Hafborg NS 48

7015. Hafborg NS 48. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hafborg NS 48 var smíðuð í bátasmiðjunni Mótun árið 1987 fyrir Vopnfirðingana Guðna Þ. Sigurðsson og Einar Guðnason. Hafborgin, sem sést á myndinni koma til hafnar í Sandgerði um árið, var Gáski 1000. Hún var tæpar 10 brl. að stærð og búin 271 hestafla Mermaidvél. Hafborg var seld … Halda áfram að lesa Hafborg NS 48

Jón Ásbjörnsson RE 777

2755. Jón Ásbjörnsson RE 777 ex Ragnar SF 550. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2021. Sigurður Davíðsson tók þessa mynd í dag af línubátnum Jóni Ásbjörnssyni RE 777 koma til hafnar í Þorlákshöfn. Jón Ásbjörnsson RE 777 var smíðaður í Bátagerðinni Samtak árið 2008 og er af gerðinni Víkingur 1200. Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Vigur ehf. … Halda áfram að lesa Jón Ásbjörnsson RE 777

Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Það er gaman að taka lóðréttar bátamyndir annað slagið og innsiglingin til Sandgerðishafnar er tilvalin til þess háttar myndatöku. Hér er það Aðalbjörg RE 5 sem sigldi fyrir linsuna en stutt er síðan myndir úr þessari seríu birtust. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Aðalbjörg RE 5

Dóri GK 42 kemur að landi í Sandgerði

2604. Dóri GK 42 ex Óli G HF 22. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Dóri GK 42 kemur hér að landi í Sandgerði fyrir helgi en það er Nesfiskur sem gerir bátinn út. Báturinn var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og hét upphaflega Keilir II AK 4. Hann var í eigu samnefnds fyrirtækis á … Halda áfram að lesa Dóri GK 42 kemur að landi í Sandgerði

Klettur ÍS á sæbjúgnaveiðum

1426. Klettur ÍS 808 ex Klettur MB 8. Ljósmynd Þór Jónsson 2021. Þór Jónsson sendi mér þessa mynd sem hann tók í morgun undan Berufirði og sýnir hún Klett ÍS 808 að sæbjúgnaveiðum. Það er Áurora Seafood ehf. sem gerir bátinn út en upphaflega hét hann Hvanney SF 51 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar … Halda áfram að lesa Klettur ÍS á sæbjúgnaveiðum

Særif kemur að landi í Sandgerði

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Línubáturinn Særif SH 25 kom til hafnar í Sandgerði sl. föstudag og þá voru þessar myndir teknar af bátnum. Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík. Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið … Halda áfram að lesa Særif kemur að landi í Sandgerði