Amel 3aVI-7-11-94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Línubáturinn Amel lá við bryggju í Vigo í dag þegar ég átti leið um hafnarsvæðið. Báturinn var smíðaður 1994 í Lugo á Spáni. Hann er 25,7 metra langur og 6,8 metra breiður. Mælist 154 GT að stærð. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í … Halda áfram að lesa Amel við bryggju í Vigo
Month: júní 2019
Öðluðust nýjan tilgang í hvalaskoðun
1475. Sæborg og 1470. Salka sigla inn og út. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Í vetur birtist í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, myndir af hvalaskoðunarbáum frá Húsavík. Með fylgdi texti sem ég setti saman um bátana en um var að ræða fiskibáta sem smíðaðir voru á Íslandi en þeir eru ellefu talsins. Allt eru … Halda áfram að lesa Öðluðust nýjan tilgang í hvalaskoðun
Suður um höfin
EHIS. Hermanos Touza 3aGI-4-2130. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Spænski togarinn Hermanos Touza lét úr höfn í Vigo í gær og stefnan sett suður um höfin. Áfangastaður sagður vera Stanley á Falklandseyjum. Togarinn er með heimahöfn í Vigo en þar hefur stór hluti úthafsveiðiflota Spánverja bækistöðvar sínar. Hermanos Touza var smíðaður árið 1986, lengd hans er … Halda áfram að lesa Suður um höfin
Erling KE 45
1361. Erling KE 45 ex Seley SU 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Erling KE 45 var gerður út rækju frá Húsavík hér áður fyrr og hér er hann að koma inn til löndunar. Eigandi skipsins var Saltver hf. í Keflavík. Skipið var byggt árið 1969 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri Uskedal Noregi. Hann hét upphaflega Stjernøysund og var með … Halda áfram að lesa Erling KE 45
Högni NS 10
1568. Högni NS 10 ex Karen. Ljósmynd Guðlaugur G. Árnason 2019. Gulli vinur minn Árna Björns tók þessa mynd á dögunum á Borgarfirði eystra. Hún sýnir Högna NS 10 undir krananum og verið er að hífa bjóðin á land. Högni NS 10 er í eigu Fiskverkunar Kalla Sveins ehf. og var smíðaður í Danmörku árið … Halda áfram að lesa Högni NS 10
X Press Vesuvio kom og fór
X Press Vesuvio kemur til Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Gámaflutningaskipið X Press Vesuvio kom til hafnar í Vigo í gær og fór aftur um kvöldið. Skipið siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta. Það var smíðað árið 2005 og er 133,6 metrar að lengd, breidd þess er 19,6 metrar og það mælist 6,454 … Halda áfram að lesa X Press Vesuvio kom og fór
Hera kom að kveðja
67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Jón Hermann 2019 Hera ÞH 60 kom í slefi til Húsavíkur í gær en Ísborg ÍS 250 er á leiðinni með hana til Belgíu þar sem bátarnir fara báðir í brotajárn. Einhver smávægilegur krankleiki var að hjá dráttarskipið sem komið var fyrir og héldu bátarnir … Halda áfram að lesa Hera kom að kveðja
Kambaröst SU 200
120. Kambaröst SU 200 ex Erling KE 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Kambaröst SU 200 stundaði úthafsrækjuveiðar frá Húsavík um árið og hér er hún að koma til hafnar í maímánuði árið 2004. Báturinn hét upphaflega Sangolt og var smíðaður árið 1957 í Avaldsnes í Noregi. Hann var síðan keyptur til landsins árið 1960 af … Halda áfram að lesa Kambaröst SU 200
MSC America við kæjann
MSC America ex America Senator. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið MSC America lá við kæjann í Vigo í fyrradag en þetta 216 metra langa gámaflutningaskip var smíðað árið 1993. Breidd þess er 32 metrar og mælist það 34,231 GT að stærð. Það siglir undir fána Panama. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa MSC America við kæjann
SIL við bryggju í Vigo
ZDRL1. SIL FK0403. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Skuttogarinn SIL FK0403 liggur við bryggju í Vigo og tók ég þessa mynd af honum þar. Togarinn var smíðaður árið 1987 og siglir undir bresku flaggi með heimahöfn í Stanley, sem mér sýnist vera á Falklandseyjum. SIL er 78,5 metra langur, 14 metra breiður og mælist 2,156 GT … Halda áfram að lesa SIL við bryggju í Vigo