Svanur ÞH 100

992. Svanur ÞH 100 ex Benedikt Sæmundsson GK 28. Ljósmynd Pétur Jónasson. Svanur ÞH 100 var gerður út af Útgerðarfélaginu Vísir hf. sem keypti bátinn til Húsavíkur árið 1969. Upphaflega hét báturinn Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965. Árið 1977 kom til eigendaskipta á bátnum er Útgerðarfélagið … Halda áfram að lesa Svanur ÞH 100

Greg Mortimer kom til Húsavíkur í dag

IMO 9834648. Greg Mortimer. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Greg Mortimer kom til Húsavíkur fyrir stundu og eftir rúmlega sex klst. siglingu frá Akureyri. Greg Mortimer var smíðað í Kína árið 2019 og er af Ulstein X-BOW gerð. Smíðað til siglinga við Suðurskautið sem og á norðlægum slóðum. Lengd þess er 104,4 metrar og breidd … Halda áfram að lesa Greg Mortimer kom til Húsavíkur í dag

Fram

IMO 9370018. Fram. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Norska skemmtiferðaskipið Fram kom til Húsavíkur gær og lét síðan aftur úr höfn nú síðdegis. Fram, sem flokkast leiðangursskip, er gert út af fyrirtækinu Hurtigruten og er með heimahöfn í Tromsö. Skipið heitir eftir skipi landkönnuðanna norsku Roald Amundsen og Fridtjof Nansen. Fram var smíðað í Ítalíu árið … Halda áfram að lesa Fram

Áskell Egilsson á pollinum

1414. Áskell Egilsson ex Ási ÞH 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Hvalaskoðunarbáturinn Áskell Egilsson kemur hér að landi á Akureyri í dag en ekki viðraði vel til hvalaskoðunar á Eyjafirði né Skjálfanda. Upphaflega Vöttur SU 3 smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1975. Vöttur SU 3 hét síðar Vinur EA 80, Aðalbjörg II RE … Halda áfram að lesa Áskell Egilsson á pollinum