Votaberg SU 10

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Votaberg SU 10 frá Eskifirði landaði oft á Húsavík þegar úthafsrækjuveiðin var sem mest en skipið var gert út af Eskju á Eskifirði.

Upphaflega hét skipið Óskar Halldórsson RE 157 og var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík.

Lesa meira hér..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sylvía leggur upp í hvalaskoðun

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Sylvía leggur hér upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í dag en veðurblíða var við flóann fram eftir degi.

Sylvía, sem er í eigu Gentle Giants, var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét upphaflega Sigrún ÞH 169.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björgunarbáturinn Sjöfn

7850. Sjöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarbáturinn Sjöfn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Rafnari og afhentur björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík á haustmánuðum árið 2020.

Þessi mynd var tekin fyrir viku í Hafnarfirði en báturinn er af gerðinni Rafn­ar 1100.

Hann er 11 metra lang­ur og rist­ir aðeins 55 sentí­metra. Hann er knú­inn tveim­ur 300 hestafla, átta strokka Mercury-ut­an­borðsvél­um. Í bátn­um er 600 lítra eldsneyt­i­stank­ur. Sjöfn get­ur siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/​klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/​klst.) á ann­arri vél­inni.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hvalaskoðunarbáturinn Eldey

2910. Eldey ex M/S Norreborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hvalaskoðunarbáturinn Eldey kemur hér til hafnar í Reykjavík á dögunum en báturinn er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.

Á vef fyrirtækisins segir m.a um Eldey:

Eldey (áður þekkt sem M/S Sund Buss Erasmus) var byggð árið 1971 af Lindstölds Skips og Båtbyggeri A/S, Risør (Noregi) ásamt systurskipum hennar: M/S Sund Buss Magdelone og M/S Sund Buss Jeppe.

M/S Erasmus var ferjubátur milli Helsingborgar og Helsingor (Svíþjóð) þar til í september 2001 þegar hún var keypt af sveitarfélaginu Landskrónu (Svíþjóð). Hún var endurskírð M/S Norreborg síðar sama ár og var notuð sem ferjubátur milli Landskrónu og Ven (Svíþjóð).

Eldey kom í hendur Eldingar fjölskyldunnar í apríl árið 2015 og hefur síðan þá gengist undir ýmsar endurnýjanir svo hún henti betur í útsýnisferðir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björgunarskipið Gísli Jóns

2967. Gísli Jóns. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði kom til Hafnarfjarðar um síðustu helgi og þessi mynd tekin þá.

Gísli Jóns er eitt af björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var keyptur frá Noregi árið 2019. Það var smíðað árið 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ebbi AK 37

2737. Ebbi AK 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér gefur að líta Ebba AK 37 þar sem hann lá við flotbryggju í heimahöfn sinni á Akranesi í gær.

Ebbi AK 37 var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Rekjavík árið 2006. Báturinn, sem er tæplega 30 Bt að stærð, var smíðaður fyrir Ebba – útgerð ehf. á Akranesi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær

IMO 9333644. Rotsund ex Nordkinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Norska flutningaskipið Rotsund kom til Hafnarfjarðar í gær en það ku vera að flytja laxaseiði frá Aberdeen til Þingeyrar.

Rotsund hét upphaflega Storfoss og var smíðaður fyrir Eimskip í Vaagland Båtbyggeri AS í Noregi.

Skipið er 80 metra langt og 16 metra breitt og mælist 2,990 GT að stærð.

Árið 2009 fékk skipið nafnið Nordkinn með heimahöfn í Þórshöfn, Færeyjum.

Hvenær það fékk nafnið Rotsund er ég ekki með á hreinu en gæti hafa verið 2019. Heimahöfn Rotsund er í Tromsø

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jóhanna Gísladóttir GK 357 við bryggju í Reykjavík

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd af Jóhönnu Gísladóttur GK 357 var tekin í gær þar sem skipið liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Eins og komið hefur fram á síðunni keypti Vísir hf. skipið frá Vestmannaeyjum og mun það koma í stað línuskipsins Jóhönnu Gísladóttur GK 557.

Á vef Fiskifrétta kemur fram að Vísir stefni að því að taka nýju Jóhönnu Gísladóttur í notkun um næstu mánaðamót.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dýri BA 98

6739. Dýri BA 98. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dýri BA 98 kom til hafnar í Hafnarfirði í gær en þar var hann einmitt smíðaður árið 1986. Það var í Bátasmiðju Guðmundar en báturinn er Sómi 860.

Báturinn hefur alla tíð borið þetta nafn, einkennisstafi og númer en heimahöfn hans er Brjánslækur.

Dýri er í eigu F 98 ehf. og er hann gerður út til handfæraveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keilir kemur til Reykjavíkur

2946. Keilir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar nú síðdegis þegar olíuskipið Keilir kom til Reykjavíkur og já, sólin skein.

Keilir er í eigu Olíudreifingar og var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hann kom til landsins í febrúarmánuði árið 2019.

Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 brúttótonn að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution