Brynjólfur farinn í pottinn

1752. Brynjólfur VE 3 ex Flatey ÞH 383. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2022. Brynjólfur VE 3 er nú kominn á endastöð í Belgíu þar sem hann verður rifinn í brotajárn. Tryggvi Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum þegar Brynjólfur lét úr höfn í Vestmannaeyjum í síðasta skipti. Hér má skoða fleiri myndir af Brynjólfi. Upphaflega hét … Halda áfram að lesa Brynjólfur farinn í pottinn

Skálafell ÁR 50

100. Skálafell ÁR 50 ex Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skálafell ÁR 50 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn um árið en upphaflega hét báturinn Hoffell SU 80.  Báturinn var smíðaður fyrir Fáskrúðsfirðinga árið 1959 í Noregi. Síðar hét hann Fagurey SH 237, Jórunn ÁR 237, Jón Jónsson SH 187, Haförn ÁR 115, Haförn … Halda áfram að lesa Skálafell ÁR 50

Vonin KE 10 á Húsavík

1631. Vonin KE 10 ex Lundaberg AK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Vonin frá Keflavík er á Húsavík þessa dagana en Köfunarþjónusta Sigurðar er að vinna við dráttarbrautina í Húsavíkurslipp. Vonin hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Vonin KE 10 á Húsavík

Rauðinúpur ÞH 180

1280. Rauðinúpur ÞH 160. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Skuttogarinn Rauðinúpur ÞH 160 kemur hér til hafnar á Raufarhöfn um árið en myndina tók Hreiðar Olgeirsson, þá skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44. Rauðinúpur var smíðaður í Japan árið 1973 og kom til heimahafnar á Raufarhöfn 5. apríl það ár. Hann hét alla tíð Rauðinúpur og heimhöfnin ávallt … Halda áfram að lesa Rauðinúpur ÞH 180

Fri Ocean við Bökugarðinn

IMO 9195690. Fri Ocean ex Vera. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Fri Ocean kom til Húsavíkur í vikunni og lagðist að við Bökugarðinn hvar skipað var upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Fri OCean var smíðað í Hollandi árið 2000 og hét Vera fysrtu sex árin en skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í … Halda áfram að lesa Fri Ocean við Bökugarðinn

Sigurfari VE 138

1743. Sigurfari VE 138 ex Glomfjord. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sigurfari VE 138 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum en Tryggvi Sig tók myndina. Sigurfari hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986. Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og er smíðanúmer 79 hjá stöðinni.  Byggt … Halda áfram að lesa Sigurfari VE 138

Runólfur

Komið með Runólf SH 135 að bryggju í gær. Ljósmynd Magnús Jónsson. Maggi Jóns tók þessa mynd þegar dráttarbátar Faxaflóahafna komu Runólfi SH 135 að bryggju í Reykjavík í gær. Varðskipið Þór hafði dregið hann til Reykjavíkur en gír Runólfs bilaði. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Runólfur

Kristbjörg og Ögmundur

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 44 - 212. Ögmundur RE 94 ex Skagaröst KE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993. Hér liggja saman í Húsavíkurhöfn Kristbjörg ÞH 44 og Ögmundur RE 94 og myndin tekin sumarið 1993 ef minni ljósmyndarans svíkur hann ekki. Báðir bátarnir smíðaðir á sjöunda áratug síðustu aldar í Risør … Halda áfram að lesa Kristbjörg og Ögmundur