Smári ÓF 20

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Smári ÓF 20 er í eigu Smára ehf. á Ólafsfirði og hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík.

Báturinn var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 en þar hét hann Digranes.

Smári ÓF 20 er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003. Hann er rúmlega 11 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Westvard HO TN 54. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir.

Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn.

Howard Ho var keyptur til Færeyja árið 1885 og gerður út til fiskveiða.

Jón Steinar skrifar svo á síðu sinni Báta& bryggjurölt:

Fram til ársins 1940 stundaði hún veiðar við Færeyjar, Ísland, Grænland, Bjarnarey og á Rockall svæðinu. Sett var vél hana á síðari hluta þriðja áratugar síðustu aldar eins og svo margar Færeyskar skútur á þeim tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni sigldi hún milli Íslands og Færeyja til Aberdeen með fisk. Síðasti túrinn sem Westward HO réri til fiskjar var farinn árið 1964.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áskell ÞH 48

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Áskell ÞH 48 kom með fullfermi til löndunar í Grindavík sl. laugardag og sendi Jón Steinar drónann til móts við hann og úr varð úrvals myndefni.

Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og afhenti á síðasta ári. Útgerð Áskels, Gjögur hf., lét smíða tvö þessara skipa en hitt er Vörður ÞH 44.

 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey að veiðum á Öræfagrunni

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Bergey VE 144 lá fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í morgun þar sem hún var að veiðum á Öræfagrunni.

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki og afhenti á síðasta ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erling KE 140

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Netabáturinn Erling KE 140 lét úr höfn á Húsavík næu undir kvöld og voru þessar myndir teknar þá.

Erling er í eigu Saltvers ehf. í Reykjanesbæ en Brim hf. leigir hann um þessar mundir og gerir út til grálúðuveiða í net.

Erling KE 140 var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Báturinn er 252 brl./367 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi.

Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók árið 1958. Kaupendur voru Valdimar Magnússon og Ólafur Jónsson og nefndu þeir bátinn Sigurvon SK 8.

Um miðjan sjöunda áratuginn kaupir Áslaugur Jóhannesson í Hrísey bátinn og gefur honum nafnið Þorfinnur EA 120. Í Hrísey var hann til ársins 1990 en þá keypti Sigurður Kristjánsson bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Ási ÞH 19. Sigurður seldi bátinn til Þórshafnar ári síðar en þá keypti hann Vilborgu ÞH 11 og nefndi Von ÞH 54.

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Manni ÞH 81 og árið 1994 fékk hann sitt síðasta nafn sem var Gísli á Bakka BA 400. Báturinn var afskráður í nóvember 1996.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Björgvin EA 311

27. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hannes Baldvinsson.

Tappatogarinn Björgvin EA 311 er hér á mynd Hannesar Baldvinssonar koma að landi á Siglufirði. 

Björgvin var smíðaður í Stralsund í A- Þýskalandi 1958 og kom til heimahafnar á Dalvík á Þorláksmessu það ár.

Í Alþýðumanninum sem gefinn var út á Akureyri birtist eftirfarandi frétt þann 30. desember 1958:

Á Þorláksdag kom til Dalvíkur nýtt togveiðiskip, Björgvin EA 311, eitt hinna 12 austur-þýzku 250 lesta fiskiskipa, er nú eru að koma hingað til landsins. Er Björgvin hið 3. þeirra skipa í röðinni. 

Áður höfðu Guðmundur Péturs ÍS 1 komið til Bolungarvíkur og Sigurður Bjarnason EA 450 hingað. Björgvin er að öllu leyti samskonar skip og Sigurður Bjarnason, og vísast til lýsingar hans hér á öðrum stað í blaðinu.

Aðaleigendur Björgvins eru Sigfús Þorleifsson, útgerðarmaður, Dalvík, og Björgvin Jónsson, skipstjóri, Dalvík, er sigldi skipinu upp.

Kom skipið hingað til Akureyrar á Þorláksdagsmorgun erlendis frá, en hélt síðan samdægurs til heimahafnar sinnar, Dalvíkur.

Björgvin EA var í eigu Útgerðarfélags Dalvíkur frá septembermánuði 1959 og allt til ársins 1973 er hann var seldur til Suðureyrar. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Árni á Bakka ÞH 380

27. Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér liggur Árni á Bakka ÞH 380 við bryggju á athafnasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri um árið.

Árni á Bakka ÞH 380 var gerður út til rækjuveiða frá Kópaskeri árin 1987-1989 en Sæblik h/f keypti bátinn frá Hafnarfirði og kom hann til heimahafnar vorið 1987.

Árni á Bakka var einn tappatogaranna 12 sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi og hét upphaflega Björgvin EA 311 og var gerður út frá Dalvík.

27. Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vilborg

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Vilborg ÞH 11 kemur hér í plássið sitt við eina flotbryggjuna í Húsavíkurhöfn í dag.

Báturinn, sem er í eigu Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, er af gerðinni Skel 80 og var smíðuð í Trefjum árið 1982.

Vilborg mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.

Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skúmur ÍS 322

1872. Skúmur ÍS 322 ex Skúmur GK 22. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1995.

Hreiðar Olgeirsson tók þessa mynd veturinn 1995 þegar Skúmur ÍS 322 kom að slippkantinum á Akureyri. Geiri Péturs ehf. á Húsavík hafði þá keypt skipið sem var að fara í skveringu hjá Slippstöðinni.

Upphaflega hét skipið Skúmur GK 22 í eigu Fiskaness h/f í Grindavík. Smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987 og mældist 242 tonn að stærð.

Hafboði h/f í Hafnarfirði keypti Skúm GK 22 árið 1989 og heimahöfnin varð Hafnarfjörður. Skipið var skráð með heimahöfn á Flateyri 1994 og varð við það Skúmur ÍS 322. Sami eigandi samkvæmt vef Fiskistofu.

Útgerð Geira Péturs ÞH 344 kaupir Skúm ÍS 322 fyrri part árs 1995 og kom hann til heimahafnar á Húsavík 21. maí það ár.

Geiri Péturs ÞH 344 var gerður út á rækju frá Húsavík til ársins 1997 er hann var seldur til Noregs þar sem hann fékk nafnið Valanes T-285-T.

Seldur frá Noregi til Argentínu árið 2005 þar sem það er enn undir nafninu Argenova X.

Þess má geta til gamans að Argentínumenn gera einnig út systurskip Argenova, Argenova IX. Það skip var smíðað fyrir Norðmenn 1986 og hét upphaflega Mikal Berntsen.

Það bar síðan nöfnin Barentstrål og Skarodd áður það var selt suður eftir árið 2005.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution