Nýr og glæsilegur Baldvin Njálsson GK 400 kom til landsins í dag

2992. Baldvin Njálsson GK 400. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2021. Nýr og glæsilegur frystitogari Nesfisks ehf., Baldvin Njálsson GK 400, kom til landsins í dag eftir siglingu frá Spáni þar sem hann var smíðaður. Elvar Jósefsson tók þessar myndir sem hér birtast þegar skipið kom til Keflavíkur en þar var komið við á leið þess til … Halda áfram að lesa Nýr og glæsilegur Baldvin Njálsson GK 400 kom til landsins í dag

Víkingur á Skjálfanda

2882. Víkingur Ak 100. Ljósmynd Christian Schmidt 2021. Christian Schmidt leiðsögumaður hjá Norðursiglingu tók þessa myndir af Víkingi AK 100 í morgun. 2882. Víkingur Ak 100. Ljósmynd Christian Schmidt 2021. Víkingur og systurskip hans Venus NS 150 hafa verið á Skjálfandaflóa, framundan Húsavíkurhöfða og nágrenni, síðan í nótt. Ætli það sé ekki bræla á loðnumiðunum. … Halda áfram að lesa Víkingur á Skjálfanda

Jónas Guðmundsson GK 275

1499. Jónas Guðmundsson GK 275 ex Jónas Guðmundsson SH 317. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Jónas Guðmundsson GK 275 kemur hér að landi í Sandgerði í febrúarmánuðið árið 2004. Báturinn var gerur út af J&G ehf. og með heimahöfn í Garði. Í dag heitir báturinn Óskasteinn ÍS 16 en frá því að hann bar nafnið Jónas … Halda áfram að lesa Jónas Guðmundsson GK 275

Haffari GK 240

78. Haffari GK 240 ex Haffari SH 275. Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Haffari GK 240 er hér innan fjarðar á Austfjörðum þegar síldin gaf sig þar um árið. Fiskverkun Garðars Magnússonar hf. í Njarðvík keypti bátinn frá Grundarfirði sumarið 1983 en þar bar hann nafnið Haffari SH 275. Upphaflega Hafþór NK 76, smíðaður í Stralsund í Austur-Þýskalandi … Halda áfram að lesa Haffari GK 240

Fróði ÁR 33

10. Fróði ÁRr 33 ex Arnarnes GK 52. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér liggur Fróði ÁR 33 frá Stokkseyri við bryggju í Hafnarfirði þar sem hann hefur verið í slipp og skverun. Handan bryggjunnar liggur Náttfari HF 185. Fróði Ár 33 hét upphaflega Arnarnes GK 52 og var smíðaður árið 1963 í Stálsmiðjunni hf.í Reykjavík. Báturinn … Halda áfram að lesa Fróði ÁR 33

Hallsteinn EA 130

541. Hallsteinn EA 130 ex Hersteinn RE 351. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1963. Hallsteinn EA 130 er hér við bryggju á Akureyri í októbermánuði árið 1963 en þar beið hann nýrra eigenda. Þeir voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar sem tók þessa mynd. Þeir höfðu bátaskipti á Akureyri, komu siglandi á Nirði ÞH … Halda áfram að lesa Hallsteinn EA 130

Bátar við bryggju á Húsavík

Bátar við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bátar við bryggju á Húsavík um árið, sést í skut Fanneyjar ÞH 130 og Kristbjörg ÞH 44 liggur utan á Sæljóni EA 55 frá Dalvík. Aftan við þá liggur Sæborg ÞH 55. Sæljónið sökk haustið 1988 en hinir þrír voru seldir frá Húsavík. Fanney og Sæborg komu … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju á Húsavík