Freyr ÞH 1

11. Freyr ÞH 1 ex Freyr GK 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Línubáturinn Freyr ÞH 1 leggur upp í róður haustið 2003 en Vísir hf. gerði bátinn út og skráði um tíma með heimahöfn á Húsavík.

Upphaflega Arnfirðingur RE 212 smíðaður í Noregi 1963 fyrir Arnarvík h/f í Grindavík.

Hét síðar Sandafell, Freyr og að lokum Siggi Þorsteins en hann fór utan til niðurrifs undir því nafni árið 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örn VE 244

1751. Örn VE 244 ex Örn SH 248. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Örn VE 244 var smíðað hjá Karlstadverken A/B, Karlstad í Svíþjóð árið 1984 og hét upphaflega Sette Mari.

Rækjunes/ Björgvin h/f. í Stykkishólmi keypti bátinn, sem var 113 brl. að stærð, til Íslands árið 1986 og gaf honum nafnið Örn SH 248.

Bergur h/f keypti Örn SH 248 til Vestmannaeyja árið 1989 þar sem hét hann áfram Örn en varð VE 244.

Örn var seldur til Stokkseyrar árið 1992 þar sem hann fékk nafnið Hásteinn ÁR 8 sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hinni ÞH 70

1547. Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA 325. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Á þessum myndum gefur að líta Hinna ÞH 70 þegar hann kom úr rækjuróðri til hafnar á Húsavík snemma sumars 2003.

Hinni ÞH 70 hét upphaflega Neisti HU 5 og var smíðaður í Básum hf. í Hafnarfirði árið 1979. Hann er 24 brl. að stærð og heitir Draumur í dag. Gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík.

Það var Auðrún ehf. sem gerði Hinna ÞH 70 út frá Húsavík árin 2003-2007 en báturinn var keyptur frá Patreksfirði þar sem hann bar nafnið Sveinn Sveinsson BA 325. Áður hafði hann borið nöfnin Stapavík AK 123 og Þorsteinn SH 145 auk upprunalega nafnsins, Neisti HU 5..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bylgja VE 75 – Myndasyrpa

2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessa myndasyrpu af Bylgju VE 75 í gær þegar hún fór, kom og fór aftur frá Grindavík.

Eins og Jón segir:

Hér er Bylgja að fara út fyrr í dag, en hún kom inn til löndunar í Grindavík um síðastliðna helgi. Ástæðan fyrir löngu stoppi var að það var farið að blása undan heddum á aðalvélinni og þörf var á að kippa því í liðinn. Hún snéri nú við skömmu eftir að látið var úr höfn þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og þeir áttu að vera. Því var kippt í liðinn á skömmum tíma og hélt hún úr höfn skömmu síðar.

Bylgjan er hönnuð sem skuttogari með búnað til vinnslu og frystingar á flökum og smíðuð 1992 af Slippstöðinni á Akureyri og er nýsmíði stöðvarinnar númer 70. Smíði skipsins hófst nokkrum árum áður án kaupanda og lá skipið í nokkurn tíma áður en það seldist.Bylgja VE 75 er gerð út af samnendu fyrirtæki sem Matthías Óskarsson stendur að. Vísir hf í Grindavík leigir og gerir Bylgju út um þessar mundir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn að veiðum á Skjálfanda

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Haförn ÞH 26 frá Húsavík er hér að dragnótaveiðum á Skjálfandaflóa í dag.

Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010 en hann hét áður Þorsteinn BA 1 frá Patreksfirði.

Haförn ÞH 26 hét upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.

Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Feðgarnir á Bárði

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þá er Bárður SH 81 farinn úr Skjálfandanum að sinni amk., en ég tók þessar myndir þegar hann kom til löndunar á Húsavík í gær.

Ég hef legið fyrir honum og myndað eins og lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir og er ég nokkuð sáttur með afraksturinn.

Hér má sjá feðgana Pétur Pétursson kláran með endann og Pétur Jr. í brúnni en á Bárði er sex manna áhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gandí VE 171

263. Gandí VE 171 ex Þorbjörn II GK 541. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Gandí VE 171 hét upphaflega Þorbjörn II GK 541 og var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík.

Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 brl. að stærð. Hann var endurmældur síðar og mældist þá 131 brl. að stærð.

Árið 1977 kaupir Gunnlaugur Ólafsson í Vestmannaeyjum bátinn og nefnir Gandí VE 171.

Gandí var gerður út frá Eyjum til ársins 1985 en í janúar það ár kaupir Langanes hf. á Húsavík bátinn sem fékk nafnið Björg Jónsdóttir ÞH 321.

Meira síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Landað í kvöldblíðunni

2965. Bárður SH 81 í Húsavíkurhöfn í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var logn og blíða á Húsavík í dag og það sama var upp á teningnum í kvöld þegar Bárður SH 81 var að landa afla sínum.

Aftan við Bárð lá Hafborgin sem landaði síðdegis og ef minni mitt svíkur ekki eru þetta tveir nýjustu neta- og dragnótbátar flotans. Báðir smíðaðir í Danmörku.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður við bryggju á Húsavík

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Enn og aftur er það Bárður SH 81 sem kemur fyrir augu þeirra er sækja síðuna heim en hér liggur hann við bryggju á Húsavík í gær.

Það er ekkert að því að birta myndir af Bárði enda virkilega fallegur bátur sem smíðaður var í Danmörku og kom í flotann í lok síðasta árs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnar ÁR 55

1056. Arnar ÁR 55 ex Skálafell ÁR 155. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Arnar ÁR 55 frá Þorlákshöfn kom nokkrum sinnum til hafnar á Húsavík þegar hann stundaði rækjuveiðar árið 2012.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í septembermánuði það ár, nánar tiltekið þann 14. september.

Arnar hét upphaflega Ísleifur ÁR 63 og var smíðaður í Noregi árið 1967. Hann var yfirbyggður árið 1977.

Í Tímanum 11. nóvember 1967 sagði svo frá:

Nýr bátur bættist í flotann hér í Vestmannaeyjum í vikunni. heitir hann Ísleifur VE 63.

Eigandi er Ársæll Sveinsson, útgerðarmðaur. Báturinn er smíðaður í Skaalurens Skipbyggeri í Rorenda, í Noregi Er þetta sjötti báturinn sem sú skipasmíðastöð byggir fyrir Íslendinga. 

Ísleifur er um 300 brúttotonn að stærð. Lengdin er 37,54 metrar og mesta breidd 7,32 metrar Aðalvélin er 660 hestafla af Stork gerð. Skipstjóri á bátnum er Gunnar Jónsson. Verið er að búa Ísleif á síldveiðar.

Haukur Valdimar sendi miða:

1056….Ísleifur VE 63… TF-RL.Skipasmíðastöð: Skaalurens Skibsbyggeri. Rosendal. 1967 Lengd: 38,12. Breidd: 7,35. Dýpt: 3,44. Brúttó: 239. U-þilfari: 199. Nettó: 86.Mótor 1967 Stork 485 kw. 660 hö. Ný vél 1990 Caterpillar 671 kw. 912 hö.

Ísleifur VE 63. Útg: Ársæll Sveinsson. Vestmannaeyjum. (1967 – 1973). Ísleifur VE 63. Útg: Ársæll Sveinsson. Db. Vestmannaeyjum. (1973 – 1975). Ísleifur VE 63. Útg: Leifur Ársælsson o.fl. Vestmannaeyjum.(1975 – 1977).Ísleifur VE 63. Útg: Ísleifur s.f. Vestmannaeyjum. (1977 – 1982). Dalaröst ÁR 63. Útg: Glettingur h.f. Þorlákshöfn. (1982 – 1983). Ásgeir Torfason ÍS 96. Útg: Alda h.f. Flateyri. (1983 – 1986).

Þorleifur Guðjónsson ÁR 350. Útg: Alda h.f. Þorlákshöfn. (1986 – 1990). Skálafell ÁR 155. Útg: Glettingur h.f. Þorlákshöfn. (1990 – 1992). Arnar ÁR 55. Útg: Auðbjörg h.f. Þorlákshöfn. (1992 – 1997).Arnar ÁR 55. Útg: Auðbjörg ehf. Þorlákshöfn. (1997 – 2017).

Arnar ÁR fer í pottinn ásamt 1014 Ársæl í ágúst 2017.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution