Keilir á Hornafirði

2946. Keilir. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Sigurður Davíðsson tók þessa mynd í vikunni þegar olíuskipið Keilir kom til Hafnar í Hornafirði.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í fyrra, nánar tiltekið í febrúarmánuði.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Selfoss og Sleipnir

IMO 9433456. Selfoss ex Shopia. 2250. Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. lét úr höfn á Húsavík um kaffileytið í dag og naut við það aðstoðar hafnsögubátsins Sleipnis.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð.

Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia. Selfoss siglir undir færeyskum fána með heimahöfn í Þórshöfn.

Sleipnir var smíðaður á Akureyri árið 1995 og er 41 BT að stærð. Togkraftur hans er 11,2 tonn. Eigandi hans er Hafnarsamlag Norðurlands.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Thames við Bökugarðinn

IMO 9177894. Wilson Thames. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Thames kom til Húsavíkur í gærkveldi og lagðist að Bökugarðinum þar sem verið er að skipa farminum upp.

Wilson Thames, sem kom hingað frá Sandnes í Noregi, er 90 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1,846 brúttótonn að stærð. Skipið var smíðað árið 200 og siglir undir fána Barbadoseyja, heimahöfnin Bridgetown.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Danavik kom með sement til Helguvíkur

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Flutningaskipið Danavik kom fulllestað sementi til Helguvíkur í gærkveldi og tók Karl Einar Óskarsson hafnarvörður þessa mynd þá.

Akkúrat mánuður er síðan myndir af skipinu birtust á síðunni og þá var skrifað: Danavik, sem siglir undir fána Marshalleyja, var smíða árið 1983. Það er 104 metrar að lengd og 16 metra breitt. Mælist 3,625 brúttótonn að stærð og er með heimahöfn í Majuro.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Nýr Dettifoss kom til landsins í dag

IMO 9822853. Dettifoss. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Dettifoss, nýtt skip Eimskipafélags Íslands, kom til hafnar í Reykjavík í dag og tók Jón Steinar meðfylgjandi myndir við það tækifæri.

Dettifoss, sem er stærsta gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, var smíðað í Kína og tók heimsiglingin 68 daga með viðkomu í Singapúr, Sri Lanka, Suez, Rússlandi og loks Danmörku, þar sem skipið var formlega tekið inn í siglingaáætlun Eimskips.

Dettifoss er með heimahöfn í Þórshöfn en líkt og önnur skip Eimskipa siglir hann undir færeysku flaggi.

Skipið er 2150 gámaeininga skip , 180 metra langt og 31 metra breitt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sementsflutningaskipið Danavik

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Sementsflutningaskipið Danavik kom til Helguvíkur um helgina og tók Karl Einar Óskarsson hafnarvörður þessar myndir.

Danavik, sem siglir undir fána Marshalleyja, var smíða árið 1983. Það er 104 metrar að lengd og 16 metra breitt. Mælist 3,625 brúttótonn að stærð og er með heimahöfn í Majuro.

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

X Press Vesuvio á Vigoflóa

IMO: 9328651. X Press Vesuvio. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Þessi mynd var tekin fyrir tæpu ári síðan og sýnir gámaflutningaskipið X Press Vesuvio sigla út frá hafnarborginni Vigo á norður Spáni.

Skipið siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta. 

Það var smíðað árið 2005 og er 133,6 metrar að lengd, breidd þess er 19,6 metrar og það mælist 6,454 brúttótonn að stærð.

Í baksýn sést brú ein mikil og flott en Punte de Rande nefnist hún á galísku en Puente de Rande á spænsku. Hún liggur yfir Randesundið á innanverðum Vigoflóa og tengir saman sveitarfélögin Redondela og Moaña. Brúin var tekin í notkun árið 1981 og er ríflega einn og hálfur km. að lengd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Newcastle

IMO 9431006. Wilson Newcastle. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarðinum þar sem hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka verður skipað upp.

Skipið, sem kom einnig til Húsavíkur í september 2018, er skráð á Möltu með heimahöfn í Valletta. Það var smíðað árið 2011 og er 123 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6.118 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skógafoss kom til Húsavíkur

IMO 9375252.. Skógafoss ex Ice Bird. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Skógafoss kom til Húsavíkur í gær og voru þessar myndir teknar þegar hann sigldi inn Skjálfandann og lagðist að Bökugarðinum.

Skógafoss var smíðaður árið 2007 og hét Ice Bird til ársins 2011.

Hann er 130 metrar að lengd og 20,6 metra breiður. Mælist 7.545 GT að stærð. Heimahöfn hans er Saint John´s á Antigua og Barbados.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samskip Hvitbjørn

IMO 9642564. Samskip Kvitbjørn. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Þessa mynd af Samskip Hvitbjørn tók Eiríkur Sigurðsson á dögunum en skipið, sem notar gas sem eldsneyti, er af svokallaðri Ro Ro gerð flutningaskipa.

Skipið var smíðað árið 2015 og siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Skipið er 119,92 metrar að lengd, breidd þess er 22,4 metrar og það mælist 9,132 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution