Lilja SH 16

2712. Lilja SH 16 ex Alda HU 112. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Lilja SH 16 hét upphaflega Kristinn SH 712 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Breiðuvík ehf. í Ólafsvík árið 2006.

Báturinn er Cleopatra 38 frá Trefjum í Hafnarfirði og mælist 15 BT að stærð.

Árið 2009 fékk hann nafnið Kristinn II en áfram SH 712. Það var svo árið 2014 er Vík ehf. útgerð á Skagaströnd keypti bátinn og nefndi Öldu HU 112.

Árið 2018 er báturinn kominn aftur á Snæfelssnesið og undir þessu nafni sem hann ber á myndinni, Lilja SH 16. Eigandi Guðbjartur ehf. og heimahöfnin Hellisandur.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldbakur og Harðbakur við ÚA bryggjuna

1395. Kaldbakur EA 1 og 1412. Harðabakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Hér liggja Spánartogararnir Kaldbakur EA 1 og Harðbakur EA 3 (fjær) við ÚA bryggjuna á Akureyri í júlímánuði árið 2004.

Þeir voru smíðaðir fyrir ÚA í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Kaldbakur EA 301 kom á undan, í desember árið 1974 og Harðbakur EA 303 kom í marsmánuði árið 1975.

Kaldbakur fór í brotajárn í Belgíu árið 2018, hét þá Sólbakur EA 301.

Harðbakur hefur heitið Poseidon eftir að honum var breytt í rannsóknarskip fyrir rúmum tíu árum eða svo.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Grímsnes GK 555

89. Grímsnes GK 555 ex Grímsnes BA 555. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Grímsnes GK 555 lá fyrir linsunni hjá Jóni Steinari í gær þegar báturinn kom til hafnar í Grindavík.

Grímsnes GK 55 er gert út af Hólmgrími Sigvaldasyni.

Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði, smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk As í Noregi 1963 fyrir Varðarútgerðina hf á Stöðvarfirði.

Hefur heitið eftirfarandi nöfnum í gegnum tíðina:

Heimir SU 100, Mímir ÍS, Hafaldan SU, Ásgeir Magnússon GK, Árni Geir KE, Happasæll KE, Sædís HF, Mímir ÍS, Sædís ÍS, Grímsnes GK, Grímsnes HU, Grímsnes GK Grímnes BA og Grímsnes GK.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ásdís ÍS 2

2313. Ásdís ÍS 2 ex Örn GK 114. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Dragnótabáturinn Ásdís ÍS 2 er gerð út af Mýrarholti ehf. á Bolungarvík sem keypti bátinn árið 2017 og kom hann í stað minni báts með sama nafni.

Upphaflega og lengst af hefur báturinn heitið Örn KE 14 en hann var smíðaður árið 1999 í Póllandi fyrir Sólbakka ehf. í Keflavík.

Síðustu árin var hann GK 114 með heimahöfn í Sandgerði. Stakkavík í Grindavík keypti bátinn haustið 2016 og seldi hann síðan Mýrarholti ehf. nokkrum mánuðum síðar.

Ásdís ÍS 2 er 159 BT að stærð, lengd hennar er 21,95 metrar og hún er 8 metra breið. Upphaflega var í henni Cummins aðalvél, 608 hestöfl að stærð.

Í vetur var skipt um aðalvél og sett í hana ný vél sömu gerðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýr Einar Guðnason ÍS 303 til Suðureyrar

2997. Einar Guðnason ÍS 303. Ljósmynd Trefjar 2021.

Útgerðarfélagið Norðureyri ehf. á Suðureyri fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Íslandssaga ehf. tekur við afla bátsins og er einn eigandi Norðureyrar. Framkvæmdastjóri Íslandsögu ehf. er Óðinn Gestsson.

Báturinn heitir Einar Guðnason ÍS 303 og er 15 metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.  Hann leysir af hólmi eldri bát útgerðarinnar sem strandaði við Gölt síðla árs 2019.  

Skipstjórar á bátnum eru Bjarni Bjarnason og Friðrik Ólafsson.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan V158 480kW (15L) tengd frístandandi ZF 360 V-gír.

Rafstöð og glussarafall er af gerðinni Scam frá Ásafli ehf.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.

Búnaður á dekki er frá Stálorku.

Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.

Í bátnum er ARG250 stöðugleikabúnaður frá Ásafli ehf. 

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 43 stk. 460 lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Báturinn hefur þegar hafið veiðar og gengið vel.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kolbeinsey sjósett

1576. Kolbeinsey ÞH 10. Ljósmynd Árni Vilhjálmsson 1981.

Þessar myndir sem nú birtast af sjósetningu skuttogarans Kolbeinseyjar ÞH 10 frá Húsavík þann febrúar 1981 tók Árni Vilhjálmsson á Húsavík.

Árni hafði samband fyrir nokrum árum og sagðist hafa myndir handa mér ef ég vildi eiga en þær voru frá sjósetningu Kolbeinseyjar um árið. Það er gaman að fá svona pakka í hendurnar og koma myndunum áfram svo fleiri fái að njóta.

Dagur sagði svo frá þriðjudaginn 10. febrúar:

Á laugardag var nýr skuttogari sjósettur í Slippstöðinni h.f. á Akureyri. Hlaut hann nafnið Kolbeinsey ÞH-10 og er í eigu Útgerðarfélagsins Höfða h.f. á Húsavík. Nýja skipið er mjög glæsilegt og að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideildar Slippstöðvarinnar. Það er 47,8 metrar á lengd og 9,7 metrar á breidd. Skipið er búið til veiða með botnvörpu og flotvörpu og hefur eina kælilest, sem er 460 m að rúmmáli og rúmast þar 3900 fiskikassar. 

Véla- og tækjabúnaður skipsins er mjög fullkominn. Aðalvél er 1800 hestafla MaK og brennir hún svartolíu. íbúðir eru fyrir 17 menn í 6 tveggja manna klefum og 5 eins manns klefum. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið á veiðar í apríl-maí. Skipið kostar fullbúið 38-40 milljónir króna, eða 3,8-4 milljarða gkr. 

Gunnar Ragnars sagði í viðtali við Dag, að smíði skipsins hefði gengið samkvæmt áætlun. Hann sagði að þetta væri fyrsta nýsmíðin sem byggð væri með afkasta- hvetjandi launakerfi, sem verið er að þróa í Slippstöðinni, og virtist það ætla að reynast vel. Hefði komið í ljós afgerandi framleiðniaukning og ætti það að gera Slippstöðina betur í stakk búna til að mæta samkeppni t.d. frá erlendum skipasmíða-stöðvum. 

Næsta verkefni í nýsmíði er togari fyrir Skagstrendinga og er gert ráð fyrir að það taki árið að fullgera hann. Að öðru leyti er óvissa með nýsmíðaverkefni og nokkur samdráttur hefur verið í viðgerðum, að sögn Gunnars Ragnars. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Enok AK 8

1666. Enok AK 8 ex Stapavík AK 132. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Enok AK 8, sem hér kemur að landi í Grindavík vorið 1999, var smíðaður árið 1983 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Upphaflega hét báturinn Stakkur RE 186 og var 11,63 brl. að stærð, búinn 115 hestafla G.M vél. Eigendur Sæmundur Rögnvaldsson og Rögnvaldur Sæmundsson.

Stakkur var seldur vestur á Rif árið 1986 þar sem hann fékk nafnið Stapavík SH 132. Árið 1990 er hann kominn á Skagann og fær nafnið Stapavík AK 132.

Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Enok AK 8, og hét hann því nafni til ársins 1999.

Þá fékk Enok nafnið Anna H GK 80 sem hann bar til ársins 2001 að hann fékk nafnið Rafnkell SF 100. Síðar sama ár fékk hann nafnið Margrét HF 95 og ári síðar Gullfaxi II GK 14.

Þða var svo árið 2004 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Svala Dís KE 29.

Báturinn var lengdur árið 2001 og mælist 11,62 brl. að stærð í dag. Í dag er í honum 203 hestafla Cummins frá árinu 2004.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Árni Jónsson KE 109

1958. Árni Jónsson KE 109 ex Patrekur BA 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999.

Línubáturinn Árni Jónsson KE 109 kemur hér að landi í Grindavík í aprílmánuði árið 1999.

Báturinn var smíðaður 1988 í Svíþjóð og hét upphaflega Mikley SF 128.

Í Dagblaðinu Vísi kom þessi frétt þann 28. desember 1988:

Nýr bátur, Mikley SF 128, var sjósettur á Höfn um miðjan desemb er. Mikley er sænsk, Starlett, og hefur eigandinn, Bjarni Jónsson, unnið að því í vetur að koma tækjum og innréttingum fyrir í bátnum. Nú er bara að bíða sjóveðurs.

Mikley SF 128 hét síðan Sigurvík SH 117, Trausti KE 73, Trausti BA 66 og Patrekur BA 66 áður en hún fékk nafnið Árni Jónsson KE 109. Það var haustið 1998 en í september árið síðar kom upp eldur í bátnum þar sem hann lá við bryggju í Ólafsvík .

Skemmdist báturinn mikið en var gerður upp og fékk nafnið Þjóðbjörg GK 110, síðar Heimdallur GK 110.

Báturinn heitir í dag Fannar EA 29 en það nafn fékk hann haustið 2009 eftir að Elvar Þór Antonsson á Dalvík eignaðist hann.

Hann er 9,97 metrar að lengd og mælist 8,72 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðmundur Ólafur í slipp á Akureyri

1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 ex Krossanes SU 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Guðmundur Ólafur ÓF 91 frá Ólafsfirði er hér uppi í slippnum á Akureyri um árið en hann var keyptur til Ólafsfjarðar í ársbyrjun 1983.

Upphaflega hét skipið Börkur NK 122 frá Neskaupstað, smíðaður í Noregi árið 1966.  Árið 1972 fékk hann nafnið Bjarni Ólafsson AK 70, lengt og yfirbyggt árið 1975. Eftir það mældist hann 288 brl. að stærð.

Árið 1977 fékk hann nafnið Arnarnes HF 52 og 1981 Krossanes SU 5 en það hét hann þegar Garðar Guðmundsson keypti hann frá Djúpavogi.

Meira síðar…

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hákon ÞH 250

1807. Hákon ÞH 250. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Nóta- og togskipið Hákon ÞH 250 frá Grenivík er hér að rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi sumarið 1989.

Hákon kom til landsins í desembermánuði 1987 en frá komu hans sagði svo í 4 tbl. Ægis 1988:

Nýtt nóta- og togveiðiskip bættist við fiskiskipastól Íslendinga 18. desembers.l., en þá kom Hákon ÞH 250 í fyrsta sinn til hafnar íReykjavík. Skipið var hannað hjá Skipsteknisk A/S í Noregi, og er nýsmíði númer205 hjá Ulstein Hatle íNoregi.

Hið nýja skip kemur í stað eldra skips með sama nafni, sem selt hefur verið úr landi. Skipið er meðal skrokkstærstu nótaveiðiskipa sem byggð hafa verið fyrir Íslendinga, systurskip Péturs Jónssonar RE, sem bættist við flotann fyrr á s.l. ári. Skipið er búið vinnslu- og frystibúnaði.

Eigandi Hákons ÞH er Gjögur h.f. á Grenivík. Skipstjóri á skipinu er Oddgeir Jóhannsson og yfirvélstjóri Sigurður Þorláksson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Guðmundur Þorbjörnsson.

Hákon ÞH 250 var/er 821 brl. að stærð. Lengd hans var/er 57,45 metrar og breiddin 12,50 metrar. Aðalvélin er af gerðinni Bergen Diesel.

Vorið 2001 fékk Hákon nafnið Áskell EA 48 en nýr og stærri Hákon leysti hann af hólmi. Það var svo sumarið 2008 sem hann fékk nafnið Birtingur NK 119 og eigandi Síldarvinnslan.

Síðla sumars 2009 var Birtingur seldur til Grænlands og fékk þá nafnið Erika og heimahöfnin Tasilaq.

Kaupandinn var Grænlenska útgerðarfélagið East Greenland Codfish A/S en Síldarvinnslan á hlut í því fyrirtæki. 

Erika er nú undir flaggi Marakkó.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution