Tímamót í lífi manns

Gísli V. Jónsson á brúarvængnum á Páli Jónssyni GK.Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Í gær sigldi Gísli V. Jónsson skipi sínu, Páli Jónssyni GK 7, í síðasta sinn til hafnar í heimahöfn í Grindavík.

Jón Steinar var með myndavélina á lofti og tók meðfylgjandi myndir af Páli Jónssyni GK 7 sem og kallinum en á síðus sína Báta og bryggjubrölt skrifaði hann;

Gísli hefur verið verið til sjós frá árinu 1966, samtals 55 ár og þar af 48 ár sem skipstjóri og Báta og bryggjubrölt var á staðnum og myndaði þennan merkis viðburð.

Skipsstjóraferill Gísla hjá Vísi hf spannar 25 ár fyrst með Frey GK, sem hann hafði átt sjálf­ur og gert út. Tók svo við Páli Jóns­syni, og fór í fyrsta túr 11. sept­em­ber 2001, þann eft­ir­minni­lega dag þegar árás­irn­ar voru gerðar á tví­bura­t­urn­ana í New York.

Á þeim 19 árum sem hann var með bát­inn fiskuðust alls um 60 þúsund tonn á hann sem er ansi gott. Á nýja Páli hef­ur líka gengið ljóm­andi vel.Gísli kveðst að þessum kafla loknum ætla snúa sér að ferðalögum og njóta lífsins, þar sem heilsan sé góð og lífskrafturinn enn til staðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Goðaborg SU 16

1068. Goðaborg SU 16 ex Sænes SU 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Goðaborg SU 16 liggur hér við bryggju á Seyðisfirði í vikunni en báturinn er í eigu Gullrúnar ehf. og er með heimahöfn á Breiðdalsvík.

Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1968. Upphaflega hét báturinn Valur NK 108 en lengi vel hét hann Arnþór EA 16 frá Árskógssandi.

Síðan hét hann m.a Fossborg ÁR, Helguvík ÁR, Sæmundur GK og Sæmundur SF og Sæljós GK og árið 2010 var hann kominn á Djúpavog þar sem hann fékk nafnið Sænes SU 44.

Það var svo árið 2020 sem Gullrún ehf. á Breiðdalsvík kaupir bátinn og hann fær nafnið Goðaborg SU 16.

Báturinn hefur verið lengdur, settur á hann hvalbakur og ný brú. Hann er 64.7 brúttótonn, 21 metri að lengd og 4.8 metrar á breidd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hulda GK 17 á Siglufirði

2999. Hulda GK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Línubáturinn Hulda GK 17 kemur hér að landi á Siglufirði í vikunni en aðan hefur báturinn róið að undanförnu.

Hulda GK 17 er af gerðinni Cleopatra Fisherman 40BB og er 11,99 metra löng. Mælist 29,5 BT að stærð.

Eigandi og útgerðaraðili Huldu er Blakknes ehf. og heimahöfn hennar Sandgerði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur að landi

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson2021.

Þar kom að því að ég næði að fanga þennan á kortið og þó fyrr hefði verið. Jón Ásbjörnsson RE 777 kemur hér að landi á Siglufirði upp úr hádeginu í dag.

Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200.

Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. á Hornafirði og hét Ragnar SF 550 til ársins 2013. Það ár var báturinn seldur Fiskkaup hf. í Reykjavík sem gaf honum nafnið Jón Ásbjörnsson RE 777.

Ég tók eitthvað fleiri myndir af honum sem ég birti þegar heim kemur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Páll Helgi ÍS 142

1502. Páll Helgi ÍS 142 ex Rósa HU 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það kom að því að maður næði þessum á mynd og þó fyrr hefði verið. Páll Helgi ÍS 142 heitir hann og er frá Bolungarvík.

Smíðaður hjá Básum hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Rósa HU 294.

Í 1. tbl. Ægis 1978 sagði m.a svo frá:

19. nóvember s.l. afhenti Básar h. f. í Hafnarfirði 29 rúmlesta eikarfiskiskip, sem hlaut nafnið Rósa HU-294 og er smíði nr. 5 hjá stöðinni.

Rósa HU-294 er lítið eitt stærri en næsta nýsmíði stöðvðarinnar á undan, sem var Aldan RE-327, en svipað að byggingarlagi.

Eigendur skipsins eru Friðrik Friðriksson, sem jafnfram er skipstjóri, og Sigurður B. Karlsson, Hvammstanga.

Rósa HU 294 var seld til Bolungarvíkur í lok árs 1978 og fékk nafnið Páll Helgi ÍS 142. Eigendur Guðmundur Rósmundsson og Benedikt, Páll og Hólmsteinn Guðmundssynir. Frá árinu 2000 er skráður eigandi Páll Helgi ehf. í Bolungarvík.

Báturinn, sem er ekki lengur notaður til fiskveiða, er þessa dagana í hringferð í kringum Ísland með þýskan listmálara, Peter Lange að nafni.

Páll Helgi kom til Húsavíkur í gær en þessar myndir tók ég í dag þegar lét úr höfn. Eins og sjá má á myndunum er tjald á dekkinu og þar sinnir Peter Lange listinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ver RE 112

357. Ver RE 112 ex Svavar Steinn GK 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ver RE 112 var síðasta nafn þessa báts sem upphaflega hét Breiðfirðingur SH 101 og var smíðaður í Danmöfku árið 1955.

Breiðfirðingur var 28 brl. að stærð búinn 140 hestafla Hundestad díeselvél. Hann var smíðaður fyrir ArnarSigurðsson, Kristján Guðmundsson og Rögnvald Ólafsson á Hellisandi.

Báturinn var seldur til Reykjavíkur vorið 1963, hélt nafni sínu en varð RE 262. 1966 var skiptum vél og kom 150 hestafla Gardner i stað þeirrar sem fyrir var. Sama ár var báturinn endurmældur og varð við það 29 brl. að stærð.

Vorið 1972 var báturinn seldur í Garðinn þar sem hann fékk nafnið Þorkell Árnason GK 21. Aftur var báturinn endurmældur árið 1973 og fór við það í gamla farið, þ.e.a.s varð 28 brl. að stærð.

Sumarið 1974 var báturinn aftur seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Oddrún RE 126. Til Suðurnesja fór hann aftur árið 1976, Keflavík varð heimahöfn hans og nafnið Þorsteinn KE 10. Heimild Íslensk skip

Í desember 1998 fær báturinn nafnið Svavar Steinn KE 76 sem breyttist fljótt í GK 206 og heimahöfnin varð Sandgerði.

Það var svo vorið 2001 sem báturinn fékk nafnið Ver RE 112 en 1991 hafði verið sett í hann 240 Kw. Caterpillarvél.

Árið 2003 er báturinn kominn í núllflokk hjá Fiskistofu og varð hann að langlegubát í Reykjavíkurhöfn þar sem hann átti það til að sökkva. Amk. árið 2010 og 2012.

Ver RE 112 var tekinn af skipaskrá vorið 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Andey BA 125

1170. Andey BA 125 ex Andey SH 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Andey BA 25 liggur hér við bryggju í Þorlákshöfn um árið en upphaflega hét báturinn Trausti ÍS 300.

Báturinn var smíðaður í Stálvík árið 1971 fyrir Fiskiðjuna Freyju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð.

Um bátinn má lesa nánar hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vonin KE 10

1631. Vonin KE 10 ex Lundaberg AK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Vonin KE 10 kom hingað til Húsavíkur um kvöldmatarleytið í kvöld svona líka nýmáluð og flott.

Vonin hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga.

Í Ægi 9. tbl. Ægis sagði m.a svo frá:

10. júní s.l. afhenti skipasmíðastöðin Bátalón h/f í Hafnarfirði 30 rúmlesta stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Fálkinn NS-325, og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 466. Fálkinn NS er smíðaður eftir sömu teikningu og Valur RE, sem Bátalón afhenti 31. mars s.l. (sjá 7. tbl. ’82).

Fálkinn NS er í eigu Hafnarbakka h/f á Bakkafirði, sem á fyrir Halldór Runólfsson NS-301, 29 rúmlesta stálfiskiskip, sem einnig var smíðað hjá Bátalóni h/f og afhent í apríl á s.l. ári (sjá 4. tbl. ´81.

Á rúmu ári hefur Bátalón h/f afhent þrjú stálfiskiskip til Bakkafjarðar, hið þriðja er Már NS 87. Skipstjóri á Fálkanum NS er Jón Helgi Matthíasson og framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Kristinn Pétursson.

Fálkinn var seldur frá Bakkafirði árið 1985 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Sigurbára VE 249, Vestmannaeyjum. Sveinbjörg SH 317, Ólafsvík, Sveinbjörg ÁR 317, Þorlákshöfn, Vörðufell GK 205, Grindavík, Vörðufell SF 200, Hornafirði, Gæfa SF 2, Hornafirði,Mundi Sæm SF 1, Hornafirði, Goði AK 50, Akranesi og Lundaberg AK 50, Akranesi. 

Árið 2014 fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Vonin KE 10. Báturinn er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. og heimahöfn hans Keflavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sóley SH 150

619. Sóley SH 150 ex Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Hér liggur Sóley SH 150 við bryggju í sinni heimahöfn, Grundarfirði, sumarið 1986 frekar en 7.

Sóley hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.

Hann var smíðaður fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík, síðar Stakkholt hf., og var hann gerður út þaðan til ársins 1975.

Þá var hann seldur á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Guðmundur Einarsson HU 100. Sama ár seldur til Dalvíkur og varð Dalborg EA 317. Til Reykjavíkur fór hann 19977 og nafnið sem hann bar þar var Valur RE 7.

Aftur fór hann til Dalvíkur, það var árið 1981 og fékk nafnið Merkúr EA 24. Ári síðar var hann seldur aftur til Reykjavíkur þar sem han fék knafnið Jóhanna Magnúsdóttir RE 70.

Það nafn bar hann þegar hann var seldur til Grundarfjarðar árið 1983 og fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Sóley SH 150.

Í Grundarfirði var Sóley til ársins 1995 en þá var hún seld til Hornafjarðar þar sem hún fékk nafnið Hrafnsey SF 8. Haustið 2002 fær báturinn nafnið Fanney SK 83 með heimahöfn á Sauðárkróki en ári síðar breytist það í HU 83 og heimahöfn verður Hvammstangi.

Það var svo árið 2010 sem báturinn fékk sitt síðasta nafn sem var Lára Magg ÍS 86.

Báturinn var rifinn í Njarðvík árið 2015 en hann hafði þá legið lengi í höfninni þar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Náttfari í slipp

93. Náttfari HF 185 ex Særún ÁR 4000. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér gefur að líta Náttfara HF 185 í Drafnarslippnum í Hafnarfirði og hægra megin við hann er Eyrún ÁR 66 frá Þorlákshöfn.

Vinstra megin glittir svo í Hástein ÁR 8 frá Stokkseyri.

Upphaflega hét báturinn Helgi Flóventsson ÞH 77, smíðaður fyrir Svan h/f á Húsavík í Noregi árið 1962.

Annars má lesa nánar um bátinn hér en Náttfaranafnið bar hann árin 1990-1992 og var í eigu Útgerðarfélagsins Barðans í Kópavogi.

Hans síðasta nafn var Brynjólfur VE 3 og fór hann í brotajárn árið 2005.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.