Guðbjörg ÍS 14

Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði. Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði. Hún var smíðuð fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og var fyrsta Guggan af sex sem fyrirtækið gerði út. Guðbjörgin var 47 brl. að stærð, búin 220 hestafla GM aðalvél. Hrönn hf. fékk nýja og … Halda áfram að lesa Guðbjörg ÍS 14

Sigurður Ólafsson SF 44

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH 36. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2020. Siggi Davíðs skipverji á Steinunni SF 10 sendi þessar myndir sem sýna Sigurð Ólafsson SF 44 leggja í humarróður. Sigurður Ólafsson SF 44 hét upphaflega Runólfur SH 135 og hér má nánar lesa um bátinn. 173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex … Halda áfram að lesa Sigurður Ólafsson SF 44

Hörður Björnsson ÞH 260

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 landaði um 50 tonnum á Raufarhöfn í gær og voru meðfylgjandi myndir teknar þegar hann lét úr höfn um kaffileytið. Það er GPG Seafood ehf. sem á og gerir Hörð Björnsson út og er hann með heimahöfn á … Halda áfram að lesa Hörður Björnsson ÞH 260

Dagö í Smugunni

IMO: 9183099. Dagö EK 2001 ex Dagur SK 17. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2020. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi þessar myndir sem hann tók í Smugunni áðan og sýna rækjubátinn Dagö. Dagö, sem áður hét Dagur SK 17, er gerður út af Útgerðarfyrirtækinu Reyktal sem einnig gerir Reval Viking út og voru Eiríkur og hans … Halda áfram að lesa Dagö í Smugunni

Auðbjörg NS 200

304. Auðbjörg NS 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989. Auðbjörg NS 200 frá Seyðisfirði var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1963 og er rúmlega 11 brl. að stærð. Báturinn var smíðaður fyrir Ágúst Sigurjónsson og Guðmund Emilsson á Seyðisfirði en þar var Auðbjörg með heimahöfn alla tíð. Árið 1975 er Ágúst skráður einn eigandi en síðast var … Halda áfram að lesa Auðbjörg NS 200