Tveir Reykjavíkurbátar á síldarmiðunum

972. Þorsteinn RE 303 – 1002. Gísli Árni RE 375. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hér má sjá tvo síldarbáta sem höfðu Reykjavík sem heimahöfn þegar myndin var tekin og annar þeirra miklu mun lengur.

Þriðji báturinn sem er lengst tv. gæti hafa verið í eigu Haraldar Böðvarssonar & co á Akranesi, Höfrungur III ?

Sá fjórði er eiginlega of langt til að nokkur maður, nema þá helst Óskar Franz, geti sagt hver hann var.

Báturinn sem siglir í átt að Dagfara ÞH, en þaðan var myndin tekin, er Þorsteinn RE 303 sem var einmitt systurskip Dagfara. Aftan við hann í bak er Gísli Árni RE 375. Þorsteinn heitir í dag Kristín GK 457 og er gerð út af Vísi hf. í Grindavík til línuveiða.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nótaviðgerð hjá Keflvíkingi

Gert við nótina hjá Keflvíkingi KE 100 í Grindavík. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson.

Þessar myndir tók móðurbróðir minn Gunnar Hallgrímsson um árið þegar hann var skipverji á loðnubátnum Keflvíkingi KE 100.

Þarna hafa kallarnir þurft að gera við loðnunótina eftir löndun en ég hygg að þetta sé á vormánuðum árið 1973. Amk. má sjá í Gjafar VE 300 á strandstað á sömu filmum.

Ekki þekki ég mennina á myndunum nema jú Guðmund Wium sem lengi var stýrimaður á Keflvíkingi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganes á Selvogsbanka

2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Þór Jónsson 2020.

Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70 tók þessar myndir í gær af Þinganesinu nýja á Selvogsbanka.

Ljósafellið var nýlagt af stað til löndunar í Þorlákshöfn og Þinganesið kom þangað rétt á eftir þeim.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982.

Geiri Péturs ÞH 344 á siglingu á Breiðafirði á vetrarvertíðinni 1982. Geiri Péturs var gerður út af Korra h/f á Húsavík en lagði upp hjá fiskverkunninni Hróa í Óafsvík á meðan verið var við veiðar á Breiðafirði.

Geiri Péturs ÞH 344 var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1971 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsona og hét upphaflega Sigurbergur GK 212.

Smíðinni var þó þannig háttað að Slippstöðin smíðaði skrokk og yfirbyggingu bátsins. Hann var síðan dreginn suður til Hafnarfjarðar þar sem smíði hans var lokið árið 1972 hjá skipasmíðastöðinni Dröfn h/f.

Sigurbergur var keyptur til Húsavíkur í ársbyrjun 1980 og fékk nafnið Geiri Péturs en lesa má nánar um hann hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigþór ÞH 100

185. Sigþór ÞH 100 ex Sigurpáll GK 375. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Sigþór ÞH 100 frá Húsavík á siglingu fyrir austan land með síldarfarm en við á Geira Péturs ÞH 344 mættum honum einn sólarmorguninn.

Sigþór ÞH 100 hét upphaflega Sigurpáll GK 375 og var smíði no.46. frá Marstrands Mekaniska Verkstad A/B. í Marstrand í Svíþjóð. Hann kom til landsins í aprílmánuði 1963.

Útgerðarfélagið Vísir hf.á Húsavík keypti bátinn árið 1977 eftir að hann hafði verið endurbyggður í Dráttarbraut Keflavíkur hf. eftir bruna. Þá fékk hann nafnið Sigþór ÞH 100 og lesa má nánar um hann hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristbjörg II ÞH 244

1009. Kristbjörg II ÞH 244 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992.

Hér koma myndir sem ég tók af Kristbjörgu II ÞH 244 koma til hafnar á Húsavík eftir línuróður.

Báturinn hét upphaflega Sóley ÍS 225 frá Flateyri og kom ný til heimahafnar í lok maímánaðar 1966. Smíðuð í Risør í Noregi.

Sóley ÍS 225 hét síðar Sóley ÁR 50Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Kristbjörg II ÞH 244, Kristbjörg ÞH 44 og að lokum Röst SK 17 en hún fór í niðurrif í Belgíu árið 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Pálmi BA 30

1016. Pálmi BA 30 ex Sigurbjörg ÓF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983.

Pálmi BA 30 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetravertíðinni 1983. Þarna var maður vopnaður Kodak fermingarmyndavélinni og gæðin eftir því.

Pálmi BA 30 hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíesson á Ólafsfirði.

Sigurbjörg ÓF 1 var seld vestur á Patreksfjörð árið 1979 en sama ár var hún skráð með ÓF 30 enda ný Sigurbjörg ÓF 1 flota Ólafsfirðinga það ár. Kaupandinn var Blakkur hf. á Patreksfirði.

Pálmi BA 30 var seldur austur á Neskaupsstað árið 1983 og fékk hann þar nafnið Fylkir NK 102

Nánari sögu þessa skips verður gerð betri skil síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Reykjaborg RE 25 kemur að landi í Reykjavík

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Þessar myndir af Reykjaborginni koma til hafnar í Reykjavík þann 30. ágúst árið 2003 hafa ekki birts áður en nokkrar stafrænar sem teknar voru á sama tíma birtust í janúar 2019.

Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. Báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin sennilega handan við hornið.

Reykjaborg RE 25 var smíðuð í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Báturinn var lengdur um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001.

Reykjaborg var seld til Keflavíkur árið 2005 en þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 þegar Nesfiskur hf. í Garði keypti hann.

agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120

Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagfari ÞH 40

973. Dagfari ÞH 40. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hreiðar Olgeirsson tók þessar myndir sem nú birtast þegar hann var skipverji á Dagfara ÞH 40 frá Húsavík.

Get ekki betur séð en það sé verið að dæla síld yfir í síldarflutningaskip á tveim þeirra en á hinni þriðju eru kallarnir með nótina á síðunni.

Skipstjóri á Dagfara var Sigurður Sigurðsson sem sjá má í brúnni á einni myndinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn snemma á tíunda áratugnum

Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma nokkrar myndir sem ég vissi ekki að ég ætti til. Hef verið að skanna filmur og þessar dúkkuðu upp í svart-hvíta dótinu.

Þetta eru myndir sem ég tel að teknar hafi verið vorið 1992 og greinilega bræla úti fyrir. Nokkuð um aðkomubáta að sjá. Súlan EA 300 og ÖrnKE 13 lögðu þó upp á Húsavík á þessum tíma.

Myndirnar eru ekki allar teknar á sama tíma en á sumum þeirra má sjá auk heimabáta Bjarma HU 13, Jökul SK 33, Ingimund gamla HU 65, Sjöfn II NS 123, Þorleif EA 88 Ísborgu BA 477og Sigga Sveins ÍS 29.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution