Guðbjörg ÍS 14

Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði.

Hún var smíðuð fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og var fyrsta Guggan af sex sem fyrirtækið gerði út. Guðbjörgin var 47 brl. að stærð, búin 220 hestafla GM aðalvél.

Hrönn hf. fékk nýja og stærri Guðbjörgu ÍS 14 árið 1959 og þá varð þessi ÍS 46 þar til hún var seld árið 1963.

Kaupandinn var Karl Karlsson í Þorlákshöfn. Útgerð bátsins, sem fékk nafnið Hrönn ÁR 21, varð þó ekki löng. Bátinn rak á land í Þorlákshöfn 26. janúar 1964 og eyðilagðist. Heimild: Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Ólafsson SF 44

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Siggi Davíðs skipverji á Steinunni SF 10 sendi þessar myndir sem sýna Sigurð Ólafsson SF 44 leggja í humarróður.

Sigurður Ólafsson SF 44 hét upphaflega Runólfur SH 135 og hér má nánar lesa um bátinn.

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hörður Björnsson ÞH 260

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 landaði um 50 tonnum á Raufarhöfn í gær og voru meðfylgjandi myndir teknar þegar hann lét úr höfn um kaffileytið.

Það er GPG Seafood ehf. sem á og gerir Hörð Björnsson út og er hann með heimahöfn á Raufarhöfn.

Upphaflega hét skipið Þórður Jónasson, fyrst RE 350 en lengst af EA 350. Smíðaður í Noregi 1964.

GPG Seafood ehf. keypti hann frá Stykkishólmi árið 2015 en þar hét hann Gullhólmi SH 201.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigþór kemur að bryggju

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Sigþór ÞH 100 kemur hér að bryggju á Húsavík eftir línuróður en myndin var tekin haustið 1983 ef ég man rétt.

Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.

Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100.

Lesa má nánar um Sigþór ÞH 100 hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ingólfur GK 125

824. Ingólfur GK 125 ex Bergþór KE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ingólfur GK 125, sem hér kemur að landi í Grindavík um árið, var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1931.

Myndin var tekin um miðjan níunda áratug síðustu aldar og var báturinn þá í eigu Ólafs Sigurpálssonar og Eyjólfs Vilbergssonar í Grindavík.

Báturinn hét upphaflega Huginn GK 341 og var smíðaður fyrir Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar í  Vogum. Hann bar nokkur nöfn í gegnum tíðina sem og marga einkennisstafi og númer svo sem Jón Dan GK 431, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, BA 86, RE 328, SH 128, RE 325 og KE 102. Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og loks Fengsæll ÍS 8.  Heimild: Íslensk skip.

Báturinn, sem er 22 brl. að stærð, hefur legið um árabil í fjörunni við Súðavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geiri Péturs ÞH 344

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik T-10-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma nokkar myndir af Geira Péturs ÞH 344 en þessi var annar í röðinni af fimm skipum sem báru þetta nafn.

Sigurður V. Olgeirsson föðurbróðir minn var jafnan kenndur við Geira Péturs en hann hefði orðið 78 í dag. Hann lést 15. október árið 2005 og því er upplagt að birta einhverjar myndir sem tengjast honum og minnast hans um leið.

Þarna vorum við að koma í land eftir stuttan og snarpan túr á fiskitrolli þar sem báturinn var fylltur eins og oft var raunin á. Ég hoppaði í land til að festa bátinn á filmu en þetta var sumarmorgunn og þokuslæðingur í Kinnafjöllunum.

Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1984 og hét upphaflega Rosvik en Korri hf. á Húsavík keypti hann til landsins sumarið 1987. Hann var seldur aftur til Noregs árið 1996 þar sem hann fékk nafnið Lysnes. Hann er farinn í brotajárn fyrir einhverjum árum síðan. Báturinn var 182 brl. að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Straumey EA 50

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Línubáturinn Straumey EA 50 kemur hér inn til Grindavíkur í gær svona yfirbyggð og fín en það var gert í Bátasmiðjunni Sólplasti á síðasta ári.

Straumey EA 50 hét upphaflega Friðfinnur ÍS 105 og var afhentur frá Trefjum samnefndu útgerðarfyrirtæki á Flateyri í janúarmánuði árið 2006.

Bátuirnn, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var seldur til Dalvíkur árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Bliki EA 12. EA 12 var hann til ársins 2011 að hann varð EA 30 og síðan 2012 ÍS 203.

Straumeyjarnafnið fékk báturinn árið síðla árs 2018 og hefur verið ÍS 203, HF 200 og EA 50. Eigandi Friðfinnur ehf. og heimahöfn í Hrísey.

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sindri GK 42

1213. Sindri GK 42 ex Sindri GK 421. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sindri Gk 42 sem hér sést koma að landi í Grindavík um árið hét upphaflega Heimaey VE 1. Smíðuð fyrir Sigurð Georgsson skipstjóra og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. árið 1972.

Sindri, sem smíðaður var í Slippstöðinni á Akureyri, var með heimahöfn í Garðinum.

Báturinn, sem upphaflega var 105 brl. að stærð, var lengdur árið 1973 og mældist þá 126 brl. að stærð. Árið 1976 var Hraðfrystistöð Vestmannaeyja einni eigandi bátsins og árið 1979 var hann styttur og yfirbyggður og mældist þá 112 brl. að stærð.

Heimaey VE 1 var seld Útgerðarfélaginu Barðanum h/f í Kópavogi árið 1981 og fékk hann nafnið Náttfari RE 75. Hann var svo seldur aftur til Eyja og nefndur Sigurfari VE 138, eigendur Bjarni Sighvatsson og Haraldur Gíslason. 1985 kemst báturinn aftur í eigu Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. og nefndur Stefnir VE 125.

Eftir það hét hann Þröstur GK 101, Þröstur GK 211, Þröstur RE 211, Látravík BA 66, Hafsúlan HF 77, Jói Bjarna SF 16, Sindri GK 421, Sindri GK 42 og loks Sindri SF 26.

Upphaflega var sett í bátinn 649 hestafla MWM aðalvél og var hún í honum alla tíð. Á einhverjum tímapunkti var afturendanum slegið út eins og sjá má á myndunum.

Báturinn var afskráður árið 2007 og fór erlendis í brotajárn.

1213. Sindri GK 42 ex Sindri GK 421. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Meira af Sturlu

Tekið við endanum er Sturla GK 12 kom til heimahafnar í Grindavík. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2020.

Hér koma fleiri myndir frá komu togskipsins Sturlu GK 12 til nýrrar heimahafnar í Grindavík í gær. Myndirnar tók Guðmundur St. Valdimarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Sturla GK 12 kom til Grindavíkur í dag

2444. Sturla GK 12 ex Smáey VE 444. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Nýtt skip bættist í flota Grindvíkinga síðdegis í dag þegar að Sturla GK 12 kom til heimahafnar eftir siglingu frá Vestmannaeyjum.

Þorbjörn hf. keypti skipið frá Vestmannaeyjum fyrr á þessu árin Bergur-Huginn ehf. lét smíða það í Póllandi árið 2007. Upphaflega og lengst af hét það Vestmannaey VE 444 en eftir að ný Vestmannaey VE 54 leysti hana af hólmi í vetur fékk skipið nafnið Smáey VE 444.

Ætlunin er að Sturla GK 12 haldi til veiða fyrir nýja eigendur í lok júní ef allt gengur eftir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution