1417. Bjössi Sör ex Breiðdælingur SU 62. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör siglir á Skjálfandaflóa í morgun. Báturinn hét upphaflega Sólrún EA og var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi en hún var síðasti báturinn sem var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA. Hér má lesa nánar um bátinn en Norðursigling keypti hann frá Breiðdalsvík haustið 2002. … Halda áfram að lesa Bjössi Sör á leið í hvalaskoðun
Author: Hafþór Hreiðarsson
Geir ÞH 150
462. Geir ÞH 150 ex Eskey SF 54. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1992. Geir ÞH 150 frá Þórshöfn er hér á siglingu árið 1992, sennilega við Langanes. Geir ÞH 150 hét áður Eskey SF 54 en upphaflega Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 fyrir Sveinbjörn Á. Sveinsson á Neskaupsstað. Hann átti bátinn til ársins 1969 … Halda áfram að lesa Geir ÞH 150
Smaragd M 64 HØ
IMO: 9171034. Smaragd M 64 HØ. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 2001. Norska uppsjávarveiðiskipið Smaragd M 64 HØ frá Herøy á siglingu árið 2001 en það var smíðað árið 1999. Ekki með öllu ókunnugt Íslendingum því Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði keypti skipið til landsins sumarið 2014 og gaf því nafnið Hoffell SU 80. Skipið er sem fyrr segir … Halda áfram að lesa Smaragd M 64 HØ
Klara Sveinsdóttir á toginu
1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST 71. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1993. Rækjuskipið Klara Sveinsdóttir SU 50 frá Fáskrúðsfirði togar hér á rækjuslóðinni árið 1993. Giska á að þetta sé austan við land. Akkur hf. á Fáskrúðsfirði gerði skipið út sem var 292 tonn að stærð. Smíðað í Noregi 1978 og keypt notuð til … Halda áfram að lesa Klara Sveinsdóttir á toginu
Andey SF 222
1980. Andey SF 222 ex Andey SU 210. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1996. Andey SF 222 er hér á rækjuslóðinni árið 1996 og komin í gráa Frostalitinn en enn skráð SF 222. Um Andey má lesa nánar hér en hún var smíðuð í Póllandi árið 1989. 1980. Andey SF 222 ex Andey SU 210. Ljósmyndir Olgeir … Halda áfram að lesa Andey SF 222
Ronja Christopher við Kópasker
IMO 9878955. Ronja Christopher. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska brunnskipið Sonja Christopher var framundan Röndinni á Kópaskeri í gær en þar var verið að dæla seiðum úr nýju landeldisstöð Rifóss út í skipið. Þaðan er svo siglt með seiðin austur á firði þar sem þau er sett í sjókvíar á vegum Fiskeldis Austfjarða. Ronja Christopher … Halda áfram að lesa Ronja Christopher við Kópasker
Háey I á Raufarhöfn í dag
2995. Háey I ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þessar myndir sem nú birtast voru teknar þegar línubáturinn Háey I ÞH 295 kom til hafnar á Raufarhöfn, sem er hennar heimahöfn. Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út en hann hóf veiðar í lok síðasta árs. Fyrst um sinn var landað á Húsavík en … Halda áfram að lesa Háey I á Raufarhöfn í dag
Grindvíkingur
1512. Grindvíkingur GK 606. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1994. Þessa myndasyrpu af Grindvíkingi GK 606 tók Olgeir Sigurðsson árið 1994 skipið var gert út af Fiskanesi í Grindavík. Hér má lesa nánar um Grindvíking GK 606 en hann var smíðaður árið 1978. 1512. Grindvíkingur GK 606. Ljósmyndir Olgeir Sigurðsson 1994. Með því að smella á myndirnar … Halda áfram að lesa Grindvíkingur
Hrímbakur EA 306
1472. Hrímbakur EA 306 ex Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1991. ÚA togarinn Hrímbakur EA 306 er hér á miðunum árið 1991 en myndina tók Olgeir Sigurðsson. Togarinn hét upphaflega Bjarni Herjólfsson ÁR 200 og var smíðaður í Póllandi árið 1977. Hrímbakur EA 306 var 488 brl. að stærð búinn 2200 hestafla Sulser aðalvél. … Halda áfram að lesa Hrímbakur EA 306
Aldey á toginu
1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson 1994. Rækjubáturinn Aldey ÞH 110 á toginu en hún var gerð út af Höfða hf. á Húsavík. Báturinn var smíðaður árið 1972 á Akureyri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Erling Pétursson í Vestmannaeyjum. Hann hét upphaflega Surtsey VE 2. Í upphafi mældist hann 105 … Halda áfram að lesa Aldey á toginu