Skutull ÍS 180

1383. Skutull ÍS 180 ex Hafþór RE 40. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjutogarinn Skutull RE 180 hét upphaflega Baldur EA 124 og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Dalvík um mitt ár 1974. Baldur var í eigu Aðalsteins Loftssonar útgerðarmanns á Dalvík.

Um einu og hálfu árið síðar var Baldur kominn í eigu Ríkissjóðs og notaður sem varðskip. Síðar hét hann Hafþór RE 40 og var í eigu Hafró. Hann var leigður Útgerð Hafþórs sf. á Ísafirði sem gerði hann út til rækjuveiða.

Haustið 1990 kaupir Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Hafþór RE 40 og hann fær nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Básafell hf. varð til síðla árs 1996 var Togaraúgerð Ísafjarðar meðal þeirra sjávarútvegs-fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafni Básafells.

Vorið 1999 kom Skutull ÍS 180 úr breytingum í Póllandi sem fólust m.a í 11 metra lengingu auk breytinga á skut.

Eftir að Básafelli hf. var stokkað upp komst Skutull ÍS 180 í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. sem gerði hann út undir nafninu Eldborg RE 13. Þegar Guðmundur í Nesi RE 13 leysti hana af hólmi árið 2004 var hún seld úr landi.

Kaupandinn var útgerðarfyrirtækið Reyktal AS sem gerði Eldborgina út til rækjuveiða en undanfarin ár hefur hún legið í Hafnarfjarðarhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður ÞH 44 kom að landi í Grindavík í dag

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Vörður ÞH 44 kom að landi í Grindavík upp úr hádeginu í dag. Aflinn var 220 kör af blönduðum afla sem gera um það bil 70 tonn.

Jón Steinar lá fyrir honum og tók meðfylgjandi myndir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristbjörg II HF 75

127. Kristbjörg II HF 75 ex Tjaldanes ÍS 522. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristbjörg II HF 75 var smíðuð í Flekkefjord árið 1964 og hét upphaflega Guðbjartur Kristján ÍS 280.

Í Morgunblaðinu þann 24. júlí 1964 sagði svo frá komu hans:

Nýtt og glæsilegt vélskip, Guðbjartur Kristján ÍS 2S0, kom til Ísafjarðar í kvöld. Þetta er 194 lesta stálskip, smíðað í Flekkefjord í Noregi. Eigandi skipsins er Eir h/f á Ísafirði.

Skipið er búið 500 hestafla Lister vél og ljósavél sömu gerð. Var ganghraði á heimleið 10,8 sjómílur. Fékk skipið mjög gott veður og var fjóra sólarhringa heim. Halldór Hermannsson, skiptjóri, sigldi skipinu heim.

Þetta mun vera sjöunda skipið sem smíðað er fyrir íslendinga í Flekkefjörd og er smíðað eftir sömu teikningu og Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði. Guðbjartur Kristján fer til síldveiða fyrir helgi og verður skipstjóri á honum Birgir Erelndsson.

Árið 1967 þegar nýr Guðbjartur Kristján ÍS 20 kom til Ísafjarðar fékk þessi nafnið Víkingur III ÍS 280 sem hann bar lengi vel.

1989 var Víkingur III seldur suður í Sandgerði og kom hann í stað Sandgerðings GK 286. Haustið 1990 keypti Fiskiðja Sauðárkróks bátinn. Þar fékk hann nafnið Ólafur Þorsteinsson SK 77 sem hann bar um tíma en Hólmgrímur Sigvaldason keypti bátinn og nefndi Tjaldanes ÍS 522.

Smáey h/f í Vestmannaeyjum keypti bátinn 1995 og fékk hann nafnið Sæfaxi VE 25. Hann var síðan kominn í núllflokk hjá Fiskistofu árunum 1997-2000 og skráður sem Skussi VE.

Magnús Helgi Friðgeirsson kaupir bátinn árið 2000 og þá fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Kristbjörg II HF 75.

Árið 2006 er Kristbjörg II komin í eigu Vaktskipa og fær nafnið Valberg VE 10 og ári síðar Valberg II VE 105.

Báturinn fór í brotajárn árið 2008 og var brytjaður niður í Njarðvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðmundur Ólafur ÓF 91

2329. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Sveinn Benediktsson SU 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Guðmundur Ólafur ÓF 91 hét áður Sveinn Benediktsson SU 77 og var keyptur til landsins af SR Mjöl hf. árið 1999.

Skipið var smíðað í Noregi árið 1990 og er 56 metra langt og 11 metra breitt, alls 1.230 brúttólestir. Hét upphaflega Torson en bar nafnið Talbor þegar það var keypt hingað.

Skipið fékk nafnið Birtingur NK 119 áður en það var selt aftur til Noregs árið 2009. Þar fékk það nafnið Magnarson en síðar um árið var það selt til Færeyja þar sem það fékk nafnið Atlantsfarid VG 218.

Árið 2016 fékk það nafnið Norðhavið en ber í dag nafnið Cap Blanc CUR-135. Er í eigu Færeyinga en leigður hollensku fyrirtæki. Skráð í Willemstad á Curacao sem heyrir undir Holland.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution