Remøy M-99-HØ, einn sá alflottasti

IMO: 9660451. Remøy M-99-HØ. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

„Remøy er einn sá alflottasti“ sagði Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking þegar hann sendi þessar myndir sem hann tók fyrir stundu nyrst í norsku lögsögunni.

Frystitogarinn Remøy var smíðaður árið 2013 og hét upphaflega Hopen. Árið 2016 fær hann nafnið Remøy og er hann með heimahöfn í Fosnavaag.

Togarinn er 74 metrar að lengd, 16 metra breiður og mælist 3,309 brúttótonn að stærð. Öll stálvinna var unnin í Vard Tulcea SA í Rúmeníu en lokið við smíðina í Noregi Vard Langsten í Tomrefjord.

IMO: 9660451. Remøy M-99-HØ. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Warnowborg á Húsavík

IMO 9505572. Warnowborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Warnowborg kom í morgun til Húsavíkur og lagðist að Bökugarðinum þar sem nú er verið að skipa upp hraéfnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og er 107 metra langt. Breidd þess er 18 metrar og það mælist 6,668 brúttótonn að stærð.

Warrowborg siglir undir fána Hollands með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Margrét GK 33

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línubáturinn Margrét GK 33 sét á þessum myndum Jóns Steinars koma til hafnar í Grindavík í vikunni.

Það er Nesfiskur ehf. sem gerir bátinn út en hann var smíðaður hjá Víkingbátum á síðasta ári.

Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar.

Heimahöfn Suðurnesjabær.

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Loran við bryggju í Tromsø

IMO 9191357. Loran M-12-G. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum af norska línu- og netaskipinu Loran M-12-G frá Álasundi við bryggju í Tromsø

Loran er 51 metrar að lengd, 11 metra breiður og mælist 1,292 brúttótonn að stærð.

Skipið var smíðað í Solstrand AS árið 1999.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution