Björn Jónsson ÞH 345

7456. Björn Jónsson ÞH 345 ex Hilmir ST 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014. Grásleppubáturinn Björn Jónsson ÞH 345 frá Raufarhöfn kemur hér að landi á Húsavík þann 5. maí árið 2014. Doddi Ásgeirs ehf. á Húsavík gerði bátinn út þessa grásleppuvertíðina en hann var í eigu Útgerðarfélagsins Röðuls ehf. á Raufarhöfn. Þórður Birgisson skipstjóri og … Halda áfram að lesa Björn Jónsson ÞH 345

Björg Jónsdóttir ÞH 321

263. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Gandí VE 171. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Björg Jónsdóttir ÞH 321 frá Húsavík er hér á síldarvertíð austanlands sennilega haustið 1986. Upphaflega hét báturinn Þorbjörn II GK 541 og var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík. Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 … Halda áfram að lesa Björg Jónsdóttir ÞH 321

Olíutaka vestan við Svalbarða

Olíutaka við Svalbarða. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á rækjufrystitogaranum Reval Viking tók þessa mynd í nótt þegar togarinn var að taka olíu. Olíutakan fór fram vestan við Svalbarða en þangað kom olíuskipið Nordstraum með olíu fyrir togarann. "Nánar tiltekið á 78 gráðum norður og 12 gráðum austur. Beint vestur af Isfjord". Sagði … Halda áfram að lesa Olíutaka vestan við Svalbarða

Margrét EA 710 seld til Færeyja

2903. Margrét EA 710 ex Antares LK 419. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Útgerð færeyska uppsjávarveiðiskipsins Christian í Grótinum hefur keypt uppsjávarveiðiskipið Margréti EA 710 af Samherja. Skipið verður afhent strax upp úr áramótunum. Samherji keypti skipið frá Hjaltlandseyjum árið 2015 þar sem það bar nafnið Antares LK 419 og hafði heimahöfn í Hvalsey. Frá því … Halda áfram að lesa Margrét EA 710 seld til Færeyja

Að kveldi annars í jólum

Við Húsavíkurhöfn að kveldi annars í jólum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Tók smá rúnt niður á bryggju og tók nokkrar myndir í leiðinni og hér birtist ein þeirra. Það var alveg logn og nýfallin föl svo það var auðvelt að láta freistast til myndatöku. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Að kveldi annars í jólum

Þráinn ÞH 2 í Húsavíkurhöfn

5357. Þráinn ÞH 2 ex Leiknir SI 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þráinn ÞH 2 er hér að færa sig til eftir löndun, Pálmi við stýrið og Benni klár með endann. Um Þráinn, sem var smíðaður á Siglufirði árið 1972, má lesa hér en báturinn var í eigu bræðranna Pálma og Benedikts Héðinssona á Húsavík. Með … Halda áfram að lesa Þráinn ÞH 2 í Húsavíkurhöfn