KG fiskverkun kaupir útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137 Ljósmynd Alfons Finnsson.

Eigendur Valafells ehf. í Ólafsvík hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf.

Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Fiskifréttir greina frá en í tilkynningu frá KG Fiskverjun segir:

KG Fiskverkun gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Snæfellsbæ. Þá rekur félagið einnig fiskvinnslu í Snæfellsbæ. 

Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. Fyrirtækið gerir út Ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112 lesta bátur, smíðaður á Akranesi árið 1973 og er gerður út á dragnót og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak þar saltvinnslu til ársins 2011 en þá var saltfiskvinnslan flutt í stærra húsnæði eftir miklar endurbætur og ný tæki keypt til fiskvinnslu.

Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.

Í tilkynningunni segja þau Björn Erlingur og Kristín: 

„Við erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist við KG Fiskverkun og þannig tryggt að starfsemin verði áfram í heimabyggð og bindum miklar vonir við að hún verði efld enn frekar.“

„Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem þau Kristín og Björn Erlingur hafa sýnt okkur og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar.

Finni NS 21

1922. Finni NS 21 ex Glaður ÍS 221. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Finni NS 21 frá Bakkafirði við bryggju á Akureyri fyrr á þessu ári. Það er Hróðgeir hvíti ehf. á Bakkafirði sem gerir bátinn út.

Upphaflega Sigmar NS 5 og var smíðaður í Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1989. Árið 1990 fékk hann nafnið Magnús EA 25 með heimahöfn í Grímsey.

Árið 1998 fékk hann nafnið Hafborg sem hann bar til ársins 2006 er hann fær nafnið Glaður ÍS 221 með heimahöfn í Bolungarvík.

Frá árinu 2009 hefur báturinn borið nafnið Finni NS 21 með heimahöfn á Bakkafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Húsavíkurhöfn í dag

Bátar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma myndir sem teknar voru um miðjan dag í dag eftir að vind fór að lægja við Skjálfanda.

Það gekk á með úrhelli og hvassviðri í morgun, sjávarstaða var há og ölduhæð mikil.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dreki HF 36

27. Dreki HF 36 ex Sigurjón GK 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Tappatogarinn Dreki HF 36 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði en upphaflega hét hann Björgvin EA 311.

Hann var einn 12 tapatogaranna sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi fyrir Íslendinga.

Dreki var seldur norður á Kópasker og kom til heimahafnar vorið 1987. Þá var búið að yfirbyggja hann og hann fékk nafnið Árni á Bakka ÞH 380.

Annars er miðinn frá Hauki svona:

0027….Björgvin EA 311… TF-RW. Skipasmíðastöð: V.E.B. Volkswerft. Stralsund. 1958. Lengd: 35,72. Breidd: 7,32. Dýpt: 3,37. Brúttó: 249. U-þilfari: 205. Nettó: 80. Mótor 1958 MWM 800 hö. Ný vél 1978 Brons 736 kw. 1000 hö.

Kom Akureyrar 23. Des. 1958 og hélt þaðan til Dalvíkur eftir stutta viðstöðu.

Björgvin EA 311. Útg: Útgerðarfélag Dalvíkinga h.f. Dalvík. (1959 – 1973). Björgvin ÍS 301. Útg: Björgvin h.f. Súgandafirði. (1973 – 1974). Björgvin ÍS 301. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1974 – 1977). Björgvin RE 159. Útg: Hraunhöfn h.f. Reykjavík. (1978 – 1983). Björgvin Már GK 149. Útg: Suðurnes h.f. Garði. (1983 – 1984). Sigurjón GK 49. Útg: Sæfugl h.f. Sandgerði. (1985 – 1986).

Dreki HF 36. Útg: Dreki h.f. Hafnarfirði. (1986 – 1987). Árni á Bakka ÞH 380. Útg: Sæblik h.f. Kópaskeri. (1987 – 1989). Klettsvík VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989). Kofri VE 127. Útg: Heimaklettur h.f. Reykjavík. (1989 – 1991). Árfari HF 182. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1991 – 1992). Árfari SH 482. Útg: Júlíus Stefánsson. Hafnarfirði. (1992 – 1993). Árfari SH 482. Útg: Kristján Guðmundsson HF. Rifi. (1993). Talinn ónýtur tekinn af skrá 02.04.1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Frár á toginu

1199. Frár VE 78 ex Krossanes SU 5. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Á togi austur á Vík skrifar ljósmyndarinn Tryggvi Sigurðsson við þessa mynd sem sýnir togbátinn Frá VE 78. Téður Tryggvu var einmitt vélstjóri þar um borð.

Frár VE 78 var smíðaður í Noregi árið 1969 en keyptur hingað til lands af Kirkjukletti hf. í Sandgerði árið 1971.

Í Sandgerði fékk báturinn nafnið Jón Oddur GK 104 en í nóvember 1977 breyttist það í Jón Guðmundsson GK 104.

Í ársbyrjun 1980 keypti Vogur hf. á Djúpavogi bátinn, sem var 124 brl. að stærð, og gaf honum nafnið Krossanes SU 5.

Rúmu árið síðar er báturinn kominn til Vestmannaeyja þar sem hann fær það nafn sem hann ber á myndinni, Frár VE 78. Eigandi Óskar Þórarinsson.

Báturinn var rifinn í Vestmannaeyjum árið 2007 en þá hafði hann legið í höfninni um árabil.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Varðskipið Freyja. Teikning af heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands.

Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. 

Í tilkynningu kemur m.a fram að Landhelgisgæslan og dómsmálaráðuneytið hafi í sameiningu tekið þá ákvörðun að heimahöfn varðskipsins Freyju verði Siglufjörður og njóti skipið þjónustu þar og á Akureyri eftir þörfum.

Lesa tilkynninguna í heild sinni. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Votaberg SU 10

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Votaberg SU 10 frá Eskifirði landaði oft á Húsavík þegar úthafsrækjuveiðin var sem mest en skipið var gert út af Eskju á Eskifirði.

Upphaflega hét skipið Óskar Halldórsson RE 157 og var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík.

Lesa meira hér..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía leggur upp í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sylvía leggur hér upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag en veðurblíða var við flóann fram eftir degi.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björgunarbáturinn Sjöfn

7850. Sjöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020.

Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafn­ar 1100.

Hann er 11 metra lang­ur og rist­ir aðeins 55 sentí­metra. Hann er knú­inn tveim­ur 300 hestafla, átta strokka Mercury-ut­an­borðsvél­um. Í bátn­um er 600 lítra eldsneyt­i­stank­ur. Sjöfn get­ur siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/​klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/​klst.) á ann­arri vél­inni.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution