Keilir, nýtt skip Olíudreifingar

2946. Keilir. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Keilir, nýtt skip Olíudreifingar, kom til Reykjavíkurhafnar á dögunum en hann var smíðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

Skipið, sem mun leysa olíuskipið Laugarnes af hólmi, siglir undir íslenskum fána og er 378 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Wilson Mersin lætur úr höfn á Húsavík

Wilson Mersin ex Ramnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ég tók nokkrar myndir nú síðdegis þegar Wilson Mersin lét úr höfn á Húsavík eftir að hafa lestað afurðir frá PCC á Bakka.

Nánar má lesa um skipið í færslu hér að neðan sem birtist í dag.

Wilson Mersin ex Ramnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Wilson Mersin ex Ramnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Wilson Mersin siglir út Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar má skoða þær í hærri upplausn.

Wilson Mersin í höfn á Húsavík

Wilson Mersin við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Í morgun kom flutningaskipið Wilson Mersin til hafnar á Húsavík eftir siglingu frá Grundartanga.

Skipið lagðist að Bökugarðinum þar sem fljótlega var hafist handa við að skipa út afurðum frá PCC á Bakka.

Wilson Mersin var smíðað árið 1981 og siglir undir kýpverskum fána með heimahöfn í Limassol.

Það mælist 3,937 GT að stærð, er 107 metra langt og 15 metra breitt.

Það hét upphaflega Ramnes en hefur heitið nöfnunum, Eemnes, Raknes og aftur Ramnes áður en það fékk núverandi nafn árið 2004.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

BBC Portugal í höfn á Húsavík 2008

BBC Portugal ex Mareike B. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Flutningaskipip BBC Portugal kom til Húsavíkur með áburðarfarm í marsmánuði 2008.

BBC Portugal hét áður Mareike B og var smíðað árið 2001. Það er 2.545 GT að stærð. Lengdin er 86 metrar og breidd þess er 12 metrar.

Skipið hét Mareike B þegar til 2002 þegar það fékk nafnið BBC Portugal sem það hét til ársins 2012 að það fékk aftur sitt fyrra nafn.

Skipið heitir Bernarnda í dag og siglir undir fána Panama.

BBC Portugal ex Mareike B. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Falksea við bryggju á Húsavík

Falksea við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Eins og fram kom á síðunni í gær kom flutningaskipið Falksea til Húsavíkur í gær með saltfarm.

Falksea er 90 metra langt og 14 metra breytt. Mælist 2,999 GT að stærð. Smíðað árið 2002 og er með heimahöfn í Stavanger.

Falksea við Þvergarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri uplausn.

Anna á Skjálfanda

Anna. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Anna kom til Húsavíkiur um kaffileytið í dag og voru þessar myndir teknar þá.

Hún lagðist að Bökugarðinum þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Anna er 126 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd. Mælist 5,044 GT að stærð. Smíðuð árið 2011.

Anna siglir undir fána Gíbraltar.

Anna. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Wilson Nantes á Húsavík

Wilson Nantes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilson Nantes liggur nú við Bökugarðinn og losar hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Walletta.

Það er 123 metra langt og 17 metra breitt. Mælist 6,118 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að sjá hana í hærri upplausn.

Selfoss við Bökugarðinn

Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf., er á Húsavík í dag en það kemur hingað á tveggja vikna fresti.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána.

Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Valentina í höfn á Húsavík

Valentina ex Nicola. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Valentina er í Húsavíkurhöfn í dag og losar hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið, sem áður hét Nicola, var smíðað árið 2000 og er 95,16 metrar að lengd. Breiddin er 13,17 metrar og mælist skipið 2,998 GT að stærð.

Valentina siglir undir flaggi Antigua & Barbuda og heimahöfnin er St. John’s.

Með því að smella á myndina er hægt að sjá hana í hærri upplausn.

Pioner við Bökugarðinn

Pioner við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Rússneska flutningaskipið Pioner kom til Húsavíkur snemma í morgun með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Pioner kom hingað fyrir tæpu ári og þá skrifaði ég:

Skipið var smíðað 1997 og er með heimahöfn í  Arkhangelsk. Lengd þess er 103 metrar og breiddin 16 metrar. Skráð 3893 GT að stærð. Hefur áður heitið nöfnunum Aukse, Torm Aukse, Aukse og Blue Spirit.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.