Ný Cleopatra 36 til Álasunds í Noregi

Safir M-4-A. jósmynd Trefjar.is 2019.

Nú á dögunum afhenti Bátasmiðjan Trefjar nýjan Cleopatra bát til Álasunds í Noregi.

Kaupandi bátsins er Kjetil Måløy sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum sem hefur hlotið nafnið Safir. Báturinn, sem hefur þegar hafið veiðar, er af gerðinni Cleopatra 36, 11metra langur og mælist 14 brúttótonn. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er einnig útbúin vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Safir er útbúinn til netaveiða og kemur veiðibúnaður frá Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15 stk. 380 lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er í lúkar.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í stýrishúsi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolutionWilson Main og Wilson Caen á Skjálfanda

Wilson Main og Wilson Caen á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilsonskipin Wilson Main og Wilson Caen lögðu af stað í siglingu yfir hafið í dag en þau hafa beðið ferðaveðurs sl. daga.

Um Wilson Caen þarf ekki að fjölyrða nú enda stutt síðan það birtist mynd af því á síðunni.

Wilson Main var smíðað árið 1990 og siglir undir fána Barbados með heimhaöfn í Bridgestone.

Skipið hét Heinke til ársins 1998 en þá fékk það nafnið Pola sem það bar til ársins 2004 að skipið fékk núverandi nafn.

Wilson Main á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilson Main er 1, 690 GT að stær en þess má geta að skipið kom ekki til hafnar á Húsavík. Það var að koma frá Grundartanga á leið frá landinu en beið af sér veður hér í tvo daga.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Háey II ÞH 275

2757. Háey II ÞH 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Háey II ÞH 275 er hér að koma inn til Grindavíkur sl. vor.

Háey II ÞH 275 er í eigu GPG Seafood á Húsavík og af gerðinni Víkingur 1200. Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Björgvin EA 565

Björgvin EA 565. Ljósmynd aðsend.

Hrefnuveiðibáturinn Björgvin EA 565 við bryggju á Húsavík. Síðunni áskotnaðist þessi mynd í dag og ég tók mér það bessaleyfi að birta hana þó ég viti ekki nafn ljósmyndara.

Björgvin var upphaflega EA 389 og smíðaður á Akureyri árið 1923. Eigandi Jón E. Sigurðsson. Frá árinu 1933 var hann EA 565.

Í bókum Jóns Björnssonar, Íslensk skip, segir um Björgvin:

Eik og fura 9 brl. 25 hestafla Samsonvél. Seldur 1934 Sigfúsi Þorleifssyni Dalvík og sama ár sett í hann 35 hestafla June Munktell. 1942 var báturinn lengdur og mældist þá 13 brl. að stærð. 1946 var sett í hann 66 hestafla Kelvinvél.

Árið 1950, nánar tiltekið 1. september, var báturinn seldur Páli Pálssyni á Akureyri. Í apríl 1960 var hann seldur Gunnari Ólafssyni á Akureyri og fékk hann nafnið Þórunn EA 565.

14. september 1960 kom mikill leki að bátnum við Hrísey og varð að sigla honum í strand. Einn maður var á bátnum og bjargaðist hann á sundi til lands.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vörður og Áskell á leið á miðin

2740. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vörður EA 748 hélt út frá Grindavík um kl. 9 í morgun þrátt fyrir leiðinda veðurspá næstu daga.

Það voru suðaustan 15m. þegar hann var að skríða út og smá pus í trýnið eins og ljósmyndarinn orðaði það.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Áskell EA 749 var eftirbátur Varðar í morgun þegar hann hélt út í kjölfar hans rétt upp úr kl. 9 í morgun.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Þórir SK 16

1320. Þórir SK 16 ex Þórir Dan NS 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Þórir SK 16 sést á þessari mynd koma til hafnar á Sauðárkróki sumarið 1986.

Báturinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1973 fyrir Bjarg h/f þar í bæ. Hann var 12 brl. að stærð.

Seldur Gunnari Egilssyni í Bolungarvík árið 1974 og hélt hann nafninu en varð ÍS 166.

Útgerðarfélagið Dúfan á Sauðárkróki keypti bátinn árið 1979 og varð hann við það Þórir SK 16.

Hann var síðar í eigu Þóris s/f á Sauðárkróki en var seldur 1996 til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Leó VE 1 og síðar VE 400. Eigandi Steingrímur Sigurðsson.

Árið 2000 er hann kominn í eigu Þrídranga ehf. og fær nafnið Svanborg VE 52.

Það nafn bar báturinn þar til yfir lauk en Svanborg VE 52 sökk eftir að leki kom að henni 24. maí árið 2004, 3 sjm. austur af Bjarnarey. Mannbjörg varð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 á toginu

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Þessi mynd var tekin rétt í þessu vestan við land og sýnir hún frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 að veiðum.

Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Hríseyinga en seldur til Grindavíkur síðla árs 1989. Það var Þorbjörn hf. sem keypti og fékk Snæfellið nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.

Togarinn var lengdur um 15,4 metra í skipasmíðastöð í Stettin í Póllandi sumarið 2014. Hann er nú 62,96 metrar að lengd.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Glettingur NS 100

2666. Glettingur NS 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Glettingur NS 100 er á þessari mynd,sem tekin var 4. maí árið 2005 á útleið frá Húsavík.

Báturinn kom við á heimsiglingu sinni frá Reykjavík til heimahafnar á Borgarfirði eystri.

Morgunblaðið sagði m.a svo frá 28. apríl 2005:

BÁTASMIÐJAN Seigla hefur afhent nýjan bát til Borgarfjarðar eystra. Það er Glettingur NS, sem er nýsmíði númer 21 hjá Seiglu ehf. Hann er 14,9 brúttótonn, 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður.

Í bátnum er 650 hestafla Volvo-aðalvél og er mesti ganghraði 30 sjómílur á klukkustund. Lestin tekur tólf 660 lítra fiskikör. Í lúkar er góð aðstaða fyrir þrjá menn. Hann er búinn ísskáp, örbylgjuofni, keramikhelluborði og sjónvarpi. Í stýrishúsi eru tækin frá R.Sigmundssyni en sjálfstýringin er frá Elcon.

Kaupandi er Kári Borgar ehf. og verður báturinn gerður út frá Borgarfirði eystra í krókaaflamarki og á grásleppu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Seifur, Ostermarsch og Wilson Caen

Seifur aðstoðar Ostermarsch og Wilson Caen bíður fyrir utan. Ljósmynd Hafþór 2019.

Það var mikið um að vera við Húsavíkurhöfn í hádeginu í dag þegar eitt flutningaskip fór frá og annað kom upp að.

Seifur snýr í átt að Wilson Caen eftir aðhafa aðstoðað Ostermarsch. Ljósmynd Hafþór

Ostermarsch fór frá bryggju og sigldi aðeins út á flóann og lá þar þanað til undir kvöld að það hélt til hafs.

Wilson Caen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilson Caen kom og lagðist að Bökugarðinum og hófst uppskipun með það sama en skipið er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka líkt og Ostermarsch.

2955. Seifur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Dráttarbáturinn Seifur hefur verið hér á Húsavík undanfarna daga og aðstoðað skip til og frá bryggju.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 verður lengd í Skagen

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lagði af stað í dag til Skagen í Danmörku þar sem skipið verður lengt.

Togarinn var smíðaður í Skagen árið 2010 fyrir Ós ehf. í Vestmannaeyjum. Skrokkurinn reyndar smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað í Skagen.

Til stendur að lengja skipið um 6,6 metra sem þýðir að pláss fyrir kör í lest fer úr 360 körum í 560 kör. Skipið er 40 metrar á lengd og 11,2 metrar á breidd en verður eftir breytingu 46,6 metrar.

Frá þessu er sagt í Fiskifréttum en togarinn verður frá veiðum í tæpa fjóra mánuði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution