Haffari EA 133

1463. Haffari EA 133 ex Eiður EA 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Haffari EA 133 kemur hér að bryggju við Torfunef á Akureyri haustið 2006. Haffari hét upphaflega Háborg NK 77 frá Neskaupstað og var í eigu þeirra Gunnars Vilmundarsonar og Þórarins Guðbjartssonar þar í bæ.  Háborg NK 77 var smíðuð hjá Trésmiðju Austurlands h/f … Halda áfram að lesa Haffari EA 133

Haukur á Skjálfanda

1292. Haukur ex Haukur ÍS 195. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000. Hvalaskoðunarbáturinn Haukur er hér á hvalaslóðum Skjálfanda í sumarlok árið 2000. Haukur var smíðaður í Skipasmíðastöð Jóns Jónassonar við Elliðaárvog í Reykjavík árið 1973 og hét upphaflega Sigurður Baldvin KE 22. Sama ár var hann seldur vestur á firði þar sem hann fékk nafnið Haukur … Halda áfram að lesa Haukur á Skjálfanda

Þorsteinn GK 15

Þorsteinn GK 15 ex Þorsteinn EA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Nú birtast myndir af Þorsteini GK 15 koma til hafnar á Raufarhöfn eftir netaróður vorið 2007. Báturinn er einn Svíþjóðarbátanna svokölluðu, af minni gerðinni. Hann hefur alla tíð heitið Þorsteinn og er ÞH 115 í dag. Hann var smíðaður fyrir Aðalstein Loftsson á Dalvík … Halda áfram að lesa Þorsteinn GK 15

Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík

2769. Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022. Jón Steinar tók þessa mynd í vikunni af varðskipinu Þór úti fyrir Grindavík. Áhöfn Þórs var þar að leggja út öldumælidufl. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them … Halda áfram að lesa Varðskipið Þór úti fyrir Grindavík

Mariejte Nora við Bökugarðinn

IMO:9481609. Marietje Nora. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Marietje Nora kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar nú er verið að skipa upp hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. Marietje Nora siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl. Skipið er er 3,956 GT að stærð og var smíðað árið 2015. Lengd … Halda áfram að lesa Mariejte Nora við Bökugarðinn

Húsavíkurhöfn nú undir kvöld

Húsavíkurhöfn 19. janúar 2022. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd var tekin nú undir kvöld og sýnir m.a Háey I og Jökul en sá fyrrnefndi var nýkominn að úr línuróðri. Jökull kom úr slipp á Akureyri í morgun og unnið var að því í dag að útbúa hann til næstu veiðiferðar. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn nú undir kvöld

Steini Vigg á Skjálfanda

1452. Steini Vigg SI 110 ex Guðrún Jónsdóttir ÓF 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010. Steini Vigg SI 110 er hér á siglinu á Skjálfanda í júlímánuði 2010 en þá var Norðursigling með hann á leigu um tíma. Þegar myndin var tekin var báturinn á leið til hafnar en hann ásamt fleir bátum NS sigldu til … Halda áfram að lesa Steini Vigg á Skjálfanda

Ljósfari GK 184

219. Ljósfari GK 184 ex Víðir II GK 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ljósfari GK 184 liggur hér við bryggju í Sandgerði en það var Útgerðarfélagið Barðinn hf. sem átti hann og gerði út. Upphaflega aflaskipið Víðir II GK 275 úr Garði en hann var smíðaður í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði. Báturinn … Halda áfram að lesa Ljósfari GK 184

Víðir II GK 275

219. Víðir II GK 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Víðir II GK 275 var smíðaður í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði. Báturinn hét þessu nafni í 30 ár en í febrúarmánuði 1984 var Rafn hf. skráður eigandi. Árið 1990 fékk hann nafnið Ljósfari GK 184 og síðar bar hann nöfnin Njarðvík KE … Halda áfram að lesa Víðir II GK 275