Guðbjörg ÍS 14

Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði.

Hún var smíðuð fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og var fyrsta Guggan af sex sem fyrirtækið gerði út. Guðbjörgin var 47 brl. að stærð, búin 220 hestafla GM aðalvél.

Hrönn hf. fékk nýja og stærri Guðbjörgu ÍS 14 árið 1959 og þá varð þessi ÍS 46 þar til hún var seld árið 1963.

Kaupandinn var Karl Karlsson í Þorlákshöfn. Útgerð bátsins, sem fékk nafnið Hrönn ÁR 21, varð þó ekki löng. Bátinn rak á land í Þorlákshöfn 26. janúar 1964 og eyðilagðist. Heimild: Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Háey II kom og fór

2757. Háey II ÞH 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þann dag sem ég staldraði við á Raufarhöfn í vikunni kom Háey II ÞH 275 að landi og fór aftur að lokinni löndun

Háey II ÞH 275 er í eigu GPG Seafood á Húsavík og af gerðinni Víkingur 1200. Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Eins og fram kom hér á síðunni í vetur hefur GPG Seafood samið um smíði á nýrri Háey hjá Víkingbátum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður Ólafsson SF 44

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020.

Siggi Davíðs skipverji á Steinunni SF 10 sendi þessar myndir sem sýna Sigurð Ólafsson SF 44 leggja í humarróður.

Sigurður Ólafsson SF 44 hét upphaflega Runólfur SH 135 og hér má nánar lesa um bátinn.

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Teista ÞH 58 í heimahöfn

5894. Teista ÞH 58 ex Teista BA 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Það var fallegur dagur í vikunni þegar ég var á Raufarhöfn og rakst á nýjan bát í höfninni, Teistu ÞH 58. Allt svo nýjan í flota Raufarhafnar.

Það er Júlli í Krók ehf. sem gerir bátinn út til strandveiða en að því fyrirtæki standa Aðalsteinn Júlíusson á Akureyri og Stefán Júlíus sonur hans.

Teistu náði Addi í í sína heimabyggð, Patreksfjörð en þaðan keyptu þeir feðgar hana.

Teista var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Dúi GK 120. Báturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina en samkvæmt aba.is var hann upphaflega afturbyggður. Báturinn er 4,25 brl. í dag en upphaflega var hann 2,17 brl. að stærð.

Báturinn fékk nafnið Teista BA 290 árið 2000 en árin 1988-1998 hét hann Dúi SH 113, Dúi og síðan Dúett SH 151.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísey ÞH 375

7467. Ísey ÞH 375 ex Vinur BA 166. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þegar ég átti leið um hafnarsvæðið á Raufarhöfn í gær var verið að setja handfærabátinn Ísey ÞH 375 á flot og útbúa hann til strandveiða.

Það er Uggi útgerðarfélag ehf. sem gerir bátinn út en að því fyrirtæki, sem einnig gerir Gunnþór ÞH 75 út, stendur Snorri Sturluson.

Báturinn, sem er af gerðinni Skel 86, hét upphaflega IndriðiKristins BA 751 frá Tálknafirði. Hann var smíðaður hjá Trefjum ehf. í Hafnarfirði árið 1997.

Árið 2008 fékk báturinn, sem smíðaður var fyrir Miðvík ehf. á Tálknafirði, nafnið Vinur BA 166. Það var svo árið 2009 sem hann var keyptur til Raufarhafnar þar sem hann fékk nafnið Ísey ÞH 375.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hörður Björnsson ÞH 260

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 landaði um 50 tonnum á Raufarhöfn í gær og voru meðfylgjandi myndir teknar þegar hann lét úr höfn um kaffileytið.

Það er GPG Seafood ehf. sem á og gerir Hörð Björnsson út og er hann með heimahöfn á Raufarhöfn.

Upphaflega hét skipið Þórður Jónasson, fyrst RE 350 en lengst af EA 350. Smíðaður í Noregi 1964.

GPG Seafood ehf. keypti hann frá Stykkishólmi árið 2015 en þar hét hann Gullhólmi SH 201.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín ÞH 15

2461. Kristín ÞH 15 ex Elvis GK 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Handfærabáturinn Kristín ÞH 15 kemur hér að landi á Raufarhöfn í dag en það er Rán ehf. sem gerir bátinn út.

Að því fyrirtæki stendur Hörður Ingimar Þorgeirsson en hann keypti bátinn frá Grindavík sumarið 2015. Þar hét hann Elvis GK 60 en hafði áður borið nöfnin Sandra HU 336, Sandra GK 86 og Elvis GK 80 en það nafn fékk hann árið 2007.

En upphaflega hét báturinn, sem er af gerðinni Sómi 1000, Óli Bjarnason EA 279 og var smíðaður árið 2000 í Bátasmiðju Guðmundar ehf. í Hafnarfirði. Óli Bjarnason EA 279 var smíðaður fyrir feðgana Óla Hjálmar Ólason og Óla Bjarna Ólason í Grímsey sem áttu bátinn til ársins 2007.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dagö í Smugunni

IMO: 9183099. Dagö EK 2001 ex Dagur SK 17. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi þessar myndir sem hann tók í Smugunni áðan og sýna rækjubátinn Dagö.

Dagö, sem áður hét Dagur SK 17, er gerður út af Útgerðarfyrirtækinu Reyktal sem einnig gerir Reval Viking út og voru Eiríkur og hans menn að taka einn skipverja af Dagö með í land.

Dagur SK 17 var keyptur árið 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997. Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauðárkróki gerði bátinn út en hann var seldur til Eistlands fyrr á þessu ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Komið að landi

2842. Óli á Stað GK 99 – 2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línubátarnir Óli á Stað GK 99 og Margrét GK 33 koma hér að landi í Sandgerði fyrir skömmu en myndina tók Jón Steinar Sæmundsson.

Stakkavík ehf. í Grindavík gerir Óla á Stað út en hann var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð. Heimahöfn Grindavík.

Nesfiskur ehf. gerir Margréti út en báturinn var smíðaður hjá Víkingbátum á síðasta ári. Margrét GK 33 er tæplega 22 BT að stærð en lengd hennar er 11,99 metrar. Heimahöfn Suðurnesjabær.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Auðbjörg NS 200

304. Auðbjörg NS 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Auðbjörg NS 200 frá Seyðisfirði var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1963 og er rúmlega 11 brl. að stærð.

Báturinn var smíðaður fyrir Ágúst Sigurjónsson og Guðmund Emilsson á Seyðisfirði en þar var Auðbjörg með heimahöfn alla tíð.

Árið 1975 er Ágúst skráður einn eigandi en síðast var báturinn í eigu Páls Ágústssonar. Auðbjörg NS 200 var gerð út frá Seyðisfirði frá árinu 1963 fram undir aldamótin 2000.

Eftir að báturinn var afskráður var hann fljótlega gefinn Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution