Páll Jónsson GK 7 kemur til hafnar

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU 57. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línuskipið Páll Jónsson GK 7 kom til hafnar í Grindavík í morgun úr síðasta róðri fyrir Sjómannadag.

Aflinn rúmlega 200 kör, uppistaðan þorskur, langa og keila.

Hann er búinn að skila sínu þessi og gott betur en það á ríflegar hálfri öld en síðar á árinu leysir nýtt og glæsilegt línuskip hann af hólmi.

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU 57. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleopatra 33 til gildruveiða á humri afgreidd til Suðureyja í Skotlandi

Árelía CY 2. Ljósmynd Trefjar.is 2019.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afrgreiddi núna nýverið nýjan Cleopatra bát til Barraeyju sem er hluti Suðureyja utan við vesturströnd Skotlands.

Að útgerðinni stendur Jonathon Boyd útgerðarmaður frá Barra.  Sonur hans Oran Boyd er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Árelía á íslenska vísu.  Báturinn er 10 brúttótonn af gerðinni Cleopatra 33.  Báturinn er annar báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni en áður átti útgerðin eldri Cleopatra 33 bát frá 2004.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gír. Siglingatæki koma frá Simrad/Koden.  Báturinn er með uppsetta Olex skipstjórnartölvur. Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfum sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000 gildrur á dag. Hluta úr ári stundar báturinn netaveiðar einnig. Netabúnaður er frá Meydam og Spencer Carter

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.  Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Barra allt árið en hann hefur þegar hafið veiðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Venus NS 150 í slipp á Akureyri

2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019.

Venus NS 150 frá Vopnafirði er nú í flotkvínni á Akureyri og tók Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi þessa mynd.

Venus NS 150 hefur verið á kolmunnaveiðum og á heimasíðu HB Granda segir að slipptakan á Akureyri sé hefðbundin og skipið eigi að vera klárt til veiða að nýju 10. til 12, júni nk.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sunnutindur SU 59

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar á Akureyri um árið en þær sýna skuttogarann Sunnutind SU 5 frá Djúpavogi sem var þar í slipp.

Sunnutindur SU 59 var keyptur frá Noregi árið 1981 og í 12. tbl. Ægis 1982 sagði m.a:

15. desember á. s.l. ári kom skuttogarinn Sunnutindur SU 59 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Djúpavogs. Skuttogari þessi, sem áður hét Kapp Linné, er keyptur notaður frá Noregi, og er smíðaður hjá Kaarbes Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi árið 1978 og er nýsmíði nr. 88 hjá stöðinni. Sunnutindur SU er smíðaður hjá sömu stöð eftir sömu frumteikningu og Skafti SK (smíðaður 1972), en fyrirkomulag breytt. 

Skipið er upphaflega útbúið bæði sem ísfisk- og heilfrystitogari með slægingarvél, og þremur 5 t plötufrystitœkjum. Þá má nefna að skipið hefur flokkunartáknið EO, þ.e. uppfyllir kröfur um tímabundið vaktfrítt vélarúm. 

Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og má þar nefna: Tekin úr skipinu frystitœki og slægingarvél; sett í skipið ísvél og komið fyrir ísgeymslu; og bætt við tækjum í brú. 

Sunnutindur SU er í eigu Búlandstinds h.f. á Djúpavogi. Skipstjóri á skipinu hefur verið Guðmundur ísleifur Gíslason, en Stefán Aspar frá október s.l., og 1. vélstjóri Eðvald Ragnarsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ingólfur Sveinsson. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skipið mældist 299 brl. að stærð og rúmir 45 metrar að lengd.

Sunnutindur SU 59 hét aðeins tveim nöfnum hér á landi en hann var þriðja skip Búlandstinds sem bar þetta nafn. Togarinn fékk nafnið Baldur Árna RE 102 1999 og var síðan seldur til Namibíu árið 2003. 

1602. Sunnutindur SU 59 ex Kapp Linné T-2-T. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Geir Goði GK 220

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Geir Goði GK 220 kom nokkrum sinnum til hafnar á Húsavík þegar hann stundaði úthafsrækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi.

Geir Goði GK 220 var í eigu Miðness hf. en hét upphaflega Guðbjörg GK 220 og var í eigu Arnar hf. Báturinn var smíðaður í Marstrands Mek. Verksted A/B í Marstrand í Svíþjóð árið 1963.

Hann kom til heimhafnar í Sandgerði á Þorláksmessudag það ár og sagði Þjóðviljinn svo frá:

Á Þorláksmessu kom nýr bátur til Sandgerðis og ber hann nafnið Guðbjörg GK 220. Hann er eign Arnar h.f. 

Guðbjörg er 205 tonn að stærð, og er smíðuð í Marstrand í Svíþjóð og er hið fallegasta skip, búin öllum nýtízku tækjum. 

Þegar er búið að ráða 11 manna áhöfn á skipið og eru flestir mennirnir frá Sandgerði. Óli S. Jónsson verður skipstjóri og fer skipið út á vetrarsíldveiðar á næstunni. 

Björn Bjarnason frá Keflavík sigldi skipinu heim og reyndist það hið bezta.

Báturinn hét síðar Sæunn og Geir Goði en altaf var báturinn GK 220.

Geir Goði FIN 116K ex Geir Goði GK 220. Ljósmynd aðsend.

Miðnes hf. seldi Geir Goða GK 220 til Finnlands árið 1996 þar sem hann hélt nafninu. Árið 1998 sökk báturinn í miklu óveðri í Eystrasalti, ekki langt frá þar sem ferjan Estonia sökk árið 1994.

Mannbjörg varð þegar Geir Goði FIN 116K sökk en myndina af honum sendi Sveinn Ingi í skipasölunni Álasundi mér um árið.

242. Geir Goði GK 220 ex Sæunn GK 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Ásgeir Kristjánsson 2019.

Ásgeir Kristjánsson sendi þessa mynd sem hann tók í Skagen af Þórunni Sveinsdóttur VE 401.

Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum en skipið er komið á flot eftir lenginguna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Hlökk ST 66 í Hafnarfirði

2696. Hlökk ST 66 í krananum hjá Trefjum. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Hlökk ST 66 er í Hafnarfirði þessa dagana og í gær fór hún undir karnann hjá Trefjum sem hífði hana á land.

2696. Hlökk ST 66 í krananum hjá Trefjum. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Hlökk ST 66 er af gerðinni Cleopatra 38 og var afhent útgerðinni í marsmánuði árið 2006. Það er samnefnt útgerðarfyrirtæki á Hólmavík sem á bátinn sem og Herju ST 166 sem er af gerðinni Cleopatra 31.

2696. Hlökk ST 66 . Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Blængur NK 125 á veiðislóðinni

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Hákon U. Seljan Jóhannsson yfirvélstjóri á Bergey VE 544 tók þessar myndir af frystitogaranum Blæng NK 125 í gær.

Blængur NK 125 hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 210, einn stóru Spánartogaranna svokölluðu og sá eini sem er enn í fiskiskipaflotanum.

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Hann var smíðaður fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur árið 1973 í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan í Baskalandi.

Ögurvík hf. keypti Ingólf Arnarson RE 210 árið 1985 og gaf honum nafnið Freri RE 73. Honum var í framhaldinu breytt í frystitogara í Slippstöðinni á Akureyri.

Árið 2000 fór Freri RE 73 til Póllands umfangsmiklar breytingar þar sem fólust m.a í því að hann var lengdur um 10 metra og skipt um aðalvél. Togarinn er nú tæplega 79 metrar og í honum er 5000 hestafla Wartsila aðalvél.

Síldarvinnslan hf. festi kaup á Frera RE 73 í júní 2015 og fékk hann nafnið Blængur NK 125.

Eftir að Síldarvinnslan eignaðist Blæng NK 125 fór togarinn í gagngerar endurbætur í Póllandi og ný vinnslulína var sett í hann hjá Slippnum á Akureyri.

Blængur NK 125 hóf veiðar fyrir Síldarvinnsluna í febrúar 2017.

1345. Blængur NK 125 ex Freri RE 73. Ljósmynd Hákon U. Seljan Jóhannsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Snæfell EA 310

1351. Snæfell EA 310 ex Akureyrin EA 110. Ljósmynd Þór Jónsson.

Nokkuð er um liðið frá því SnæfellEA 310 sótti björg í bú fyrir þjóðarbúið enda búið að skila sínu.

Snæfell EA 310 var smíðað 1968 í Söviknes Verft A/S í  Syvikgrend í Noregi fyrir Færeyinga og hét Stella Kristína. Keypt til landsins 1973 og fékk þá nafnið Sléttbakur EA 304. Síðar Akureyrin EA 110 og loks Snæfell EA 310.

Snæfell EA 310 hefur legið við bryggju á Akureyri undanfarin misseri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sigurvon ÍS 500

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Á þessum myndum Sigurðar Jóhannessonar má sjá Sigurvon ÍS 500 leggja upp í róður frá Suðureyri við Súgandafjörð.

Sigurvon var smíðuð í Risør í Noregi 1964 og var smíðuð fyrir samnefnt fyrirtæki í Reykjavík sem Sigurður Pétursson útgerðarmaður og Guðmundur Ibsen skipstjóri stóðu að. Hún var RE 133 og var sögð hraðskreiðasti vélbátur flotans þegar hún ný.

Dagblaðið sagði svo frá 15. febrúar 1964:

Fyrir nokkrum dögum kom hing að til lands vélbáturinn Sigurvon RE 133 frá Noregi, þar sem báturinn var byggður.

Báturinn er búinn aflmikilli Wichmanvél með forþjöppu eða „turbínu“, sem er algjört nýmæli í bátavélum hér. 

Í gærdag hittu fréttamenn Vísis skipstjóra Sigurvonar og útgerðarmann, þá Guðmund Ibsen og Sigurð Pétursson um borð í bátnum við Grandagarð. Þeir sögðu, að báturinn hefði reynzt mjög vel í jómfrúferð sinni til íslands og meðalganghraðinn verið 11 sjómílur, sem er ekki mikið undir hraða togara.

Báturinn er 236 brúttólestir að stærð og byggður hjá Lindstölsskipasmíðastöðinni í Risör í Noregi. Sigurvon mun geta náð 12 sjómílna hraða á klst. og er það augljós kostur í kapphlaupinu um síldina.

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Sigurvon RE 133 var seld austur á Fáskrúðsfjörð í byrjun árs 1969 þar sem hún fékk nafnið Búðafell SU 90. Haustið 1971 er hún keypt til Suðureyrar og fær sitt fyrra nafn, Sigurvon, og verður ÍS 500. Eigandi Fiskiðjan Freyja.

Sigurvon ÍS 500 var gerð út frá Suðureyri til ársins 1994 er hún var seld til Tálknafjarðar og kom hún þangað í desember það ár. Áfram hét báturin Sigurvon og nú BA 257 og síðar bættist Ýr við Sigurvonarnafnið.

Tveim árum síðar, eða í desember 1996 var báturinn seldur á Rif þar sem hann fékk nafnið Faxaborg SH 207 og gerður út á línu sem fyrr.

Báturinn, sem var yfirbyggður 1985 um leið og sett var á hann ný brú ásamt fleiri breytingum, hét síðar Faxaborg SH 217 og að lokum aftur Sigurvon, en í það skiptið GK 172.

Skipt var um aðalvél í bátnum 1989 og kom 950 hestafla Cummins í stað Wichmannvélarinnar.

Sigurvon var seld til Noregs árið 2007.

257. Sigurvon ÍS 500 ex Búðafell SU 90. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson 1972.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution