Eemshorn við Bökugarðinn

IMO 9393278. Eemshorn við Bökugarðinn í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Eemshorn kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum en skipið er með hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. 

Eemshorn er 3,990 GT að stærð og var smíðað árið 2008. Lengd þess er 111 metrar og breiddin 14 metrar.

Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ebroborg við Bökugarðinn í morgun

IMO 9463451. Ebroborg við Bökugarðinn í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Ebroborg kom upp að Bökugarðinum í morgun eftir að hafa beðið síðan í gær eftir því að kompanískipið Lauwersborg færi frá.

Ebroborg er með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Skipið 7,196 GT að stærð og var smíðað árið 2010. Lengd þess er 138 metrar og breiddin 16 metrar.

Ebroborg siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Lauwersborg kom í dag

IMO 9399387. Lauwersborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hollenska flutningaskipið Lauwersborg kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa upp hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. 

Lauwersborg er 4,695 GT að stærð og var smíðað árið 2007. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 14 metrar.

Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Síðdegisól og brim við Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var brim við Skjálfanda í dag og síðdegissólin skein þegar þessi mynd var tekin út á Bakkahöfða.

Flutningaskip liggur þarna á flóanum en það kom með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka og kemur upp að þegar róast.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fembria á Skjálfanda

IMO 9350771. Fembria á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Fembria liggur framundan Húsavíkurhöfða þessa stundina en það er að koma með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

Fembria siglir undir fána eyjunnar Mön á Írlandshafi og með heimahöfn í Douglas höfuðstað eyjunnar.

Skipið er 117 metrar að lengd og breidd þess er 17 metrar. Það var smíðað árið 2006 í Kína og mælist 5,257 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Imke kom í dag

IMO 9341756. Imke leggst að Bökugarðinum í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Imke kom til Húsavíkur í dag með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Þetta er þriðja skipið sem kemur með hráefni fyrir PCC í þessari viku en Wilson Nantes lét úr höfn í dag og Imke kom inn í beinu framhaldi af því.

Imke er 3,990 GT skip, smíðað árið 2006. Lengd þess er 112 metrar og breiddin 14 metrar.

Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Hooogezand.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rurik kom með farm fyrir PCC

IMO 9375795. Rurik ex Rorichmoor. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Rurik kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum en skipið er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

Rurik siglir undir fána Antiqua og Barbadoseyja. Heimahöfn skipsins, sem smíðað var 2006, er Saint John’s.

Skipið er 80 metra langt og 12 metra breitt. Það mælist 2,164 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Nice kom með trjáboli

IMO 9430959. Wilson Nice. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Nice liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík  þar sem uppskipun á trjáboli fyrir PCC á Bakka fer fram.

Wilson Nice er 123 metra langt og 17 metra breitt, smíðað árið 2010. Það mælist 6,118 GT að stærð.

Skipið, sem siglir undir fána Möltu og með heimahöfn í Valletta, hefur áður komið til Húsavíkur með hráefni fyrir PCC.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær

IMO 9333644. Rotsund ex Nordkinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Norska flutningaskipið Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær en það ku vera að flytja laxaseiði frá Aberdeen til Þingeyrar.

Rotsund hét upphaflega Storfoss og var smíðaður fyrir Eimskip í Vaagland Båtbyggeri AS í Noregi.

Skipið er 80 metra langt og 16 metra breitt og mælist 2,990 GT að stærð.

Árið 2009 fékk skipið nafnið Nordkinn með heimahöfn í Þórshöfn, Færeyjum.

Hvenær það fékk nafnið Rotsund er ég ekki með á hreinu en gæti hafa verið 2019. Heimahöfn Rotsund er í Tromsø

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keilir kemur til Reykjavíkur

2946. Keilir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar nú síðdegis þegar olíuskipið Keilir kom til Reykjavíkur og já, sólin skein.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í febrúarmánuði árið 2019.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution