Hamar SH 224 að draga línuna

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH 299. Ljósmyns Sigurður Davíðsson 2021.

Sigurður Davíðsson skipverji á Steinunni SF 10 tók þessa mynd í vikunni og sýnir hún Hamar SH 224 frá Rifi draga línuna

Um Hamar má lesa nánar hér en upphaflega hét hann Jörundur II RE 299, smíðaður í Englandi 1964.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín ÞH 157

972. Krstín ÞH 157 ex Kristín GK 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011.

Kristín ÞH 157 lætur hér úr höfn eftir löndun á Húsavík þann 23. september árið 2011.

Kristín ÞH 157 var smíðuð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, hét upphaflega Þorsteinn RE 303. 

Síðar bar báturinn nöfnin Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF og Atlanúpur ÞH þangað til hann fékk nafnið Garðey SF og loks Kristín GK eftir að Vísir eignaðist hann. 

2008 varð Kristín ÞH 157 með heimahöfn á Húsavík, eigandi Vísir hf.

Árið 2014 fékk báturinn aftur einkennisstafina GK og númerið 457. Eigandi Vísir hf. og heimahöfnin Grindavík.

Kristín heitir Steinn GK 65 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Eyjafirði

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn á Eyjafjörð í morgun og var þessi mynd tekin á Svalbarðseyri þegar hann sigldi þar hjá á leið sinni til Akureyrar.

Meira síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ása í slipp í Hafnarfirði

993. Ása ÍS 19 ex Ása ÍS 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1988.

Þegar ég var að setja inn myndina af Halldóru HF 61 hér áðan minnti mig að ég ætti mynd af Ásu ÍS 19 í sama slippnum, Drafnarslippnum.

Og það var rétt og hún skönnuð inn með hraði en það skemmtilega er að þarna í slippnum eru einnig Hásteinn ÁR 8 og Anna HF 39.

Þannig að, myndirnar voru teknar þegar báturinn fór upp sem Ása og niður sem Halldóra. Það mun hafa verið 1988 sem þessi nafnabreyting varð á bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Halldóra í Drafnarslippnum

993. Halldóra HF 61 ex Ása ÍS 19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldóra HF 61 er hér uppi í Drafnarslippnum í Hafnarfirði og einnig má sjá glitta í Hástein ÁR 8 og Önnu HF 39.

Halldóra HF 61 var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi og hét báturinn, sem er 60 brl. að stærð, Þróttur SH 4. Hann var smíðaður fyrir Hólma h/f í Stykkishólmi og lauk smíði hans árið 1965.

Báturinn hefur einnig borið nöfnin Morgunstjarnan, Páll Rósinkransson, Björn í Vík, og Ása. Eftir að hann hét Halldóra fékk hann nafnið Haftindur HF 123 en frá árinu 1999 hefur báturinn heitið Náttfari og gerður út til hvalaskoðunar frá Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ágúst Guðmundsson GK 95

262. Ágúst Guðmundsson GK 95 ex Klængur ÁR 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ágúst Guðmundsson GK 95 hé tupphaflega Viðey RE 12 og var smíðuð fyrir Hraðfrystistöðina í Reykjavík. Smíðin fór fram í Noregi og kom báturinn í flotann árið 1964.

Viðey mældist 231 brl. að stærð og var búin 660 hestafla Lister aðalvél. Báturinn var endurmældur árið 1968 og varð þá 184 brl. að stærð.

Árið 1972 var Viðey seld Sókn hf. á Bíldudal og fékk nafnið Árni Kristjánsson BA 100. Haustið 1974 var nafninu breytt í Andri BA 100.

Í lok árs 1975 keypti Meitillinn hf. í Þorlákshöfn Andra og gaf honum nafnið Klængur ÁR 2.

Það var svo vorið 1982 sem Valdimar hf. í Vogum keypti bátinn og gaf honum nafnið Ágúst Guðmundsson GK 96. Heimild Íslens skip.

Ágúst Guðmundsson GK 95 var yfirbyggður 1988 í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og um leið sett á hann ný brú. Ári áður hafði veri skipt um aðalvél, 912 hestafla Caterpillar sett niður.

Valdimar hf. sameinaðist ásamt Fiskanesi hf. Þorbirninum í Grindavík árið 2000 og tveim árum síðar var Ágúst Guðmundsson GK 95 var seldur til Mexíkó þar sem hann fékk nafnið Thor.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Freyja RE 38

1223. Freyja RE 38 ex Sigurborg ak 375. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Freyja RE 38 hét upphaflega Sigurborg AK 375 og var smíðuð árið 1972 fyrir Þórð Guðjónsson útgerðarmann á Akranesi.

Báturinn, sem var 103 brl. að stærð og búinn 500 hestafla Alpha aðalvél, var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranes.

Árið 1980 fær báturinn nafnið sem hann ber á myndinni, Freyja RE 38. Þá voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Gunnar I. Hafsteinsson eignaðist Sigurborgu og nefndi Freyju.

Freyjan sem fór upp á Skaga í staðinn fékk nafnið Sigurborg AK 375. Upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupstað.

Freyja var seld til Noregs í lok árs 1987 en í hennar stað kom nýsmíði frá Noregi sem fékk nafnið Freyja RE 38.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hvanney í slipp á Akureyri

1426. Hvanney SF 51. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hvanney SF 51 frá Hornafirði er hér í slipp á Akureyri um árið og það var Frosti ÞH 220 líka. Auk þess má sjá glitta í Ársæl EA 74.

Hvanney SF 51 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1975 en eigandi bátsins var Borgey hf. á Höfn í Hornafirði. Hún var 99 brl. að stærð en eftir endurmælingu árið 1981 mældist hún 101 brl. að stærð. Í henni var 425 hestafla Caterpillar aðalvél. 705 hestafla Caterpillar leysti hana af hólmi árið 1987.

Í nóvember 1987 fór báturinn í breytingar hjá Slippstöðinni á Akureyri en þar var báturinn m.a yfirbyggður og lengdur um þrjá metra. Hann kom úr þessum breytingum í janúar 1988 en eftir þær mældist hann 115 brl. að stærð.

Hvanney SF 51 var í flota Hornfirðinga til ársins 2004 er hún var seld til Ólafsvíkur þar sem hún fékk nafnið Guðmundur Jensson SH 717.

Frá árinu 2014 hefur báturinn heitið Markús SH 271, Markús HF 177, Markús KE 177, Klettur MB 8 og Klettur ÍS 808 en það nafn hefur hann borið frá árinu 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Særún EA 251

1527. Særún EA 251 ex Gullfaxi SH 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Særún EA 251 frá Árskógssandi hét upphaflega Gullfaxi SH 125 og átti heimahöfn í Grundarfirði en hér má lesa nánar um hana.

Þessi mynd var tekin 1998 eða þar um bil, einhvern veginn minnir mig að það hafi verið í Eyjafjarðarálnum en kem ekki fjöllunum alveg fyrir mig.

Í dag heitir báturinn Þristur ÍS 360.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vonin KE 2 við Jan Mayen

221. Vonin KE 2 ex Pálína SK 2. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Vonin KE 2 hét upphaflega Pálína SK 2 og var smíðuð árið 1960 fyrir Ægi hf. á Sjávarborg í Skagafirði. Báturinn var smíðaður í Hollandi og mældist í upphafi 180 brl. að stærð. Búinn 500 hestafla Kromhout aðalvél.

Pálína SK 2 var seld til Keflavíkur árið 1963 og fékk hún nafnið Vonin KE 2, eigandi Ægir hf. í Keflavík.

Árið 1976 er skráður eigandi Vonin hf. og ári síðar var báturinn mældur 160 brl. að stærð. Hann var yfirbyggður árið 1982 og mældist þá 162 brl. að stærð. Sama ár var sett í hann 600 hestafla Stork Werkspoor aðalvél. (Heimild Íslensk skip)

Áripð 1990 var Vonin KE 2 seld vestur á firði þar sem báturinn fékk nafnið Sæfell ÍS 820. Heimahöfn Ísafjörður.

Árið 1995 keypti Höfði hf. á Húsavík bátinn með kvóta og var hann notaður til úreldingar þegar nýr Júlíus Havsteen ÞH 1 var keyptur frá Grænlandi. Sæfellið var selt til Ghana árið 1996.

Myndina tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH 70 frá Húsavík þar sem bátarnir voru við síldveiðar norður við Jan Mayen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution