Jói á Nesi SH 159

1964. Jói á Nesi SH 159. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Jói á Nesi SH 159 kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en hann var smíðaður í Póllandi árið 1988.

Einn fjögurra báta sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga þar á árunum 1987-1988 og þeirra stærstur og sá eini sem var yfirbyggður. Báturinn er 27,48 metrar að lengd, 6 metra breiður og mælist 103 brl./159 BT að stærð.

Hinir voru Auðbjörg SH 197, Skálavík SH 208 og Sandafell HF 82. Eigandi Jóa í Nesi SH 159 var Pétur F. Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík.

Í janúar 1990 var Jói á Nesi SH 159 keyptur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Fanney SH 24. Vorið 1998 fær Fanney nafnið Grundfirðingur en er áfram SH 24.

Árið 2000 er báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Sæfari ÁR 170 sem hann ber enn í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skinney SF 20 kom til Reykjavíkur í morgun

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Togbáturinn Skinney SF 20 sigldi í morgun frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og náði Óskar Franz að fanga hann á kortið.

Skinney SF 20 hefur verið í Hafnarfirði frá því hún kom til landsins frá Póllandi eftir lengingu ofl. breytingar. Í Hafnarfirði var sett vinnslulína á millidekkið en ætli erindi Skinneyjar til Reykjavíkur sé ekki að ná í veiðarfæri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Sigurpáll ÞH 130 á leið upp í Húsavíkurslipp

1262. Sigurpáll ÞH 130 ex Guðbörg GK 517. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurpáll ÞH 130 í sleðanum á leið upp í slippinn á Húsavík 9 . júní árið 2008.

Upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík, smíðuð í skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri 1972. Síðar Ásgeir Torfason ÍS 96, Rúna RE 150, Óskar ÍS 68, Guðbjörg GK 517, og loks Sigurpáll ÞH 130.

Sigurpáll skemmdist í eldi á Skjálfanda haustið 2008 og var seldur í því ástandi. Nýir eigendur settu á bátinn nýtt stýrishús en hann heitir í dag Vilborg ST 100 og er með heimahöfn í Djúpuvík á Ströndum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dintelborg við Bökugarðinn

Dintelborg við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Hollenska flutningaskipið Dintelborg kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 1999 í skipasmíðastöðinni Scheepswerf van Diepen í Hollandi, það er 133,41 metra langt, 15,85 metra breitt og mælist 8350 GT að stærð.

Dintelborg siglir undir fána Hollands og hefur heimahöfn í Delfzijl.

Áki Hauksson rafvirki á Húsavík birti mynd af skipinu á Fésbókarsíðu sinni og setti þar fram ýmsan fróðleik um það:

Tvær lestar eru í skipinu, önnur er 41,99 metrar á lengd, 13,2 á breidd og 10,48 metrar á hæð, hin er 53,61 metrar á lengd, 13,2 metrar á breidd og 10,48 á hæð. Aðalvélin er af gerðinni Wartsila 8L38 og er 5280 kW við 600 RPM, hliðarskrúfan er 500Kw og skipið nær um 12 mílna ferð. Svartolíutankarnir eru 553 rúmmetrar, skipagasolíutankarnir eru 73 rúmmetrar og vatnstankurinn er 53 rúmmetrar. 

Það er hollenska fyrirtækið Royal Wagenborg sem á og rekur skipið, en Dintelborg er eitt af 170 skipum útgerðarfélagsins en stofnandi skipafélagsins hét Egbert Wagenborg og lét smíða fyrsta farmskipið fyrir sig 1888 svo sagan á bak við félagið er býsna gömul, þó félagið sem slíkt hafi ekki verið stofnað þá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Njarðvík KE 93

219. Njarðvík KE 93 ex Ljósfari GK 183. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Njarðvík KE 93 siglir hér til hafnar í Njarðvík á tíunda áratug síðustu aldar.

Upphaflega aflaskipið Víðir II GK 275 úr Garði en hann var smíðaður í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði.

Báturinn hét Víðir II GK 275 í 30 ár en 1990 fékk hann nafnið Ljósfari GK 183 og síðar bar hann nöfnin Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og loks Portland VE 97. Hann fór erlendis í brotajárn fyrir nokkrum árum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Skipanes SH 608

57. Skipanes SH 608 ex Framnes ÍS 608. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson .

Skipanes SH 608 er hér að draga netin á Breiðafirði á vetrarvertíð um árið.

Upphaflega Framnes ÍS 608 frá Þingeyri, smíðaður í Noregi 1963, nánar tiltekið í Vaagland Baatbyggeri. Framnes var í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga og kom til heimahafnar á Þingeyri 16. júní 1963.

Báturinn var 165 brl. að stærð og dagblaðið Tíminn segir hann hafa verið 96,15 fet á lengd og 22 fet á breidd. Aðalvélin var 495 hestafla Lister. Seinna var báturinn endurmældur og var þá 137 brl. að stærð.

Framnes ÍS 608 var gert út frá Þingeyri í 30 ár en það var selt til Grundarfjarðar þegar Þingeyringar fengu Sléttanesið nýsmíðað árið 1983 frá Slippstöðinni á Akureyri.

Á Grundarfirði fékk báturinn nafnið Skipanes SH 608 og var gert út þaðan til ársins 1988. Um sumarið það ár voru höfð bátaskipti við Hópsnes hf. í Grindavík sem fékk Skipanesið og Grundfirðingarnir fengu Hópsnes GK 77 sem smíðað var í Garðabæ og nefndu Skipanes SH 608.

Í Grindavík var báturinn gerður út um tíma en síðan var úreldingarréttur hans nýttur þegar nýsmíðað Hópsnes GK 77 kom til landsins frá Póllandi í mars 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Dalborg EA 317

2387. Dalborg EA 317 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Dalborg EA 317 kemur að landi á Dalvík í dag en báturinn, sem er í eigu Bræðrastígs ehf. , er á strandveiðum.

Báturinn hét upphaflega Dínó HU 70 og var smíðaður árið 1999 í bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn var af gerðinni Cleopatra 28 en eftir lengingu er hann Cleopatra 31L.

Dínó HU 70 var seldur til Húsavíkur haustið 2003 og fékk nafnið Katrín ÞH 5. Síðan hefur báturinn heitið Katrín HF 50, Katrín SH 41, Siglunes SH 22, Kristín KÓ 251, Bjargey ÞH 238, Tumi EA 84 og loks Dalborg EA 317.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Árni Óla ÍS 81

1222. Árni Óla ÍS 81 ex Árni Óla ÍS 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Árni Óla ÍS 81 kemur hér til hafnar í Sandgerði í marsmánuði árið 2002.

Báturinn var smíðaður í Trésmiðju Austurlands hf. árið 1972 og hét upphaflega Árni ÓF 44. Hann var 17 brl. að stærð búinn 163 hestafla Scaniaðaðvél.

Á vefsíðu Árna Björns, aba.is, segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Sæmundsson, Sæmund Jónsson og Albert Ólafsson, Ólafsfirði sem áttu bátinn í fjögur ár.

Á árunum 1976-1992 hét hann Árni SF 70, Árni ÞH 252, Árni HF 15 og Árni SH 262 og eftir það Árni Óla ÍS 265 og Árni Óla ÍS 81 þar til yfir lauk.

1222. Árni Óla ÍS 81 ex Árni Óla ÍS 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Árni Óla ÍS 81 var kominn í núllflokk á Fiskistofu í ágúst árið 2004. Afskráður af skipaskrá Siglingamálastofnunar 13. júlí 2010 en sagður hafa farið á brennu um áramótin 2055-2005.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Máni GK 36

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Netabáturinn Máni GK 36 kemur hér að landi í Keflavík í marsmanuði árið 2002.

Máni GK 36 var smíðaður í Danmörku 1959 fyrir  fyrir Hraðfrystihús Grindavíkur og kom til heimahafnar á annan dag jóla það ár. 

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Máni GK 36 var gerður út frá Grindaví til ársins 1988 en þá var hann seldur til Tálknafjarðar og varð Máni BA 166. Vísir hf. í Grindavík keypti hann aftur til Grindavíkur árið 1990 og um það mátti lesa í Víkurfréttum 30. ágústa það ár:

Útgerðarfélagið Vísir s.f. í Grindavík hefur fest kaup á 72 tonna eikarbát, Mána BA 166 frá Tálknafirði. 

Bátur þessi er ekki með öllu ókunnur hér syðra því frá því að hann hljóp af stokkunum 1959 í Danmörku og til ársins 1988 hét hann Máni GK 36 og var í eigu Hraðfrystihúss Grindavíkur.

Árin 1996-1999 heitir báturinn Haförn ÁR 115 en sumarið 1999 fékk hann aftur nafnið Máni og verður GK 36 eins og tæplega fyrstu 30 árin.

Báturinn var rifinn árið 2007 í Þorlákshöfn.

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ársæll ÁR 88

1014. Ársæll ÁR 88 ex Dúi ÍS 41. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Humarbáturinn Ársæll ÁR 88 lætur hér úr höfn í Þorlákshöfna sumarið 2009 en þá var hann í eigu Atlantshumars ehf.

Báturinn hét upphaflega Ársæll en var Sigurðsson GK 320 og með heimahöfn í Hafnarfirði. Síðar hét hann lengi vel Arney KE 50.

Því næst Auðunn ÍS 110 Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41  og loks Ársæll ÁR 88.

Báturinn var smíðaður í Brattavogi í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl s/f í Hafnarfirði.  Yfirbyggður og skipt um brú á Akureyri um 1980.

Eftir að Skinney-Þinganes hf. keypti Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn árið 2016 var Ársæll seldur í brotajárn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.