Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Westvard HO TN 54. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020. Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir. Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn. Howard Ho var keyptur til Færeyja … Halda áfram að lesa Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Áskell ÞH 48

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Áskell ÞH 48 kom með fullfermi til löndunar í Grindavík sl. laugardag og sendi Jón Steinar drónann til móts við hann og úr varð úrvals myndefni. Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og afhenti á síðasta ári. Útgerð Áskels, Gjögur … Halda áfram að lesa Áskell ÞH 48

Bergey að veiðum á Öræfagrunni

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020. Bergey VE 144 lá fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í morgun þar sem hún var að veiðum á Öræfagrunni. Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki og afhenti á síðasta ári. Með … Halda áfram að lesa Bergey að veiðum á Öræfagrunni

Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi. Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók … Halda áfram að lesa Ási ÞH 19

Björgvin EA 311

27. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hannes Baldvinsson. Tappatogarinn Björgvin EA 311 er hér á mynd Hannesar Baldvinssonar koma að landi á Siglufirði.  Björgvin var smíðaður í Stralsund í A- Þýskalandi 1958 og kom til heimahafnar á Dalvík á Þorláksmessu það ár. Í Alþýðumanninum sem gefinn var út á Akureyri birtist eftirfarandi frétt þann 30. desember … Halda áfram að lesa Björgvin EA 311

Árni á Bakka ÞH 380

27. Árni á Bakka ÞH 380. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér liggur Árni á Bakka ÞH 380 við bryggju á athafnasvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri um árið. Árni á Bakka ÞH 380 var gerður út til rækjuveiða frá Kópaskeri árin 1987-1989 en Sæblik h/f keypti bátinn frá Hafnarfirði og kom hann til heimahafnar vorið 1987. Árni á … Halda áfram að lesa Árni á Bakka ÞH 380