Agnar BA 125

1852. Agnar BA 125 ex Anna SH 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Agnar BA 125 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í dag en hann er á handfærum. Heimahöfn hans er Bíldudalur.

Harður ehf. gerir Agnar út en báturinn var smíðaður í Englandi árið 1987 og er tæplega 19 brúttótonn að stærð. Hann hét áður Anna SH 13 en var keyptur vestur árið 2015.

Nánar verður sagt frá bátnum síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Indriði Kristins BA 751

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessar myndir sem nú birtast sýna línubátinn Indriða Kristins BA 751 koma að landi á Tálknafirði sem er hans heimahöfn.

Báturinn,sem er af gerðinni Cleopatra 46B, er gerður út af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði.

Lesa má nánar um bátinn hér

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tveir fyrrum Vísisbátar í Reykjavíkurhöfn

972. Kristín GK 457 – 1030. Klettur GK 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessir tveir fyrrum Vísisbátar liggja nú í Reykjavík og bíða verkefna en Kristín GK 457 var seld á dögunum.

Um Pál Jónsson GK 7 hefur verið fjallað en hann fékk nafnið Klettur GK 3 og er í eigu Skipaþjónustu Íslands ehf. í Reykjavík.

Kristín hét upphaflega Þorsteinn RE 303 og var smíðuð í Boizenburg í Þýska alþýðulýðveldinu árið 1965.

Páll Jónsson GK 7 var smíðaður í Hollandi 1967 og hét upphaflega Örfirisey RE 14.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Huginn kom með makríl til Eyja

2411. Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Huginn VE 55 kom með makrílfarm til Vestmannaeyja í morgun og þá tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir sem nú birtast.

Huginn VE 55 var smíðaður í Chile fyrir samnefnt félag árið 2001 og lengdur um 7,2 metra í Póllandi á síðasta ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Smári ÓF 20

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Smári ÓF 20 er í eigu Smára ehf. á Ólafsfirði og hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík.

Báturinn var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 en þar hét hann Digranes.

Smári ÓF 20 er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003. Hann er rúmlega 11 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Westvard HO TN 54. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020.

Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir.

Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn.

Howard Ho var keyptur til Færeyja árið 1885 og gerður út til fiskveiða.

Jón Steinar skrifar svo á síðu sinni Báta& bryggjurölt:

Fram til ársins 1940 stundaði hún veiðar við Færeyjar, Ísland, Grænland, Bjarnarey og á Rockall svæðinu. Sett var vél hana á síðari hluta þriðja áratugar síðustu aldar eins og svo margar Færeyskar skútur á þeim tíma. Í seinni heimsstyrjöldinni sigldi hún milli Íslands og Færeyja til Aberdeen með fisk. Síðasti túrinn sem Westward HO réri til fiskjar var farinn árið 1964.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áskell ÞH 48

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Áskell ÞH 48 kom með fullfermi til löndunar í Grindavík sl. laugardag og sendi Jón Steinar drónann til móts við hann og úr varð úrvals myndefni.

Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir og afhenti á síðasta ári. Útgerð Áskels, Gjögur hf., lét smíða tvö þessara skipa en hitt er Vörður ÞH 44.

 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bergey að veiðum á Öræfagrunni

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Bergey VE 144 lá fyrir linsunni hjá Hólmgeir Austfjörð í morgun þar sem hún var að veiðum á Öræfagrunni.

Bergey var smíðuð í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki og afhenti á síðasta ári.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Erling KE 140

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Netabáturinn Erling KE 140 lét úr höfn á Húsavík næu undir kvöld og voru þessar myndir teknar þá.

Erling er í eigu Saltvers ehf. í Reykjanesbæ en Brim hf. leigir hann um þessar mundir og gerir út til grálúðuveiða í net.

Erling KE 140 var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Báturinn er 252 brl./367 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi.

Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók árið 1958. Kaupendur voru Valdimar Magnússon og Ólafur Jónsson og nefndu þeir bátinn Sigurvon SK 8.

Um miðjan sjöunda áratuginn kaupir Áslaugur Jóhannesson í Hrísey bátinn og gefur honum nafnið Þorfinnur EA 120. Í Hrísey var hann til ársins 1990 en þá keypti Sigurður Kristjánsson bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Ási ÞH 19. Sigurður seldi bátinn til Þórshafnar ári síðar en þá keypti hann Vilborgu ÞH 11 og nefndi Von ÞH 54.

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Manni ÞH 81 og árið 1994 fékk hann sitt síðasta nafn sem var Gísli á Bakka BA 400. Báturinn var afskráður í nóvember 1996.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.