1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg ÓF 2. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021. Kleifabergið verður innan tíðar fljótandi hótel við norðausturströnd Grænlands fyrir hóp á vegum ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem vinnur að rannsóknum þar í landi. Frá þessu segir í Fiskifréttum en þar kemur m.a fram: Kleifabergið, sem var smíðað í Póllandi 1974, hét áður Engey RE … Halda áfram að lesa Kleifabergið verður fljótandi hótel
Month: maí 2021
Við bryggju á Húsavík
Við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bryggjumynd frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar tekin á Húsavík. Sæborg ÞH 55 í forgrunni og Skálaberg ÞH 244 utan á henni. Júlíus Havsteen ÞH 1 fyrir aftan bátana og í bakgrunni Kolbeinsey ÞH 10. Það sést í skutinn á æljóni EA 55 sem var í … Halda áfram að lesa Við bryggju á Húsavík
Laxinn ÞH 177
5920. Laxinn ÞH 177 ex Laxinn GK 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Laxinn ÞH 177 fór í smá prufusiglingu í dag og var þessi mynd tekin þá. Eins og áður hefur komið fram var Laxinn keyptur til Húsavíkur í vor. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By … Halda áfram að lesa Laxinn ÞH 177
Jökull og A
IMO 1012141. A - 2991. Jökull ÞH 299 ex Naneq. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hér siglir Jökull ÞH 299 meðfram snekkjunni A í gærkveldi en hún liggur á Skjálfandaflóa, rétt utan hafnarinnar á Húsavík. A er tæpir 143 metrar að lengd og 25 metra breið og ná möstur hennar þrjú hátt í 100 metra hæð. … Halda áfram að lesa Jökull og A
A á Skjálfanda
IMO 1012141. A. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Þar kom að því, A er komin. Hún hefur legið á Skjálfanda í dag rétt utan hafnarinnar á Húsavík. Hvað hún stoppar lengi veit ég ekki en maður er búinn að taka nokkrar myndirnar og á eflaust eftir að taka fleiri. Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd … Halda áfram að lesa A á Skjálfanda
Hafborgin
2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hafborgin siglir hér til hafnar á Húsavík í gær en sólarlagið á Skjálfanda var ægifagurt. Ekkert meira um þessa mynd að segja. Nema þá helst að Skjálfandi skartar einnig sínu fegursta í kvöld. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Hafborgin
Glófaxi VE 300
968. Glófaxi VE 300 ex Arnþór EA 16. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Flott þessi mynd Tryggva Sigurðssonar af Glófaxa VE 300 koma drekkhlaðinn til hafnar í Vestmannaeyjum. Upphaflega Krossanes SU 320 og var einn 18 báta sem smíðaðir voru í Boizenburg fyrir Íslendinga á árunum 1964-1968. Nöfnin sem báturinn bar á ferli sínum eru: Krossanes SU … Halda áfram að lesa Glófaxi VE 300
Fossá ÞH 362
2404. Fossá ÞH 362. Ljósmynd Börkur Kjartansson. Á þessum myndum Barkar Kjartanssonar má sjá kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH 362 frá Þórshöfn við veiðar á Skjálfanda. Fossá ÞH 362 var smíðuð í fyrir Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og kom hún til heimahafnar á Þórshöfn í febrúarmánuði árið 2001. Skipið var smíðað í Huangpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou í Kína. Í … Halda áfram að lesa Fossá ÞH 362
Björgvin SH 500
7690. Björgvin SH 500 ex Silla BA 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Björgvin SH 500 var í höfn á Húsavík í dag en hann kom landleiðina í gær og var sjósettur við Norðurgarðinn. Veit svo sem ekkert enn á hvaða ferðalagi hann er en það kemur í ljós á næstunni. Báturinn hét upphaflega Silla BA … Halda áfram að lesa Björgvin SH 500
Herborg HF 67
6429. Herborg HF 67 ex Eva HF 67. Ljósmynd Kristvin Már Þórsson 2021. Kristvin Már Þórsson tók þessa mynd af strandveiðibátnum Herborgu HF 67 á dögunum en skipstjórinn þar um borð er Húsvíkingurinn Hermundur Svansson. Nú búsettur í Hafnarfirði. Herborg hét upphaflega Árni Gunnlaugsson ÓF 15 og var smíðaður árið 1982 og hafði smíðanúmer 69 … Halda áfram að lesa Herborg HF 67