Ísfélagið kaupir Pathway

 IMO 9763095. Pathway PD 165. Ljósmynd Karstensens Skibsvært. Frá því var greint í vikunni að Ísfélagið hefði fest kaup á skoska uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er Lunar Fishing Company Limited en Pathway var smíðað hjá Karstensen skipasmíðastöðinni í Skagen árið 2017. Skipið er 78 metra langt og 15,5 metra breitt og eru kaupin liður í endurnýjun … Halda áfram að lesa Ísfélagið kaupir Pathway

Bátar við bryggju í Grindavík

Bátar við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd var tekin í Grindavík um árið og sýnir þrjá báta við bryggju þar í bæ. Fremstur á myndinni er Fengsæll GK 262 sem áður hét m.a Ingólfur GK 125 og sjá má mynd af hér. Hann liggur utan á Hrímni SH 35 frá Stykkishólmi sem … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju í Grindavík

Bátar við bryggju á Akureyri

Bátar við bryggju á Akureyri. jósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér gefur að líta mynd sem tekin var á Akureyri um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Þarna eru bátar úr Hrísey í aðalhlutverki. Sólfellið og gamla Eyborg hérna nær með Svan SH 335 utan á sér og fjær er nýja Eyborgin sem kom í flotann í aprílmánuði … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju á Akureyri

Wilson Brest kom með salt

IMO 9126900. Wilson Brest ex Northen Lessnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Flutningaskipið Wilson Brest kom til Húsavíkur í kvöld með saltfarm fyrir GPG Seafood. Skipið var smíðað árið 1995 í Slóvakíu og siglir undir flaggi Barbados með heimahöfn í Bridgetown. Það er 87,9 metra langt, 12,8 metra breitt og mælist 2,446 GT að stærð. IMO … Halda áfram að lesa Wilson Brest kom með salt

Finnbjörn ÍS 37

1181. Finnbjörn ÍS 37 ex Finnbjörn ÍS 23. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Bátalónsbáturinn Finnbjörn ÍS 37 liggur hér í höfninn á Ísafirði sem lengstum var hans heimahöfn. Smíðaður árið 1971 og hét upphaflega Konráð RE 37 en sama ár var hann kominn til Ísafjarðar og varð ÍS 23. Árið 1973 verður báturinn ÍS 37 og var … Halda áfram að lesa Finnbjörn ÍS 37

Hav Norlandia kom með áburð

IMO 9280706. Hav Norlandia ex Ostenau. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Færeyska flutningaskipið Hav Norlandia kom til Húsavíkur um miðjan daginn með áburðarfarm. Skipið var smíðað í Slóvakíu árið 2005 og hét áður Ostenau. Það er 87,85 metrar að lengd og breidd þess er 12,8 metrar. Það mælist 2,461 GT að stærð. Það siglir eins og … Halda áfram að lesa Hav Norlandia kom með áburð

Jóhanna Margrét SI 11

163. Jóhanna Margrét SI 11 ex Jóhanna Margrét HU 130. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Jóhanna Margrét SI 11 hét upphaflega Vinur ÍS 102 og var smíðaður fyrir Hnífsdælinga í Þýskalandi árið 1960. 101 brl. að stærð í upphafi en síðar mældur niður í 88 brl. en það var gert árið 1974. Vinur fékk nafnið Páll Pálsson … Halda áfram að lesa Jóhanna Margrét SI 11