Hásteinn og Múlaberg við bryggju í Þorlákshöfn

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE 244. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í Þorlákshöfn í morgun en þær sýna dragnótabátinn Hástein ÁR 8 og skuttogarann Múlaberg SI 32.

Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Múlaberg SI 22 er annar tveggja svokölluðu Japanstogara sem eftir eru í flotanum. Hinn er Ljósafell SU 70 en upphaflega voru þeir tíu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Þegar Hera ÞH 60 kom til heimahafnar í fyrsta skipti

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera ÞH 60 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. febrúar 2008 og voru þessar myndir teknar þá.

Hera ÞH 60 var í eigu útgerðarfélagsins Flóka ehf. en hún er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengst af Hafberg GK 377 frá Grindavík. Flóki ehf. gerði Heru út á dragnót og leysti hún dragnótabátinn Dalaröst ÞH 40 af hólmi. Báturinn hét áður Óli Hall HU 14.

67. Hera ÞH 60 kemur að bryggju. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera ÞH 60 er í dag í eigu Sólbergs ehf. á Ísafirði og liggur þar í höfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Sigurborg SH 12

1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í gærmorgun af Sigurborgu SH 12 þar sem hún var að veiðum suðvestur úr Bjargtöngum.

1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Sigurborg SH 12 er í eigu Soffaníasar Cecilssonar ehf. í Grundarfirði sem aftur er í eigu FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Sigurborg hét upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupstað, smíðaður í Hommelvik í Noregi 1966 fyrir Múla h/f á Neskaupstað. 

1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Eldur í báti á Skjálfanda 2008

1475. Sæborg ÞH 55 með 1262. Sigurpál ÞH 130 í togi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Að morgni 2. septembers árið 2008 kom upp eldur í vélarrúmi Sigurpáls ÞH 130 á Skjálfanda.

Báturinn var um 1,5 sjm. frá Húsavík og því var stutt fyrir björgunaraðila að sigla að bátnum.

Guðbergur Rafn Ægisson formaður Björgunarsveitarinnar hafði þetta að segja við mbl.is þennan sama dag:

„Eld­ur­inn mun hafa komið upp í vél­ar­rúmi báts­ins og þegar þeir opnuðu það þá gaus eld­ur­inn upp í stýris­hús,“ sagði Guðberg­ur Ægis­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Garðars á Húsa­vík, stýrði björg­un­araðgerðinni er eld­ur kom upp í eik­ar­bátn­um Sig­urpáli ÞH 130.

Þriggja manna áhöfn björg­un­ar­skips Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, Jóns Kjart­ans­son­ar frá Húsa­vík var ekki nema 12 mín­út­ur á slysstaðinn en eld­ur­inn kom upp 1,5 sjó­míl­ur frá Húsa­vík.

„Við vor­um inn­an við 5 mín­út­ur að fara þetta á hraðbátn­um okk­ar,“ sagði Guðberg­ur í sam­tali við mbl.is. 

Tveir menn voru um borð í Sig­urpáli ÞH 130 en þeir voru flutt­ir á sjúkra­hús vegna gruns um reyk­eitrun. 

Guðberg­ur sagði að áhöfn Sig­urpáls hafi verið kom­in í vesti og til­bún­ir að stökkva í sjó­inn þegar björg­un­ar­bát­inn bar að garði.

Slökkviliðs- og lög­reglu­menn höfðu farið með Sóma­bát með vatns­dælu út að bátn­um og slökkt eld­inn. Búið er að draga Sig­urpál til hafn­ar á Húsa­vík og dæla sjó upp úr hon­um.

„Það sér vel á bátn­um, hann hef­ur brunnið tölu­vert,“ sagði Guðberg­ur að lok­um.

Komið með Sigurpál ÞH 130 að bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurpáll ÞH 130 hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík.

Frá aðgerðum á vettvangi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.
Karl Halldórsson slökkviliðsmaður sveiflar landfestum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.
Þórólfur og Jónmundur Aðalsteinssynir slökkviliðsmenn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008
Á Skjálfandaflóa 2. september 2008.

Á myndinni hér að ofan má sjá Sæborgu ÞH 55 á fullu stími í átt að Sigurpáli ÞH 130. Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn höfðu farið á smábátum að Sigurpáli. Slökkt eldinn og flutt skipverjana tvo í land.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Farsæll SH 30 að veiðum

1629. Farsæll SH 30 ex Klængur ÁR 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Farsæll SH 30 er hér að veiðum suðvestur af Bjargtöngum í gærmorgun.

Farsæll er 177 rúmlesta/237 BT togbátur í eigu FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Farsæll SH 30 hét upphaflega Eyvindur Vopni NS 70 og var smíðaður 1983 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f fyrir Kolbeinstanga h/f á Vopnafirði.

Í 9 tbl. Ægis 1983 var lýsing á Eyvindi Vopna NS 70 og sagði m.a:

19. apríl s.l. afhenti Vélsmiðja Seyðisfjarðar h.f., Seyðisfirði, nýtt 178 rúmlesta tveggja þilfara stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Eyvindur Vopni NS-70. Skipið, sem er hannað hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar er nýsmíði nr. 17 hjá stöðinni og 12. fiskiskipið sem stöðin smíðar og þriðja í röð tveggja þilfara fiskiskipa.

Borið saman við síðustu nýsmíði stöðvarinnar, Otto Wathne NS (afhent í apríl ’81) þá er Eyvindur Vopni mjög hliðstæður að byggingarlagi og fyrir- komulagi en er talsvert stœrra skip, um 3.5 m lengra, 40 cm breiðara og 15 cm dýpra að efra þilfari.

Aðalvél skipsins er frá öðrum framleiðanda og mun aflmeiri en í fyrrnefndu skipi, en helztu frávik á vélbúnaði að öðru leyti eru þau, að í skipinu er búnaður til svartolíubrennslu og öxulrafall. Svartolíubúnaður er nýmœli í ekki stœrra skipi og er þetta minnsta fiskiskip flotans með slíkum búnaði.
Eyvindur Vopni NS er í eigu Kolbeinstanga h.f. á Vopnafirði.

Skipstjóri á skipinu er Sverrir Guðlaugsson og 1. vélstjóri Sveinbjörn Sigmundsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Pétur Olgeirsson.

1629. Farsæll SH 30 ex Klængur ÁR 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Eyvindur Vopni NS 70 var gerður út frá Vopnafirði til vorsins 1995 þegar Meitillinn h/f í Þorlákshöfn keypti hann og nefndi Klæng ÁR 2.

Ári síðar, eða í mars 1996, var Klængur ÁR 2 seldur Farsæli h/f í Grundarfirði og fékk hann þá það nafn sem hann ber enn þann dag í dag. Þ.e.a.s Farsæll SH 30 og var hann samkvæmt frétt í DV áttundi báturinn í eigu útgerðarinnar sem bar þetta nafn.

Árið 2012 kaupir FISK-Seafood ehf. útgerðina og gerir Farsæl SH 30 út til togveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Reynir GK 355

733. Reynir GK 355 ex Siggi Magg GK 355. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Reynir GK 355 kemur hér til hafnar í Grindavík á vetrarvertíðinni 2008.

Báturinn hét upphaflega Reynir VE 15, smíðaður í Danmörku árið 1958. Hann var 71 brl. að stærð.

Síðar hét hann Reynir ÁR 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355 og að lokum Reynir GK 355.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Ósk KE 5

1855. Ósk KE 5 ex Hafnarberg RE 404. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Ósk KE 5 var smíðuð í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH 208.

Báturinn hét síðar Sigurbára VE 249, Sigurbára II VE 248, Sæfari ÁR 117, Hafnarberg RE 404 Ósk KE 5 og núverandi nafn er Maggý VE 108.

1855. Ósk KE 5 ex Hafnarberg RE 404. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Dala-Rafn VE 508

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessa myndir í dag þegar Ottó N Þorláksson VE 5 og Dala-Rafn VE 508 mættust rétt norðan Hrollaugseyja.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Dala Rafn VE 508 var smíðaður í Póllandi árið 2007 fyrir samnefnt útgerðarfélag. Þá var hann grænn en Ísfélag Vestmannaeyja keypti bátinn 2014 og með tímanum varð hann rauður.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Dala-Rafn VE 508 á sér þrjú systurskip í flotanum, Bergey VE 544, Vestmannaey VE 444 og Vörð EA 748.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Húsvíkurbátar á vertíð

1420.Kristbjörg ÞH 44 í Þorlákshöfn 1982. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á árunum 1982-1987 fóru bátar frá Húsavík á vertíð í Breiðafjörðinn og 1982 var Skálaberg ÞH 244 í Þorlákshöfn.

Kristbjörg ÞH 44 var einn þessara báta sem var í Ólafsvík 1982. Eftir páskana var farið suður fyrir ásamt Geira Péturs ÞH 344 og Sigþóri ÞH 100 og landað í Þorlákshöfn.

Þar var margt um bátinn eins og sjá má á þessari mynd hér að ofan. Þarna liggur Kristbjörgin á milli Sæbjargar ST 7 frá Hólmavík og Jósefs Geirs ÁR 36. Innstur er Bjarnarvík ÁR 13. Aftan við Sæbjörgina er Jón Helgason ÁR 12.

Bátar við bryggju í Ólafsvík. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Á neðri myndinni liggja Húsavíkurbátarnir Geiri Péturs ÞH 344 og Sigþór ÞH 100 við bryggju í Ólafsvík. Aftan við þá er Fróði SH 15 en Húsavíkurbátarnir lönduðu hjá Hróa h/f sem átti Fróða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Kristrún RE 177

256. Kristrún RE 177 ex Albert Ólafsson KE 39. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Línubáturinn Kristrún RE 177 kemur hér til hafnar í Reykjavík um árið.

Upphaflega hét báturinn Ólafur Friðbertsson ÍS 34 frá Súgandafirði, smíðaður Flekkefjord í Noregi 1964.

Síðar Albert Ólafsson KE 39 og um tíma HF 39. Aftur KE 39 og síðan þetta nafn sem hann ber á myndinni.

Eftir að ný Kristrún var keypt til landsins árið 2008  varð þessi Kristrún II RE 477. Fór í pottinn 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.