Wilson North kom í morgun

IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson North kom til hafnar á Húsavík á níunda tímanum í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Skipið, sem er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt, kom með trjáboli til PCC á Bakka. Það mælist 6,118 GT að stærð.

Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir Maltnesku flaggi með heimahöfn í Walletta.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun

IMO 8918461. Wilson Saga ex Borealnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Saga kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sen nú er verið að skipa upp hráefnisfarmi fyrir kísliver PCC á Bakka.

Wilson Saga var smíðað árið 1998 og siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limasol.

Skipið er 113 metra langt og 15 metra breitt. Það mælist 4,200 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snekkjan A og Samskip Hoffell á Eyjafirði

IMO 1012141. A og IMO 9196943. Samskip Hoffell mætast á Eyjafirði. Ljósmynd Örn Stefánsson 2021.

Örn Stefánsson tók þessa mynd síðdegis í dag þegar lystisnekkjan A og flutningaskipið Samskip Hoffell mættust á Eyjafirði.

Í Fréttablaðinu í dag segir m.a svo frá snekkjunni:

Nafn snekkj­unn­ar er A og var henn­i hleypt af stokk­un­um árið 2015. Hún er auk segls búin vél sem knýr hana á­fram. Engu var til spar­að við gerð skút­unn­ar. Hún er í eigu rúss­nesk­a millj­arð­a­mær­ings­ins Andrey Meln­ich­en­ko og er skráð á Berm­úd­a­eyj­um. Hún er tal­in stærst­a segl­skút­a í eink­a­eig­u sem knú­in er jafn­framt með mót­or.

Snekkj­an var af­hent eig­and­a sín­um árið 2017. Hún var smíð­uð af þýsk­u skip­a­smíð­a­stöð­inn­i Kob­iskr­ug í Kiel. Ytra borð henn­ar er hann­að af Do­el­ker + Vog­es, fransk­a art­i­tekt­in­um Jacq­u­es Garc­i­a og hin­um fræg­a fransk­i hönn­uð­i Phil­ipp­e Starck, sem einn­ig hann­að­i fleyið að inn­an.

Samskip-Hoffell var smíðað árið 2000 og er 4,454 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Blue Sapphire kom til Straumsvíkur í dag

IMO 9877339. Blue Sapphire. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Súrálsskipið Blue Sappphire kom til Straumsvíkur í dag en þetta 180 metra langa skip naut aðstoðar tveggja hafnsögubáta við að komast að bryggju.

Skipið sem er 30 metra breitt og mælist 23,703 GT að stærð. Það var smíðað árið 2020 og siglir undir fána Panama.

IMO 9877339. Blue Sapphire. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Nanjing við Bökugarðinn í morgun

IMO 9431018. Wilson Nanjing. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa upphráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið kemur hingað en síðast var það hér fyrir tæpu ári.

Wilson Nanjing var smíðað árið 2012 og siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta.

Skipið er 123 metra langt og 16 metra breitt. Það mælist 6,118 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Falksea kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9250426. Falksea og Sleipnir á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Norska flutningaskipið Falksea kom með saltfarm til Húsavíkur núna á níunda tímanum og fór hafnsögubáturinn Sleipnir með lóðs um borð.

Falksea er 90 metra langt og 14 metra breytt. Mælist 2,999 GT að stærð. Smíðað árið 2002 og hét upphaflega Arklow Rambler. Falksea er með heimahöfn í Stavanger.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lagarfoss kom til Húsavíkur í dag

IMO 9641314. Lagarfoss. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í dag og lagðist að Bökugarðinum.

Lagarfoss var smíðaður árið 2014 og er 141 metrar að lengd. Breidd hans er 23 metrar og hann mælist 10,106 GT að stærð.

Lagarfoss siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tukuma Arctica

IMO: 9822865. Tukuma Arctica í Sundahöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Magnús Jónsson tók þessar myndir í gærmorgun þegar Tukuma Arctica, gámaflutningaskip grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line, kom að bryggju í Sundahöfn .

Tukuma Arctica var smíðað í Kína og er samskonar skip og Dettifoss og Brúarfoss sem Eimskip lét smíða þar.

Skipið er 179 metra langt, 31 metra breitt og mælist 26,500 brúttotonn að stærð. Það getur flutt 2150 gámaeiningar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss saman í höfn

Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss saman í Sundahöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss voru samtímis í Sundahöfn á dögunum og tók Magnús Jónsson þessar myndir við það tækifæri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hekla

IMO 7383114. Hekla ex Vela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Hekla kemur hér til Húsavíkur um árið en Ríkisskip gerðir það út til strandflutninga við Ísland.

Skipið var í eigu Ríkissjóðs Íslands og keypt hingað til lands árið 1984, þá tíu ára gamalt. Skipið hafði þá verið hér í leigu frá árinu 1981 og siglt á ströndina undir nafninu Vela.

Það var smíðað í Noregi, 1,926 GT að stærð og hét upphaflega Polstraum.

Hekla fékk síðar nafnið Búrfell en um það má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution