Vlieborg lagðist að Bökugarðinum í dag

IMO 9554781. Vlieborg við komuna til Húsavíkur í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hollenska flutningaskipið Vlieborg kom að Bökugarðinum í dag en skipið hefur legið fyrir festum á Skjálfanda undanfarna sólahringa.

Skipið, sem er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka, var smíðað árið 2012. Það er 142.65 metra langt og breidd þess er 15.87 metrar. Það mælist 7,367 GT að stærð og siglir undir fána Hollands.

Heimahöfn þess er Delfzijl en til gamans má geta að sú borg er í Groningenhéraði. Um það hérað segir m.a á Wikipedia:

Groningen nær yfir norðvestasta svæði meginlands Hollands. Nokkrar af austustu eyjum Vesturfrísnesku eyjanna tilheyra fylkinu. Ein þeirra, Rottumerplaat, er nyrsti oddi Hollands.

Önnur fylki sem að Groningen liggja eru Drenthe fyrir sunnan og Frísland fyrir vestan. Auk þess liggur Groningen að Þýskalandi fyrir austan. Fyrir norðan er Vaðhafið, sem er hluti Norðursjávar. Fylkið er mjög láglent og eru sum svæðin fyrir neðan sjávarmál.

Hæsta hæðin nær aðeins 30 metra hæð. Íbúarnir eru 583 þúsund talsins. Höfuðborgin heitir sömuleiðis Groningen.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Diezeborg kom í morgun

IMO 9225586. Diezeborg ex Msc Marmara. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Hollenska flutningaskipið Diezeborg kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Þetta er önnur ferð skipsins hingað en það kom einnig í september á sl. ári með hráefni fyrir PCC.

Skipið var smíðað árið 2000, það er 133 metra langt, 16 metra breitt og mælist 8,867 GT að stærð.

Diezeborg siglir undir fána Hollands og hefur heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vlistborg á Húsavík

IMO 9160346. Vlistborg við Bökugarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Vlistborg liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Vlistborg var smíðað árið 1999 og mælist 6,130 GT að stærð. Lengd þess er 133 metra og breiddin 16 metrar.

Vlistborg siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Narvik á Húsavík

IMO 9430961. Wilson Narvik við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Wilson Narvik lagðist að Bökugarðinum á Húsavík snemma að morgni Bóndadags en skipið er með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og er 6,118 GT að stærð. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 16 metrar. Heimahöfn þess er Walletta en það siglir undir fána Möltu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lenneborg í Grindavík

IMO 9421075. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Flutningaskipið Lenneborg kom til Grindavíkur sl. þriðjudag með saltfarm og hélt svo út í morgun að losun lokinni.

Lenneborg er smíðað hjá Nanjing Huatai Shipyard Co., Ltd. í Kína árið 2008.

Lenneborg er 108 metrar að lengd og 18,2 metrar. á breidd og siglir undir hollensku flaggi, með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Strandferðaskipið Búrfell

IMO 7383114. Búrfell ex Hekla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Strandferðaskipið Búrfell, sem kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn, hét áður Hekla og var í þjónustu Ríkisskipa.

Skipið var í eigu Ríkissjóðs Íslands og keypt hingað til lands árið 1984, þá tíu ára gamalt. Skipið hafði þá verið hér í leigu frá árinu 1981 og siglt á ströndina undir nafninu Vela.

Það var smíðað í Noregi, 1,926 GT að stærð og hét upphaflega Polstraum.

Í janúar 1992 fékk skipið nafnið Búrfell en þá hafði Samskip tekið við rekstri Heklu og Esju sem fengu nöfnin Búrfell og Kistufell.

Ekki hefur þetta staðið lengi því í frétt Morgunblaðsins 3. mars 1993 segir að Eimskip hafi tekið skipið, sem þá hét Katla og hafði legið verkefnalaust um tíma, á leigu af ríkinu. Leigutíminn sagður fjórar vikur og skipið notað á ströndina. Katla var seld úr landi sama ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9631371. Trade Navigator við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska flutningaskipið Trade Navigator kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Þar er nú skipað upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka.

Trade Navigator var smíðað árið 2013 og er 5,667 GT að stærð. Lengd þess er 118 metra og breiddin er 16 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eli Knutsen í slipp á Spáni

IMO 9409261. Eli Knutsen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Efnaflutningaskipið Eli Knutsen er hér í slipp, eða kví, í Teis sem er rétt innan Vigoborgar við Vigoflóann á Spáni.

Eli Knutsen, sem var smíðað árið 2009 í Kína, siglir undir fána Möltu og heimahöfn þess Valletta.

Skipið er 144 metrar að lengd, 24 metra breitt og mælist 11,889 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samskip Skaftafell og Seifur

IMO 9164562. Samskip Skaftafell. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Samskip Skaftafell kom til Akureyrar í dag og naut aðstoðar hafnsögubátsins Seifs þegar komið var að Fiskihöfninni.

Samskip Skaftafell var smíðað árið 2000 og siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.

Skipið er 101 metrar að lengd og breidd þess 19 metrar. Það mælist 4,450 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vikingbank kom til Húsavíkur í gær

IMO 9604184. Vikingbank við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Vikingbank kom til Húsavíkir í gærkveldi með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

Vikingbank, sem var smíða árið 2012, siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Stærð skipsins er 7,367 GT og lengd þess er 142,65 metrar og breiddin 15,87 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution