KG fiskverkun kaupir útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137 Ljósmynd Alfons Finnsson. Eigendur Valafells ehf. í Ólafsvík hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fiskifréttir greina frá en í tilkynningu frá KG Fiskverjun segir: KG Fiskverkun gerir út skipið … Halda áfram að lesa KG fiskverkun kaupir útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137

Húsavíkurhöfn í dag

Bátar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér koma myndir sem teknar voru um miðjan dag í dag eftir að vind fór að lægja við Skjálfanda. Það gekk á með úrhelli og hvassviðri í morgun, sjávarstaða var há og ölduhæð mikil. Við Húsavíkurhöfn í dag. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson. Með því að smella … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn í dag

Dreki HF 36

27. Dreki HF 36 ex Sigurjón GK 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Tappatogarinn Dreki HF 36 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði en upphaflega hét hann Björgvin EA 311. Hann var einn 12 tapatogaranna sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi fyrir Íslendinga. Dreki var seldur norður á Kópasker og kom til heimahafnar vorið 1987. Þá var búið … Halda áfram að lesa Dreki HF 36

Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Varðskipið Freyja. Teikning af heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands.  Í tilkynningu kemur m.a fram að Landhelgisgæslan og dómsmálaráðuneytið hafi í sameiningu tekið þá ákvörðun að heimahöfn varðskipsins Freyju verði Siglufjörður og njóti skipið þjónustu þar og á … Halda áfram að lesa Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Votaberg SU 10

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Votaberg SU 10 frá Eskifirði landaði oft á Húsavík þegar úthafsrækjuveiðin var sem mest en skipið var gert út af Eskju á Eskifirði. Upphaflega hét skipið Óskar Halldórsson RE 157 og var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík. Lesa meira hér.. … Halda áfram að lesa Votaberg SU 10

Sylvía leggur upp í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Sylvía leggur hér upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag en veðurblíða var við flóann fram eftir degi. Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169. Með því að … Halda áfram að lesa Sylvía leggur upp í hvalaskoðun

Björgunarbáturinn Sjöfn

7850. Sjöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020. Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafn­ar 1100. Hann er 11 metra lang­ur og rist­ir aðeins 55 sentí­metra. Hann er knú­inn tveim­ur 300 hestafla, átta … Halda áfram að lesa Björgunarbáturinn Sjöfn