Guðbjartur ÍS 16

1302. Guðbjartur ÍS 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ísafjarðartogarinn Guðbjartur ÍS 16 liggur hér við slippkantinn á Akureyri og árið gæti verið 1984 eða svo. Guðbjartur ÍS 16 var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtanga hf. á Ísafirði. Var hann þriðja skipið sem smíðað var þar fyrir fyrirtækið. Hin voru Víkingur III ÍS 280 … Halda áfram að lesa Guðbjartur ÍS 16

Fossá

2404. Fossá ÞH 362. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH 362 frá Þórshöfn kemur hér að bryggju á Húsavík um árið. Fossá ÞH 362 var smíðuð í fyrir Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og kom hún til heimahafnar á Þórshöfn í febrúarmánuði árið 2001. Skipið var smíðað í Huangpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou í Kína. Í dag heitir skipið Grettir … Halda áfram að lesa Fossá

Sisimiut leggur í hann

Sisimiut GR 6-18. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maggi Jóns tók þessa mynd í vikunni þegar grænlenski frystitogarinn Sisimiut GR 6-18 lét úr höfn í Hafnarfirði. Lesa má nánar um togarann hér. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher … Halda áfram að lesa Sisimiut leggur í hann

Aðalbjörg RE 5

265. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hjálmar Sigurðsson. Hér birtist mynd Hjálmars Sigurðssonar af Aðalbjörgu RE 5 þar sem hún liggur við bryggju í Reykjavík og verið að landa úr henni. Aðalbjörg RE 5 var smíðuð í Reykjavík fyrir Sigurð Þorsteinsson og Einar Sigurðsson. Báturinn, sem var 22 brl. að stærð, var sjósettur árið 1935.  Árið … Halda áfram að lesa Aðalbjörg RE 5

Vermland á Skjálfanda

IMO 9488827. Vermland. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Danska fóðurflutningaskipið Vermland kom til Húsavíkur í dag með fóður til fiskeldis. Vermland var smíðað 2008 og er 88 metrar að lengd og 13,7 metrar á breidd. Það mælist 2,199 GT að stærð og er með heimahöfn í Svendborg. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Vermland á Skjálfanda

Valeska EA 417

263. Valeska EA 417 ex Hafsteinn SI 151. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér er Valeska EA 417 frá Dalvík á rækjuslóðinni um árið en upphaflega hét báturinn Þorbjörn II GK 541. Báturinn var smíðaður árið 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða h/f í Grindavík. Smíðin fór fram í Djupvík í Svíþjóð en báturinn var 168 brl. að stærð. … Halda áfram að lesa Valeska EA 417

Júlíus Havsteen

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þarna siglir Júlíus Havsteen ÞH 1 inn spegilsléttan Skjálfandann um árið en hann var fyrsti skuttogarinn í eigu Húsvíkinga.  Hann var smíðaður fyrir Höfða h/f hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976. Togarinn, sem var tæplega 300 brl. að stærð, hét lengst af þessu nafni en … Halda áfram að lesa Júlíus Havsteen

Tjaldur SU 115

1538. Tjaldur SU 115. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1982. Netabáturinn Tjaldur SU 115 er hér á landleið úr róðri á vetrarvertíðinni 1982 en Guðmundur Ragnarsson á Vopnafirði gerði þá út frá Þorlákshöfn. Tjaldur var smíðaður árið 1979 fyrir Framfara hf. á Fáskrúðsfirði og fór smíðin fram hjá Trésmíðaverkstæði Austurlands hf. þar í bæ. Báturinn, sem var … Halda áfram að lesa Tjaldur SU 115