Maersk Lota undir krananum í Malaga

Maersk Lota undir krananum í Malaga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Maersk Lota var í höfní Malaga í upphafi vikunnar og þá var þessi mynd tekin.

Skipið var smíðað árið 2012 og er 300 metrar að lengd, breidd þess er 45 metrar og það mælist 89,505 GT að stærð.

Það siglir undir fána Singapore og eigandinn er Moller Singapore AP Pte Ltd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Barcelona Express

Barcelona Express við komuna til Malaga í dag.

Barcelona Express kom til hafnar í Malaga í dag og smellti ég myndum af því við það tækifæri.

Þetta skip, sem siglir undir fána Hong Kong, var smíðað hjá Hanjin Subic Shipyard í Olongapo á Filippseyjum árið 2014.

Það er 227 metra langt, 37 metrar að breidd og mælist 41,268 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Key West í Grindavík

Key West við Miðgarðinn í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Flutningaskipið Key West kom til Grindavíkur fyrir helgi með iðnaðarlýsi fyrir Lýsi hf. en lýsið er geymt í tönkum þeim sem sem áður tilheyrðu Fiskimjöli & Lýsi hf sem eyðilagðist í bruna árið 2005.

Key West var smíðað árið 1992 og hét upphaflega Roland Essberger. Það er skráð á Gíbraltar.

Skipið er 90 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd og mælist 2634 GT að stærð.

Key West. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar segir í færslu sinni á Bátar & bryggjurölt að skipið hafi losað farminn við Svíragarðinn og þegar að losun lauk var það orðið innlyksa í höfninni vegna veðurs.


„Sem dæmi um hve aðstæður hafa breyst til hins betra í höfninni við endurnýjun Miðgarðs og dýpkunar við hann, að þá var núna hægt að færa skipið frá Svíragarði og alveg austast á Miðgarð þar sem að stærstu línubátarnir gátu ekki legið áður, en færa þurfti skipið vegna þess að von er á frystitogurum Þorbjarnar í land núna eftir helgina“. Segir Jón Steinar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Calais kom til Húsavíkur með áburð

Wilson Calais ex Steffen Sibum. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Flutningaskipið Wilson Calais kom til Húsvíkur í gærkveldi þar sem það mum losa áburð handa þingeyskum bændum á Norðurgarðinum.

Skipið er 100 metra langt og 13 metra breitt, mælist 2,994 GT að stærð.

Það var smíðað árið 2001 og siglir undir fána Barbadoseyja, heimahöfnin Bridgetown.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Arne kom til Húsavíkur í morgun

Arne ex Marneborg við komuna til Húsavíkur í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Arne kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka en hann samanstóð af tjrádrumbum og kurli.

Það var logn og fallegt um að líta við Skjálfanda þegar þetta 134 metra langa og 16 metra breiða kom að Bökugarðinum. Það mælist 6,540 GT að stærð og siglir undir fána Antiqua og Barbadoseyja. Heimahöfn skipsins, sem smíðað var 1988, er Saint John’s.

Arne ex Marneborg. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nordanvik kom með sement til Helguvíkur

Nordanvik ex Tiger. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Sementsflutningaskipið Nordanvik kom til hafnar í Helguvík um hádegisbil í gær og tók Elvar Jósefsson þessar myndir þá.

Það hefur verið að koma með sement frá Aalborg í Danmörku til sementsbyrgðarstöð Aalborg Portlands í Helguvík.

Skipið var smíðað árið 2002 af Damen Shipyard í Galatí í Rúmeníu og siglir skipið í dag undir fána Bahamaseyja. Heimahöfn þess Nassau.

Skipið mælist 97 metrar á lengd og 17 metrar á breidd og stærð þess er 4,075 GT.

Nordanvik kemur að og Auðunn til aðstoðar. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution


Victoriaborg á Húsavík

Victoraborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarsson 2019.

Flutningaskipið Victoriaborg frá Hollandi kom upp að Bökugarðinum í gærmorgun eftir að Selfoss fór frá.

Victoriaborg er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka og hafði legið fyrir framan höfnina meðan Selfoss var losaður og lestaður.

Victoriaborg, sem er með heimahöfn Delfzijl í Hollandi, var smíðað árið 2001 í Volhardingskipasmíðastöðinni í Vesterbroek í Hollandi.

Skipið er 132,23 metrar að lengd og 15,87 metra breitt. Það mælist 6,361 BT að stærðog eigandi þess er Royal Wagenborg.

Victoriaborg á Skjálfandaflóa í gærmorgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Alicante við Bökugarðinn

Wilson Alicante við Bökugarðinn í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Wilson Alicante var á Húsavík í dag og lá við Bökugarðinn þar sem það lestaði afurðir frá PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2010 og er 2,451 GT að stærð, 88 metra langt of 12 metra breitt.

Wilson Alicante siglur undir fána Möltu og heimahöfnin er Valletta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Trent

Wilson Trent við bryggju í Reykjavík. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd af flutningaskipinu Wilson Trent í Reykjavík þar sem það hafði legið í um tvo mánuði.

Skipið, sem lét úr höfn 2. apríl sl., var smíðað í Japan árið 1980. Það er 110 metra langt, 17 metra breitt og mælist 4,924 GT að stærð.

Wilson Trent siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limassol.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sti Poplar í Helguvík

Olíuskipið Sti Poplar í Helguvík. Ljósmyn Elvar Jósefsson 2019.

Hér birtast myndir sem Elvar Jósefsson sendi síðunni af olíuskipinu Sti Poplar sem kom til Helguvíkur fyrir skömmu með flugvélaeldsneyti.

Skipið losaði um 40 milljónir lítra í olíubirgðarstöðina í Helguvík, það kom aðfaranótt föstdagsins 22. mars og fór að morgni laugardags 23. mars.

STI Poplar. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Skipið sem siglir undir fána Marshall eyja var smíðað árið 2014 í Hyundai Mipo Dockyard Co. LTD í Ulsan í Suður Kóreu. Það er 184 metrar að lengd, 27 metrar á breidd og mælist 24162 brúttótonn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution