Sæljón SU 104

1028. Sæljón SU 104 ex Sigurður Þorleifsson GK 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljón SU 104 frá Eskifirði er hér á rækjuslóðinni um árið en hann var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.

Upphaflega hét báturinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.

Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi.

Hann er sá eini sem enn er í drift hérlendis, amk. til fiskveiða og heitir í dag Saxhamar SH 50.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eyvindur KE 99

1475. Eyvindur KE 99 ex Eyvindur KE 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eyvindur KE 99 sem hér kemur að landi í Keflavík um árið hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var gerð út frá Húsavík.

Sæborg ÞH 55, sem er 40 brl. að stærð, var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977.

Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37.

Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55.

Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga.

Vorið 2016 kaupir Noirðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Byr NS 192

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK 264. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Byr NS 192 hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965.

 Í Alþýðublaðinu birtist eftirfarandi frétt þann 27. október 1965:

Í gær var hleypt af stokkunum nýjum báti hjá skipasmíðastöðinni Bátalón í Hafnarfirði. Báturinn, sem hlaut nafnið Benedikt Sæmundsson, er 35 lestir að stærð og er stærsti báturinn, sem Bátalón hefur smíðað.

Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bátalóns skýrði blaðinu svo frá í gær, að tvö ár væru liðin síðan smíði bátsins hófst,  en verkið hefur að nokkru leyti verið ígripavinna, þegar önnur verkefni hafa ekki legið fyrir, og auk þess hefur rekstrarfjárskortur tafið smíðina nokkuð.

Þetta er stærsti báturinn sem Bátalón hefur smíðað, en hann er sem fyrr segir rúmlega 35 lestir að stærð. Smíðanúmer bátsins er 345, og er þá talið frá einum. 

Benedikt Sæmundsson GK 28 er eign hlutafélagsins BEN h.f. í Garðinum, og skipstjóri á honum verður Sveinn R. Björnsson. 

Í bátnum er 205 hestafla Scania Vabis vél, radar af gerðinni Kelvin Hughes, Simrad dýptarmælir og miðunarstöð af gerðinni Autozonia. 

Njáll Benediktsson, einn af eigendum bátsins gaf honum nafn, en allmargt manna var viðstatt er báturinn hljóp af stokkunum. 

Báturinn er smíðaður samkvæmt teikningu Egils Þorfinnssonar skipasmíðameistara. 

Báturinn var seldur til Húsavíkur 1969 þar sem hann fékk nafnið Svanur ÞH 100. Árið 1977 kom til eigendaskipta á bátnum Útgerðarfélagið Vísir hf. seldi Guðmundi A. Hólmgeirssyni Svaninn sem fékk nafnið Aron ÞH 105.

Frá Húsavík fór báturinn suður í Garð þar sem hann fékk nafnið Fiskines GK 264. Seldur í Hafnarfjörð 1981 og til Bakkafjarðar 1984 þar sem hann verður Byr NS, seldur til Ólafsfjarðar 1985 og verður ÓF 58.

Seldur 1987 til Bolungarvíkur og verður Jakob Valgeir ÍS 84. 1994 verður hann Máni ÍS 54, HF 54 og aftur ÍS 54 áður en hann fær núverandi nafn sem er Jón Forseti ÍS 108. ÓF 4 um tíma og aftur ÍS, þá 85.

Að lokum fékk báturinn einkennisstafina RE 300 en hann hefur legið í Reykjavíkurhöfn um árabil og er ekki á skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

72 – Myndasyrpa

72. Heiðrún EA 28 ex Grótta AK 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Heiðrún EA 28 var yfirbyggð og skipt um brú á henni í Aas Mek. Verksted AS í Vestnes í Noregi sumarið 1987.

Eins og áður hefur komið fram keypti Gylfi Baldvinsson bátinn frá Akranesi árið 1984 en þar hét hann Grótta AK 101.

Söltunarfélag Dalvíkur keypti Heiðrúnu EA 28 síðla sumars 1990 og síðan um haustið var hún seld til Patreksfjarðar. Þar fékk hún nafnið Guðrún Hlín BA 122. Eigandi Háanes ehf. á Patreksfirði.

Vorið 1998 kaupir Háanes ehf. rækjufrystitogarann Hrafnseyri ÍS 10 frá Bolungarvík og fær hann nafnið Guðrún Hlín BA 122. Báturinn sem hér um ræði fór í hina áttina og fékk nafnið Hrafsneyri ÍS 10. Eigandi Þorbjörn hf. í Grindavík.

Í ágústmánuði árið 1999 var Hrafnseyrin orðin GK 411 og í aprílmánuði 2001 fékk báturinn nafnið Kristinn Lárusson GK 500. Eyrarsund ehf. hafði keypt bátinn nokkru áður og heimahöfn hans Sandgerði.

Kristinn Lárusson GK 500 var seldur til Noregs árið 2008 og var þá Oddi hf. skráður eigandi hans.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erling KE 140 kom til Húsavíkur í dag

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Netabáturinn Erling KE 140 hefur landað á Húsavík að undanförnu eins og lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir.

Þegar það er ekki mikið um báta til að mynda vill það brenna við að maður myndar mikið sama bátinn og nú er komið nokkuð safn mynda af Erling.

Erling, sem veiðir grálúðu í net, kom til hafnar eftir hádegi í dag og voru þessar myndir teknar þá.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Heiðrún EA 28

72. Heiðrún EA 28 ex Grótta AK 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd af Heiðrúnu EA 28 frá Árskógssandi var tekin á Vopnafirði um árið þegar síldveiðar voru stundaðar inn á fjörðum Austanlands.

Báturinn hét upphaflega Grótta RE 128 og var byggður í Harstad í Noregi 1963. Þá mældist hann 184 brl. að stærð. Upphaflegur eigandi bátsins var Gísli Þorsteinsson Reykjavík en árið 1971 keypti Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. á Akranesi hann. Hann hélt Gróttunafninu en fékk einkennisstafina AK 101.

Hafbjörg hf. á Akranesi eignaðist Gróttu árið 1973 og gerði út allt til ársins 1984. Þá kaupir Gylfi Baldvinsson bátinn sem fékk nafnið Heiðrún EA 28.

Árið 1987 var Heiðrún í breytingum í Vestnes í Noregi þar sem m.a var byggt yfir bátinn og skipt um brú. Við geymum mynd af henni eftir breytingarnar til síðari tíma en báturinn var seldur úr landi árið 2008. Þá hét hann Kristinn Lárusson GK 500.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jökull ÞH 259

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Þær myndir sem nú birtast voru teknar í ágústmánuði árið 2010 og sýna Jökul ÞH 259 en þarna var GPG Seafood nýbúið að kaupa bátinn.

Hér má lesa um bátinn sem seldur var á síðasta ári og fékk nafnið Nord GK 320.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

35 ár á milli mynda

Það eru 35 ár á milli þessara mynda af sama bátnum ef minni ljósmyndara svíkur ekki.

Sú tv. tekin haustið 1985 af Skírni AK 16 en hin í fyrradag þegar Erling KE 140 kom til hafnar á Húsavík.

 Báturinn var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Patrekur BA 64

1399. Patrekur BA 64 ex Haukaberg SH 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Patrekur BA 64 liggur hér við bryggju í Patrekshöfn á dögunum en það er Oddi hf. sem á og gerir bátinn út til línuveiða.

Patrekur BA 64 hét upphaflega Haukaberg SH 20 og var smíðaður í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Báturinn var smíðaður fyrir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmann í Grundarfirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti haustið 1974.

Þegar báturinn var seldur frá Grundarfirði árið 2015 hafði hann verið yfirbyggður, skutlengdur og komin á hann ný brú.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði (LVF) keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði sumarið 2015, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Í nóvember það ár seldi LVF Haukabergið til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda sem fékk nafnið Patrekur BA 64.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Páll Jónsson GK 7

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir af Páli Jónssyni GK 7 koma til Grindavíkur fyrir helgina eftir að hafa verið í slipp í Reykjavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution