Nýr og glæsilegur Páll Jónsson GK 7 kominn í heimahöfn

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskipið Páll Jónsson GK 7 kom til heimhafnar í Grindavík í dag eftir heimsiglingu frá Póllandi.

Á heimasíðu Vísis hf. segir að rúmlega 2 ár séu liðin frá undirritun og stór áfangi fyrir Vísi að fá skipið í heimahöfn. Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessarri stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis.

Þetta er glæsilegt þriggja þilfara nýsmíði, 45 metra á lengd og 10,5 metra á breidd, hannað af íslensku skipahönnunarstofunni Navis í samvinnu við Vísi. Skipið er með Mustad Autoline línukerfi frá Ísfell ehf. og er þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð.

Pétur H. Pálsson framkvæmdarstjóri Vísis hf. og Gísli V. Jónsson skipstjóri á nýja skipinu. Ljósmynd Jón Steinar.

Vinnslubúnaðarinn, sem mun bæta alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest er frá Skaginn 3X og er verkefnið að hluta til unnið í samstarfi við Marel. Það ríkir mikil tilhlökkun að fá skipið heim og mun það styðja enn betur við stefnu fyrirtækisins um ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði sem leiðir til framleiðslu afurða úr fyrsta flokks hráefni.

Skipamyndir.com óskar Vísi hf. til hamingju með nýja skipið.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigþór

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1984.

Í dag var ég við útför Harðar Þórhallssonar skipstjóra og útgerðarmanns frá Húsavík en hann var faðir Hödda vinar míns.

Mér finnst við hæfi að birta mynd af bátnum sem þeir feðgar sóttu sjóinn saman á en það var Sigþór ÞH 100 sem Útgerðarfélagi Vísir hf. á Húsavík gerði út. Blessuð sé minning Harðar Þórhallssonar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey VE 144 kom til heimahafnar í dag

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2020.

Skömmu fyrir hádegi í dag kom hin nýja Bergey VE til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn og var vel fagnað eftir því sem segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bergey var afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar, hinn 1. október sl. og kom til Akureyrar hinn 6. október. Á Akureyri annaðist Slippurinn frágang á millidekki skipsins. 

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki. Eitt þessara skipa er Vestmannaey VE sem kom nýtt til landsins í júlímánuði sl.

Skipin eru hin glæsilegustu og afar vel búin, en um er að ræða togskip sem eru 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þeirra er 611 brúttótonn. Eru skipin búin tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum. Bergey mun ekki staldra lengi við í Eyjum. Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða á morgun.

Jón Valgeirsson skipstjóri segir að sér lítist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega. Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laugardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón glaður í bragði í viðtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Tryggvi Sigðurðsson tók meðfylgjandi myndir þegar Bergey VE 144 kom til Vestmannaeyja í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Páll Jónsson GK 7 lagður af stað heim

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Grímur Gíslason 2019.

Páll Jónsson GK 7, línuskip Vísis hf., lét úr höfn í Gdansk um hádegisbil í gær áleiðis til heimahafnar í Grindavík.

Á heimasíðu Vísis segir að áætlaður siglingartími velti á veðurskilyrðum en búist er við að það taki skipið um 5-7 daga. Væntanlegur komutími til Grindavíkur er þá á milli næstkomandi sunnudags og þriðjudags en upplýst verður um nánari dagsetningu þegar nær dregur. „Þetta er stór stund í sögu fyrirtækisins og mikil eftirvænting ríkir eftir komu skipsins“ segir í fréttinni..

Páll Jónsson GK 7 er sérhannaður til línuveiða, 45 metra langur og 10,5 metrar að breidd. Skipið er þriggja þilfara búið Caterpillar aðalvél.

Grímur Gíslason tók meðfylgjandi myndir og leyfði síðunni að birta þær.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæbjörg ST 7

554. Sæbjörg ST 7 ex Fanney SH 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993.

Sæbjörg ST 7 hét upphaflega Hávarður ÍS 160 og var smíðaður í Danmörku árið 1959 fyrir Ísver h/f á Suðureyri við Súgandafjörð.

