Svanur KE 90

929. Svanur KE 90 ex Sandvík KE 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Svanur KE 90, sem hér sést koma að landi í Keflavík, var smíðaður í Gilleleje í Danmörku árið 1945 og mældist 38 brl. að stærð. Svanur var keyptur til Íslands árið 1947 og fékk nafnið Muninn II GK 343.

Eigendur hans voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði. 1960 var hann seldur Gísla J. Halldórssyni í Keflavík sem nefndi bátinn Þorstein Gíslason KE 90. 1966 var sett 240 hestafla GM aðalvél í hann og í árslok sama árs kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hann og nefnir Sandvík KE 90.

Í nóvember 1970 fær hann Svansnafnið þegar Ingólfur R. Halldórsson í Keflavík kaupir hann. 1987 er Karl Sigurður Njálsson skráður meðeigandi Ingólfs að bátnum. Ljósfiskur eignaðist bátinn í kringum aldarmótin og nokkrum árum síðan var hann kominn á legudeildina í Njarðvíkurhöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Geir ÞH 150

2408. Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Geir ÞH 150 frá Þórshöfn hefur að mestu stundað dragnótaveiðar auk netaveiða á vetrarvertíð. Sumarið 2013 var Geir þó á rækju og hér sést hann koma til hafnar á Húsavík í júnímánuði það ár.

Geir  var smíðaður (skrokkurinn fluttur inn frá Póllandi ) hjá Ósey  í Hafnarfirði árið 2000 og mælist 115,7 brl. að stærð. Eigandi hans er Geir ehf. á Þórshöfn.

Myndin hér að neðan var tekin í apríl 2015 en þá var Geir á netaralli fyrir Hafró og kom hingað til Húsavíkur og landaði.

2408. Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Máni ÞH 98

1920. Máni ÞH 98 ex Máni EA 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016.

Máni ÞH 98 var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1988 og hét upphaflega Þjóðólfur ÍS 86 og var lengi af gerður út frá Bolungarvík.

Þjóðólfur var síðan gerður út frá Suðurnesjum undir þrem nöfnum, fyrst Gefjun KE 19, síðan Þorbjörn GK 109 og Máni GK 109.

Keyptur norður í land árið 2009 af Þórði Birgissyni sem skráði hann fyrst í Hrísey sem Mána EA 36. Árið 2011 er hann skráður Máni ÞH 98 með heimahöfn á Húsavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Vésteinn GK 88

2908. Vésteinn GK 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Vésteinn GK 88 bættist í flota Einhamars í Grindavík snemma á þess ári en fyrir gerði fyrirtækið út Auði Vésteins SU 88 og Gísla Súrsson GK 8

Bátarnir eru allir smíðaðir hjá Trefjum í Hafnarfirði af gerðinni Cleopatra 50. Búnir línubeitningarvélum.

Þeir eru tæplega 30 brúttótonn og tæpir 15 metrar á lengd. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri uplausn.

Kaldbakur EA 1

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Kaldbakur EA 1 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri 4. mars árið 2017. Þá tók ég þessar myndir sem hér birtast.

Kaldbakur var  fyrstur í röðinni af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð voru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björgúlfur EA 312, Drangey SK 2 og Björg EA 7. Kaldbakur er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. á Akureyri.

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017
2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Berlin NC 105

Berlin NC 105. Ljósmynd Óskar Franz 2018.

Frystitogarinn Berlin NC 105 kom til Reykjavíkur í sumar og tók Óskar Franz þessar myndir við það tækifæri.

Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi fyrir Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og er systurskip Cuxhaven NC100.

„Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.“. Segir á heimasíðu Samherja en félög í eigu fyrirtækisins eiga einnig Kirkella H 7 og Emeraude SM 934017 sem eru sömu gerðar.

Berlin NC 105. Ljósmynd Óskar Franz 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Hafborg EA 152 á Húsavík

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Ekki er um auðugan garð að gresja í bátamyndatökum hér á Húsavík í skammdeginu. Hafborg EA 152 hefur þó verið að róa frá Húsavík að undanförnu og þá freistast maður til að mynda.

Hafborg er á dragnótaveiðum og hefur í haust verið sitt á hvað í Eyjafirðinum eða á Skjálfanda.

Eitt er víst að Hafborgin verður á dagatali Skipamynda árið 2019 og um að gera fyrir áhugasama að panta sér eintak á korri@internet.is

Myndirnar hér að neðan tók ég í dag þegar Hafborg kom að landi.

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.
2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Mark ROS 777 við Eyjagarð.

Mark ROS 777. Ljósmynd Magnús Jónsson 2018.

Maggi Jóns tók þessa mynd í dag af þýska skuttogaranum Mark ROS 777 þar sem hann lá við Eyjagarð í Örfirisey.

Skipið var smíðað í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent eigandanum, Parlevliet & Van der Plas group í júní 2015. Heimahöfn hans er í Rostock

Togarinn er 84 metra langur og 16 metra breiður. íbúðir eru fyrir 34 manna áhöfn auk tveggja sjúkraklefa. Aðalvél er 4.000 kW og er hún af gerðinni MAK. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Wilson Nice á Húsavík

Wilson Nice. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Flutningaskipið Wilson Nice liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík  þar sem uppskipun á hráefni fyrir PCC á Bakka fer fram.

Wilson Nice er 123 metra langt og 17 metra breitt, smíðað árið 2010.

Skipið, sem siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta, kom einnig til Húsavíkur í sumar með trjáboli fyrir PCC.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Hulda HF 27

2912. Hulda HF 27 ex Oddur á Nesi SI 76. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Línubáturinn Hulda HF 27 er hér að koma til hafnar á Siglufirði þann 13. júní sl.

Hulda, sem er GK 17 í dag, hét áður Oddur á Nesi SI 76 og var báturinn smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf á. Hann kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og tók BG Nes ehf. Huldu HF 27 upp í og heitir sá bátur Oddur á Nesi í dag. 

2912. Hulda HF 27 ex Oddur á Nesi SI 76. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.