Vancouverborg við Bökugarðinn

IMO 9213741. Vancouverborg við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hollenska flutningaskipið Vancouverborg kom til Húsavíkur í gærkveldi og lagðist að Bökugarðinum.

Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Vancouverborg var smíðað árið 2001 og er 6.361 GT að tærð. Lengdin er 132 metrar og breiddin 16 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

BBC Lagos kom til Húsavíkur í dag

IMO 9570668. BBC Lagos. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið BBC Lagos sigldi inn Skjálfandann í veðurblíðu dagsins og lagðist að Norðurgarðinum á Húsavík.

Þar biðu skipsins vinnubúðir sem skipa á um borð í það.

BBC Lagos var smíðað í Kína árið 2012 og er 7,138 GT að stærð. Lengd þess er 131 metrar en breiddin 17 metrar.

BBC Lagos siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.

IMO 9570668. BBC Lagos. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Virginiaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld

IMO 9234290. Virginiaborg og Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Virginiaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld og tók Sleipnir á móti því.

Virginiaborg kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka og lagðist að Bökugarðinum en rétt áður hafði Felix lagt úr höfn.

Virginiaborg var smíðað árið 2001 og er 6.361 GT að stærð. Lengd þess er 132 metrar og breiddin 16 metrar.

Skipið siglir undir hollensku flaggi og er með heimahöfn í Delfzijl.

IMO 9234290. Virginiaborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Selfoss og Felix á Skjálfanda

IMO 9433456. Selfoss (fjær) og IMO 9180877. Felix á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Selfoss kom til Húsavíkur í dag en skömmu áður hafði flutningaskipið Felix sem legið hafði við Bökugarðinn farið frá og lagst við akkeri.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia.

Felix siglir undir hollenskum fána og er með heimahöfn í Groningen. Skipið, sem var smíðað árið 1999, og er heimahöfn þess í Groningen er 111 metrar að lengd og 15 metra breitt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Felix við Bökugarðinn

IMO 9180877. Felix við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Felix kom til Húsavíkur í morgun og lagðist við Bökugarðinn.

Felix, sem siglir eins og áður segir undir hollensku flaggi, kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 1999 og er heimahöfn þess í Groningen. Lengd skipsins er 111 metrar og það er 15 metra breitt. Mælist 4,503 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Wilson Norfolk á Skjálfanda

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Wilsion Norfolk hefur legið við festar á Skjálfanda síðustu daga en í dag var það komið að Bökugarðinum og uppskipun hafin.

Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, var smíðað árið 2011. Það siglir undir fána Möltu og er með heimahöfn í Valletta.

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilson Norfolk er 123 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6,118 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Diezeborg við Bökugarðinn

IMO 9225586. Diezeborg ex Msc Marmara. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Diezeborg kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2000, það er 133 metra langt, 16 metra breitt og mælist 8,867 GT að stærð.

Diezeborg siglir undir fána Hollands og hefur heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Stenheim við bryggju í Hafnarfirði

IMO 9261114. Stenheim. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd á dögunum af olíuflutningaskipinu Stenheim við bryggju í Hafnarfirði.

Stenheim, sem siglir undur flaggi Gíbraltar, var smíðað árið 2003 og mælist 11,935 GT að stærð. Lengd þess er 144 metrar og breiddin 23 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Star Osprey kom til Helguvíkur í gær

IMO 9315068. Star Osprey ex Gan Shield. Ljósmynd KEÓ 2019.

Olíuskipið Star Osprey kom til Helguvíkur í gær og á þesari mynd er það í fylgd tveggja hafsögubáta frá Faxaflóahöfnum.

Star Osprey er 183 metra langt, 32 metra breitt og mælist 30,068 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og siglir undir flaggi Panama.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Star First við bryggju í Chapela

IMO 9330056. Star First við bryggju í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið First Star laumaði sér upp að bryggju í Chapela í nótt eða morgun en myndina tók ég nú síðdegis.

First Star var smíðað árið 2006 en eins og jafnan þá eru misvísandi upplýsingar á Shipspotting.com og Marinetraffic.com. Sú fyrrnefnda segir skipið undir flaggi Singapore en sú síðarnefnda segir Bahamas.

Skipið er 163 metrar að lengd og 26 metra breitt, mælist14,030 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.