Veidar við bryggju í Hafnarfirði

LEPY. Veidar M-1-G. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Eitt glæsilegasta línuskip Norðmanna, Veidar M-1-G var í Hafnarfjarðarhöfn í gær og tók Maggi Jóns þessa mynd af því. Veidar er með heimahöfn í Álasundi skipið var afhent Veidar AS frá skipasmíðastöinni Simek AS í Flekkufirði árið 2018. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Veidar við bryggju í Hafnarfirði

Kristbjörg ÞH 44

1009. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997. Hér kemur Kristbjörg ÞH 44 úr sinni síðustu veiðiferð vorið 1997 en báturinn var aðallega gerður út á rækju. Karl faðir minn, Hreiðar Olgeirsson, var skipstjóri á bátnum og þarna var hann að ljúka sínum ferli sem sjómaður á fiskiskipi. Fyrirtækið Korri … Halda áfram að lesa Kristbjörg ÞH 44

Edmy á Skjálfanda

IMO 9263540. Edmy ex Esaro. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Flutningaskipið Edmy kom inn á Skjálfanda í kvöld eftir rúmlega sex sólahringa siglingur frá Bordeaux í Frakklandi. Skipið, sem siglir undir Portúgölsku flaggi með heimahöfn á Madeira, er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Edmy var smíðað í Hollandi árið 2002 og er 4,938 GT að … Halda áfram að lesa Edmy á Skjálfanda

Smyrill ÞH 57

6941. Smyrill ÞH 57 ex Hafdís SI 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Strandveiðibáturinn Smyrill ÞH 57 kemur hér að landi í dag með skammtinn sinn. Það er Fiskisker ehf., sem gerir bátinn út frá Húsavíkur en hann var keyptur frá Siglufirði haustið 2021. Smyrill ÞH 57 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar hf. í Hafnarfirði árið 1987. … Halda áfram að lesa Smyrill ÞH 57

Tuugaalik GR-6-10

IMO:9922897. Tuugaalik GR-6-10. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Nýr og glæsilegur frystitogari Grænlendinga, Tuugaalik GR-6-10, kom til Hafnarfjarðar í dag og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum. Togarinn kemur hingað frá Spáni. Hann var smíður hjá Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni í Bilbao hvar ég sigldi hjá sumarið 2019 en þá var Avataq GR-6-19 þar í … Halda áfram að lesa Tuugaalik GR-6-10

Selfoss lét úr höfn á Húsavík

IMO 9433456. Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. lét úr höfn á Húsavík nú fyrir hádegi og voru þessar myndir teknar þá. Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður … Halda áfram að lesa Selfoss lét úr höfn á Húsavík

Dagfari

1470. Dagfari ex Salka. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Dagfari Norðursiglingar kemur úr hvalaskoðunarferð á dögunum. Bara of góð mynd til að birta hana ekki. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution