Kolga BA 70

7472. Kolga BA 70 ex Bláskjár HF 89. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Kolga BA 70 kemur hér að landi á Patreksfirði fyrir um mánuði síðan en það er Strandfiskur ehf. sem á hana og gerir út.

Kolga er nú Sómaleg að sjá en sögð smíðuð í Bátahöllinni í Snæfellsbæ árið 1999. Hún hét upphaflega Heiða Ósk NS 144 og var með heimahöfn á Bakkafirði.

Síðar fékk báturinn nafnið Tóti SF 52, SF 75 og VE 28. Því næst Bláskjár HF 69 en frá árinu 2016 hefur hann heitið Kolga BA 70.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæljón SU 104

1028. Sæljón SU 104 ex Sigurður Þorleifsson GK 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sæljón SU 104 frá Eskifirði er hér á rækjuslóðinni um árið en hann var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.

Upphaflega hét báturinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík.

Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi.

Hann er sá eini sem enn er í drift hérlendis, amk. til fiskveiða og heitir í dag Saxhamar SH 50.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Svalbakur EA 302

1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

ÚA togarinn Svalbakur EA 302 heldur hér til veiða frá Akureyri um árið en togarinn var smíðaður árið 1969.

Útgerðarfélag Akureyringa keypti systurskipin Stellu Karinu og Stellu Kristinu frá Færeyjum árið 1973 og komu þau til heimahafnar á Akureyri í desember það ár.

Skipin voru byggð í Sovikens Verft A/S í Noregi á árunum 1968—1969 og voru 62 metrar að lengd og 10 metra breið. Þau mældust 834 brl. að stærð.

Árið 1996 var togarinn seldur til Siglufjarðar þar sem hann fékk nafnið Svalbarði SI 302.

Samkvæmt vef Fiskistofur var hann kominn í núllflokk árið 2001.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Græðir BA 29

2151. Græðir BA 29 ex Kristín Hálfdánar ÍS 492. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Græðir BA 29 sem hér kemur að landi á Patreksfirði fyrir skömmu er gerður út til strandveiða og heimahöfnin Patreksfjörður.

Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Mótun árið 1991 og hét upphaflega Örn ST 76 með heimahöfn á Hólmavík.

Árið 1995 var báturinn kominn til Grímseyjar þar sem hann var í rúman áratug undir nafninu Jónína. Fyrst og lengst af EA 185 en síðustu tvö árin EA 190.

Árið 2006 er báturinn seldur vestur á firði þar sem hann fékk nafnið Ísbjörg ÍS 69 og heimahöfnin Súðavík. Sumarið 2013 fær hann nafnið Kristín Hálfdánar ÍS 492 en um haustið er hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk núverandi nafn, Græðir BA 29. Eigandi Þóroddur Gissurarson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Afi Toni EA 127

5493. Afi Toni EA 127 ex Árni ÞH 127. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Afi Toni greip auga mitt í gærkveldi þegar leiðin lá um Sandgerðisbótina á Akureyri.

Þarna er kominn fyrrum Árni ÞH 127 sem Bragi Sigurðsson gerði út í árafjöld frá Húsavík.

Um Árna hef ég skrifað í færslu frá ársbyrjun 2019:

Árni ÞH 127 var smíðaður úr furu og eik af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri árið 1961. 

Samkvæmt vef Árna Björns á Akureyri hét báturinn upphaflega Hafræna EA 42. Því næst Bára ÞH 117 og að lokum Árni ÞH 127. Var reyndar skráður ÞH 227 um tíma.

Bragi Sigurðsson eigandi og útgerðarmaður Árna ÞH 127 seldi bátinn til Akureyrar í haust en hann hafði legið í Húsavíkurhöfn um hríð.

Eigandi bátsins samkvæmt skipaskrá er Guðmundur Jónsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Norma Mary H110

IMO 8704808. Norma Mary H110 ex Fríðborg FD 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Norma Mary, skip Onw­ard Fis­hing Comp­any dótt­ur­fé­lags Sam­herja í Bretlandi, kom til löndunar á Akureyri í gærkveldi.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 73,4 metrar að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary er með heimahöfn í Hull.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Týr á útleið

1421. V/S Týr á útleið. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Jón Steinar tók þessar flottu myndir af varðskipinu Tý í gær þegar skipið var á útleið frá Seyðisfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Votaberg KE 37

7040. Votaberg KE 37 ex Eiður EA 13. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Votabergið er byrjað að leita fyrir sér með makrílinn og Jón Steinar tók þessa mynd af því þar sem það var við leit undan Berginu í Keflavík.

Votaberg KE 37 , sem ger er út af GunGum ehf., var smíðað árið 1987 í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði og hét upphaflega Eiríkur SK 201.

Síðar hét báturinn Lax SH 600, Kvikk ÞH 112, Loftur Breiðfjörð SH 717, Kristján EA 378 og loks Eiður ÓF 4, ÓF 13 og síðar EA 13.

Árið 2018 fékk báturinn núverandi nafn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Wilson Thames við Bökugarðinn

IMO 9177894. Wilson Thames. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Wilson Thames kom til Húsavíkur í gærkveldi og lagðist að Bökugarðinum þar sem verið er að skipa farminum upp.

Wilson Thames, sem kom hingað frá Sandnes í Noregi, er 90 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1,846 brúttótonn að stærð. Skipið var smíðað árið 200 og siglir undir fána Barbadoseyja, heimahöfnin Bridgetown.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Eyvindur KE 99

1475. Eyvindur KE 99 ex Eyvindur KE 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eyvindur KE 99 sem hér kemur að landi í Keflavík um árið hét upphaflega Sæborg ÞH 55 og var gerð út frá Húsavík.

Sæborg ÞH 55, sem er 40 brl. að stærð, var smíðuð á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1977.

Sæborg ÞH 55 var seld til Keflavíkur árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Eyvindur KE 37. Árið 2000 verða eigendaskipti á bátnum, Árni Jónsson ehf. kaupir hann af Eyvindi ehf. og við það fékk hann KE 99 í stað KE 37.

Árið 2002 kaupir Hraunútgerðin ehf. bátinn aftur til Húsavíkur og fær hann sitt gamla nafn, Sæborg ÞH 55.

Sæborg var seld vorið 2009 til Bolungarvíkur þar sem báturinn fékk nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Árið 2014 fékk hann nafnið Áróra eftir að hafa verið gerður upp til farþegasiglinga.

Vorið 2016 kaupir Noirðursigling bátinn aftur til Húsavíkur og enn fær hann sitt upphaflega nafn, Sæborg, sem hann ber í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.