Sementsflutningaskipið Danavik

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Sementsflutningaskipið Danavik kom til Helguvíkur um helgina og tók Karl Einar Óskarsson hafnarvörður þessar myndir.

Danavik, sem siglir undir fána Marshalleyja, var smíða árið 1983. Það er 104 metrar að lengd og 16 metra breitt. Mælist 3,625 brúttótonn að stærð og er með heimahöfn í Majuro.

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

X Press Vesuvio á Vigoflóa

IMO: 9328651. X Press Vesuvio. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessi mynd var tekin fyrir tæpu ári síðan og sýnir gámaflutningaskipið X Press Vesuvio sigla út frá hafnarborginni Vigo á norður Spáni.

Skipið siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta. 

Það var smíðað árið 2005 og er 133,6 metrar að lengd, breidd þess er 19,6 metrar og það mælist 6,454 brúttótonn að stærð.

Í baksýn sést brú ein mikil og flott en Punte de Rande nefnist hún á galísku en Puente de Rande á spænsku. Hún liggur yfir Randesundið á innanverðum Vigoflóa og tengir saman sveitarfélögin Redondela og Moaña. Brúin var tekin í notkun árið 1981 og er ríflega einn og hálfur km. að lengd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Newcastle

IMO 9431006. Wilson Newcastle. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarðinum þar sem hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka verður skipað upp.

Skipið, sem kom einnig til Húsavíkur í september 2018, er skráð á Möltu með heimahöfn í Valletta. Það var smíðað árið 2011 og er 123 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6.118 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skógafoss kom til Húsavíkur

IMO 9375252.. Skógafoss ex Ice Bird. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Skógafoss kom til Húsavíkur í gær og voru þessar myndir teknar þegar hann sigldi inn Skjálfandann og lagðist að Bökugarðinum.

Skógafoss var smíðaður árið 2007 og hét Ice Bird til ársins 2011.

Hann er 130 metrar að lengd og 20,6 metra breiður. Mælist 7.545 GT að stærð. Heimahöfn hans er Saint John´s á Antigua og Barbados.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samskip Hvitbjørn

IMO 9642564. Samskip Kvitbjørn. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Þessa mynd af Samskip Hvitbjørn tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum en skipið, sem notar gas sem eldsneyti, er af svokallaðri Ro Ro gerð flutningaskipa.

Skipið var smíðað árið 2015 og siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Skipið er 119,92 metrar að lengd, breidd þess er 22,4 metrar og það mælist 9,132 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lagarfoss kom til Húsavíkur í gær

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í gærkveldi og var birtan orðin heldur lítil til að hægt væri að ná góðum myndum.

Á vef Faxaflóahafna þann 18. ágúst 2014 mátti lesa þetta:

Sunnudaginn 17. ágúst kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Eimskipafélags Íslands og ber skipið nafnið Lagarfoss, sem er sjöunda skip félagsins með því nafni, en sá fyrsti var í eigu félagsins frá árinu 1917 til 1949.   

Skipið var smíðað í Kína, en burðargeta skips­ins er 12.200 tonn. Það er 140,7 metr­ar á lengd og 23,2 metr­ar á breidd.  Skipið er búið öfl­ug­um skut- og bóg­skrúf­um og er sérstaklega styrkt fyr­ir ís­sigl­ing­ar, með ísklassa 1A, auk þess að vera með tengla fyr­ir 230 frystigáma.

Lagarfoss, sem mælist 10,160 brúttótonn að stærð, siglir undir fána Færeyja.

IMO 9641314. Lagarfoss á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Warnowborg á Húsavík

IMO 9505572. Warnowborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Warnowborg kom í morgun til Húsavíkur og lagðist að Bökugarðinum þar sem nú er verið að skipa upp hraéfnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og er 107 metra langt. Breidd þess er 18 metrar og það mælist 6,668 brúttótonn að stærð.

Warrowborg siglir undir fána Hollands með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fri Kvam losar salt í Grindavík

IMO 9211078. Fri Kvam við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessa mynd í gær af flutningaskipinu Fri Kvam sem kom til Grindavíkir með saltfarm fyrir Saltkaup.

Skipið, sem var smíðað árið 2000 hjá Volharding Shipyard Waterhuizen í Hollandi, er skráð á Kýpur með heimahöfn í Limasol.

Það er 89,7 metrar að lengd og breidd þess er 13,6 metrar. Það mælist 2,858 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Cork kom með áburð

IMO 9178460. Wilson Cork. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Cork kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Norðurgarðinum þar sem skipað verður upp áburði.

Wilson Cork siglir undir fána Barbadoseyja og er með heimahöfn í Bridgetown. Skipið, sem er 99,9 metrar að lengd og 12,8 metra breitt, mælist 2,999 brúttótonn að stærð. Það var smíðað árið 1998 og hét áður Dutch Express.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grænlandsfarið Tukuma Artica í Sundahöfn

IMO: 9822865. Tukuma Arctica í Sundahöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Tukuma Arctica, nýtt gámaflutningaskip grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line, kom við í Sundahöfn í jómfrúarferð sinni til Grænlands.

Tukuma Arctica var smíðað í Kína og er samskonar skip og Dettifoss og Brúarfoss sem Eimskip er með í smíðum þar. Skipið er 179 metra langt, 31 metra breitt og mælist 26,500 brúttotonn að stærð. Það getur flutt 2150 gámaeiningar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution