Viðar ÞH 17

1353. Viðar ÞH 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Viðar ÞH 17 var smíðaður 1973 hjá Básum hf. í Hafnarfirði fyrir Hólmstein Helgason hf. á Raufarhöfn.

Í 6 tbl. Ægi 1974 sagði m.a:

15. febrúar afhentu Básar h.f., Vestmannaeyjum, nýsmíði nr. 1, sem er 19 rúmlesta eikarfiskiskip. Fiskiskip þetta, Viðar ÞH 17, er í eigu Hólmsteins Helgasonar h.f., Raufarhöfn. Smíði skipsins fór fram í Hafnarfirði, en þar hafa Básar h.f. nú aðsetur.

Ætlunin var að smíða Viðar ÞH 17 í Vestmannaeyjum en eldgosið í Eyjum sett þá fyrirætlun úr skorðum og flutti Básar hf. starfsemi sína til Hafnarfjarðar.

Í bátnum var 205 hestafla Scania aðalvél sem skipt var út fyrir aðra eins árið 1983. Viðar ÞH 17 var gerður út frá Raufarhöfn til ársins 2000 er hann var seldur úr þorpinu.

Báturinn var keyptur til Þingeyrar þar sem hann fékk nafnið Björgvin ÍS 468. Í ágústmánuði árið 2004 sökk báturinn þar sem hann var að veiðum um 17 sjm. undan Dýrafirði. Áhöfnin, tveir menn, bjargaðist um borð í Steinunni ÍS 817.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Hafdís SF 75

1415. Hafdís SH 75 ex Hafdís ÍS 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hafdís SF 75 liggur hér við bryggju á Hornafirði sumarið 2004 en báturinn var keyptur þangað vorið 1991.

Báturinn var keyptur frá Ísafirði þar sem hann hafði borðið saman nafn en verið ÍS 25.

Upphaflega hét báturinn Fróði SH 15 og var smíðaður í Slippstöðinni hf. á Akureyri fyrir Víglund Jónsson í Hróa hf. í Ólafsvík. Fróði var 143 brl. að stærð búinn 887 hestafla MWM aðalvél. Hann var yfirbyggður árið 1981.

Fróði SH 15 var seldur Magna hf. á Ísafirði sumarið 1989 og fékk hann nafnið Hafdís ÍS 25 og var gerður út á rækju.

Hafdís Sf 75 var seld úr landi til niðurrifs árið 2005.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Sæþór EA 101

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Sæþór EA 101 hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973.

Jón Helgason ÁR 12 var 120 brl. að stærð smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn. Báturinn var 120 brl. að stærð búinn 500 hestafla B&W Alpha aðalvél. Hann var lengdur árið 1974 og mældist þá 134 brl. að stærð.

Haustið 1979 keypti Austfirðingur hf. Jón Helgason til Eskifjarðar en þá hafið hann verið á Hornafirði í fjögur ár sem Jón Helgason SF 14. Gerður út af Gjafa hf. þar í bæ. Á Eskifirði fékk hann nafnið Votaberg SU 14 sem hann bar til ársins 1986.

Það ár haust keypti G. Ben s/f á Árskógssandi bátinn og nefndi Sæþór EA 101. Báturinn var yfirbyggður árið 1988 og 1993 var skipt um brú og nýr skutur settur á hann. Þetta var framkvæmt í Slippstöðinni á Akureyri. Eftir þessar breytingar mældist báturinn 150 brl. að stærð. Árið 1988 var einnig sett í bátinn 628 kw MAN aðalvél.

Sæþór EA 101 var gerður út frá Árskógssandi til ársins 2005 en í nóvember það ár keypti Útgerð Arnars ehf. í Stykkishólmi bátinn og nefndi Arnar SH 157. Hann var gerður út frá Stykkishólmi til ársins 2009 er hann var seldur til Noregs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Indriði Kristins kemur að landi í dag

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Indriði Kristins BA 751 fór í línuróður frá Grindavík í  fyrrakvöld og kom að landi í dag eftir að hafa lagt, og dregið, línuna tvisvar.

Um Indriða Kristins BA 751 hefur verið skrifað hér á síðunni og því tala myndirnar sínu máli að þessu sinni. Þær tók Jón Steinar Sæmundsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9631371. Trade Navigator við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Þar er nú skipað upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka.

Trade Navigator var smíðað árið 2013 og er 5,667 GT að stærð. Lengd þess er 118 metra og breiddin er 16 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Baldvinsson RE 208

1553. Jón Baldvinsson RE 208. Ljósmynd Þór Jónsson.

Þessa flottu mynd af skuttogaranum Jóni Baldvinssyni RE 208 tók Þór Jónsson á Djúpavogi.

Jón Baldvinsson RE 208 var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur í Portúgal og kom til landsins í júnímánuði það ár.

Í 9 tbl. Ægis 1980 segir svo:

Nýr skuttogari, m/s Jón Baldvinsson RE-208, bœttist við fiskiskipastól landsmanna 24. júní s.l, en þann dag kom hann til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur.

Jón Baldvinsson RE er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Þetta er annað fiskiskipið sem Portúgalir smíða fyrir íslendinga, en hið fyrra var skuttogarinn Már SH-127, sem kom til landsins í maí s.l. Samið var um þessi tvö skip í ágúst árið 1978.

Jón Baldvinsson RE, sem er systurskip Más SH, er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS, sem vars míðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári.

Helztu frávik á smíði og fyrirkomulagi frá Júlíusi Geirmundssyni komu fram í lýsingu á Má SH í 7.tbl. Ægis.

Jón Baldvinsson RE er í eigu Bœjarútgerðar Reykjarvíkur og er þetta fimmti skuttogarinn í eigu B.Ú.R.en fyrir eru þrír spœnskir skuttogararar af stærri gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; og Hjörleifur (áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til landsins.

Skipstjóri á Jóni Baldvinssyni RE er Snorri Friðriksson og l. vélstjóri Vilberg Normann. Framkvœmdastjóri útgerðar er Marteinn Jónasson.

Jón Baldvinsson var 53,45 metrar að lengd og 10,50 metra breiður. Hann mældist 493 brl. að stærð. Aðalvélin var 2350 hestafla Wichmann.

Grandi hf. seldi Jón Baldvinsson RE 208 til Chile haustið 1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Snör ÁR 16

903. Snör ÁR 16 ex Skálafell ÁR 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Snör Ár 16, sem hér sést koma að landi í Þorlákshöfn hét sjö nöfnum á sinni tíð en einkennisstafirnir voru mun fleiri.

Upphaflega hét báturinn Cæsar ÍS 47 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. Ísafirði árið 1942. Cæsar ÍS 47, sem var 15 brl. að stærð, búinn 66 hestafla Kelvinvél, var smíðaður fyrir Ásgeir Guðmundsson og Sölva Ásgeirsson á Flateyri sem áttu bátinn í eitt ár.

Þrisvar sinnum var skipt um vél í bátnum, ný 66 hestafla Kelvin var sett í hann árið 1958. 120 hestafla Ford Mercraftvél fór í hann 1978 og 200 hestafla, Caterpillar árið 1986.

Á vef Árna Björns, aba.is, segir svo um bátinn:

Cæsar átti eftir að koma víða við næstu árin og heita hinum ýmsu nöfnum. Frá árinu 1943 hét báturinn Sæbjörn SH-91, Grundarfirði. Frá árinu 1946 hét hann Sæbjörn RE-91, Reykjavík.  Frá árinu 1949 hét hann Sæbjörn SU-44, Fáskrúðsfirði. 

Frá árinu 1955 hét hann Sæbjörn NK-22, Neskaupstað. Frá árinu 1957 hét hann Vísir NK-22, Neskaupstað.  Frá árinu 1961 hét hann Vísir SU-256, Fáskrúðsfirði. Frá árinu 1965 hét hann Vísir SK-56, Sauðárkróki. Frá árinu 1970 hét hann Vísir RE-95, Reykjavík. Frá árinu 1971 hét hann Vísir ÍS-260, Ísafirði. 

Frá árinu 1971 hét hann Árni Magnússon ÍS-260, Ísafirði. Frá árinu 1978 hét hann Vísir RE-39, Reykjavík. Frá árinu 1982 hét hann Skálafell ÁR-16, Þorlákshöfn og Eyrarbakka. Frá árinu 1985 hét hann Snör ÁR-16, Þorlákshöfn. Frá árinu 1988 hét hann Hafbjörg ÁR-16, Þorlákshöfn. 

Frá árinu  1989 hét hann Hafbjörg VE-115, Vestmannaeyjum. Frá árinu 1990 hét hann Hafbjörg VE-815 og það nafn bar báturinn þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 9. júlí 1991

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jóhanna Magnúsdóttir RE 70

708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 ex Gustur SH 143. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Upphaflega hét báturinn Pétur Sigurðsson RE 331 og var smíðaður í Landssmiðjunni í Reyjavík árið 1956. Hann var smíðaður fyrir Sigurð Pétursson í Djúpuvík á Ströndum.

Báturinn, sem var 35 brl. að stærð búinn 240 hestafla GM vél, var seldur í desember 1957 Höfðakletti h/f á Höfðakaupstað og fékk nafnið Skallarif HU 15. Árið 1960 kaupir Þórður Jóhannesson í Keflavík bátinn og nefnir Ólaf KE 49.

Sumarið 1973 kaupir Soffanías Cesilsson í Grundarfirði Ólaf og nefnir Gust SH 24. Sama ár var sett í bátinn 350 hestafla Caterpillarvél. Haustið 1975 kaupir fyrrnefndur Þórður bátinn aftur til Keflavíkur og fær hann sitt fyrra nafn, Ólafur KE 49.

Sumarið 1983 kaupir Soffanías bátinn aftur og nú í félagi við Valdimar Elíasson og Rúnar Magnússon. Báturinn fær aftur nafnið Gustur og nú SH 143. Vorið 1984 kaupir Gísli Guðmundsson í Reykjavík bátinn og gefur honum það nafn sem hann ber á myndinni, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Heimild. Íslensk skip.

Jökull hf. á Raufarhöfn keypti Jóhönnu Magnúsdóttur RE 70 árið 1989 og gerði m.a út til innfjarðarrækjuveiða á Öxarfirði í nokkur ár. Báturinn var tekinn af skipaskrá í desember 1992 og hét þá Öxarnúpur ÞH 166.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Þórsnes II SH 109

1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Þórsnes II SH 109, sem hér að ofan sést draga netin á Breiðafirði, var smíðað fyrir samnefnt fyrirtæki í Stykkishólmi árið 1975.

Þórsnes II SH 109 var eitt þeirra raðsmíðaskipa sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og voru af­hent eigendum sínum á árunum 1971 til 1975. Stærð þessara skipa, var 105 – 150 brl. og var Þórsnesið, sem var fjórtánda og síðasta skipið, 143 brl. að stærð.

Dagur á Akureyri sagði svo frá 22. maí 1975:

Hinn 15. maí afhenti Slippstöðin á Akureyri fjórtánda raðsmíðaða, 150 tonna fiskibátinn til Þórsness h.f. í Stykkishólmi. Báturinn hlaut nafnið Þórsnes II SH 109, og er útbúinn til línu-, neta-, nóta- og togveiða.

Aðalvélin er Mannheim 765 hestöfl. Tvær hjálparvélar eru af gerðinni Volvo. Í skipinu eru öll hin vönduðustu fiskileitartæki og má þar meðal annars nefna höfuðlínumæli, og siglingartæki af vönduðustu gerð. Báturinn gekk 12,5 sjómílur í reynsluferð.

Skipstjóri á Þórsnesinu er Kristinn Ó Jónsson og Baldur Agnarsson er fyrsti vélstjóri.

Við afhendingu þessa 150 lesta stálfiskibáts, sem nú er kominn til heimahafnar, þar sem tekið var á móti honum með viðhöfn, er nú lokið raðsmíði báta af þessari gerð hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri að sinni.

Þórsnes II SH 109 var yfirbyggt árið 1988 í Njarðvík og um leið sett ný brú á það. Meira um Þórsnesið síðar…

1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Gulltoppur ÁR 321

874. Gulltoppur ÁR 321 ex Gulltoppur GK 321. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Gulltoppur ÁR 321 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982.

Nói Kristjánsson bátasmiður á Akureyri smíðaði bátinn árið 1962 fyrir Guðmund Bjarnason og Freystein Þórarinsson í Neskaupsstað. Hann var 10 brl. að stærð búinn 61 hestafla Bolindervél.

Árið 1969 er báturinn seldur til Húsavíkur þar sem hann fær nafnið Grímur ÞH 25. kaupendur voru Þormóður Kristjánsson og feðgarnir Ásgeir Kristjánsson og Kristján Ásgeirsson.

Árið 1973 var sett ný vél niður í bátinn, 125 hestaafla Caterpillar kom í stað Bolindervélarinnar sem fyrir var.

Undir árslok 1976 var Grímur ÞH 25 seldur suður á Vatnsleysusströnd þar sem hann fékk nafnið Gulltoppur Gk 321. Kaupandi Sæmundur Á. Þórðarson. Erlingur Ævarr Jónsson í Þorlákshöfn kaupir Gulltopp í desember árið 1979 og hann verður ÁR 321.

Sumarið 1984 kaupir Sveinn S. Steinarsson í Þorlákshöfn bátinn sem heldur nafni og númeri. Síðsumars 1986 er Gulltoppur seldur Suðurvör hf. sem selur hann skömmu síðar Selnesi hf. á Breiðdalsvík. Báturinn fékk nafnið Kambavík SU 24.

Á vefnum aba.is segir að báturinn hafi frá 1989 heitið Kambavík SU 158, Breiðdalsvík og einnig á árinu 1989 Kambavík HF 4, Hafnarfirði. Frá árinu 1990 hét báturinn Kambavík HF 344 og bar hann það nafn þegar honum var fargað og hann tekinn af skipaskrá 12. sept. 1990.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.