Lundey ÞH 350

6961. Lundey ÞH 350 ex Gáski AK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Lundey ÞH 350 kemur hér að landi á Húsavík í gærmorgun. Lundey hét upphaflega Gáski AK 20 og var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1987. Kristbjörn Árnason keypti bátinn til Húsavíkur árið 1991 en Árni Björn sonur hans gerir … Halda áfram að lesa Lundey ÞH 350

Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar

IMO 9807085. Seven Seas Splendor - 260. Garðar. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Seven Seas Splendor hafði viðdvöl á Skjálfanda í dag hvar farþegar þess voru fluttir í land á Húsavík með léttbátum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar hvalaskoðunarbátar lögðu upp í ferðir á Skjálfanda og eflaust farþegar af Seven Seas Slendor um … Halda áfram að lesa Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar

Salka á leið í hvalaskoðun

1470. Salka ex Pétur afi SH 374. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Eikarbáturinn Salka er hér á leið í hvalaskoðun frá Húsavík í morgun en hún aftur siglinga á dögunum eftir nokkurt hlé. Salka var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f í Hafnarfirði árið 1976 og hét upphaflega Hafsúlan SH 7.  Haustið 1983 fékk báturinn nafnið Már NS … Halda áfram að lesa Salka á leið í hvalaskoðun

Zaanborg á Húsavík

IMO 9224154. Zaanborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Zaaborg kom til Húsavíkur í gær og lagðist að Bökugarði þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Zaaborg var smíðað árið 2001 og er 4,938 GT að stærð. Skipið er 119 metra langt og breidd þess er 16 metrar. Zaanburg, sem áður hét Vliediep, … Halda áfram að lesa Zaanborg á Húsavík

Anna EA 305 seld til Kanada

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið … Halda áfram að lesa Anna EA 305 seld til Kanada

Snorri GK 1

7255. Snorri GK 1 ex Snorri GK 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Snorri GK 1 kemur hér að landi í Sandgerði á dögunum en hann er gerður út af Hafbakka ehf. með heimahöfn í Sandgerði. Sómabáturinn Snorri GK 1 var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1990. Hans upphaflega nafn var Brynjar KE … Halda áfram að lesa Snorri GK 1

National Geographic Resolution

IMO: 9880685. National Geographic Resolution. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið National Geographic Resolution kom til Húsavíkur um miðjan daginn og hafði nokkurra klukkustunda viðdvöl við Bökugarðinn. Skipið var afhent skipafélaginu Lindblad Expeditions sl. haust en það var smíðað í Ulstein Verft í Ulsteinvik, Noregi. Systurskipið NG Endurance kom til Húsavíkur sl. sumar og var þá í … Halda áfram að lesa National Geographic Resolution

Hanseatic spirit á Húsavík

IMO: 9857640. Hanseatic spirit við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skemmtiferðaskipið Hanseatic spirit kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum. Skipið er eitt þriggja systurskipa smíðuð hjá VARD Group AS í Noregi. Hin eru Hanseatic nature og Hanseatic inspiration sem kom hingað á dögunum. Skipin taka allt að 230 farþega. Hanseatic spirit var … Halda áfram að lesa Hanseatic spirit á Húsavík