Sigurfari VE 138

1743. Sigurfari VE 138 ex Glomfjord. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sigurfari VE 138 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum en Tryggvi Sig tók myndina. Sigurfari hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986. Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og er smíðanúmer 79 hjá stöðinni.  Byggt … Halda áfram að lesa Sigurfari VE 138

Runólfur

Komið með Runólf SH 135 að bryggju í gær. Ljósmynd Magnús Jónsson. Maggi Jóns tók þessa mynd þegar dráttarbátar Faxaflóahafna komu Runólfi SH 135 að bryggju í Reykjavík í gær. Varðskipið Þór hafði dregið hann til Reykjavíkur en gír Runólfs bilaði. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Runólfur

Kristbjörg og Ögmundur

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 44 - 212. Ögmundur RE 94 ex Skagaröst KE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993. Hér liggja saman í Húsavíkurhöfn Kristbjörg ÞH 44 og Ögmundur RE 94 og myndin tekin sumarið 1993 ef minni ljósmyndarans svíkur hann ekki. Báðir bátarnir smíðaðir á sjöunda áratug síðustu aldar í Risør … Halda áfram að lesa Kristbjörg og Ögmundur

Háey I í Húsavíkurhöfn

2995. Háey I ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Línubátur GPG Seafood, Háey I ÞH 295, er hér að taka olíu í Húsavíkurhöfn á dögunum en hún hefur róið héðan að undanförnu. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them … Halda áfram að lesa Háey I í Húsavíkurhöfn

Hinni og Faldur

1547. Hinni ÞH 70 - 1267. Faldur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Hér liggja Hinni og Faldur saman við bryggju á Húsavík sumarið 2006. Hinni ÞH 70 heitir í dag Draumur og er gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík og Faldur siglir enn á hvalaslóðir Skjálfandaflóa. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Hinni og Faldur

Sören ÞH 260

1234. Sören ÞH 260 ex Grettir SH 195. Ljósmynd Pétur Jónasson. Sören ÞH 260 var í flota Húsavíkur árin 1973-1975 en bátinn keyptu Baldur Karlsson og Geirfinnur Svavarsson frá Stykkishólmi. Sören, sem var 6 brl. að stærð, hét upphaflega Grettir SH 195 og var smíðaður í Stykkishólmi af Kristjáni J. Guðmundssyni. Eftir að báturinn fór … Halda áfram að lesa Sören ÞH 260

Höfrungur II GK 27

120. Höfrungur II GK 27 ex Höfrungur II AK 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Netabáturinn Höfrungur II GK 27 kemur hér að landi í Grindavík um árið en báturinn hét upphaflega Sangolt og var smíðaður árið 1957 í Avaldsnes í Noregi. Sangolt var keyptur til landsins árið 1960 af Haraldi Böðvarssyni & Co á Akranesi og … Halda áfram að lesa Höfrungur II GK 27

Klettur ÍS 808

1426. Klettur ÍS 808 ex ex Klettur MB 8. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2022. Tryggvi Sigurðsson tók þessa mynd í vikunni en hún sýnir Klett ÍS 808 frá Súðavík koma til hafnar í Vestmannaeyjum. Það er Áurora Seafood ehf. sem gerir bátinn út til sæbjúgnaveiða en upphaflega hét hann Hvanney SF 51og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar … Halda áfram að lesa Klettur ÍS 808