Stafnes KE 130

235. Stafnes KE 130 ex Ásþór RE 395. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stafnes KE 130 var einn þeirra báta sem stunduðu síldveiðar inn á fjörðum austanlands á níunda áratugnum og hér lónar báturinn inn á einhverjum firðinum.

Þessi bátur bar bara tvö nöfn á þeim árum sem hann var í Íslenska fiskiskipaflotanum. Hann var smíðaður í Flekkefjörd fyrir Ísbjörninn hf. í Reykjavík og kom til landsins í byrjun árs 1964,

Þá sagði svo frá í Morgunblaðinu:

Nýr stálbátur, Ásþór RE-395 bættist í fiskiskipaflotann í Reykjavík sl. sunnudag. Ásþór er eign Ísbjarnarins h.f. smíðaður í Noregi og er 193 lestir að stærð.

Skipið er útbúið fullkomnustu tækjum og þykir mjög vandað að allri gerð og smíði. Í reynsluferð gekk Ásþór 10 sjómílu á klst., skipstjóri er Þorvaldur S. Árnason.

Skipið fer á veiðar með þorskanetum innan tíðar. Ísbjörninn h.f. hefur verið meðal framleiðsluhæstu frystihúsum landsins um langt árabil. Fyrirtækið sjálft á nú 6 báta, en alls munu 14 bátar leggja upp hjá því nú á vertíðinni.

1981 kaupa Oddur Sæmundsson og Hilmar Magnússon í Keflavík Ásþór RE 395 og gefa honum nafnið Stafnes KE 130. Það nafn bar hann til haustsins 1988 þegar nýtt og glæsilegt Stafnes KE 130 leysti hann af hólmi.

Í Noregi fékk hann nafnið Thorsland en báturinn hefur verið rifinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæljón EA 55

839. Sæljón EA 55 ex Sæljón SH 103. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Hér er Sæljón EA 55 að láta úr höfn á Húsavík eftir að hafa verið þar um tíma meðan skipt var um brú á bátnum. Sennilega 1985.

Sæljón RE 317 var smíðað fyrir Gunnar Guðmundsson skipstjóra og útgerðarmann í Esbjerg í Danmörku árið 1955 og hét Sæljón alla tíð. Það varð síðar GK 103, SU 103 og SH 103 áður en það varð EA 55 árið 1979.

Sæljónið sökk 5 október 1988 um 25 sjómílum norður af Siglunesi. Þriggja manna áhöfn bjargaðist um borð í Bjarma EA frá Dalvík. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Reynir GK 47

733. Reynir GK 47 ex Reynir ÁR 18. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Reynir GK 47 kemur hér til hafnar í Grindavík um miðbik níunda áratugs síðustu aldar.

Báturinn hét upphaflega Reynir VE 15, smíðaður í Strandby í Danmörku árið 1958. Hann var 72 brl. að stærð. Eigendur hanns voru Páll og Júlíus Ingibergssynir frá Hjálmsholti í Vestmannaeyjum.

Síðar hét hann Reynir ÁR 18, Reynir AK 18, Reynir GK 47, Siggi Magg GK 355 og að lokum Reynir GK 355.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sólfari AK 170

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Sólfari AK 170 að færa sig til í Hafnarfjarðarhöfn um árið en Sólfari hét upphaflega Arinbjörn RE 54 og var smíðaður á Akureyri 1971.

Í 12. tbl. Ægis 1971 sagði m.a:

Í apríl mánuði s.l. hljóp af stokkunum nýtt 149 brl. stálfiskiskip hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri og hlaut það nafnið Arinbjörn RE 54.

Skipið er um 31 m. langt, 6.70 m. breitt og 3,35 m. djúpt. Það er útbúið til línu-, neta-, tog- og nótaveiða og í því eru öll fullkomnustu fiskleitar- og siglingatæki og má þar nefna 2 Kelvin Hughes radara 48 smál. og 68 smál., Simrad S. K. 3 asdic, Kelvin Hughes fisksjá, Kodan miðunarstöð og Kelvin dýptarmæli.

Aðalvélin er 660 hö Alpha, ljósavélar eru 2 af Mercedes Benz gerð 57 hö. hvor og stærð rafala 37 KW. Togvindan er smíðuð af Sigurði Sveinbjarnarsyni Garðahreppi (stærð 16 tonn). Kælibúnaður er í lestum og einnig í línu- og beitugeymslu. Vistarverur eru fyrir 12 manna áhöfn.

Eigandi hins nýja skips er Sæfinnur h.f., Reykjavík, og óskar Ægir eiganda til hamingju með hinn nýja farkost.

1156. Sólfari AK 170 ex Fagurey SH 71. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987

Arinbjörn hét síðar Elías Steinsson VE 167, Fagurey SH 71, Sólfari AK 170, Lómur SH 177,  Lómur BA 257,  Jón Klemenz ÁR 313,  Trausti ÁR 313,  Hrausti ÁR 313, Látraröst ÍS 100, Látraröst GK 306, Sólfari RE 26, Sólfari BA 26, Sólfari RE 16 og Sólfari SU 16.

Afskráður og tekinn úr rekstri 23.05.2008. 

Sólfari AK 170 er sagður, í skipaskrá Siglingamalarstofnunar, yfirbyggður 1987.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fróði II ÁR 38

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Þór Jónsson tók þessar myndir af Fróða II ÁR 38 koma til hafnar á Djúpavogi.

Fróði II ÁR 38 hét áður Endeavour III og var smíðaður árið 1998 í Macduff Yard í Skotlandi.  Hann er 27,41 metrar að lengd og 8,52 að breidd.

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Rammi hf. keypti bátinn í lok árs 2007 og kom hann til landsins um miðjan apríl 2008.

2773. Fróði II ÁR 38 ex Endeavour III. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Friðrik Sigurðsson ÁR 17

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hér koma myndir af Friðrik Sigurðssyni ÁR 17 sem smíðaður var í Stálvík árið 1969 fyrir Hofsósbúa.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Báturinn hét upphaflega Halldór Sigurðsson SK 3 og svo sagði frá í Morgunblaðinu þann 13. ágúst 1969:

Um sjöleytið í gærkvöldi var sjósettur nýr bátur sem Stálvík h.f. hefur smíðað fyrir útgerðarfyrirtækið Nöf h.f. á Hofsósi. Heitir báturinn Halldór Sigurðsson SK 3.

Hann er 137 rúmlestir samkvæmt gömlu mælingunni, búinn 555 ha Manmheim dieselvél og 11 tonna togvindu frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Simradfiskleitartæki og öllum öðrum fullkomnustu tækjum.  Ganghraði er 11-11 1/2 míla.

Blaðamaður Mbl. hringdi til Jóns Sveinssonar tæknifræðings,forstjóra Stálvíkur, í gærkvöldi og spurði hann nánar um smíði þessa skips. Jón sagði:

— Þetta skip var smíðað fyrir hlutafélagið Nöf á Hofsósi, en segja má, að til þess sé stofnað á mjög sérstökum grundvelli. Allt fólkið í byggðarlaginu, frá hverju einasta heimili, lagðist á eina sveif um að stofna hlutafélag um þetta framtak og snúa vörn í sókn til að geta eignazt framleiðslutæki, sem flytur björg í bú. Hjá þessu fólki var um þessar mundir lítið að gera og margir urðu að leggja hart að sér til þess að þetta væri hægt.

— Skipið er heitið eftir Halldóri heitnuim Sigurðssyni ,skipstjóra og útgerðarmanni, sem var fyrsti hvatamaður að stofnun fyrirtækisins og barðist fyrir málefnum þess meðan honum entust kraftar og heilsa.

Stjórnarformaður Nafar h.f. er Valgarður Björnsson, héraðslæknir, en aðstoðarframkvæmdastjóri er Páll Þorsteinsson, skipstjóri.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hafanarnes VER ehf. á bátinn í dag en hann hefur verið lengdur, yfirbyggður, skutlengdur og skipt um brú og vél á þessum 50 árum síðan honum var hleypt af stokkunum við Arnarvog.

Friðrik Sigurðsson Ár 17 er 35,99 metrar a lengd, 6,70 metrar á breidd og mælist 162 brl./271 BT að stærð. Aðalvélin 900 hestafla Grenaa frá 1992.

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik Ár 17. Ljósmynd Þór Jónsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafn GK í haugasjó

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 kom til hafnar í Grindavík um kvöldmatarleytið í gær en haugasjór var og ölduhæðin 6,2 metrar.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 hét upphaflega Gullberg VE 292 og var smíðaður hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111, sem áður hét Ágúst GK 95, er 48,46 metrar á lengd, 8,2 metra breiður og mælist 446 brl. / 601 BT að stærð.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Skipið var yfirbyggt 1977 og lengt 1995 og brúin hækkuð ásamt því að settur var á það bakki.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þorbjörn hf. í Grindavík er eigandi Hrafns GK 111.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Hrafn GK 111 hét eins og áður segir upphaflega Gullberg VE 292, síðan Gullfaxi KE 292, og svo Ágúst GK 95.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valdimar GK 195 í ólgusjó

2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línuskipið Valdimar Gk 195 kom til hafnar í Grindavík í dag um hádegisbil en það var suðaustan 12 metrar og haugasjór í honum með ölduhæð uppá 6,6m. þegar þetta var.

Jón Steinar var á sínum stað og tók meðfylgjandi myndir en hann var að koma úr síðustu veiðiferð fyrir páska en ekki fer sögum af aflabrögðum hjá honum.

Smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987. Keyptur til landsins 1999 og hét þá Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið.

Hét áður Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2354. Valdimar GK 95 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Glæsilegar myndir þetta hjá Jóni Steinari.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Jónsson SU 150 við bryggju á Breiðdalsvík

182. Sigurður Jónsson SU 150. Ljósmynd Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði.

Hér kemur mynd sem Sigurður Þorleifsson frá Karlsstöðum í Berufirði tók á síldarárunum af Sigurði Jónssyni SU 150 velhlöðnum við bryggju á Breiðdalsvík.

Sigurður Jónsson SU 150 var smíðaður í Noregi 1963 og kom til heimahafnar í nóvember það ár.

Þann 13 nóvember sagði svo frá komu hans í Þjóðviljanum:

Nýtt skip kom hingað í gærmorgun og er eign Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Það hlaut nafnið Sigurður Jónsson SU 150 og var smíðað í Haugasundi í Noregi. Skipið er 193 tonn að stærð og hefur 600 ha Listervél og er útbúið nýtízku siglingartækjum.

Svanur Sigurðsson verður skipstjóri og sigldi hann skipinu heim. Fyrsti vélstjóri verður Garðar Þorgrímsson. Allir eru skipverjar frá Breiðdalsvík.

Hér var nokkurskonar fagnaðarhátíð í þorpinu og hýrgun höfð um hönd af tilefni skipskomunnar. Er þetta fyrsti vísir að flota okkar.

Sigurður Jónsson SU fer á veiðar annað kvöld og fer á línumiðin út af Berufirði og ætlar að sigla með aflann til Bretlands. Svona byrjum við strax að efla utanríkisviðskipti þjóðarinnar.

Sigurður Jónsson SU 150 heitir í dag Vestri BA 63, félagi Haukur Sigtryggur sendi mér eftirfarandi miða:

0182…. Vestri BA 63. TF-VR. IMO-nr. 6400525. Smíðanúmer 3. Skipasmíðastöð: Karmsund Verft og Mek verksted A/S Avaldsnes. Norge. 1963. Lengd: 28,77. Breidd: 6,74. Dýpt: 3,23. Brúttó: 193. Yfirbyggt. 1988. Endurbyggt 1999. Endurbyggt 2005-2006. Mótor 1963 Lister 600 hö. Ný vél 1980 Mirrlees Blackstone 515 kw. 700 hö. Ný vél 2006 Stork Wartsila 730 kw. 993 hö. Nöfnin sem hann hefur borið: Sigurður Jónsson SU 150. – Sædís ÁR 220. – Steinanes BA 399. – Ólafur Ingi KE 34. – Grettir SH 104. – Vestri BA 63. Vestri BA 63. Útg: Vestri ehf. Patreksfirði. (2017).

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Pálína Ágútsdóttir EA 85 í roki og rigningu

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Togbáturinn Pálína Ágústdóttir EA 85 kom til hafnar í Keflavík í dag en báturinn er á fiskistrolli.

Það var rok og rigning en það hamlaði ekki því að Elvar Jósefsson fór og myndaði bátinn við komuna.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Báturinn var var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

K & G Fiskverkun ehf. keypti bátinn sumarið 2017 og gaf því núverandi nafn. Báturinn er 144 brl. /202 BT að stærð, lengd hans er 25,99 metrar og breiddin 7 metrar. Hann er búinn 764 hestafla Caterpillar aðalvél.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution