Páll Jónsson GK 7 kemur til hafnar

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU 57. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Línuskipið Páll Jónsson GK 7 kom til hafnar í Grindavík í morgun úr síðasta róðri fyrir Sjómannadag. Aflinn rúmlega 200 kör, uppistaðan þorskur, langa og keila. Hann er búinn að skila sínu þessi og gott betur en það á ríflegar hálfri öld … Halda áfram að lesa Páll Jónsson GK 7 kemur til hafnar

Ný Cleopatra 33 til gildruveiða á humri afgreidd til Suðureyja í Skotlandi

Árelía CY 2. Ljósmynd Trefjar.is 2019. Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afrgreiddi núna nýverið nýjan Cleopatra bát til Barraeyju sem er hluti Suðureyja utan við vesturströnd Skotlands. Að útgerðinni stendur Jonathon Boyd útgerðarmaður frá Barra.  Sonur hans Oran Boyd er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Árelía á íslenska vísu.  Báturinn er 10 brúttótonn … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 33 til gildruveiða á humri afgreidd til Suðureyja í Skotlandi

Venus NS 150 í slipp á Akureyri

2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019. Venus NS 150 frá Vopnafirði er nú í flotkvínni á Akureyri og tók Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi þessa mynd. Venus NS 150 hefur verið á kolmunnaveiðum og á heimasíðu HB Granda segir að slipptakan á Akureyri sé hefðbundin og skipið eigi að vera klárt … Halda áfram að lesa Venus NS 150 í slipp á Akureyri

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Ásgeir Kristjánsson 2019. Ásgeir Kristjánsson sendi þessa mynd sem hann tók í Skagen af Þórunni Sveinsdóttur VE 401. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum en skipið er komið á flot eftir lenginguna. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on … Halda áfram að lesa Þórunn Sveinsdóttir VE 401

Blængur NK 125 á veiðislóðinni

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019. Hákon U. Seljan Jóhannsson yfirvélstjóri á Bergey VE 544 tók þessar myndir af frystitogaranum Blæng NK 125 í gær. Blængur NK 125 hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 210, einn stóru Spánartogaranna svokölluðu og sá eini sem er enn í fiskiskipaflotanum. 1345. … Halda áfram að lesa Blængur NK 125 á veiðislóðinni

Sigurvon ÍS 500

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972. Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar má sjá Sigurvon ÍS 500 leggja upp í róður frá Suðureyri við Súgandafjörð. Sigurvon var smíðuð í Risør í Noregi 1964 og var smíðuð fyrir samnefnt fyrirtæki í Reykjavík sem Sigurður Pétursson útgerðarmaður og Guðmundur Ibsen skipstjóri stóðu … Halda áfram að lesa Sigurvon ÍS 500