Áskell EA 749. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók meðfylgjandi myndir af Farsæl SH 30 þar sem hann liggur í Reykjavíkurhöfn.

Um er að ræða gamla Áskel EA 749 en eins og áður hefur komið fram á síðunni keypti Fisk Seafood ehf. tvö skip af Gjögri hf. á Grenivík. Hitt skipið, sem áður hét Vörður EA 748, fékk nafnið Sigurborg SH 12.

Farsæll SH 30 er 362 BT að stærð og hét upphaflega Helga RE 49, smíðaður í Kína árið 2009. Gjögur hf. keypti skipið árið 2012 og gaf því nafnið Áskell EA 749.

Farsæll SH 30 leysir af hólmi 237 BT togbát sem bar sama nafn og var smíðaður á Seyðisfirði árið 1983. Upphaflega Eyvindur Vopni NS 70.

2749. Farsæll SH 30 ex Áskell EA 749. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution