Ný Cleopatra 36 til Álasunds í Noregi

Safir M-4-A. jósmynd Trefjar.is 2019. Nú á dögunum afhenti Bátasmiðjan Trefjar nýjan Cleopatra bát til Álasunds í Noregi. Kaupandi bátsins er Kjetil Måløy sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum sem hefur hlotið nafnið Safir. Báturinn, sem hefur þegar hafið veiðar, er af gerðinni Cleopatra 36, 11metra langur og mælist 14 brúttótonn.  Aðalvél bátsins er af … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Álasunds í Noregi

Wilson Main og Wilson Caen á Skjálfanda

Wilson Main og Wilson Caen á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Wilsonskipin Wilson Main og Wilson Caen lögðu af stað í siglingu yfir hafið í dag en þau hafa beðið ferðaveðurs sl. daga. Um Wilson Caen þarf ekki að fjölyrða nú enda stutt síðan það birtist mynd af því á síðunni. Wilson Main var smíðað … Halda áfram að lesa Wilson Main og Wilson Caen á Skjálfanda

Björgvin EA 565

Björgvin EA 565. Ljósmynd aðsend. Hrefnuveiðibáturinn Björgvin EA 565 við bryggju á Húsavík. Síðunni áskotnaðist þessi mynd í dag og ég tók mér það bessaleyfi að birta hana þó ég viti ekki nafn ljósmyndara. Björgvin var upphaflega EA 389 og smíðaður á Akureyri árið 1923. Eigandi Jón E. Sigurðsson. Frá árinu 1933 var hann EA … Halda áfram að lesa Björgvin EA 565

Vörður og Áskell á leið á miðin

2740. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Vörður EA 748 hélt út frá Grindavík um kl. 9 í morgun þrátt fyrir leiðinda veðurspá næstu daga. Það voru suðaustan 15m. þegar hann var að skríða út og smá pus í trýnið eins og ljósmyndarinn orðaði það. 2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd … Halda áfram að lesa Vörður og Áskell á leið á miðin

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 á toginu

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Þessi mynd var tekin rétt í þessu vestan við land og sýnir hún frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 að veiðum. Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Hríseyinga en seldur til Grindavíkur síðla árs 1989. Það var Þorbjörn hf. sem keypti og fékk … Halda áfram að lesa Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 á toginu

Glettingur NS 100

2666. Glettingur NS 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Glettingur NS 100 er á þessari mynd,sem tekin var 4. maí árið 2005 á útleið frá Húsavík. Báturinn kom við á heimsiglingu sinni frá Reykjavík til heimahafnar á Borgarfirði eystri. Morgunblaðið sagði m.a svo frá 28. apríl 2005: BÁTASMIÐJAN Seigla hefur afhent nýjan bát til Borgarfjarðar eystra. … Halda áfram að lesa Glettingur NS 100

Seifur, Ostermarsch og Wilson Caen

Seifur aðstoðar Ostermarsch og Wilson Caen bíður fyrir utan. Ljósmynd Hafþór 2019. Það var mikið um að vera við Húsavíkurhöfn í hádeginu í dag þegar eitt flutningaskip fór frá og annað kom upp að. Seifur snýr í átt að Wilson Caen eftir aðhafa aðstoðað Ostermarsch. Ljósmynd Hafþór Ostermarsch fór frá bryggju og sigldi aðeins út … Halda áfram að lesa Seifur, Ostermarsch og Wilson Caen

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 verður lengd í Skagen

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Óskar Franz 2016. Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lagði af stað í dag til Skagen í Danmörku þar sem skipið verður lengt. Togarinn var smíðaður í Skagen árið 2010 fyrir Ós ehf. í Vestmannaeyjum. Skrokkurinn reyndar smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað í Skagen. Til stendur að lengja skipið um 6,6 … Halda áfram að lesa Þórunn Sveinsdóttir VE 401 verður lengd í Skagen