Star First við bryggju í Chapela

IMO 9330056. Star First við bryggju í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið First Star laumaði sér upp að bryggju í Chapela í nótt eða morgun en myndina tók ég nú síðdegis.

First Star var smíðað árið 2006 en eins og jafnan þá eru misvísandi upplýsingar á Shipspotting.com og Marinetraffic.com. Sú fyrrnefnda segir skipið undir flaggi Singapore en sú síðarnefnda segir Bahamas.

Skipið er 163 metrar að lengd og 26 metra breitt, mælist14,030 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Aal Nanjing að koma til Helguvíkur

IMO 9521552. Aal Nanjing. Ljósmynd KEÓ 2019.

Flutningaskipið Aal Nanjing er í þessum skrifuðu orðum að koma til hafnar í Helguvík með hóteleiningar sem þar verður skipað upp.

Aal Nanjing siglir undir fána Líberíu og heimahöfnin er Monrovia. Skipið var smíðað 2012 og er 14, 053 GT að stærð. Lengd þess er 148,99 metrar og breiddin 23,5 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tina á útleið

IMO 9277383. Tina ex Gotland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Tina lét úr höfn í Vigo í kvöld og tók ég þessa mynd á Vigoflóanum.

Skipið var smíðað árið 2003 og er 138 metra langt. Breidd þess er 21 metrar og mælist það 7,519 GT að stærð.

Það siglir undir fána Hollands og heimahöfn þess er Herenween.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Veronica B og Beatriz B í Randes

Veronica B – Beatriz B við kajann í Randes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipin Veronica B og Beatriz B liggja við bryggju í Randes í Vigoflóanum innanverðum.

Og hafa legið lengi sýnist mér en skipin eru 14, 016 GT að stærð. 160 metra löng og 25 metra breið. Smíðuð 2007.

Þau voru færð þarna inneftir eftir að hafa verið í slipp hjá Factorías Vulcano í Vigo. Spurning hve lang er síðan það var.

Veronica B – Beatriz B við kajann í Randes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Galicia við festar

IMO 9268409. Galicia við festar á Vigoflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Bílaflutningaskipið Galicia liggur hér við festar á Vigoflóa, nánar tiltekið skamt undan Cíeseyjunum.

Þetta skip var smíðað árið 2003 og mælist 16,361 GT að stærð. Siglir undir spænsku flaggi með heimahöfn í Santa Cruz á Teneríf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Samskip Artic og MYS Cheltinga

Hafnarfjarðarhöfn í lok maí 2019. Ljósmynd Magnús Jónsson.

Maggi Jóns sendi mér þessar myndir fyrr í sumar en þær tók hann í lok maímánaðar í Hafnarfirði.

Það var nokkuð umleikis þann dag, erlendir togarar að landa í flutningaskip við bryggju og þeir þurftu olíu og aðrar nauðsynjar.

2923. Togarinn og Barkur utan á MYS Cheltinga. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

MYS Cheltinga lá utan á Samskip Artic og var afurðum togarans skipað um borð í flutningaskipið.

Samskip Artic og MYS Cheltinga í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

X Press Vesuvio kom og fór

X Press Vesuvio kemur til Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Gámaflutningaskipið X Press Vesuvio kom til hafnar í Vigo í gær og fór aftur um kvöldið.

Skipið siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.

Það var smíðað árið 2005 og er 133,6 metrar að lengd, breidd þess er 19,6 metrar og það mælist 6,454 GT að stærð.

X Press Vesuvio fer frá Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

MSC America við kæjann

MSC America ex America Senator. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið MSC America lá við kæjann í Vigo í fyrradag en þetta 216 metra langa gámaflutningaskip var smíðað árið 1993.

Breidd þess er 32 metrar og mælist það 34,231 GT að stærð.

Það siglir undir fána Panama.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Capella siglir út Vigoflóa

Capella ex Thorbjorg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Capella sigldi framhjá Chapella rétt í þessu og tók ég þessa mynd út um gluggann í íbúðinni sem við dveljum í.

Capella hét áður Thorbjorg og þar áður Pentland Phoenix og var smíðað í Japan árið 1993. Nánar tiltekið í Shin Kochi Jyukoskipasmíðastöðinni í Kochi.

Skipið er 134 metrar að lengd, 20 metra breitt og mælist 7,313 GT að stærð.

Það siglir undir fána Litháen og er með heimahöfn í Claipeda.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rio Arauca í Lissabon

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Olíuflutningaskipið Rio Arauca liggur hér við akkeri á Tagusánni við Lissabon.

Rio Arauca var smíðað í Samsung Shipbulding & Heavy Industries í Suður Kóreu árið 2011. Hét Melody til ársins 2013.

Það er 274 metrar að lengd, 48 metra breitt og mælist 81,384 GT að stærð.

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Rio Arauca er í eigu Colt Marine Inc. á Marshalleyjum og siglir undir fána þeirra. Heimahöfnin er Majuro. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution