1475. Sæborg og 1470. Salka sigla inn og út. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.
Í vetur birtist í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, myndir af hvalaskoðunarbáum frá Húsavík.
Með fylgdi texti sem ég setti saman um bátana en um var að ræða fiskibáta sem smíðaðir voru á Íslandi en þeir eru ellefu talsins.
Allt eru þetta eikarbátar og eru fyrirtækin þrjú sem gera þá út. Tólfti fiskibáturinn sem er í hvalaskoðunarflotanum á Húsavík er Garðar, áður Sveinbjörn Jakobsson SH 10, sem smíðaður var í Danmörku árið 1963.
Þessir bátar voru smíðaðir í Stykkishólmi, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Reykjavík og Akureyri þar sem sjö þeirra voru smíðaðir.
Á Akureyri voru það fjórar bátasmiðjur sem smíðuðu bátana, Slippstöðin, Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta, Bátasmiðjan Vör og Skipasmíðastöð KEA.
Elsti báturinn var smíðaður 1963 og sá yngsti 1977 en 8. áratugurinn var blómaskeið innlendra bátasmíða. Bátarnir frá Akureyri voru allir nema einn smíðaðir fyrir útgerðir við Eyjafjörð og á Húsavík.
Hvalaskoðunarfyrirtækin eru Norðursigling, sem reið á vaðið 1995 þegar Knörrinn hóf siglingar á Skjálfanda, Gentle Giants sem hóf starfsemi árið 2001 og Sölkusiglingar sem byrjaði siglingar vorið 2013.
Næstu daga munu birtast myndir af þessum bátum og textinn um þá.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
1361. Erling KE 45 ex Seley SU 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Erling KE 45 var gerður út rækju frá Húsavík hér áður fyrr og hér er hann að koma inn til löndunar. Eigandi skipsins var Saltver hf. í Keflavík.
Skipið var byggt árið 1969 hjá A/S Eidsvik Skipsbyggeri Uskedal Noregi. Hann hét upphaflega Stjernøysund og var með heimahöfn í Hammerfest.
Erling hét upphaflega Pétur Jóhannsson SH 207 á íslenskri skipaskrá, en skipið var keypt hingað til lands árið 1974 af Smára sf. í Ólafsvík.
Í árslok 1976 var skipip selt Höfn hf. á Siglufirði, nafn og númer óbreytt, og tæpu ári síðar kaupa Ingvi Rafn Albertsson skipstjóri, Askja hf. og Friðþjófur hf. á Eskifirði skipið og nefna hann Seley SU 10.
Það er svo haustið 1982 sem Saltver hf. kaupir Seleyna og fær skipið þá nafnið Erling. Erling var, eins og áður segir, smíðaður í Noregi 1969 og mældist þá 236 brl. að stærð. Í honum var 700 hestafla Wichmann aðalvél.
Hann var yfirbyggður 1977 og síðan lengdur 1986. Eftir lenginguna mældist hann 328 brl. að stærð. 1985 var sett í hann ný aðalvél, 1100 hestafla B & W Man. Heimild Íslensk skip.
Erling KE 45 sökk 11. desember 1990 eftir að hafa steytt á skerinu Borgarboða sem er skammt frá Hornafjarðarósnum. Þrettán skipverjar komust heilu og höldnu í gúmíbáta og þaðan yfir í Þorstein GK 16 hálftíma eftir að skip þeirra steytti á skerinu. Heimild Morgunblaðið 12. desember 1990.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Jón Hermann 2019
Hera ÞH 60 kom í slefi til Húsavíkur í gær en Ísborg ÍS 250 er á leiðinni með hana til Belgíu þar sem bátarnir fara báðir í brotajárn.
Einhver smávægilegur krankleiki var að hjá dráttarskipið sem komið var fyrir og héldu bátarnir áfram ferð sinni og í þessum skrifuðu orðum eru þeir komnir suður fyrir Langanes.
67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.78. Ísborg ÍS 250 ex Vatneyrin BA 214. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.Ísborg ÍS 250 leggur úr höfn á Húsavík með heru í eftirdragi. Ljósmynd JHÓ 2019.
Það væri vel við hæfi að Húsavík væri síðasti viðkomustaður þessara báta á Íslandi, Hera gerð héðan út í nokkur ár og Ísborg landaði mikið á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
120. Kambaröst SU 200 ex Erling KE 140. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.
Kambaröst SU 200 stundaði úthafsrækjuveiðar frá Húsavík um árið og hér er hún að koma til hafnar í maímánuði árið 2004.
Báturinn hét upphaflega Sangolt og var smíðaður árið 1957 í Avaldsnes í Noregi. Hann var síðan keyptur til landsins árið 1960 af Haraldi Böðvarssyni & Co á Akranesi og fékk nafnið Höfrungur II AK 150.
Síðar hét báturinn Höfrungur II GK 27 og því næst Erling KE 140 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.
Í lokin var Kambaröst RE 120 en báturinn var rifinn í Hafnarfirði árið 2010.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution