Aðalbjörg RE 5

265. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hjálmar Sigurðsson. Hér birtist mynd Hjálmars Sigurðssonar af Aðalbjörgu RE 5 þar sem hún liggur við bryggju í Reykjavík og verið að landa úr henni. Aðalbjörg RE 5 var smíðuð í Reykjavík fyrir Sigurð Þorsteinsson og Einar Sigurðsson. Báturinn, sem var 22 brl. að stærð, var sjósettur árið 1935.  Árið … Halda áfram að lesa Aðalbjörg RE 5

Valeska EA 417

263. Valeska EA 417 ex Hafsteinn SI 151. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér er Valeska EA 417 frá Dalvík á rækjuslóðinni um árið en upphaflega hét báturinn Þorbjörn II GK 541. Báturinn var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík. Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 brl. að stærð. … Halda áfram að lesa Valeska EA 417

Tjaldur SU 115

1538. Tjaldur SU 115. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Netabáturinn Tjaldur SU 115 er hér á landleið úr róðri á vetrarvertíðinni 1982 en Guðmundur Ragnarsson á Vopnafirði gerði þá út frá Þorlákshöfn. Tjaldur var smíðaður árið 1979 fyrir Framfara hf. á Fáskrúðsfirði og fór smíðin fram hjá Trésmíðaverkstæði Austurlands hf. þar í bæ. Báturinn, sem var … Halda áfram að lesa Tjaldur SU 115

Björg Jónsdóttir ÞH 321

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Gandí VE 171. Ljósmynd Pétur Jónasson. Á þessari ljósmynd Péturs Jónassonar gefur að líta Björgu Jónsdóttur ÞH 321 sem upphaflega hét Þorbjörn II GK 541 frá Grindavík. Báturinn var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík. Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 brl. … Halda áfram að lesa Björg Jónsdóttir ÞH 321

Álftafell SU 100

1126. Álftafell SU 100 ex Villi í Efstabæ BA 214. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Álftafell SU 100 liggur hér við bryggju á Stöðvarfirði sumarið 2004 en þaðan gerði Kross ehf. bátinn út á árunum 2002 - 2007. Báturinn hét upphaflega Skálavík SU 500 og var smíðuð árið 1970 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. fyrir Þjóðrek hf. … Halda áfram að lesa Álftafell SU 100

Hólmsteinn GK 20

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hólmsteinn GK 20 kemur hér að landi í Sandgerði um árið og enn með gömlu brúna en kominn hvalbakur. Upphaflega hét báturinn Hafdís GK 20 og var smíðaður í Hafnarfirði árið 1946. Hann var 43 brl. að stærð og smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. … Halda áfram að lesa Hólmsteinn GK 20

Þórður Jónasson EA 350

264. Þórður Jónasson EA 350 ex Þórður Jónasson RE 350. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér siglir Þórður Jónasson EA 350 á Akureyrarpolli um árið en Akureyri var lengstum hans heimahöfn. Þórður Jónasson, sem smíðaður var í Noregi og kom til Akureyrar í júníbyrjun árið 1964, var upphaflega RE 350. Hann var smíðaður fyrir Valtý Þorsteinsson útgerðarmann … Halda áfram að lesa Þórður Jónasson EA 350