Siglufjörður í sumar

Siglufjörður 10. ágúst 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd sem sýnir hluta Siglufjarðar var tekin 10. ágúst í sumar og það var ansi líflegt við höfnina þann dag. Sem og marga aðra daga sumarsins en á myndinni má sjá að löndun stendur m.a yfir úr Huldu GK 17 og Margréti GK 33.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sighvatur GK 57

975. Sighvatur GK 57 ex Bjartur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sighvatur GK 57 lætur hér úr höfn í Grindavík um árið, þarna var búið að skutlengja bátinn og skipta um brú frá því að þessi mynd var tekin.

Sighvatur, sem gerður var út af Vísi hf., var einn 18 báta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Boizenburg á árunum 1964-1967.

Sighvatur fór til Belgíu í niðurrif í október 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jökull ÞH 299

2991. Jökull ÞH 299 ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það er nokkuð um liðið síðan Jökull ÞH 299 hefur birst hér á síðunni og því tilvalið að mynda hann í dag en hann var eitthvað að snúast framan við höfnina á Húsavík.

Línu- og netaskipið Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar. Heimahöfn Jökuls er Raufarhöfn en hann er í eigu GPG Seafood.

Annars má lesa meira um Jökul hér

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórir í Reykjavíkurhöfn

91. Þórir SF 77 ex Helga RE 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þórir frá Hornafirði er hér í Reykjavíkurhöfn um árið, annað hvort að fara upp í slipp eða koma niður.

Þinganes ehf. keypti Þóri SF 77 af Ingimundi h.f í Reykjavík en hann hét Helga RE 49 og var mikið aflaskip. 

Þórir var smíðaður í Noregi árið 1956 en keyptur til landsins árið 1958 af Jóni Kr. Gunnarssyni í Hafnarfirði sem nefndi bátinn Haförn GK 321. Í Noregi hét hann Vico.

Ingimundur h/f keypti Haförn árið 1961 og nefndi Helgu RE 49. Báturinn var togaður talsvert og teygður í gegnum tíðina auk þess sem byggt var yfir hann 1986. Hann var mældur 199 brl. að stærð í þessari síðustu útgáfu og í honum 900 hestafla Caterpillar aðalvél.

Nýr Þórir SF 77 leysti þennan af hólmi árið 2009 þegar Skinney-Þinganes hf. fékk nýtt skip sem smíðað var í Taiwan. Þá fékk þessi skráninguna SF 177 en í pottinn fór hann árið 2013.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arnþór í skverun um árið

189. Arnþór EA 16 ex Valdimar Sveinsson VE 22. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Arnþór EA 16 er þarna í skverun um árið í Slippstöðinni á Akureyri. Sandblásinn og síðan fengið bláa litinn. Liggur utan á Heimaey VE 1.

Arnþór EA 16 hét upphaflega Skarðsvík SH 205 og var smíðaður fyrir Skarðsvík hf. á Hellissandi í Austur-Þýskalandi árið 1962.

Í Morgunblaðinu 1. september 1962 sagði svo frá:

Hellissandi, 27. ágúst. 
Nýlega kom annar bátur til Hellissands fyrir Skarðsvíkina, sem fórst í vetur. Er það stálbátur, 155 lestir að stærð og eigendur sömu og áður. Þetta er glæsilegt skip með öllum nýtizku tækjum. Skarðsvík er smíðuð í Austur-Þýzkalandi.

Skipstjóri er Sigurður Kristjónsson, sami og var á gömlu Skarðsvík. Skipið fór strax á síldveiðar. Þrír bátar héðan eru á síldveiðum, og tveir á humarveiðum.

Það er skemmst frá því að segja að báturinn var seldur til Vestmannaeyja árið 1976 þar sem hann fékk nafnið Kópavík VE 404. Árið 1978 var báturinn seldur innanbæjar í Vestmanaeyjum og fékk nú nafnið Valdimar Sveinsson VE 22.

Því nafni hélt hann til haustsins 1985 er hann var seldur G. Ben sf. á Árskógssandi. Þá fékk hann nafnið Arnþór EA 16.

Arnþór EA 16 sökk 4,5 mílur austur af Hvalsnesi 12. október 1989. Áhöfnin var þá komin um borð í Sigurfara frá Ólafsfirði, og var hún ekki í hættu. Arnþór hafði fengið á sig mikla slagsíðu nóttina áður er verið var að dæla síld um borð úr nótinni. 

Miði frá Hauki Sigtryggi:

0189….Skarðsvík SH 205. TF-SO. Skipasmíðastöð: VEB Volkswerft » Ernst Thälmann « Brandenburg. 1962. Lengd: 29,58. Breidd: 6,63. Dýpt: 3,15. Brúttó: 176. Mótor 1962 Lister 495 hö. Ný vél 1972 Lister Blackstone 600 hö. Skarðsvík SH 205. Útg: Skarðsvík h.f. Hellisandi. (1962 – 1975). Skarðsvík II. SH 305. Útg: Skarðsvík h.f. Hellisandi. (1975 – 1976).

Skarðsvík II. SH 305. Útg: Guðjón Aanes. Vestmannaeyjum. (1976). Kópavík VE 404. Útg: Ledd h.f. Vestmannaeyjum. (1976 – 1978). Valdimar Sveinsson VE 22. Útg: Sveinn Valdimarsson o.fl. Vestmannaeyjum. (1978 – 1982). Valdimar Sveinsson VE 22. Útg: Sæborg s.f. Vestmannaeyjum. (1982 – 1985). Arnþór EA 16. Útg: G. Ben sf. Árskógssandi. (1985 – 1989). Sökk austur af Stokksnesi 12.10.1989. Mannbjörg.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eyrún EA 155

1094. Eyrún EA 155 ex Frosti II ÞH 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eyrún EA 155, sem hér kemur til hafnar í Þorlákshöfn, var gerð út frá Hrísey á fyrrihluta tíunda áratugs síðustu aldar.

Báturinn var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Hafnarfirði og lauk smíði hans árið 1969 en þá voru sjö ár síðan smíðin hófst.

Báturinn, sem er 132 brl. að stærð, hlaut nafnið Arney SH 2 og var í eigu Eyja hf. í Stykkishólmi. Hann var smíðaður eftir sömu teikningu og (244) Gullberg VE.

Árið 1973 kaupa Óskar Þórhallsson og Dagur Ingimundarson bátinn til Keflavíkur og hann verður Arney KE 50. Norðurborg á Húsavík kaupir hann síðan árið 1977 og fékk hann nafnið Jón Sör ÞH 220.

Frostaútgerðin á Grenivík keypti bátinn árið 1978 og nefndi Frosta II ÞH 220.

Árið 1983 var báturinn yfirbyggður á Akureyri en 1991 kaupir Rif hf. í Hrísey bátinn og nefnir Eyrúnu EA 155.

Eyrún var seld til Noregs árið 1995 eftir að Rif hf. keypti Súlnafellið EA 840 sem þeir nefndu Svan EA 14.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hamrasvanur

238. Hamrasvanur SH 201 ex Hamrasvanur SH 211. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson

Hamrasvanur SH 201 hefur áður birst hér á síðunni en þó ekki þessi mynd sem Hreiðar Ogeirsson tók í Breiðafirði.

Hamrasvanur SH 201 var smíðaður í Molde í Noregi árið 1964 og hét upphaflega Eldborg GK 13.

Eldborg GK 13 var smíðuð fyrir útgerðarfélagið Eldborgu h/f í Hafnarfirði en að því fyrirtæki stóð Gunnar Hermannsson.

Báturinn var 220 brl. að stærð, búinn 660 hestafla MWM aðalvél. 

Árið 1967 kaupir Þróttur h/f í Grindavík bátinn og nefnir Albert GK 31. 12. desember 1972 kaupir Mars h/f á Rifi Albert og fær hann þá það nafn sem hann ber á myndinni. Í nóvember 1978 kaupir Sigurður Ágústsson h/f í Stykkishólmi bátinn sem heldur sama nafni og númeri. 

1978 var sett ný vél 826 hestafla Lister vél í bátinn og hann yfirbyggður um leið. Mældist 168 br. að stærð.

Þegar Sigurður Ágústsson h/f keypti Oddeyrina EA 210 1996 af Samherja og nefndi Hamrasvan SH 201 fékk sá gamli nafnið Hamrasvanur II SH 261 um tíma. Sama ár var hann seldur til Hollands þar sem hann fékk nafnið Ensis KG 8. Reyndar VE 7 fyrstu mánuðina en fékk KG 8 í lok ársins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vestri BA 63 á Húsavík

182. Vestri BA 63 ex Grettir SH 104. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Rækjubáturinn Vestri BA 63 kom til Húsavíkur fyrir stundu en stoppaði stutt við. Hann er í þessum skrifuðu orðum nýfarinn úr höfn.

Vestri hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 og er gerður út af Vestra ehf. á Patresfirði.

Haukur Sigtryggur sendi miða um árið og þar stóð:

0182…. Vestri BA 63. TF-VR. IMO-nr. 6400525. Smíðanúmer 3. Skipasmíðastöð: Karmsund Verft og Mek verksted A/S Avaldsnes. Norge. 1963. Lengd: 28,77. Breidd: 6,74. Dýpt: 3,23. Brúttó: 193. Yfirbyggt. 1988. Endurbyggt 1999. Endurbyggt 2005-2006. Mótor 1963 Lister 600 hö. Ný vél 1980 Mirrlees Blackstone 515 kw. 700 hö. Ný vél 2006 Stork Wartsila 730 kw. 993 hö. Nöfnin sem hann hefur borið: Sigurður Jónsson SU 150. – Sædís ÁR 220. – Steinanes BA 399. – Ólafur Ingi KE 34. – Grettir SH 104. – Vestri BA 63. Vestri BA 63. Útg: Vestri ehf. Patreksfirði. (2017).

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dreki HF 36

27. Dreki HF 36 ex Sigurjón GK 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Tappatogarinn Dreki HF 36 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði en upphaflega hét hann Björgvin EA 311.

Hann var einn 12 tapatogaranna sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi fyrir Íslendinga.

Dreki var seldur norður á Kópasker og kom til heimahafnar vorið 1987. Þá var búið að yfirbyggja hann og hann fékk nafnið Árni á Bakka ÞH 380.

Annars er miðinn frá Hauki svona:

0027….Björgvin EA 311… TF-RW. Skipasmíðastöð: V.E.B. Volkswerft. Stralsund. 1958. Lengd: 35,72. Breidd: 7,32. Dýpt: 3,37. Brúttó: 249. U-þilfari: 205. Nettó: 80. Mótor 1958 MWM 800 hö. Ný vél 1978 Brons 736 kw. 1000 hö.

Kom Akureyrar 23. Des. 1958 og hélt þaðan til Dalvíkur eftir stutta viðstöðu.

Björgvin EA 311. Útg: Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f. Dalvík. (1959 – 1973). Björgvin ÍS 301. Útg: Björgvin h.f. Súgandafirði. (1973 – 1974). Björgvin ÍS 301. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1974 – 1977). Björgvin RE 159. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1978 – 1983). Björgvin Már GK 149. Útg: Suðurnes h.f. Garði. (1983 – 1984). Sigurjón GK 49. Útg: Sæfugl h.f. Sandgerði. (1985 – 1986).

Dreki HF 36. Útg: Dreki h.f. Hafnarfirði. (1986 – 1987). Árni á Bakka ÞH 380. Útg: Sæblik h.f. Kópaskeri. (1987 – 1989). Klettsvík VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989). Kofri VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989 – 1991). Árfari HF 182. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1991 – 1992). Árfari SH 482. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1992 – 1993). Árfari SH 482. Útg: Kristján Guðmundsson HF. Rifi. (1993). Talinn ónýtur tekinn af skrá 02.04.1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution