Ásdís ÞH 136

2783. Ásdís ÞH 136 ex Ingunn Sveinsdóttir AK 91. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Grásleppubáturinn Ásdís ÞH 136 kemur hér að bryggju á Húsavík síðdegis í dag.

Það er Barmur ehf. sem gerir hana út en báturinn er af gerðinni Cleopatra 31. Hann hét upphaflega Kristján ÍS 110 en þegar hann var keyptur til Húsavíkur árið 2015 hét hún Ingunn Sveinsdóttir AK 91.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Blue Sapphire kom til Straumsvíkur í dag

IMO 9877339. Blue Sapphire. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Súrálsskipið Blue Sappphire kom til Straumsvíkur í dag en þetta 180 metra langa skip naut aðstoðar tveggja hafnsögubáta við að komast að bryggju.

Skipið sem er 30 metra breitt og mælist 23,703 GT að stærð. Það var smíðað árið 2020 og siglir undir fána Panama.

IMO 9877339. Blue Sapphire. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Doddi SH 223

2716. Doddi SH 223 ex Siggi afi HU 122. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2021.

Jón Páll Ásgeirsson tók þessa mynd í gær þar sem verið var að landa úr Dodda SH 223 í Reykjavíkurhöfn.

Doddi SH 223, sem er gerður út af Útgerðafélaginu Kili ehf., var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 2006 og hét upphaflega Siggi afi HU 122. Því nafni hélt hann allt til þess að hann fékk núverandi nafn í júní 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Valaberg GK 399

1031.Valaberg GK 399 ex Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Valaberg GK 399 hét áður Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 en upphaflega Magnús NK 72, smíðaður fyrir Ölver hf. á Neskaupsstað.

Smíðin fór fram árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. Magnús, sem var 274 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Um Magnús NK 72 má lesa hér en hann var seldur til Grindavíkur í febrúarmánuði 1988. Þá fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Í september sama ár fékk báturinn nafnið Valaberg GK 399, eigandi Sigluberg hf. í Grindavík.

Sigluberg hf. gerði einnig út Háberg GK 299 og Sunnuberg GK 199 og öfluðu þeir hráefnis fyrir Fiskimjöl & Lýsi í Grindavík.

Sigluberg hf. seldi Valaberg GK 399 Sævaldi Pálssyni í Vestmannaeyjum haustið 1989.

Báturinn fékk nafnið bergu VE 44 en meira um það síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hamar SH 224 að draga línuna

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH 299. Ljósmyns Sigurður Davíðsson 2021.

Sigurður Davíðsson skipverji á Steinunni SF 10 tók þessa mynd í vikunni og sýnir hún Hamar SH 224 frá Rifi draga línuna

Um Hamar má lesa nánar hér en upphaflega hét hann Jörundur II RE 299, smíðaður í Englandi 1964.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bessi í flotkví í Hafnarfirði

2013. Bessi ÍS 410. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bessi ÍS 410 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, í Flekkefjord í Noregi og hafði smíðanúmer 144 hjá stöðnni.

Hann var smíðaður fyrir Álftfirðing h.f í Súðavík og leysti af hólmi eldra skip með sama nafni. Bessi var 807 brl. að stærð.

Bessi ÍS 410 var seldur til Færeyja árið 2000 en þá var hann í eigu Hraðfrysti­húss­ins-Gunn­var­ar hf. í Hnífs­dal.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tómas Þorvaldsson að veiðum

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2021.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni GK 10 þar sem hann var að veiðum sunnan við Eyjar um páskana.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

Þorbjörn hf. keypti Sisimiut og fékk skipið afhent í júní 2019. Það fékk nafnið Tómas Þorvaldsson GK 10 fór fyrst til veiða undir því nafni 22. júlí sama ár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín ÞH 157

972. Krstín ÞH 157 ex Kristín GK 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011.

Kristín ÞH 157 lætur hér úr höfn eftir löndun á Húsavík þann 23. september árið 2011.

Kristín ÞH 157 var smíðuð í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965, hét upphaflega Þorsteinn RE 303. 

Síðar bar báturinn nöfnin Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF og Atlanúpur ÞH þangað til hann fékk nafnið Garðey SF og loks Kristín GK eftir að Vísir eignaðist hann. 

2008 varð Kristín ÞH 157 með heimahöfn á Húsavík, eigandi Vísir hf.

Árið 2014 fékk báturinn aftur einkennisstafina GK og númerið 457. Eigandi Vísir hf. og heimahöfnin Grindavík.

Kristín heitir Steinn GK 65 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Myndasyrpa frá komu Vilhems Þorsteinssonar EA 11 haustið 2000

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar sunnudaginn 3. september árið 2000 þegar fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom til heimahafnar í fyrsta sinn.

Vilhelm Þorsteinsson var með smíðanúmer 310 frá Kleven Verft AS í Ulsteinvík í Noregi en skipsskrokkurinn var smíðaður hjá Northen Shipyard í Póllandi.

Skipið var selt til Rússlands síðla árs 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gleðilega páska – Happy easter

Trilla á Svalbarðseyri. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Með þessari mynd sem tekin var á Svalbarðseyri á Föstudaginn langa fylgir páskakveðja til lesenda síðunnar um allan heim.

With this photo of the small boat that was taken last friday on Svalbarðseyri, easter greetings are sent from Húsavík to readers all around the world.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution