Monte Meixumeiro við bryggju

IMO 9329227. Monte Meixueiro. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Spænski skuttogarinn Monte Meixueiro kom til löndunar í gær og liggur við kajann hér rétt við Chapela.

Togarinn var smíðaður árið 2005 og mælist 1,790 GT að stærð. Hann er 63 metra langur og 13 metra breiður. Heimahöfn hans er í Vigo en hann var smíðaður fyriri Valiela, S.A í einni af skipasmíðastöðvunum við Vigoflóann. Astilleros M. Cies heitir hún.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Viðey RE 50 landaði á Sauðárkróki

2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Togari HB Granda hf., Viðey RE 50, landaði á Sauðárkróki sl. sunnudag og lét strax úr höfn að löndun lokinni.

Jón Steinar tók þessar myndir þegar Viðey RE 50 lét úr höfn.

2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2895. Viðey RE 50. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Keifaberg RE 70 á toginu

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg RE 7. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hér er Kleifaberg RE 70, frystitogari Útgerðarfélags Reykjavíkur hf, að veiðum fyrir skömmu.

Kleifaberg RE 70 hét upphaflega Engey RE 1 og var smíðað fyrir Ísfell hf. í Póllandi árið 1974. Togarinn var 742 brl. að stærð en mælist í dag 839 brl. enda búið að toga hann dálítið.

Rammi hf. keypti togarann af HB Granda árið 1997 og nefndi hann Kleifaberg ÓF 2. Árið 2007 kaupir Brim hf. togarann sem var áfram með sama nafn, einkennisstafi og númer til ársins 2012.

Þá komst hann í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og verður RE 7. Þetta var í janúar en í lok sama árs varð hann RE 70.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.


Tómas Þorvaldsson GK 10

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sl. fimmtudag þegar frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 lagði upp í sína fyrstu veiðiferð frá Hafnarfirði fyrir Þorbjörn h.f í Grindavík.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þorbjörn hf. fékk skipið afhent í júní sl. eftir að hafa keypt það frá Grænlandi þar sem það bar nafnið Sisimiut GR6-500.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Togarinn var smíðaður í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1. Arnar var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. 

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurborg SH 12

2740. Sigurborg SH 12 ex Vörður EA 748. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Óskar Franz tók þessa mynd af Sigurborginni nýju í slippnum í Reykjavík þar sem verið er að skvera hana.

Eins og glöggir menn sjá er þetta gamli Vörður EA 748 en eins og áður hefur komið fram á síðunni keypti Fisk Seafood ehf. tvö skip af Gjögri hf. á Grenivík. Fyrrnefndan Vörð EA-748 og Áskel EA-749 sem sést í þarna á bak við Sigurborgina. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Tómas Þorvaldsson GK 10 á Halanum

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex Sisimiut GR-6-500. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Tómas Þorvaldsson GK 1o er í sinni fyrstu veiðiferð og tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 þessa mynd í þokusuddanum á Halanum í dag.

Tómas Þorvaldsson GK 10 hét áður Sisimiut GR6-500 en upphaflega er um að ræða togara sem Skagstrendingur hf. á Skagaströnd lét smíða í Noregi árið 1992.

Arnar HU 1 hét hann og var seldur til Grænlands árið 1995 og fékk þá nafnið Sisimiut. Þorbjörn hf. í Grindavík keypti hann aftur til Íslands og fékk hann afhentan í vor.

Tómas Þorvaldsson GK 10 er 67 metra langur og 14 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Veronica B og Beatriz B í Randes

Veronica B – Beatriz B við kajann í Randes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipin Veronica B og Beatriz B liggja við bryggju í Randes í Vigoflóanum innanverðum.

Og hafa legið lengi sýnist mér en skipin eru 14, 016 GT að stærð. 160 metra löng og 25 metra breið. Smíðuð 2007.

Þau voru færð þarna inneftir eftir að hafa verið í slipp hjá Factorías Vulcano í Vigo. Spurning hve lang er síðan það var.

Veronica B – Beatriz B við kajann í Randes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Muggur EA 26

1186. Muggur EA 26 ex Haförn HU 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Muggur EA 26 kemur hér til Húsavíkur í ágústmánuði árið 2000 þeirra erinda að ná í rækjutroll.

Muggur var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1971 fyrir Dalvíkinga og hét upphaflega Bliki EA 12. Síðar Jói á Nesi SH 159 og því næst Ásgeir ÞH 198 frá Húsavík.

Seldur frá Húsavík á Hvammstanga þar sem hann fékk nafnið Haförn HU 4. Fór austur á land og varð Haförn SU 4. Næst var það Haförn HF 375 og því næst Örn ÍS 18, Örn Í 122 og síðan aftur Haförn HU 4.

Árið 200o fékk hann nafnið Muggur EA 26 eftir að hafa verið keyptur til sinnar upprunalegu heimahafnar á ný.

Á vef Árna Björns, aba.is, segir að verið sé að endurbyggja bátinn sem tekinn var af skipaskrá árið 2006.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Jósef Geir ÁR 36

1266. Jósef Geir ÁR 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jósef Geir ÁR 36, sem hér sést í slipp í Hafnarfirði, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1972.

Jósef Geir ÁR 36 var smíðaður fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. sem gerði bátinn út alla tíð. Báturinn var 47 brl. að stærð með heimahöfn á Stokkseyri. 

Jósef Geir ÁR 36 sökk að morgni 26. marz 1991 suðaustur af Þorlákshöfn. Áhöfninni, sjö mönnum, var  bjargað um borð í Fróða ÁR 33 .