Le Bellot á Skjálfanda

IMO 9852418. Le Bellot á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skemmtiferðaskipið Le Bellot hafði viðdvöl framundan Húsavíkurhöfn í dag og voru farþegar þess selfluttir í land. Le Bellot var afhent PONANT skipafélaginu árið 2020 en það á sér nokkur systurskip, m.a Le Bougainville. Skipið er 132 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,988 … Halda áfram að lesa Le Bellot á Skjálfanda

Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld

IMO 9228978. Missouriborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarði hvar skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Missouriborg var smíðað árið 200 og er 6,585 GT að stærð. Skipið er 134,5 metra langt og breidd þess er 16,5 metrar. Skipið siglir undir hollensku flaggi með … Halda áfram að lesa Missouriborg kom til Húsavíkur í kvöld

Eilífur SI 60

6484. Eilífur SI 60 ex Smyrill ÞJ 57. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Strandveiðibáturinn Eilífur SU 60 kemur hér að landi á Siglufirði á dögunum þaðan sem hann er gerður út. Eilífur hét áður Smyrill ÞH 57 en upphaflega Sómi HF 100 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1983. Eilífur er tæpar 5 … Halda áfram að lesa Eilífur SI 60

Aron ÞH 105 í skemmtisiglingu

992. Aron ÞH 105 ex Svanur ÞH 100. Ljósmynd Pétur Jónasson 1977. Aron ÞH 105 er hér í skemmtisiglingu á Sjómannadeginum árið 1977 en þá var Guðmundur A. Hólmgeirsson nýbúinn að kaupa bátinn sem hét áður Svanur ÞH 100. Upphaflega hét báturinn Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið … Halda áfram að lesa Aron ÞH 105 í skemmtisiglingu

Fanney ÞH 130 í skemmtisiglingu

1445. Fanney ÞH 130. Ljósmynd Pétur Jónasson 1977. Hér birtast myndir af Fanney ÞH 130 í skemmtilsiglingu á Sjómannadeginum árið 1977. Fanney ÞH 130, var í eigu Sigurbjörns Kristjánssonar, Sigtryggs Kristjánssonar og Ívars Júlíussonar á Húsavík. Hún var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri og afhent 1. október árið 1975. Hún var og er 22 brl. … Halda áfram að lesa Fanney ÞH 130 í skemmtisiglingu

Kallarnir á Jóni Sör

625. Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. Ljósmynd Pétur Jónasson. Jón Sör ÞH 220 var gerður út frá Húsavík á árunum 1973 til 1977 og var í eigu Norðurborgar h/f á Húsavík. Nánar má lesa um bátinn hér en meðfylgjandi myndir eru úr safni Péturs heitins Jónassonar ljósmyndara á Húsavík. Á myndinni … Halda áfram að lesa Kallarnir á Jóni Sör

Feðgar landa úr Nirði ÞH 444

7311. Njörður ÞH 444 ex Hanna Ellerts SH 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Þessar myndir voru teknar á Húsavík í dag þegar Njörður ÞH 444 kom til hafnar. Sigurgeir Pétursson, sem jafnan stýrir mun stærra fleyi hinum megin á hnettinum, var að koma úr strandveiðiróðri og Pétur faðir hans Olgeirsson kom til aðstoðar við löndun. … Halda áfram að lesa Feðgar landa úr Nirði ÞH 444

Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun

IMO 9646405. Ronja Fjord ex Oyfjord. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun og er það í annað skipti á nokkrum dögum. Skipið flytur seiði frá Kópaskeri austur á firði. Ronja Fjord var smíðuð í Aas-skipasmíðastöðinni í Vestnes, Noregi árið 2014 og hét upphaflega Oyfjord. Skipið er 69 metra langt og … Halda áfram að lesa Ronja Fjord kom til Húsavíkur í morgun