1353. Viðar ÞH 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Viðar ÞH 17 var smíðaður 1973 hjá Básum hf. í Hafnarfirði fyrir Hólmstein Helgason hf. á Raufarhöfn. Í 6 tbl. Ægi 1974 sagði m.a: 15. febrúar afhentu Básar h.f., Vestmannaeyjum, nýsmíði nr. 1, sem er 19 rúmlesta eikarfiskiskip. Fiskiskip þetta, Viðar ÞH 17, er í eigu Hólmsteins Helgasonar … Halda áfram að lesa Viðar ÞH 17
Month: desember 2019
Hafdís SF 75
1415. Hafdís SH 75 ex Hafdís ÍS 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Hafdís SF 75 liggur hér við bryggju á Hornafirði sumarið 2004 en báturinn var keyptur þangað vorið 1991. Báturinn var keyptur frá Ísafirði þar sem hann hafði borðið saman nafn en verið ÍS 25. Upphaflega hét báturinn Fróði SH 15 og var smíðaður … Halda áfram að lesa Hafdís SF 75
Sæþór EA 101
1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987. Sæþór EA 101 hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973. Jón Helgason ÁR 12 var 120 brl. að stærð smíðaður fyrir Fræg hf. í Þorlákshöfn. Báturinn var 120 brl. að stærð búinn … Halda áfram að lesa Sæþór EA 101
Indriði Kristins kemur að landi í dag
2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Indriði Kristins BA 751 fór í línuróður frá Grindavík í fyrrakvöld og kom að landi í dag eftir að hafa lagt, og dregið, línuna tvisvar. Um Indriða Kristins BA 751 hefur verið skrifað hér á síðunni og því tala myndirnar sínu máli að þessu sinni. Þær … Halda áfram að lesa Indriði Kristins kemur að landi í dag
Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun
IMO 9631371. Trade Navigator við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Hollenska flutningaskipið Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum. Þar er nú skipað upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka. Trade Navigator var smíðað árið 2013 og er 5,667 GT að stærð. Lengd þess er 118 metra og breiddin er 16 … Halda áfram að lesa Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun
Jón Baldvinsson RE 208
1553. Jón Baldvinsson RE 208. Ljósmynd Þór Jónsson. Þessa flottu mynd af skuttogaranum Jóni Baldvinssyni RE 208 tók Þór Jónsson á Djúpavogi. Jón Baldvinsson RE 208 var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur í Portúgal og kom til landsins í júnímánuði það ár. Í 9 tbl. Ægis 1980 segir svo: Nýr skuttogari, m/s Jón Baldvinsson RE-208, bœttist … Halda áfram að lesa Jón Baldvinsson RE 208
Snör ÁR 16
903. Snör ÁR 16 ex Skálafell ÁR 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Snör Ár 16, sem hér sést koma að landi í Þorlákshöfn hét sjö nöfnum á sinni tíð en einkennisstafirnir voru mun fleiri. Upphaflega hét báturinn Cæsar ÍS 47 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. Ísafirði árið 1942. Cæsar ÍS 47, sem var … Halda áfram að lesa Snör ÁR 16
Jóhanna Magnúsdóttir RE 70
708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 ex Gustur SH 143. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega hét báturinn Pétur Sigurðsson RE 331 og var smíðaður í Landssmiðjunni í Reyjavík árið 1956. Hann var smíðaður fyrir Sigurð Pétursson í Djúpuvík á Ströndum. Báturinn, … Halda áfram að lesa Jóhanna Magnúsdóttir RE 70
Þórsnes II SH 109
1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Þórsnes II SH 109, sem hér að ofan sést draga netin á Breiðafirði, var smíðað fyrir samnefnt fyrirtæki í Stykkishólmi árið 1975. Þórsnes II SH 109 var eitt þeirra raðsmíðaskipa sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og voru afhent eigendum sínum á árunum 1971 til 1975. Stærð þessara … Halda áfram að lesa Þórsnes II SH 109
Gulltoppur ÁR 321
874. Gulltoppur ÁR 321 ex Gulltoppur GK 321. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Gulltoppur ÁR 321 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982. Nói Kristjánsson bátasmiður á Akureyri smíðaði bátinn árið 1962 fyrir Guðmund Bjarnason og Freystein Þórarinsson í Neskaupsstað. Hann var 10 brl. að stærð búinn 61 hestafla Bolindervél. Árið 1969 er báturinn … Halda áfram að lesa Gulltoppur ÁR 321