Haraldur EA 62

464. Haraldur EA 62 ex Gnýfari SH 8. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Þarna fer Haraldur EA 62 svona líka fallega skveraður niður úr slippnum á Húsavík en myndina tók Þorgeir Baldursson.

Haraldur EA 62 var í eigu samnefnds fyrirtækis á Dalvík sem keypti hann frá Grundarfirði árið 1979. Báturinn hét áður Gnýfari SH 8 og var smíðaður árið 1960 í Dráttarbrautinni h/f á Neskaupstað fyrir Gnýfara h/f í Grundarfirði.

Báturinn var 65 brl. að stærð, upphaflega búinn 400 hestafla MWM aðalvél en árið 1973 var sett í hann 370 hestafla Cummins. Árið 1974 var hann endurmældur og mældist þá 64 brl. að stærð. Árið 1985 vék Cumminsinn fyrir nýrri 496 hestafla vél sömu tegundar

Haraldur VE 62 var seldur til Vestmannaeyja árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Ágústa Haraldsdóttir VE 108.

Nánar verður sagt frá sögu bátsins eftir 1991 síðar en hann var tekinn af skrá 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vestmannaey VE 54

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð í Vestmannaeyjum tók þessar myndir af Vestmannaey VE 54 á sjöunda tímanum í kvöld.

Kallarnir voru að klára aðgerð áður en siglt var að bryggju í Eyjum og óhætt að segja að hún hafi verið falleg birtan þegar myndirnar voru teknar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Albert GK 31 í innsiglingunni til Grindavíkur

1046. Albert GK 31 ex Birtingur NK 119. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson.

Loðnuskipið Albert GK 31 er hér í innsiglingunni til Grindavíkur en einnig má sjá Gjafar VE 300 þar sem hann liggur á strandstað við Hópsnes.

Báturinn hét upphaflega Birtingur NK 119 og smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrik Verksted A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1967 fyrir Síldarvinnsluna h/f í Neskaupstað

Þróttur h/f Grindavík kaupir Birting, sem var 306 brl. að stærð, í árslok 1972 og fær hann þá nafnið Albert GK 31.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lokys LK 926

IMO:9226736. Lokys LK 926 ex Qaqqatsiaq. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Hér koma tvær myndir Eiríks Sigurðssonar af rækjutogaranum Lokys LK 926 sem útgerðarfyrirtækið Reyktal gerir út til rækjuveiða.

Reyktal keypti togaranna, sem hét Qaqqatsiaq GR-6-403 , af Royal Greenland í fyrra.

Togarinn hét upphaflega Steffen C GR-6-22 og var smíðaður árið 2001. Hann er 69,8 metrar að lengd og 15 metra breiður. Mælist 2,772 GT að stærð.

IMO:9226736. Lokys LK 926 ex Qaqqatsiaq. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution