Capella siglir út Vigoflóa

Capella ex Thorbjorg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Capella sigldi framhjá Chapella rétt í þessu og tók ég þessa mynd út um gluggann í íbúðinni sem við dveljum í.

Capella hét áður Thorbjorg og þar áður Pentland Phoenix og var smíðað í Japan árið 1993. Nánar tiltekið í Shin Kochi Jyukoskipasmíðastöðinni í Kochi.

Skipið er 134 metrar að lengd, 20 metra breitt og mælist 7,313 GT að stærð.

Það siglir undir fána Litháen og er með heimahöfn í Claipeda.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rio Arauca í Lissabon

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Olíuflutningaskipið Rio Arauca liggur hér við akkeri á Tagusánni við Lissabon.

Rio Arauca var smíðað í Samsung Shipbulding & Heavy Industries í Suður Kóreu árið 2011. Hét Melody til ársins 2013.

Það er 274 metrar að lengd, 48 metra breitt og mælist 81,384 GT að stærð.

Rio Arauca ex Melodia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Rio Arauca er í eigu Colt Marine Inc. á Marshalleyjum og siglir undir fána þeirra. Heimahöfnin er Majuro. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kossau á siglingu upp Tagusána

Kossau siglir til hafnar í Lissabon. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Kossau siglir hér upp Tagusána til hafnar í Lissabon síðdegis í gær.

Kossau er 88 metra langt, 13 metra breitt og mælist 2,461 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2007 og er í eigu Erwin Strahlmann Brunsbuttel í Þýskalandi.

Kossau siglir undir fána Antigua & Barbuda og heimahöfn skipsins er St. John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Grande Argentina við festar á Tagus

Grande Argentina við festar á Tagus. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Bílaflutningaskipið Grande Argentina hefur legið við festar á ánni Tagus framundan Lissabon undanfarna daga.

Það er 214 metrar að lengd, 32 metrar á breidd og mælist 56.660 GT að stærð.

Skipið var smíðað árið 2001 og siglir undir flaggi Gíbraltar. Það er í eigu Grimaldi Lines.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dintelborg við Bökugarðinn

Dintelborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hollenska flutningaskipið Dintelborg kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 1999 í skipasmíðastöðinni Scheepswerf van Diepen í Hollandi, það er 133,41 metra langt, 15,85 metra breitt og mælist 8350 GT að stærð.

Dintelborg siglir undir fána Hollands og hefur heimahöfn í Delfzijl.

Áki Hauksson rafvirki á Húsavík birti mynd af skipinu á Fésbókarsíðu sinni og setti þar fram ýmsan fróðleik um það:

Tvær lestar eru í skipinu, önnur er 41,99 metrar á lengd, 13,2 á breidd og 10,48 metrar á hæð, hin er 53,61 metrar á lengd, 13,2 metrar á breidd og 10,48 á hæð. Aðalvélin er af gerðinni Wartsila 8L38 og er 5280 kW við 600 RPM, hliðarskrúfan er 500Kw og skipið nær um 12 mílna ferð. Svartolíutankarnir eru 553 rúmmetrar, skipagasolíutankarnir eru 73 rúmmetrar og vatnstankurinn er 53 rúmmetrar. 

Það er hollenska fyrirtækið Royal Wagenborg sem á og rekur skipið, en Dintelborg er eitt af 170 skipum útgerðarfélagsins en stofnandi skipafélagsins hét Egbert Wagenborg og lét smíða fyrsta farmskipið fyrir sig 1888 svo sagan á bak við félagið er býsna gömul, þó félagið sem slíkt hafi ekki verið stofnað þá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Baltic Forward við Straumsvík

Baltic Forward við akkeri utan við Straumsvík.

Baltic Forward lá fyrir akkeri utan við Straumsvík í gær þegar Jón Steinar átti leið fram hjá og tók þessar myndir.

Skipið skráð undir kýpversku flaggi með heimahöfn í Limasol.

Það var smíðað 1988 hjá Stocznia Gdanska S.A. í Gdansk. Það er 140 metarar að lengd og 20 metra breitt.

Baltic Forward. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Selfoss við bryggju á Húsavík

Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Skip Eimskipafélags Íslands, Selfoss, var við Bökugarðinn í gær en það skip kemur á tveggja vikna fresti til Húsavíkur.

Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia.


Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Assa í Njarðvíkurhöfn

2305. Assa BA ex Laugarnes. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Gamla olíuflutningaskipið Laugarnes hefur skipt um eigendur og nafn, heitir nú Assa BA og komið með heimahöfn á Tálknafirði.

Eigandinn er Sjótækni ehf. sem er eins og segir á heimasíðu fyrirtækisins ,,hafsækinn vertaki sem þjónustar fiskeldi, neðansjávarlagnir og rekur köfunarþjónustu“.

Assa var smíðuð 1978 hjá Sakskobing Maskinfabrik Og Skibsvaer í Danmörku.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Helga við Bökugarðinn

Helga við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Flutningaskipið Helga hefur legið við Bökugarðinn á Húsavík undanfarna daga þar sem kvarstfarmi fyrir PCC á Bakka hefur verið skipað upp.

Skipið var smíðað í Kína árið 2009, nánaf tiltekið Damen Shipyards í borginni Yichang. Það er 143 metrar að lengd, 19 metra breitt og mælist 8.999 GT að stærð.

Helga siglir undir hollensku flaggi með heimahöfn í Hoogezand í Hollandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Prospect kom með hráefni fyrir PCC á Bakka

Prospect ex CFL Prospect við Bökugarðinn í morgun. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Prospect kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinun þar skipað var upp hráefni fyrir PCC á Bakka.

Pospect var smíðað árið 2007 í Peters Shipyards í Hollandi og er 118,4 metra langt og 13,35 metra breitt. Mælist 4,106 BT að stærð.

Útgerð skipsins heitir CFL og er hollenskt skipafélag en skipið siglir undir fána Hollands og er heimahöfn þess Groningen.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution