Laganborg kom með hráefni fyrir PCC

IMO 9407419. Laganborg og hafnsögubáturinn Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Laganborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarði hvar skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Laganborg var smíðað í Hollandi árið 2008 og er 4,695 GT að stærð. Skipið er 123 metra langt og breidd þess er 14 metrar. Skipið … Halda áfram að lesa Laganborg kom með hráefni fyrir PCC

Kwintebank við Bökugarðinn

IMO 9234288. Kwintebank. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hollenska flutningaskipið Kwintebank kom til Húsavíkur í vikunni með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Kwintebank, sem er með heimahöfn í Delfzijl, var smíðað í Hollandi árið 2002. Skipið er 6,378 GT að stærð, lengd þess er 133 metrar og breiddin 16 metrar. Með því að smella á myndina … Halda áfram að lesa Kwintebank við Bökugarðinn

Laxá í heimahöfn á Húsavík

Flutningaskipið Laxá í heimahöfn á Húsavík vorið 1975. Á þessari mynd má sjá flutningaskipið Laxá í fyrsta skipti í heimahöfn á Húsavík vorið 1975. Ekki er nafn ljósmyndara kunnungt en myndin kom úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara á Húsavík. Sigurður Pétur Björnsson fréttaritari Morgunblaðsins reit eftirfaranadi frétt sem birtist í blaðinu þann 20 maí 1975: … Halda áfram að lesa Laxá í heimahöfn á Húsavík

Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld

IMO 9229075. Zijlborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld eftir rúmlega fjögurra sólarhringa siglingu frá Hollandi. Skipið lagðist að Bökugarðinum hvar skipað verður upp hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. Zijlborg siglir undir hollenskum flaggi með heimahöfn í Delfzijl. Skipið er 4,938 GT að stærð og var smíðað árið 2001. … Halda áfram að lesa Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld

Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld

IMO 9228978. Missouriborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarði hvar skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Missouriborg var smíðað árið 200 og er 6,585 GT að stærð. Skipið er 134,5 metra langt og breidd þess er 16,5 metrar. Skipið siglir undir hollensku flaggi með … Halda áfram að lesa Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld

Wilson Norfolk

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Wilson Norfolk var hér í vikunni en það lá fyrst við festar hér framundan víkinni meðan verið var að skipa upp úr Zaanborg við Bökugarðinn. Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, var smíðað árið 2011. Það siglir undir fána Möltu og er með … Halda áfram að lesa Wilson Norfolk

Zaanborg á Húsavík

IMO 9224154. Zaanborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Zaaborg kom til Húsavíkur í gær og lagðist að Bökugarði þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Zaaborg var smíðað árið 2001 og er 4,938 GT að stærð. Skipið er 119 metra langt og breidd þess er 16 metrar. Zaanburg, sem áður hét Vliediep, … Halda áfram að lesa Zaanborg á Húsavík

Ronja Christopher við Kópasker

IMO 9878955. Ronja Christopher. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska brunnskipið Sonja Christopher var framundan Röndinni á Kópaskeri í gær en þar var verið að dæla seiðum úr nýju landeldisstöð Rifóss út í skipið. Þaðan er svo siglt með seiðin austur á firði þar sem þau er sett í sjókvíar á vegum Fiskeldis Austfjarða. Ronja Christopher … Halda áfram að lesa Ronja Christopher við Kópasker

Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu

IMO 9433353. Alexander ex Cecilia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu og lagðist að Bökugarðinum hvar hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka verður skipað upp. Alexander, sem áður hét Cecilia, var smíðað 2009 og siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s. Skipið er 117 metrar að lengd … Halda áfram að lesa Alexander kom til Húsavíkur fyrir stundu