Báturinn var 76 brl. að stærð búinn 310 hestafla Alpha aðalvél. Henni var skipt út fyrir aðra sömu tegundar árið 1974.

Hávarður ÍS 160 var seldur til Vestmannaeyja árið 1967 og vorið 1969 var hann seldur á Akranes. Þar fékk hann nafnið Sæfari AK 171. Í febrúar árið 1973 var Sæfari seldur til Eyrarbakka þar sem hann hélt nafni sínu en varð ÁR 22.

Sæfari ÁR 22 var seldur til Grundarfjarðar árið 1977 þar sem hann fékk nafnið Fanney SH 24 og það nafn bar hann þangað til hann var keyptur til Hólmavíkur árið 1990. Þar fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sæbjörg ST 7.

Báturinn var kominn í núllflokk á Fiskistofu sumarið 1997 en þá fékk Höfðavík ehf. nýja Sæbjörgu ST 7.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ólafur GK 33

1105. Ólafur GK 33 ex Þorleifur EA 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Fiskanesbáturinn Ólafur GK 33 kemur hér að landi í Grindavík skömmu fyrir aldamótin síðustu.

Fiskanes hf. keypti bátinn frá Grímsey árið 1994 en þar hét hann Þorleifur EA 88 og var í eigu Sigurbjarnar ehf. sem hafði gert bátinn út frá árinu 1988.

Upphaflega hét Ólafur GK 33 Jón Helgason ÁR 12 og var 50 brl. að stærð. Hann var smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn í Skipavík í Stykkishólmi árið 1970.

Saga bátsins hefur komið fram á síðunni en hans síðasta nafn var Reynir GK 177 og endaði hann á áramótabrennu Húsvíkinga áramótin 207-2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorsteinn GK 15

926. Þorsteinn GK 15 ex Þorsteinn EA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eik­ar­bát­ur­inn Þor­steinn GK 15, sem gerður var lengi út frá Raufar­höfn, kemur hér að landi á Húsavík um árið.

Báturinn var smíðaður fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík í Fal­ken­berg í Svíþjóð árið 1946 og hefur alla tíð heitið Þorsteinn. Upphaflega EA 15.

Þorsteinn er 50 brl. og upphaflega var í honum 170 hestafla Polar dieselvél. 1950 var sett í hann 215 hetsafla vél sömu gerðar o upphaflega var í honum. 1960 var sett í hann 280 hestafla MWM vél og 1985 var sett í bátinn 375 hestafla Caterpilar.

Haustið 1956 var Þorsteinn seldur Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða hf. í Grindavík og varð við það GK 15. HAustið 1972 kaupir Önundur Kristjánsson, þá búsettur í Vestmannaeyjum, bátinn í félagi við Jón Einarsson á Raufarhöfn.

Um árið síðar er Önundur Kristjánsson Raufarhöfn skráður einn eigandi að bátnum.

Árið 2002 er skráður eigandi Önundur ehf. á Raufarhöfn og 2013 fær báturinn einkennisstafina ÞH og númerið 115. Báturinn, sem er skráður 51 brl. að stærð í dag, hefur verið gerður út frá Suðurnesjum undanfarnar vertíðir.

Ný brú er kominn á bátinn frá því þessar myndir voru teknar.

926. Þorsteinn GK 15 ex Þorsteinn EA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ófeigur III VE 325

707. Ófeigur II VE 325. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Ófeigur III VE 325, sem hér siglir inn Reyðarfjörð, var smíðaður í Hollandi árið 1955 og hét sama nafninu alla tíð.

Eigendur hans frá upphafi árs 1955 voru þeir Þorstein Sigurðsson og Ólaf Sigurðsson í Vestmannaeyjum. Báturinn sem upphaflega mældist 66 brl. að stærð var lengdur á Akranesi 1965 og mældist þá 81 brl. að stærð. Þá var einnig skipt um aðalvél. í stað 220 hestafla Grenaa var sett í hann 380 hestafla Caterpillar.

Í lok árs 1970 er Þorsteinn Sigurðsson einn skráður eigandi bátsins. Bátnum var breytt 1974 og hann endurmældur, mældist þá 86 brl. að stærð. Ný 425 hestafla Caterpillar var sett í bátinn árið 1977 og árið 1985 var skráður eigandi Ófeigur sf. í vestmannaeyjum.

Ófeigur III strandaði við Þorlákshöfn árið 1988 og eyðilagðist en áhöfnin, 3 menn, bjargaðist til lands. Heimild: Íslensk skip.

Í 3 tbl. Ægis 1955 sagði m.a svo frá komu Ófeigs III til landsins en hann var fysrta stálfiskiskipið sem smíðað var fyrir íslendinga:

Hinn 17. febrúar kom til landsins fyrsti fiskibáturinn, sem byggður hefur verið úr stáli fyrir íslendinga. Kom hann til Vestmannaeyja, en þar verður heimahöfn hans. Heitir báturinn „Ófeigur“ III og ber skrásetningartöluna VE 325. Smíðaður var báturinn í Hollandi, en skipasmíðastöðvar þar í landi hafa gert mikið að því að byggja stálbáta fyrir útgerðarmenn þar í landi.

Lengd bátsins er 21 m, breidd hans 5.6 m og dýpt 2.75 m, en rúmlestatalan 66. Byrðingur, þilfar og yfirbygging er allt úr stáli, en þilfarið er klætt harðviði. Lestin er einangruð með korki, en klætt yfir það með tré. Mannaíbúðir eru vandaðar og rúmgóðar. Eru þær hitaðar upp með raf-magni. Vél bátsins er Grenaa 220 hö. og mun ganghraði hans vera 9.5—10 sjómílur. Tvær vindur eru á þilfari, línuvinda og togvinda, og eru báðar knúðar þrýstidælum.

Er báturinn vel búinn af öllum nauðsynlegum tækjum til veiða og siglinga, og hefur m. a. verið sett í hann asdiktæki til fiskileitar. Báturinn var tilbúinn til veiða fjórum dögum eftir heimkomuna.

Kostnaðarverð bátsins við afhendingu í Hollandi var um kr. 1.070.000.

Skipasmíðastöðin, sem bátinn byggði, er í Hardingsveld í Hollandi, en umboðsmaður hennar hér á landi er Magnús Ó. Ólafsson í Reykjavík. Eigendur bátsins eru þeir Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson, útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, en hinn síðarnefndi verður jafnframt skipstjóri á bátnum.

Jón H. Stefánsson skipstjóri í Reykja- vík sigldi bátnum til landsins og hefur „Ægir“ spurt hann, hvað hann vildi helzt um bátinn segja. Taldi hann, að báturinn hefði fengið tækifæri til þess að sýna það á heimferðinni, að hann er ágætur í sjó að leggja, en sérstaklega taldi hann eftirtektarvert, hversu mikið vinnupláss væri á þilfari hans samanborið við það, sem hér tíðkast á bátum af svipaðri stærð. Ætti þetta bæði við sjálft þilfarið og gangana aftur með stýrishúsinu.

Fagnaðarefni er það, þegar ruddar eru nýjar brautir, svo sem hér hefur gert verið, og óskar „Ægir“ eigendunum til hamingju með hina nýju fleytu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ársæll Sigurðsson HF 80

2468. Ársæll Sigurðsson HF 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Ársæll Sigurðsson HF 80, sem hér sést koma til hafnar í Þorlákshöfn í marsmánuði 2006, var smíðaður í Kína árið 2001.

Báturinn, sem upphaflega var í eigu Viðars Sæmundssonar í Hafnarfirði, heitir í dag Guðbjörg GK 77 og lesa má um hana hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagfari ÞH 40 við bryggju á Húsavík

973. Dagfari ÞH 40. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þesari mynd Hreiðars Olgeirssonar liggur Dagfari ÞH 40 við bryggju á Húsavík og landar síld.

Þetta var sá fyrri, sem kom 1965 og fékk nafnið Ljósfari ÞH 40 þegar sá seinni kom árið 1967. Báðir smíðaðir í Boizenburg í A-Þýskalandi fyrir Barðann hf. á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution