108. Húni II EA 740 ex Húni II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hér kemur Húni II EA 740 úr einni af skemmtisiglingum Sjómannadagsins hann fór í þær nokkrar í dag. Sextugur unglingurinn en í þeirri fyrstu fór hann fyrir flota smábáta og hafnsögbátarnir voru með í för. Síðan fór hann amk. í tvígang í siglingu … Halda áfram að lesa Sextugur Húni II í skemmtisiglingu
Category: Bátar
Landað úr Jökli
2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Jökull ÞH 299 kom til löndunar á Húsavík í morgun en hann hefur verið að veiða grálúðu í net að undanförnu. Aflinn var um 50 tonn eftir fremur stutta veiðiferð. Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa Landað úr Jökli
María Júlía
151. María Júlía við bryggju á Akureyri. Tók þessa mynd af Maríu Júlíu á Akureyri um helgina. Eins og kunnugt er dró varðskipið Þór þetta sögufræga skip til Akureyrar seinnipart vetrar en það hafði legið lengi á Ísafirði. Á Akureyri er stefnt að því að skipið fari í slipp til frumviðgerðar. María Júlía var smíðuð … Halda áfram að lesa María Júlía
Þrír bláir og einn rauður við bryggju á Króknum
1997. Jökull SK 33 - 100. Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér koma þrjár myndir sem teknar voru á Sauðárkróki um árið og sýna þrjá bláa báta og einn rauðan. Á myndinni fyrir ofan eru Jökull SK 33 og Haförn SK 17 en hér fyrir neðan Þórir SK 16 og Sandvík SK 188. Jökull, … Halda áfram að lesa Þrír bláir og einn rauður við bryggju á Króknum
Máni HF 149
2047. Máni HF 149 ex Magnús Guðmundsson ÍS 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Máni HF 149 hét upphaflega Magnús Guðmundsson ÍS 97 frá Flateyri og var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Herði í Njarðvík árið 1990. Útvík hf. í Hafnarfirði keypti bátinn árið 1992 og nefndi Mána. Hann var lengdur árið 1994 og aftur 1996 og mælist nú 35 … Halda áfram að lesa Máni HF 149
Kristbjörg ÞH 44
1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997. Hér kemur Kristbjörg ÞH 44 úr sinni síðustu veiðiferð vorið 1997 en báturinn var aðallega gerður út á rækju. Karl faðir minn, Hreiðar Olgeirsson, var skipstjóri á bátnum og þarna var hann að ljúka sínum ferli sem sjómaður á fiskiskipi. Fyrirtækið Korri … Halda áfram að lesa Kristbjörg ÞH 44
Geiri Péturs ÞH 344
1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það er ágætur dagur í dag til að birta mynd af Geira Péturs ÞH 344 sem siglir hér til hafnar á Húsavík með Bakranga og Víknafjöllin í bakgrunni. Báturinn, sem var í eigu Korra hf., var í flota Húsvíkinga frá ársbyrjun 1980 fram … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344
Fri Bergen
IMO 9361122. Fri Bergen ex Rachel. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska flutningaskipið Fri Bergen kom siglandi inn á Skjálfanda í morgun og hefur lónað um flóann í dag. Skipið, sem er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka, var smíðað í Hollandi árið 2009 og hét Flinterrachel til ársins 2016. Þá fékk það nafnið Rachel og … Halda áfram að lesa Fri Bergen
Gullþór KE 87
721. Gullþór KE 87 ex Sigurbjörg VE 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Gullþór KE 87 kemur hér að landi í Keflavík en þaðan var báturinn gerður út um tveggja ára skeið. Gullþór hét upphaflega Pálmar NS 11 og var smíðaður árið 1946 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða á Seyðisfirði. Báturinn var míðaður fyrir Þormar hf. Seyðisfirði og var … Halda áfram að lesa Gullþór KE 87
Faxi GK 44
51. Faxi GK 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Faxi GK 44 og var smíðaður í Noregi árið 1963 fyrir Einar Þorgilsson & co í Hafnarfirði. Faxi var gerður út af fyrirtækinu í rúmlega 30 ár en á þeim tíma var hann lengdur og yfirbyggður (1977) og síðar skipt um brú. Upphaflega var í honum 450 hestafla … Halda áfram að lesa Faxi GK 44