María Pétursdóttir VE 14

1430. María Pétursdóttir VE 14 ex Dagný GK 91. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

María Pétursdóttir VE 14, sem hér sést koma til hafnar í Vestmannaeyjum, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1975.

Báturinn, sem er 29 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ægi h/f á Grenivík og afhentur eigendum sínum 12. júlí 1975. Hann var með smíðanúmer 6 hjá Vör og í honum 300 hestafla Volvo Penta.

Ægir Jóhannsson ÞH 212 var seldur til Suðurnesja frá Grenivík árið 1981 og ári síðar kominn í eigu útgerðarfélagsins Njarðar h/f í Sandgerði. Báturinn hét áfram saman nafni, sömu einkennsstafir og númer en heimahöfnin Húsavík.

Árið 1993 kaupir Jón Erlingsson í Sandgerði bátinn og nefnir Erling GK 212.

Valdimar ehf. í Vogum kaupir Erling í lok árs 1996 og gefur honum nafnið Dagný GK 91 en þá hafði báturinn verið GK 214 í um tveggja mánaða skeið.

Þegar farið var að líða á vetrarvertíðina 1997 var Dagný GK 91 seld til Vestmannaeyja, kaupandinn var Brimhóll ehf. og báturinn fær það nafn sem hann ber á myndinni hér að ofan.

Sumarið 2001 fær báturinn nafnið Birta VE 8 og eigandi Skálará ehf. en 2008 er TT Luna ehf. skráður eigandi. Síðan hefur báturinn borið nafnið Víðir ÞH 212, aftur Birta VE 8 en í dag Seaflower EA 67. Hann skemmdist talsvert á stefni árið 2010 og hefur ekki verið gerður út síðan en verið er að gera hann upp.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Smábátar á Arnarstapa

6288. Ör SH 76 -5882. Skarfur SH 246 ex Skarfur HF 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Á þessari mynd má líta tvo smábáta í höfninni á Arnarstapa á Snæfellssnesi þar sem þeir biðu þess að komast undir löndunarkrana.

Ör SH 76 var smíðuð hjá Skel h/f í Kópavogi árið 1981 fyrir Ragnar Hermansson á Húsavík sem nefndi bátinn Ör ÞH 313.

Um aldarmótin síðustu er báturinn kominn vestur á Arnarstapa þar sem hann fær skráninguna SH 76 og síðar SH 57.

Skarfur SH 246 var smíður í Bátasmiðjunni Mótun h/f árið 1977 og hét upphaflega Einar Örn HF 30. Árið 1980 fær hann nafnið Skarfur HF 30 en það var 1997 sem hann varð SH 246 sem hann ber á myndinni. Síðar fékk nafnið Undri ÍS 333.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grænlandsfarið Tukuma Artica í Sundahöfn

IMO: 9822865. Tukuma Arctica í Sundahöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Tukuma Arctica, nýtt gámaflutningaskip grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line, kom við í Sundahöfn í jómfrúarferð sinni til Grænlands.

Tukuma Arctica var smíðað í Kína og er samskonar skip og Dettifoss og Brúarfoss sem Eimskip er með í smíðum þar. Skipið er 179 metra langt, 31 metra breitt og mælist 26,500 brúttotonn að stærð. Það getur flutt 2150 gámaeiningar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásdís ÞH 136

2783. Ásdís ÞH 136 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Ásdís ÞH 136 kemur hér til hafnar á Húsavík í gær en Barmur ehf. gerir hana út.

Ásdís, sem er af gerðinni Cleopatra 31, hét upphaflega Kristján ÍS 110 en þegar hún var keypt til Húsavíkur árið 2015 hét hún Ingunn Sveinsdóttir AK 91.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution