Aldan SI 85

411. Aldan SI 85 ex Brynja BA 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Aldan SI 85 er hér við bryggju á Siglufirði um árið en þaðan var báturinn gerður út á árunum 1972-1989. Myndin var tekin 1988 eða 1989.

Báturinn hét upphaflega Faxi EA 11 og var smíðaður á Akureyri árið 1962.

Dagur greindi svo frá miðvikudaginn 7. nóvember 1962:

Fyrir helgina var sjósettur nýr 15 tonna bátur í Sandgerðisbót á Akureyri. Smiðir tveir í bænum, Trausti Adamsson og Gunnlaugur Traustason byggðu hann að öllu því, er að trésmíðavinnu lýtur og voru um það bil eitt ár að ljúka því verki.

Teikninguna gerði Tryggvi Gunnarsson skipasmíðameistari.

Bátur þessi, sem sýnist vera hinn vandaðasti að öllum frágangi, er byggður úr eik og í honum er 137 hestafla Volvo-Penta-vél. í honum eru hin venjulegu siglinga- og öryggistæki.

Smiðirnir hafa selt bát þennan, sem Faxi heitir, og eru eigendur þeir Steingrímur Aðalsteinsson og Bjarni Þorvaldsson, báðir búsettir hér í bænum og munu gera hann út héðan fyrst um sinn.

Áður höfðu smiðirnir byggt 9 tonna bát. Þeir hafa nú komið sér upp bráðarbirgðaaðstöðu í Sandgerðisbótinni, en óvíst er ennþá hvort þeir halda bátasmíðinni áfram, að því er þeir tjáðu blaðinu á mánudaginn, er smíði bátsins bar á góma.  

Þeir Trausti og Adam hættu ekki að smíða báta og voru þeir þó nokkrir sem þeir áttu eftir að smíða. Þeirra síðastur Sæborg ÞH 55 sem afhent var árið 1977.

Aftur að Öldunni. Samkvæmt vef Árna Björns Árnasonar gerður þeir Steingrímur og Bjarni Faxa ekki lengi út því þeir seldu hann til Dalvíkur í ársbyrjun 1962.

Árið 1967 var báturinn seldur Stanley Axelssyni, Ísafirði og fékk hann þar nafnið Brynja ÍS-419. Hafbjörg hf. Flatey keypti bátinn árið 1968 og hét hann hjá því fyrirtæki Brynja BA-48 og var heimahöfn hans Flatey á Breiðafirði. 

Eigandaskipti urðu á bátnum án nafnbreitingar árið 1970 en það ár er Reynir Vigfússon, Reykjavík skráður eigandi en frá árinu 1971 er eigandi skráður Sigurbjörn Þorgrímsson, Reykjavík. 

Árið 1972 fór báturinn norður á Siglufjörð og fékk nafnið Aldan SI-85 og var í eigu Henriks og Guðlaugs Henningsen Siglufirði. Árið 1989 fór báturinn til Ísafjarðar og hét þar Aldan ÍS-47 og var þar í eigu Arnars Kristjánssonar o.fl. Ísafirði. Frá árinu 1992 hét báturinn Aldan ST-46 með heimahöfn á Drangsnesi. 

Frá og með árinu 1993 hét báturinn Örvar ST-155  og var þá í eigu Erlings Ómars Guðmundssonar.  Báturinn hét Örvar ST-155 með heimahöfn á Drangsnesi þegar hann var dæmdur ónýtur og tekinn af skipaskrá 13. desember 2000″ segir á heimasíðu Árna Björns.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Páll Jónsson GK 357

1030. Páll Jónsson GK 357 ex Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Páll Jónsson GK hefur fengið nýtt númer en 7. júní sl. varð hann GK 357.

Nýi Páll Jónsson, sem er í smíðum í Póllandi, verður GK 7 en hann er væntanlegur til landsins í lok sumars og leysir þann gamla af hólmi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórir SF 77 myndaður úr lofti

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þórir SF 77 kom til hafnar í Grindavík og Jón Steinar sendi drónann á loft og árangur að venju góður.

Þar með eru komnar drónamyndir af systurskipunum tveim frá Hornafirði eftir breytingar.

2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Bátarnir eru báðir við humarveiðar þessa dagana.

2732. Þórir SF 77. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þristur BA 36

1527. Þristur BA 36 ex Steinbjörg BA 273. Ljósmynd Þór Jónsson 2018.

Þristur BA 36 kemur að landi á Djúpavogi á þessari mynd Þórs Jónssonar frá árinu 2018.

Samkvæmt vef Fiskistofu er Hafnarnes Ver ehf. í Þorlákshöfn eigandi bátsins en heimahöfn hans er á Tálknafirði. Hann er gerður út til sæbjúgnaveiða.

Báturinn hét upphaflega Gullfaxi SH 125 og síðar Særún EA 251 og fyrir skömmu birtist mynd af henni á síðunni og saga bátsins í stuttu máli.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skinney SF 20 mynduð úr lofti

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir af Skinney SF 20 á drónann sinn í vikunni þegar hún var á útleið frá Grindavík.

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lætur úr höfn

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Pálína Ágústsdóttir EA 85 lét úr höfn í Grindavík í gær og Jón Steinar sendi drónann á loft.

Báturinn var var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985 og hét upphaflega Harpa GK 111. Hann er er búinn að heita eftirtöldum nöfnum síðan: Hrísey SF 48, Silfurnes SF 99, Sóley SH 124.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

K & G Fiskverkun ehf. keypti bátinn sumarið 2017 og gaf því núverandi nafn. Báturinn er 144 brl. /202 BT að stærð, lengd hans er 25,99 metrar og breiddin 7 metrar. Hann er búinn 764 hestafla Caterpillar aðalvél.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH 124. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður SH 81 sjósettur

Bárður SH 81. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 var sjósettur á dögunum í Bredgaard bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og fékk síðan þessar myndir hjá stöðinni.

Bárður SH 81 , smíðanúmer 135 hjá stöðinni, er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 klár til sjósetningar. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður hinn nýi er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Bárður SH 81 er útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Von er á Bárði SH 81 heim síðar í sumar og treystir síðuhaldari á að Alfons Finnsson myndi hann við komuna.

Bárður SH 81 sjósettur í Rødby á Lálandi. Ljósmynd Bredgaard boats. 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganesið kom og fór

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þinganes ÁR 25 kom til Grindavíkur í gær og sett menn í land og beint út aftur.

Eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Von er á nýju Þinganesi en hvað verður um þetta er ekki gott að segja.

2040. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skinney og Þórir

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Hér birtast myndir af tvíburunum Skinney SF 20 og Þóri SF 77 á siglingu. Báðar þessar myndir hafa birst áður en set þær inn til gamans.

Þórir SF 77. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Særún EA 251

1527. Særún EA 251 ex Gullfaxi SH 125. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Særún EA 251 frá Árskógssandi er hér að draga netin, að ég held á Breiðafirði, á vetrarvertíð snemma á níunda áratug síðustu aldar.

Særún hét upphaflega Gullfaxi SH 125 frá Grundarfirði.

Í 3. tbl. Ægis 1979 segir svo frá:

8. febrúar s.l. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 73 rúmlesta stálfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 19 hjá stöðinni og hlaut skipið nafnið Gullfaxi SH 125. Smíði

skipsins var með þeim hætti að smíði á skipsskrokki og yfirbyggingu fór fram hjá Dráttarbrautinni h.f. í Neskaupsstað, en síðan var skipið dregið til Stykkishólms, þar sem lokið var við skipið, þ.e. smíði innréttinga, niðursetningu á véla- og tœkjabúnaði o.fl. 

Eigandi skipsins er Kristinn Arnberg Sigurðsson Grundarfirði og er hann jafnframt skipstjóri á skipinu.

Gunnar Jónasson í Garðabæ kaupir bátinn 1980. 1981 er hann seldur norður á Árskógssand, til feðganna Konráðs Sigurðssonar, Gunnlaugs Konráðssonar og Sigurðar Konráðssonar og nefndu þeir bátinn Særúnu EA 251. Seldur til Patreksfjarðar síðla árs 1992 þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Skutlengdur í Slippstöðinni á Akureyri.

Um mitt ár 2016 fær báturinn nafnið Steinbjörg BA 273 og í lok sama árs verður hann Þristur BA 36 en það nafn ber hann í dag. Báturinn er gerður út á sæbjúgnaveiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.