Grásleppan er lífið fyrir neðan bakkann þessa dagana

Grásleppubátarnir Aron ÞH 105 og Aþena ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppan er lífið fyrir neðan bakkann á Húsavík þessa dagana og ekki amalegt að kíkja á bryggjuna í vorblíðunni líkt og í dag.

Grásleppubátarnir Aron ÞH 105 og Aþena ÞH 505 komu að landi á sama tíma en Guðmundur A. Hólmgeirsson gerir Aron út en Stefán sonur hans Aþenu.

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók þegar bátarnir komu að og á meðan kallarnir voru að landa.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kap II VE 7

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Þegar Frosti ÞH 229 var á leiðinni á miðin í morgun, nánar tiltekið á Selvogsbankann, varð Kap II VE 7 á vegi þeirra og Gundi tók þessar myndir sem nú birtast.

Kap II VE 7 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177.

Um hana má lesa hér

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skarðsvík SH 205 við bryggju á Siglufirði

TFXY. Skarðsvík SH 205. Ljósmynd Hannes Baldvinsson.

Hér liggur Skarðsvík SH 205 við bryggju á Siglufirði, vel hlaðin af síld. Myndina tók Hannes Baldvinsson.

Skarðsvík þessi átti sér ekki langa sögu, var smíðuð 1960 í Danmörku fyrir Sigurð Kristjónsson ofl. en eigandi frá 8. maí 1961 var Skarðsvík h/f á Rifi á Snæfellsnesi.

Skarðsvík var 86 brl. að stærð, búin 400 hestafla MWM aðaðlvél.

Skarðsvík fórst út af Snæfellsnesi 11. febrúar 1962. Áhöfnin, sex menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát þaðan sem Stapafell SH 15 bjargaði þeim um borð og til lands. (Heimild Íslenks skip)

Í Þjóðviljanum á gamlársdag 1960 segir svo frá komu Skarðsvíkur til landsins:

Nýr bátur kom til Rifs í gærkvöld, fimmtudag, v.b. Skarðsvík SH 205. Báturinn er 87 lestir að stærð,með 400 hestafla Manheimvél, smíðaður í Frederikssund Danmörku.  Báturinn var sex sólarhringa á leiðinni til Íslands, en skipstjóri í ferðinni var Kristján Guðmundsson.

Skipstjóri á bátnum í vetur verður Sigurður Kristjónsson. Eigendur eru Sveinbjörn Benediktsson, Sigurður skipstjóri ofl.

Skarðsvík er annar báturinn, sem kemur til Rifs á seinni hluta þessa árs.

Eins og áður segir sökk Skarðsvík 11. febrúar 1962 en mikill leki kom að bátnum þegar hann var á landleið eftir leitar- og björgunaðgerðir þegar togarinn Elliði fórst.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Anna EA 305 við bryggju á Akureyri.

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Línu- og netaskipið Anna EA 305 liggur hér við bryggju og bíður þess sem verða vill, hvað svo sem það verður. Myndin var tekin í gær.

Anna var smíðuð í Noregi árið 2001 og hét áður Carisma Star. Hún er 52. metrar að lengd, 11 metra breið og mælist 1.457 brúttótonn að stærð.

Sæból fjárfestingafélag ehf. er skráður eigandi skipsins en það var gert út á vegum Útgerðarfélags Akureyringa og var síðasta löndun þess í desember í fyrra.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution