Bjössi Sör á leið í hvalaskoðun

1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör siglir á Skjálfandaflóa í morgun. Báturinn hét upphaflega Sólrún EA og var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi en hún var síðasti báturinn sem var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA. Hér má lesa nánar um bátinn en Norðursigling keypti hann frá Breiðdalsvík haustið 2002. … Halda áfram að lesa Bjössi Sör á leið í hvalaskoðun

Smaragd M 64 HØ

IMO: 9171034. Smaragd M 64 HØ. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 2001. Norska uppsjávarveiðiskipið Smaragd M 64 HØ frá Herøy á siglingu árið 2001 en það var smíðað árið 1999. Ekki með öllu ókunnugt Íslendingum því Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypti skipið til landsins sumarið 2014 og gaf því nafnið Hoffell SU 80. Skipið er sem fyrr segir … Halda áfram að lesa Smaragd M 64 HØ

Klara Sveinsdóttir á toginu

1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST 71. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1993. Rækjuskipið Klara Sveinsdóttir SU 50 frá Fáskrúðsfirði togar hér á rækjuslóðinni árið 1993. Giska á að þetta sé austan við land. Akkur hf. á Fáskrúðsfirði gerði skipið út sem var 292 tonn að stærð. Smíðað í Noregi 1978 og keypt notuð til … Halda áfram að lesa Klara Sveinsdóttir á toginu

Ronja Christopher við Kópasker

IMO 9878955. Ronja Christopher. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska brunnskipið Sonja Christopher var framundan Röndinni á Kópaskeri í gær en þar var verið að dæla seiðum úr nýju landeldisstöð Rifóss út í skipið. Þaðan er svo siglt með seiðin austur á firði þar sem þau er sett í sjókvíar á vegum Fiskeldis Austfjarða. Ronja Christopher … Halda áfram að lesa Ronja Christopher við Kópasker

Grindvíkingur

1512. Grindvíkingur GK 606. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1994. Þessa myndasyrpu af Grindvíkingi GK 606 tók Olgeir Sigurðsson árið 1994 skipið var gert út af Fiskanesi í Grindavík. Hér má lesa nánar um Grindvíking GK 606 en hann var smíðaður árið 1978. 1512. Grindvíkingur GK 606. Ljósmyndir Olgeir Sigurðsson 1994. Með því að smella á myndirnar … Halda áfram að lesa Grindvíkingur

Hrímbakur EA 306

1472. Hrímbakur EA 306 ex Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1991. ÚA togarinn Hrímbakur EA 306 er hér á miðunum árið 1991 en myndina tók Olgeir Sigurðsson. Togarinn hét upphaflega Bjarni Herjólfsson ÁR 200 og var smíðaður í Póllandi árið 1977. Hrímbakur EA 306 var 488 brl. að stærð búinn 2200 hestafla Sulser aðalvél. … Halda áfram að lesa Hrímbakur EA 306