Rækjuskip við bryggju á Húsavík

1462. Júlíus Javsteen ÞH 1 – 27. Árni á Bakka ÞH 380 ex Dreki HF 36. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar gefur að líta tvö rækjuskip við bryggju á Húsavík.

Þetta eru Júlíus Havsteen ÞH 1 sem var í eigu Höfða hf. á Húsavík og Árni á Bakka ÞH 380 sem Sæblik hf. á Kópaskeri átti og gerði út.

Myndin var líklega tekin vorið 1987 og spurning hvort Árni á Bakka sé ekki nýkominn og verið að útbúa hann til veiða. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Kópaskeri vorið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergur-Huginn kaupir Útgerðarfélagið Berg ehf.

2677. Bergur VE 44 ex Brodd 1. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Í dag var undirritaður samningur um kaup Bergs-Hugins ehf. á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum.

Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 en hann var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 2005. Togarinn er 569 brúttótonn að stærð og með 1.300 hestafla vél. Aflaheimildir félagsins eru 0,36% af heildarkvóta á fiskveiðiárinu 2020-2021 eða sem nemur 1.514 þorskígildistonnum.

Í fréttatilkyningu á vef Síldarvinnslunnar segir:

Segja má að saga Bergs-Hugins og Bergs sé samofin en upphaf hennar má rekja til ársins 1954 þegar vélbáturinn Bergur VE 44 var keyptur til Vestmannaeyja, en þá var Bergur hf. stofnað af þeim Kristni Pálssyni og Magnúsi Bergssyni tengdaföður hans.  Árið 1972 var útgerðarfélagið Bergur-Huginn stofnað en að því stóðu útgerðarfélögin Bergur hf. og Huginn hf. og var megintilgangur hins sameinaða félags að festa kaup á skuttogara og hefja útgerð hans. Þeir bræður Kristinn og Sævald Pálssynir, útgerðarmenn frá Þingholti í Vestmannaeyjum, renndu hýru auga til skuttogaraútgerðar og fengu mág sinn, Guðmund Inga Guðmundsson útgerðarmann Hugins, til liðs við sig og saman stofnuðu þeir útgerðarfélagið Berg-Hugin ehf. sem síðan festi kaup á skuttogaranum Vestmannaey.

Þegar togarinn var keyptur var ákveðið að gera Berg út áfram og var hann gerður út á net, troll og loðnu en skipstjóri á honum var Sævald  Pálsson. Árið 1983 var ákveðið að skipta upp félaginu Bergur-Huginn en Sævald dróg sig út úr því og hélt áfram útgerð Bergs.

Árið 2012 festi Síldarvinnslan hf. kaup á Bergi-Hugin ehf.  og eru skip félagsins, Vestmannaey og Bergey,  gerð út frá Vestmannaeyjum. Magnús Kristinsson stýrði daglegum rekstri Bergs-Hugins til ársins 2017, eins og hann hafði gert frá stofnun félagsins, en þá tók Arnar Richardsson tengdasonur Magnúsar við sem rekstrarstjóri. Elfa Ágústa, dóttir Magnúsar,  starfar á skrifstofu Berg- Hugins og er hún fjórði ætliðurinn sem starfar hjá fyrirtækinu.

 Útgerð skipa Bergs-Hugins hefur gengið vel og tók fyrirtækið á móti nýjum skipum á síðasta ári.   Kaupin á Bergi ehf. eru liður í að styrkja rekstur og útgerð félagsins í  Vestmannaeyjum.

Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir eftirfarandi um kaupin: „Rekstur Bergs-Hugins hefur gengið vel. Síðastliðið ár var farið í að endurnýja skip félagsins og eru þessi kaup á Bergi ehf. liður í að styrkja enn stoðir okkar í Vestmannaeyjum. Eigendur Bergs fóru þá leið að bjóða fyrirtækjum í Eyjum að koma að kaupum á félaginu og erum við hjá Bergi-Hugin afar þakklátir fyrir að hafa átt kost á að bjóða í félagið. Bergur-Hugin og Bergur eru tengd félög frá gamalli tíð og það gerir kaupin enn ánægjulegri. Frá því að Síldarvinnslan kom að rekstri Bergs-Hugins hefur samstarfið við Eyjamenn verið afar gott, starfsmenn Bergs-Hugins hafa tekið okkur vel og við erum með toppfólk í öllum störfum hjá félaginu.“

Kaup þessi eru gerð með fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlitsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Førde Junior í smíðum og annar til

IMO: 8615289. Førde Junior SF-12-B. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1987.

Hreiðar Olgeirsson tók þessa mynd í Noregi sumarið 1987 og þá sennilega í Tomrefjørd.

Líniskipið sem er lengra komið í smíðinni er Førde Junior SF-12-B sem afhent var frá Solstrandskipasmíðastöðinni árið 1987.

Førde Junior hefur verið í Suðurhöfum allengi, búið að lengja hann mikið. Í dag heitir hann Croix Du Sud I og siglir undir flaggi Grænhöfðaeyja.

En hvaða skip ætli það sé sem liggur utan á Førde Junior ?

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Freyr ÞH 1

11. Freyr ÞH 1 ex Freyr GK 157. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Línubáturinn Freyr ÞH 1 leggur upp í róður haustið 2003 en Vísir hf. gerði bátinn út og skráði um tíma með heimahöfn á Húsavík.

Upphaflega Arnfirðingur RE 212 smíðaður í Noregi 1963 fyrir Arnarvík h/f í Grindavík.

Hét síðar Sandafell, Freyr og að lokum Siggi Þorsteins en hann fór utan til niðurrifs undir því nafni árið 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Blængur NK 125

1325. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Ég tók svo margar myndir af Blæng NK 125 á dögunum þar sem hann sigldi til hafnar á Húsavík að það er ekki hægt annað en að birta þær annað slagið.

Annars er það að frétta af Blæng að hann átti að halda í Barentshafið í gær.

Af heimasíðu Síldarvinnslunnar:

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í Barentshafi á morgun. Það mun taka skipið um þrjá og hálfan sólarhring að sigla þangað. Heimasíðan ræddi við Theodór Haraldsson skipstjóra og spurði hvort gert væri ráð fyrir löngum túr.

„Það er gert ráð fyrir 34 daga túr og það þýðir að við verðum komnir heim um 25. nóvember. Ráðgert er að veiða  um 600 tonn og við eigum eftir að sjá hvernig það gengur. Síðustu fréttir herma að ekki sé mikið fiskirí á þessum slóðum akkúrat núna en það getur breyst á skömmum tíma. Auðvitað vona allir að það gangi sem best að veiða og við náum aflanum á skemmri tíma en gert er ráð fyrir. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar en það er allra veðra von á þessum slóðum á þessum árstíma. Annars eru menn bara bjartsýnir og vonandi á þetta eftir að ganga vel,“ segir Theodór.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Örn VE 244

1751. Örn VE 244 ex Örn SH 248. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Örn VE 244 var smíðað hjá Karlstadverken A/B, Karlstad í Svíþjóð árið 1984 og hét upphaflega Sette Mari.

Rækjunes/ Björgvin h/f. í Stykkishólmi keypti bátinn, sem var 113 brl. að stærð, til Íslands árið 1986 og gaf honum nafnið Örn SH 248.

Bergur h/f keypti Örn SH 248 til Vestmannaeyja árið 1989 þar sem hét hann áfram Örn en varð VE 244.

Örn var seldur til Stokkseyrar árið 1992 þar sem hann fékk nafnið Hásteinn ÁR 8 sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Búi EA 100

1153. Búi EA 100 ex Sæþór SF 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Búi EA 100 kemur hér úr línuróðri í byrjun júnímánaðar árið 2005. Þá var báturinn í eigu Bjarma ehf. á Dalvík.

Stefán Stefánsson keypti bátinn, sem hét Sæþór SF 244, frá Hornafirði í lok árs 1999 og nokkru síðar fékk hann nafnið Búi EA100.

Bjarmi ehf. keypti Búa, sem er 11 brl. að stærð, af Stefáni haustið 2004 og gerði út til ársins 2007 að Stefán Þengilsson keypti hann og nefndi Góa ÞH 25.

Báturinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1971 Hét Sæþór SU 175 með heimahöfn á Eskifirði. Hann var seldur til Hornafjarðar árið 1994, hélt nafni en varð SF 244 eins og áður hefur komið fram.

Meira um bátinn kemur síðar en hann heitir Margrét SU 4 í dag.

Við færslu sem birtist af öðrum Búa EA 100 á dögunum kemur fram að stýrishúsið sem var á honum er sama húsið og er á þessum á myndunum og er enn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Múlaberg við Eyjar

1281. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í dag af Múlabergi SI 22 þar sem það beið af sér brælu við Vestmannaeyjar.

Múlaberg er í togararalli Hafró þessa dagana.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Byr GK 59

1925. Byr GK 59 ex Hrappur SF 170. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Byr GK 59 lá fyrir dróna Jóns Steinars í gærmorgun þegar báturinn kom að landi í Grindavík.

Byr hét upphaflega Spörri GK 170 og var smíðaður í Bátasmiðjunni sf. í Hafnarfirði árið 1988.

Báturinn. sem er tæpar 10 brl. að stærð, er í eigu Gunnars Berg Ólafssonar í Grindavík sem keypti hann frá Hornafirði árið 2001.

Hann bar nafnið Hrappur SF 170 árin 1997-2001 en hafði heitið Hrappur GK 170 árin 1989-1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hinni ÞH 70

1547. Hinni ÞH 70 ex Sveinn Sveinsson BA 325. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Á þessum myndum gefur að líta Hinna ÞH 70 þegar hann kom úr rækjuróðri til hafnar á Húsavík snemma sumars 2003.

Hinni ÞH 70 hét upphaflega Neisti HU 5 og var smíðaður í Básum hf. í Hafnarfirði árið 1979. Hann er 24 brl. að stærð og heitir Draumur í dag. Gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík.

Það var Auðrún ehf. sem gerði Hinna ÞH 70 út frá Húsavík árin 2003-2007 en báturinn var keyptur frá Patreksfirði þar sem hann bar nafnið Sveinn Sveinsson BA 325. Áður hafði hann borið nöfnin Stapavík AK 123 og Þorsteinn SH 145 auk upprunalega nafnsins, Neisti HU 5..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution