Gullberg VE 292

2730. Gullberg VE 292 ex Gardar H-34-AV. Ljósmynd Óskar Franz 2022. Óskar Franz tók á dögunum þessar flottu myndir af Gullberginu VE 292, nýja uppsjávarveiðiskipi Vinnslustöðvarinnar, sem áður hét Gardar H-34-AV. Á vef VSV segir ma. um skipið: Gullberg er gríðarlega öflugt skip, smíðað árið 1998 en er mikið endurnýjuð í stóru og smáu, vel … Halda áfram að lesa Gullberg VE 292

Sævaldur ÞH 216 kemur til hafnar

6790. Sævaldur ÞH 216 ex Hafey SK 194. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Sævaldur ÞH 216 kemur hér til hafnar á Húsavík í vikunni en það er Einar Ófeigur Magnússon sem á hann og gerir út. Sævaldur hét upphaflega Gunnar HF 139 og var smíðaður í Garðarbæ árið 1986. Á vefnum aba.is má lesa um … Halda áfram að lesa Sævaldur ÞH 216 kemur til hafnar

Wilson Norfolk

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Wilson Norfolk var hér í vikunni en það lá fyrst við festar hér framundan víkinni meðan verið var að skipa upp úr Zaanborg við Bökugarðinn. Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, var smíðað árið 2011. Það siglir undir fána Möltu og er með … Halda áfram að lesa Wilson Norfolk

Silver Whisper

 IMO 9192179. Silver Whisper. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Farþegaskipið Silver Whisper hefur legið við ankeri hér út af Húsavíkur síðan í morgun og fyrst um sinn sást nú lítið til þess vegna þoku. Þokulúðus skipsins var þeyttur reglulega enda léttabátar þess að flytja farþega til lands og aftur út í skip. En það létti nú … Halda áfram að lesa Silver Whisper

Lundey ÞH 350

6961. Lundey ÞH 350 ex Gáski AK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Lundey ÞH 350 kemur hér að landi á Húsavík í gærmorgun. Lundey hét upphaflega Gáski AK 20 og var smíðuð í Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1987. Kristbjörn Árnason keypti bátinn til Húsavíkur árið 1991 en Árni Björn sonur hans gerir … Halda áfram að lesa Lundey ÞH 350

Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar

IMO 9807085. Seven Seas Splendor - 260. Garðar. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Skemmtiferðaskipið Seven Seas Splendor hafði viðdvöl á Skjálfanda í dag hvar farþegar þess voru fluttir í land á Húsavík með léttbátum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar hvalaskoðunarbátar lögðu upp í ferðir á Skjálfanda og eflaust farþegar af Seven Seas Slendor um … Halda áfram að lesa Seven Seas Splendor og hvalaskoðunarbátar

Salka á leið í hvalaskoðun

1470. Salka ex Pétur afi SH 374. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Eikarbáturinn Salka er hér á leið í hvalaskoðun frá Húsavík í morgun en hún aftur siglinga á dögunum eftir nokkurt hlé. Salka var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f í Hafnarfirði árið 1976 og hét upphaflega Hafsúlan SH 7.  Haustið 1983 fékk báturinn nafnið Már NS … Halda áfram að lesa Salka á leið í hvalaskoðun

Zaanborg á Húsavík

IMO 9224154. Zaanborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Zaaborg kom til Húsavíkur í gær og lagðist að Bökugarði þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Zaaborg var smíðað árið 2001 og er 4,938 GT að stærð. Skipið er 119 metra langt og breidd þess er 16 metrar. Zaanburg, sem áður hét Vliediep, … Halda áfram að lesa Zaanborg á Húsavík

Anna EA 305 seld til Kanada

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið … Halda áfram að lesa Anna EA 305 seld til Kanada