Spitsbergen kom í morgun

IMO 9434060. Spitsbergen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Farþegaskipið Spitsbergen kom ti Húsavíkur í morgun en það er gert út af Hurtigruten í Noregi. Spitsbergen var smíðað árið 2009 hjá skipasmíðastöðinni Estaleiro Navais de Viana do Castelo í Viana do Castelo í Portúgal. Skipið var allt endurnýjað árið 2016 en það tekur 335 farþega. Spitzbergen er … Halda áfram að lesa Spitsbergen kom í morgun

Wilson North kom til Húsavíkur

IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Wilson North kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld og lagðist að Bökugarðinum. Skipið, sem er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt, kom með trjáboli til PCC á Bakka. Það mælist 6,118 GT að stærð. Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir … Halda áfram að lesa Wilson North kom til Húsavíkur

Barði NK 120

2865. Barði NK 120 ex Börkur II NK 122. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2022. Skip Síldarvinnslunnar, Barði NK 120, sést hér yfirgefa Akureyri á dögunum en þar var skipið í slipp. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag að nú þegar kolmunnaveiðum er lokið í bili eru uppsjávarskip Síldarvinnslunnar undirbúin fyrir makrílvertíð sem gert er ráð … Halda áfram að lesa Barði NK 120

Bjössi Sör á leið í hvalaskoðun

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör siglir á Skjálfandaflóa í morgun. Báturinn hét upphaflega Sólrún EA og var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi en hún var síðasti báturinn sem var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA. Hér má lesa nánar um bátinn en Norðursigling keypti hann frá Breiðdalsvík haustið 2002. … Halda áfram að lesa Bjössi Sör á leið í hvalaskoðun

Smaragd M 64 HØ

IMO: 9171034. Smaragd M 64 HØ. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 2001. Norska uppsjávarveiðiskipið Smaragd M 64 HØ frá Herøy á siglingu árið 2001 en það var smíðað árið 1999. Ekki með öllu ókunnugt Íslendingum því Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypti skipið til landsins sumarið 2014 og gaf því nafnið Hoffell SU 80. Skipið er sem fyrr segir … Halda áfram að lesa Smaragd M 64 HØ

Klara Sveinsdóttir á toginu

1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST 71. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1993. Rækjuskipið Klara Sveinsdóttir SU 50 frá Fáskrúðsfirði togar hér á rækjuslóðinni árið 1993. Giska á að þetta sé austan við land. Akkur hf. á Fáskrúðsfirði gerði skipið út sem var 292 tonn að stærð. Smíðað í Noregi 1978 og keypt notuð til … Halda áfram að lesa Klara Sveinsdóttir á toginu

Ronja Christopher við Kópasker

IMO 9878955. Ronja Christopher. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska brunnskipið Sonja Christopher var framundan Röndinni á Kópaskeri í gær en þar var verið að dæla seiðum úr nýju landeldisstöð Rifóss út í skipið. Þaðan er svo siglt með seiðin austur á firði þar sem þau er sett í sjókvíar á vegum Fiskeldis Austfjarða. Ronja Christopher … Halda áfram að lesa Ronja Christopher við Kópasker