Sextugur Húni II í skemmtisiglingu

108. Húni II EA 740 ex Húni II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hér kemur Húni II EA 740 úr einni af skemmtisiglingum Sjómannadagsins hann fór í þær nokkrar í dag. Sextugur unglingurinn en í þeirri fyrstu fór hann fyrir flota smábáta og hafnsögbátarnir voru með í för. Síðan fór hann amk. í tvígang í siglingu … Halda áfram að lesa Sextugur Húni II í skemmtisiglingu

Þrír bláir og einn rauður við bryggju á Króknum

1997. Jökull SK 33 - 100. Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér koma þrjár myndir sem teknar voru á Sauðárkróki um árið og sýna þrjá bláa báta og einn rauðan. Á myndinni fyrir ofan eru Jökull SK 33 og Haförn SK 17 en hér fyrir neðan Þórir SK 16 og Sandvík SK 188. Jökull, … Halda áfram að lesa Þrír bláir og einn rauður við bryggju á Króknum

Kristbjörg ÞH 44

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997. Hér kemur Kristbjörg ÞH 44 úr sinni síðustu veiðiferð vorið 1997 en báturinn var aðallega gerður út á rækju. Karl faðir minn, Hreiðar Olgeirsson, var skipstjóri á bátnum og þarna var hann að ljúka sínum ferli sem sjómaður á fiskiskipi. Fyrirtækið Korri … Halda áfram að lesa Kristbjörg ÞH 44

Gullþór KE 87

721. Gullþór KE 87 ex Sigurbjörg VE 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Gullþór KE 87 kemur hér að landi í Keflavík en þaðan var báturinn gerður út um tveggja ára skeið. Gullþór hét upphaflega Pálmar NS 11 og var smíðaður árið 1946 hjá Skipasmíðastöð Austfjarða á Seyðisfirði. Báturinn var míðaður fyrir Þormar hf. Seyðisfirði og var … Halda áfram að lesa Gullþór KE 87