6969. Lilja ÞH 21 ex Manni NS 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarrsson 2022. Strandveiðibáturinn Lilja ÞH 21 kom til Húsavíkur í gærkveldi eftir siglingu frá Akureyri. Bjarni Eyjólfsson keypti bátinn frá Vopnafirði í fyrra en þar bar hann nafnið Manni NS 50. Lilja er af Sómagerð, smíðuð hjá Bátasmiðju Guðmundar hf. í Hafnarfirði árið 1987. Báturinn … Halda áfram að lesa Ný Lilja ÞH 21
Month: apríl 2022
Þengill ÞH 20
6603. Þengill ÞH 20 ex Lilja ÞH 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þengill ÞH 20 kom til Húsavíkur síðdegis í gær eftir siglingu frá Akureyri en hann verður gerður út af Skjálfanda ehf. til strandveiða í sumar. Þengill er gamalt nafn úr flota húsvíkinga og gaman að sjá það notað að nýju. Þengill ÞH 20 … Halda áfram að lesa Þengill ÞH 20
Nýr Smyrill ÞH 57
6941. Smyrill ÞH 57 ex Hafdís SI 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðisjómenn á Húsavík sem annars staðar gera báta sína klára þessa dagana en veiðar mega hefjast nk. mánudag. Hörður Sigurgeirsson hóf útgerð strandveiðibáts sl. sumar er fyrirtæki hans, Fiskisker ehf., keypti Sómabát og nefndi Smyril ÞH 57. Að loknu strandveiðitímabilinu sl. sumar hafði … Halda áfram að lesa Nýr Smyrill ÞH 57
Tvö flutningaskip komu í morgun
IMO 9234290. Virginiaborg - IMO 9431018. Wilson Nanjing. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Tvö flutningaskip komu til Húsavíkur í morgun og lagðist annað þeirra strax við Bökugarðinn en hitt bíður þess að komast að. Virginiaborg kom upp að á undan Wilson Nanjing en bæði skipin eru með hráefnisfarma fyrir kísilver PCC á Bakka. Með því að … Halda áfram að lesa Tvö flutningaskip komu í morgun
Karólína
2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Línubáturinn Karólína ÞH 100 kemur hér að landi á Húsavík í dag en hún er gerð út af Doddu ehf. og er með heimahöfn á Húsavík. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can … Halda áfram að lesa Karólína
Flott þrenna
Flott þrenna. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Það er mikið um að vera í Grindavíkurhöfn þessa dagan en litlu línubátarnir eru að mokveiða skammt undan landi. Þeir djöflast við að ná sem flestum róðrum áður en fiskurinn hverfur af svæðinu í byrjun maí sem er jafnvíst og að á eftir degi komi nótt. Á þessari mynd … Halda áfram að lesa Flott þrenna
Baldur GK 97
311. Baldur GK 97 ex Baldur KE 97. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Dragnótabáturinn Baldur GK 97 er hér við bryggju í Keflavík um árið. Bugtin nýbyrjuð þarna og löndun lokið eftir að kvölda tók. Baldur KE 97 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð 1961 og mældist 40 brl. að stærð. Eigendur hans voru Ólafur Björnsson og … Halda áfram að lesa Baldur GK 97
Siglt í norður
1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör siglir hér í norðurátt á leið sinni út á Skjálfandaflóa í morgun. Báturinn hét upphaflega Sólrún EA og var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi en hún var síðasti báturinn sem var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA. Hér má lesa nánar um … Halda áfram að lesa Siglt í norður
Grímseyjarferjan Sæfari
2691. Sæfari ex Oileain Arann. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Grímseyjarferjan Sæfari kemur til hafnar á Dalvík á Sumardaginn fyrsta en hún hefur siglt á milli Dalvíkur og Grímseyjar frá því vorið 2008. Sæfari var smíðaður árið 1991 og hét áður Oileain Arann. Hann er 39,6 metra langur og breidd hans 10 metrar. Sæfari mælist 507 … Halda áfram að lesa Grímseyjarferjan Sæfari
Elley EA 250
2657. Elley EA 250 ex Elley GK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Elley EA 250 er hér að færa sig til í Dalvíkurhöfn í gær en það er Markafl ehf. sem gerir bátinn út og er hann skráður með heimahöfn í Grímsey. Elley EA 250 hét upphaflega Særif SH 25. Hann var smíðaður hjá Trefjum … Halda áfram að lesa Elley EA 250