IMO 9263526. Hardhaus H-120-AV. Ljósmynd Þór Jónsson 2018.
Ísfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003.
Eyjafréttir greina frá þessu en þar segir jafnframt:
Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.
Þess má til gamans geta að fyrra skip norsku útgerðarinnar með sama nafni var gert út af Ísfélaginu á árunum 2004-2014 undir nafninu Guðmundur VE.
Skipið verður afhent Ísfélaginu fljótlega á næsta ári.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
Dráttarbáturinn Phoenix var fengin að láni á meðan nýji Magni var í viðgerð í Hollandi. Það er Damen skipasmíðastöðin sem leggur til bátin vegna ábyrgðar á nýja Magna. Phoenix var smíðaður, þ.e skrokkur bátsins, í Damen Song Cam smíðastöðinni í Víetnam og síðan fluttur til Damen Gorinchem smíðastöðvarinnar í Hollandi, þar sem lokið var við smíði og uppsetningu búnaðar. Báturinn er útbúinn tveimur Caterpillar aðalvélum (5000 hestöfl) og tveimur Caterpillar ljósavélum. Aðalvélarnar eru tengdar tveimur Azimut stýriskrúfum frá Rolls Royce og er þvermál hverrar skrúfu 2400 mm.
Mælistærðir……… Brúttótonn..: 293 tonn.
Mesta lengd..: 28,67 metrar. Breidd..: 9,00 metrar. Dýpt..: 4,60 metrar.
1009.Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.
Hér má sjá, og eða í, þrjú rauð fiskiskip í Húsavíkurhöfn um árið. Kristbjörg ÞH 44 er að koma að bryggju.
Júlíus Havsteen ÞH 1 er við bryggjuna og sést í stefni hans og brú. Í bakgrunni sést í Aldey ÞH 110 en hún liggur við Þvergarðinn sem jafnan var kallaður L-ið hér áður.
Að mati síðustjóra er floti landsmanna að verða full einlitur, það vantar fleiri fallega rauð skip 🙂 Þau eru helst að finna í Njarðvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
Hér liggja saman í Hafnarfjarðarhöfn um árið tveir bátar sem eiga það sameiginlegt m.a að hafa verið gerðir út frá Húsavík.
Sá sem innar liggur er Hafborg HF 64 sem upphaflega hét Jökull SH 126 og var smíðaður á Akureyri. Utan á Hafborginni liggur Haftindur HF 123 sem upphaflega hét Guðbjörg GK 6 og var smíðaður í Hafnarfirði.
Hafborg, sem var seld úr landi árið 1995, hét á árunum 1973 til 1977 Jón Sör ÞH 220 og var gerður út frá Húsavík.
Haftindur var gerður út frá Húsavík um nokkurra ára skeið í frá árinu 1990. Fyrst undir nafninu Rán BA 57 og síðar Guðrún Björg ÞH 60. Örlög bátsins urðu þau að hann sökk árið 2010 í Reykjavíkurhöfn undir nafninu Gæskur og var í kjölfarið tekinn af skipaskrá.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.
2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.
Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í gær þegar skuttogarinn Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lét úr höfn í Vestmannaeyjum.
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 var smíðuð fyri Ós ehf. í Vestmannaeyjum í Karstensens Skibsværft A/S í Skagen árið 2010. Hún var lengd í fyrra um 6,6 metra í sömu skipasmíðastöð.
Þórunn Sveinsdóttir mælist í dag 929 brúttótonn að stærð.
2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmyndir Hólmgeir Austfjörð 2020.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
2428. Margrét HF 149 ex Anna Guðjóns ÍS 199 kemur að landi í Hafnarfirði. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.
Margrét HF 149 var smíðuð í Bátastöðinni Knörr á Akranesi árið 2000. Hún hét upphaflega Anna Guðjóns ÍS 199 og var í eigu Stekkjaness sf. í Bolungarvík.
Árið 2005 var báturinn seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Margrét HF 149 en meðfylgjandi myndir voru teknar sumarið 2009.
Vorið 2012 fékk báturinn nafnið Þröstur BA 48 með heimahöfn á Bíldudal. Í nóvember 2015 fékk hann nafnið Arney HU 336 með heimahöfn á Blönduósi.
Mýrarfell er nafnið sem báturinn ber í dag en það fékk hann í marsmánuði 2017. Fyrst SU 136 með heimahöfn á Djúpavogi en frá vorinu 2018 ÍS 138 og heimahöfnin Bolungarvík.
2428. Margrét HF 149 ex Anna Guðjóns ÍS 199. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2009.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution