Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær

IMO 9333644. Rotsund ex Nordkinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Norska flutningaskipið Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær en það ku vera að flytja laxaseiði frá Aberdeen til Þingeyrar.

Rotsund hét upphaflega Storfoss og var smíðaður fyrir Eimskip í Vaagland Båtbyggeri AS í Noregi.

Skipið er 80 metra langt og 16 metra breitt og mælist 2,990 GT að stærð.

Árið 2009 fékk skipið nafnið Nordkinn með heimahöfn í Þórshöfn, Færeyjum.

Hvenær það fékk nafnið Rotsund er ég ekki með á hreinu en gæti hafa verið 2019. Heimahöfn Rotsund er í Tromsø

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keilir kemur til Reykjavíkur

2946. Keilir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar nú síðdegis þegar olíuskipið Keilir kom til Reykjavíkur og já, sólin skein.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í febrúarmánuði árið 2019.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ambassadeur kom með hráefni til PCC

IMO 9361328. Ambassadeur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Ambassadeur kom til Húsavíkur í gær með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Ambassadeur siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Zwartsluis.

Skipið var smíðað árið 2007 og er 110,78 metra langt og 14 metra breitt. Það mælist 3,990 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Paldiski kom með salt

IMO 9373527. Wilson Paldiski ex Lauren C. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Paldiski lét úr höfn á Húsavík um kvöldmatarleytið en það kom í morgun með salt fyrir GPG Seafood.

Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir norsku flaggi með heimahöfn í Bergen.

Það er 90 metra langt, 15 metra breitt og mælist 2,990 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Newport í kvöldsólinni

IMO 9430985. Wilson Newport. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Nantes liggur nú við Bökugarðinn en verið er að skipa upp trjádrumbum fyrir PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Walletta. Það er 123 metra langt og 17 metra breitt. Mælist 6,118 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Wilson Nantes við Bökugarðinn

Wilson Nantes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Nantes liggur nú við Bökugarðinn en verið er að skipa upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Skipið hefur komið til Húsavíkur áður og það í sömu erindagjörðum.

Skipið var smíðað árið 2011 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Walletta. Það er 123 metra langt og 17 metra breitt. Mælist 6,118 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bugoe kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9376775. Bugoe á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Bugoe kom til Húsavíkur í morgun með trjádrumba fyrir kísilver PCC á Bakka.

Bugoe, sem var smíðað árið 2008, er 107 metra langt, 15 metra breitt og mælist 4,102 GT að stærð.

Skipið siglir undir fána Portúgals og er með heimahöfn á Madeira.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9160334. Vechtborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Vechtborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi til PCC á Bakka.

Skipið, sem var smíðað 1998, er 133 metra langt, breidd þess er 16 metrar og það mælist 6,130 GT að stærð.

Vechtborg siglir undir fána Hollands með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jeanette komin aftur

IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Skipið var hér í júnímánuði sl. í sömu erindagjörðum og þá var veður svipað og í dag eins og sjá má hér.

Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu tvö árin og síðan Jeannette í ár en frá árinu 2001 það nafn sem það ber á myndinni.

Skipið, sem siglir undir hollenskum fána, er 110 metra langt, breidd þess er 14 metrar og það mælist 3990 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Westborg við Bökugarðinn

IMO 9196187. Westborg ex Sabinia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Westborg kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa út afurðum frá PCC á Bakka.

Westborg, sem áður hét Sabinia, var smíða árið 2000 og siglir undir Hollensku flaggi. Heimahöfn Rotterdam.

Skipið er 89 metra langt, 12 metra breitt og mælist 2,868 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution