Reykjaborg RE 25

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Þessar myndir voru teknar 30. ágúst 2003 af Reykjaborg RE 25 koma til hafnar í Reykjavík.

Ekki var hún þó að koma úr róðri því allnokkur hópur manna var þarna um borð. Og báturinn nýmálaður og fínn og Bugtin handan við hornið.

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Reykjaborg RE 25 var smíðuð á Ísafirði 1998, og lengd 2001. Síðar seld til Keflavíkur þar sem hún varð KE 6. Fékk síðar nafnið Geir KE 6.

Því næst fékk báturinn nafnið Arnþór GK 20 og var í eigu Nesfisks í Garði.

Agustson ehf. í Stykkishólmi keypti Arnþór GK 20 sumarið 2017 og fékk hann nafnið Leynir SH 120.

Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð.

2325. Reykjaborg RE 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Síldin háfuð um borð í Dagfara ÞH 70

Um borð í 1037. Dagfara ÞH 70. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1967.

Þessar tvær myndir tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH sumarið 1967.

Þarna er verið að háfa síld í bátinn sem var glænýr þegar þettta var. Kom í fyrsta skipti til heimahafnar 17. maí það ár. Dagfari ÞH 70 var smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi.  

Um borð í 1037. Dagfara ÞH 70. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1967.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Halldóra HF 61

965. Halldóra HF 61 ex Helga III RE 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldóra HF 61 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði vel hlaðinn eftir bolfisktúr.

Halldóra HF 61 var smíðuð í Ulsteinsvik í Noregi 1964 og hét upphaflega Ingiber Ólafsson II GK 135.

Síðar hét báturinn Ársæll KE 77, Ársæll KE 17, Jöfur KE 17, Helga III RE 67, Halldóra HF 61, Snarfari ÓF 25, Snarfari HF 66, Snarfari, Neves, Reynir HF og að lokum aftur Snarfari HF.

Fór í pottinn árið 2004.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Vestmannaey VE 444

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Í síðustu viku myndaði Hólmgeir Austfjörð togskipið Bergey VE 544 koma til hafnar í Vestmannaeyjum en í dag var það Vestmannaey VE 444 sem hann náði að fanga á kortið.

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Bergey VE 544 og Vestmannaey VE 444, sem smíðaðar voru árið 2007, verða leystar af hólmi á þessu ári með nýjum skipum sem eru í smíðum fyrir Berg-Huginn ehf., dótturfélag Síldarvinnlunnar hf. í Neskaupstað.

2444. Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Drangavík VE 80

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Togbáturinn Drangavík VE 80 kom til löndunar í Vestmannaeyjum í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þegar hún kom að.

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Nýlega var umfjöllun um Drangavík hér á síðunni svo myndirnar verða látnar duga að Þessu sinni.

2048. Drangavík VE 80 ex Drangavík VE 555. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Björn EA 220

2655. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Björn EA 220 úr Grímsey er hér á siglingu við Svalbarðseyri þann 5. apríl árið 2007.

Henning Jóhannesson og synir hans, Jóhannes og Sigurður, létu smíða Björn EA 220 árið 2005 og kom hann til heimahafnar í Grímsey í aprílmánuði það ár.

Björn EA 220 er af gerðinni Cleóptara 38 frá Trefjum. Hann er 11,62 metrar að lengd, 3,74 metrar á breidd og mælist 11,49 brl./14,47 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Þerna SH 350

2314. Þerna SH 350 ex Siggi Bjartar ÍS 50. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Þerna SH 350 var smíðuð hjá Mótun í Kanada/Hafnarfirði árið 1998 og hét upphaflega Sigurvík HF 75.

Þetta var í lok september og bar hann þetta númer í um einn og hálfan mánuð eða svo því Stakkavík í Grindavík keypti bátinn og hann varð GK 131 um miðjan nóvember.

2314. Siggi Bjartar ÍS 50 ex Sigurvík GK 131. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Um mitt ár árið 2000 fær báturinn nafnið Siggi Bjartar ÍS 50 eftir að Runólfur Kristinn Pétursson keypti hann til Bolungarvíkur.

Í maímánuði 2002 fær báturinn nafnið sem hann ber í dag eftir að Óskar Skúlason keypti hann og heimahöfnin er Rif.

Þerna SH 350 var lengd árið 2006 og er eftir það 11,92 metrar að lengd. Mælist 9,86 brl./10,99 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Falksea við bryggju á Húsavík

Falksea við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Eins og fram kom á síðunni í gær kom flutningaskipið Falksea til Húsavíkur í gær með saltfarm.

Falksea er 90 metra langt og 14 metra breytt. Mælist 2,999 GT að stærð. Smíðað árið 2002 og er með heimahöfn í Stavanger.

Falksea við Þvergarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri uplausn.

Erling KE 140

1016.Erling KE 140 ex Sigurður Pálmason HU 333. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér sjáum við þá þrjá báta Saltvers ehf. í Reykjanesbæ sem borið hafa nafnið Erling og verið KE 140.

Saga bátanna mun ekki koma ítarlega fram hér að sinni en á efstu myndinni er sá sem bar KE 140 fyrstur af Erlingunum þrem. Þessi hét upphaflega Sigurbjörg ÓF 1 og var smíðaður í Slippstöðinni á AKureyri 1966.

Hét síðar Pálmi BA 30, Fylkir NK 102, Sigurður Pálmason HU 333, Erling KE 140 og að lokum Keilir GK 140. Seldur úr landi snemma árs 1995. 

120. Erling KE 140 ex Höfrungur II GK 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sá næsti var upphaflega Höfrungur II AK 150 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins 1960. Síðar Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og loks Kambaröst RE 120. Rifinn í Hafnarfirði 2010. Báturinn var smíðaður í Avalsnes í Noregi 1957 og hét Sangolt.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Núverandi Erling KE 140 var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Þorsteinn GK 16

145. Þorsteinn GK 16 ex Kópur GK 175. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þorsteinn GK 16 leggur hér úr höfn á Húsavík áleiðis á rækjumiðin úti fyrir Norðurlandi

Þorsteinn hét upphaflega Lómur KE 101 og var smíðaður í Molde í Noregi 1963 fyrir Brynjólf hf. í Keflavík. Báturinn var 202 brl. að stærð og búinn 660 hestafla Lister aðalvél. Hann var endurmældur 1969 og varð við það 178 brl.

Haustið 1973 kaupir Kópanes hf. í Reykjavík bátinn og fær hann nafnið Kópur RE 175. Í ársbyrjun 1977 kaupa Guðmundur Þortseinsson og Jóhannes Jónsson í Grindavík bátinn sem heldur nafninu en verður GK 175. 1979 var skipt um aðalvél, 720 hestafla Mirrless Blackstone kom í stað Listersins.

1980 er skráður eigandi að bátnum Hóp hf. og hann fær nafnið Þorsteinn GK 16 sem hann bar þar til yfir lauk.

Eins og menn vita sem áhuga hafa á bátum fékk Þorsteinn netin í skrúfuna undan Krýsuvíkurbjargi þann 10. mars 1997. Hann varð við það vélavana og rak upp í bergið eftir að akkerisfestar hans höfðu slitnað, en ekki tókst að koma aðalvélinni í gang. 

Áður en báturinn strandaði hafði þyrla Landhelgisgæslunnar bjargað tíu manna áhöfn hans. Veðrið var slæmt og Þorsteinn fylltist af sjó eftir að hann strandaði og valt síðan á hliðina. Ægir konungur var síðan ekki lengi að eyðileggja flakið þar sem það lá óvarið fyrir ágangi sjávar.

Þorsteinn GK hafði verið yfirbyggður 1985 auk þess sem skipt hafði verið um brú á honum. Áður en hann var yfirbyggður að fullu var hann hálf yfirbyggður eins og svo margir Grindavíkurbátar voru.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.