Ísey að veiðum á Hraunsvíkinni

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar sendi drónann út til að mynda dragnótabátinn Ísey ÁR 11 sl. föstudag þar sem hún var að veiðum á Hraunsvíkinni.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Ísey ÁR 11, sem er í eigu Saltabergs ehf., hét áður Kristbjörg ÁR 11 en upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321 frá Þórshöfn.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Báturinn hét eins og áður segir upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321. 

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Síðar átti Farsæll SH eftir að heita Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR og nú Ísey ÁR 11.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Búið er að yfirbyggja bátinn og skipta um brú en þær breytingar fóru fram í Ósey í Hafnarfirði árið 2005. Þá hét hann Egill Halldórsson SH 2.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganesið rautt og blátt

2040. Þinganes SF 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hér koma tvær myndir af Þinganesinu sem er eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

Á efri myndinni er Þinganesið á útleið frá Húsavík í september árið 2012 en á þeirri neðri er það að koma til hafnar í Grindavík í sumar.

Skinney-Þinganes hf. er með nýtt Þinganes Sf 25 í smíðum en það er eitt sjö togskipanna sem norska skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir Íslendinga.

2014. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn ÞH 26 kemur að landi á Húsavík

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Dragnótabáturinn Haförn ÞH 26 kemur hér að landi á Húsavík í dag eftir róður á Skjálfanda.

Haförn ÞH 26 hét áður Þorstein BA 1 frá Patreksfirði og smíðaður var í Garðabær árið 1989. 

Upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.

Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.

Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Matthildur SH 67

241. Matthildur SH 67 ex Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ólafsvíkurbáturinn Matthildur SH 67 lætur hér úr höfn í Hafnarfirði eftir slipp um árið.

Matthildur SH 67 hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð fyrir Hrönn h/f á Ísafirði. Smíðin fór fram í Djupvik í Svíþjóð og kom báturinn til heimahafnar á aðfaranótt aðfangadags jóla árið 1963.

Í Morgunblaðinu 27. des það ár sagði svo frá:

Nýr vélbátur, Guðbjörg Í.S. 14, kom til Ísafjarðar aðfaranótt aðfangadags jóla. Þetta er 115 lesta eikarbátur, smíðaður í Djupvik í Svíþjóð.

Hann er búinn 495 h.a. Listervél og var ganghraði í reynzluferð 10 1/2 sjómíla. — Tvær ljósavélar af sömu gerð eru í bátnum og öll nýtízku siglinga- og fiskileitartæki.

Guðbjörg lagði af stað til Íslands 17. des. og var 6 sólarhringa á leiðinni og reyndist gott sjóskip.

Eigandi bátsins er Hrönn h.f. og sigldi framkvæmdastjóri félagsins Guðmundur Guðmundsson bátnum upp, en skipstjóri verður hinn kunni aflamaður við Djúp Ásgeir Guðbjartsson.

Báturinn fer á línuveiðar um áramótin.

Svo mörg voru þau orð en árið 1967, í júní, var Guðbjörgin seld til Ólafsvíkur. Kaupendur voru Halldór Jónsson, Jón Steinn Halldórsson, Kristmundur Halldórsson og Leifur Halldórsson. Þeir nefndu bátinn Matthildi SH 67.

Matthildur var endurmæld árið 1969 og mældist þá 104 brl. að stærð. Frá árinu 1971 hét fyrirtækið Stakkholt h/f en sömu eigendur ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum.

Árið 1978 var skipt um aðalvél er ný 495 hestafla Lister Blackstone kom í stað þeirrar sem var frá upphafi. Heimild: Íslensk skip

Matthildur SH 67 fékk nafnið Hrönn SH 21 snemma á tíunda áratugnum og árið 1995 er hún orðin Hrönn BA 99. 1998 varð hún Hrönn ÍS 74 og árið 2011 var henni fargað eftir að hafa legið lengi í höfn á Ísafirði.

241. Matthildur SH 67 ex Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður ÞH 44 og Þórir SF 77 við bryggju í Hafnarfirði

2962. Vörður ÞH 44 og 2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd í gær en hún sýnir Vörð ÞH 44 og Þóri SF 77 við bryggju í Hafnarfirði.

Vörður er 29 metra langur og 12 metra breiður en Þórir er um 38 metrar að lengd og 9,2 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Oddgeir ÞH 222

158. Oddgeir ÞH 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Oddgeir ÞH 222 er hér á Breiðafirði, nánar tiltekið fyrir utan höfnina í Ólafsvík. Árið sennilega 1986.

Oddgeir ÞH 222 var smíðaður í Hollandi árið 1963 fyrir Gjögur hf. á Grenivík og það nafn bar hann í 40 ár eða þangað til hann var seldur árið 2003.

Á þessum tíma var hann yfirbyggður og skipt um brú auk þess sem nýr skutur var kominn á hann. Hann mældist 164 brl. að stærð.

Eins og áður segir var hann seldur árið 2003, kaupandinn var Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarmaður á Ísafirði. Hann nefndi bátinn Baldur Árna og var hann áfram ÞH 222 nú með heimahöfn á Húsavík.

Baldur Árna ÞH 222 var seldur til Nova Scotia í Kananda haustið 2009 og fékk nafnið Francoise.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tjaldur lét úr höfn á Siglufirði í dag

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línuskipið Tjaldur SH 270 landaði á Siglufirði í dag og voru þessar myndir teknar þegar hann lét úr höfn undir stjórn Vigfúsar Markússonar.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

„Tjaldur er 42,9 metra langur og var skrokkur bátsins er smíðaður í Salthammer Båtbyggeri í Noregi, en hann var hannaður af Solstrand Slip & Båtbyggeri, Tomrefjord í Romsdal. Þar var smíði bátsins einnig lokið“. Sagði m.a í Morgunblaðinu þann 2. september árið 1992 en þá var skipið nýkomið til landsins.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Brynjólfur VE 3

1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH 282. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af Brynjólfi VE 3 þegar Ottó N Þorláksson VE 5 mætti þeim fyrrnefnda í dag.

Brynjólfur hét upphaflega Gissur ÁR 6, ÞH 37 í smátíma og síðar Flatey ÞH 383 áður en hann var keyptur til Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Smíðaður á Akranesi árið 1987.

1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH 282. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.
1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH 282. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eskja selur Hafdísi SU 220

2400. Hafdís SU 220 ex Hafdís GK 118. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Útgerðarfélagið Eskja hf. á Eskifirði hefur selt Nesveri ehf. á Rifi línubátinn Hafdísi SU 220.

Austurfrétt greinir frá þessu og þar segir að gengið hafi verið frá kaupunum í byrjun september.

Hafdís er 18 brúttótonna, 15,5 metra langur línubátur, smíðaður árið 1999 og hét upphaflega Valur SH 322.

Báturinn hefur veitt bolfisk fyrir Eskju undanfarin ár og í Austurfrétt segir að báturinn sé seldur án aflaheimilda. Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, segir að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að skipta út veiðiheimildum sínum í bolfiski fyrir heimildir í uppsjávartegundum til að styrkja kjarnastarfsemina á Eskifirði. Því standi ekki til að fá annan línuveiðibát í stað Hafdísar

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Bergey VE afhent Bergi-Hugin í dag

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson 2019.

Í dag var ný Bergey VE afhent Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, í Aukra í Noregi. 

Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar hf.

Bergey er eitt af sjö skipum sem skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir íslensk fyrirtæki og er hún systurskip Vestmannaeyjar VE sem afhent var Bergi-Hugin í júlímánuði sl.  

Skipið er hið glæsilegasta og í alla staði vel búið. Um er að ræða togskip sem er 28,9 m að lengd og 12 m að breidd. Stærð þess er 611 brúttótonn. Skipið er m.a. búið tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum. 

Afhending skipsins fór fram með viðhöfn í morgun og er gert ráð fyrir að það sigli áleiðis til Íslands á morgun. Bergey mun halda beint til Akureyrar þar sem Slippurinn mun annast frágang á millidekki og gæti verið komin þangað á laugardagskvöld.

Væntanlega mun Bergey ekki koma til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrr en einhvern tímann í desembermánuði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.