Ísey að veiðum á Hraunsvíkinni

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar sendi drónann út til að mynda dragnótabátinn Ísey ÁR 11 sl. föstudag þar sem hún var að veiðum á Hraunsvíkinni.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Ísey ÁR 11, sem er í eigu Saltabergs ehf., hét áður Kristbjörg ÁR 11 en upphaflega hét báturinn Langanes ÞH 321 frá Þórshöfn.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Báturinn hét eins og áður segir upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321. 

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Síðar átti Farsæll SH eftir að heita Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR og nú Ísey ÁR 11.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Búið er að yfirbyggja bátinn og skipta um brú en þær breytingar fóru fram í Ósey í Hafnarfirði árið 2005. Þá hét hann Egill Halldórsson SH 2.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rembrandt van Rijn kom til Húsavíkur

Rembrandt van Rijn á Skjálfandaflóa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hollenska seglskipið Rembrandt van Rijn kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld en skipið hefur komið hingað undanfarin haust.

Skipið er þriggja mastra skonnorta smíðuð 1924 sem fiskiskip og hét upphaflega Jakoba. Snemma á níunda áratug síðustu aldar var því breytt til siglinga með farþega og siglir m.a á norðurslóðum. 

Hér má lesa nánar um skipið 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þinganesið rautt og blátt

2040. Þinganes SF 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hér koma tvær myndir af Þinganesinu sem er eitt fjögurra systurskipa sem smíðuð voru á sínum tíma fyrir Íslendinga hjá Carnave Eir Navais Sa smíðastöðinni í Aveiro í Portúgal.

Á efri myndinni er Þinganesið á útleið frá Húsavík í september árið 2012 en á þeirri neðri er það að koma til hafnar í Grindavík í sumar.

Skinney-Þinganes hf. er með nýtt Þinganes Sf 25 í smíðum en það er eitt sjö togskipanna sem norska skipasmíðastöðin Vard smíðar fyrir Íslendinga.

2014. Þinganes ÁR 25 ex Þinganes SF 25. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Oddur á Nesi ÓF 76

2585. Oddur á Nesi ÓF 76 ex Hafrún ÍS 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Oddur á Nesi ÓF 76 liggur hér við bryggju á Siglufirði en myndin var tekin sl. föstudag.

Oddur á Nesi hét upphaflega Venni GK 167 og átti heimahöfn í Grindavík. Síðar Ragnar SF 550, því næst Guðmundur Sig. SF 650.

Næsta nafn var Selnes SU 14 og loks Rósi ÍS 54 áður en hann fékk nafnið Hafrún ÍS 54 en það hét báturinn þegar hann var keyptur til Fjallabyggðar í vor.

Báturinn er af gerðinni Víkingur 1135 og smíðaður af Bátagerðinni Samtak ehf. árið 2004. Hann var yfirbyggður síðar en báturinn er 12,06 metrar að lengd, breidd hans er 3,73 metrar. Hann mælist 11,29 brl./14,92 BT að stærð.

Eigandi Odds á Nesi er BG Nes ehf. á Siglufirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævík GK 757 kom að landi í Grindavík í dag

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Sævík GK 757 kom til hafnar í Grindavík eftir að hafa róið frá Skagaströnd að undanförnu.

Sævíkin landaði einum 5-6 tonnum en þetta var fyrsta löndun hennar í heimahöfn eftir breytingarnar sem framkvæmdar voru á bátnum í sumar.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Breytingarnar á bátnum fóru fram í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fólust m.a í því að hann var lengdur um tvo metra og skipt um vél og gír. Þá var ýmis annar búnaður var endurnýjaður.

Þá fékk Sævíkin græna Vísislitinn í stað þess bláa sem áður var á bátnum sem smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði hjá Seiglu árið 2006 og hét upphaflega Óli Gísla GK 112.

Vísir hf. í Grindavík keypti Sjávarmál ehf. á árinu 2018.

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gulltoppur GK 24 við bryggju á Siglufirði

2615. Gulltoppur GK 24 ex Ingibjörg SH 174. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Gulltoppur GK 24, sem er í eigu Stakkavíkur ehf., er hér við bryggju á Siglufirði sl. föstudag.

Gulltoppur GK 24 hét upphaflega Steinunn ÍS 817 og var smíðaður hjá Mótun í Hafnarfirði árið 2004.

Hann var seldur til Siglufjarðar árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Odur á Nesi SI 76. Árið 2010 var Oddur á Nesi seldur vestur á Rif þar sem hann fékk nafnið Ingibjörg SH 174.

Það var svo fyrr á þessu ári sem Stakkavík kaupir bátinn og nefnir Gulltopp. Hann er af gerðinni Gáski 1180 og mælist 11,13 brl./14,82 BT að stærð. Lengd hans er 11,78 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Garpur RE 148 á Húsavík

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Garpur RE 148 kom til Húsavíkur í dag en til stendur að nota hann í kvikmynd sem á að taka hér.

Samkvæmt skipaskrá er Góa ehf. eigandi Garps, sem smíðaður var hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1989. Báturinn hét upphaflega Litlanes ÞH 52 og eigandi Óli Þorsteinsson á Þórshöfn.

Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Síðar átti það eftir að bera nöfnin Mímir ÍS 30, Bergey SK 7, Fiskanes NS 137 og svo NS 37.

Árið 2000 fékk báturin nafnið Garpur SH 95 og heimahöfnin Grundarfjörður. RE 148 varð hann svo árið 2013.

Garpur RE 148 er 13,8 metra langur, en hann var lengdur á sínum tíma og styttur aftur. Hann mælist 11,77 brl./19,78 BT að stærð.

2018. Garpur RE 148 ex Garpur SH 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kaldbakur EA 1 fer vel af stað með nýtt vinnsludekk

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Kaldbakur EA fór í sína fyrstu veiðiferð snemma í septembermánuði að aflokinni uppsetningu á nýjum og fullkomnum vinnslubúnaði frá Slippnum Akureyri. 

Búnaðurinn í vinnslunni hefur reynst vel að sögn Angantýs Arnars, annars tveggja skipstjóra á Kaldbaki EA en frá þessu segir á heimasíðu Slippsins.

“Við erum mjög ánægðir með nýja vinnsludekkið, gæði aflans eru mikil og vinnslan gengur hratt og örugglega fyrir sig. Sniglakörin koma vel út, bæði hvað varðar blóðgun og kælingu og engir hnökrar hafa verið á lestarkerfinu, það er mikill munur að geta karað fiskinn upp á vinnsludekkinu.
Þau litlu vandamál sem hafa komið upp höfum við leyst í sameiningu með Slippnum og hefur eftirfylgni þeirra með búnaðinum verið til fyrirmyndar” segir Angantýr Arnar.

Ólafur Ormsson sviðsstjóri hjá Slippnum segir það afar ánægjulegt að Kalbakur fari vel af stað.

“Við hönnun á vinnsludekkinu var lögð áhersla á að gera alla vinnsluna um borð hagkvæma, auðvelda í þrifum og þannig tryggja framúrskarandi aflameðferð. 
Áreiðanleiki alls búnaðarins skiptir einnig gríðarlegu máli og er vandlega gætt að honum. Samstarfið með Samherja í þessu verkefni hefur gengið mjög vel og er ánægjulegt að sjá hversu vel vinnsludekkið hefur verið að reynast ” segir Ólafur í fréttinni á heimasíðu Slippsins.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haförn ÞH 26 kemur að landi á Húsavík

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Dragnótabáturinn Haförn ÞH 26 kemur hér að landi á Húsavík í dag eftir róður á Skjálfanda.

Haförn ÞH 26 hét áður Þorstein BA 1 frá Patreksfirði og smíðaður var í Garðabær árið 1989. 

Upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.

Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.

Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Særún EA 251

2711. Særún EA 251 ex Elli P SU 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Særún EA 251 frá Árskógssandi liggur hér við bryggju á Siglufirði en þar var báturinn smíðaður og afhentur árið 2007.

Upphaflega hét báturinn Lúkas ÍS 71 og í eigu Álfsfells ehf. á Ísafirði. Síðar, eða árið 2011, fær hann nafnið Maggi Jóns KE 77 og 2015 Elli P SU 206.

Það var svo haustið 2018 sem Særún EA 251 (2651) var seld til Breiðdalsvíkur og Sólrún ehf. á Árskógssandi tók Ella P upp í kaupin. Við það fékk hann nafnið Særún EA 251.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution