Kleifabergið verður fljótandi hótel

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg ÓF 2. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021. Kleifabergið verður innan tíðar fljótandi hótel við norðausturströnd Grænlands fyrir hóp á vegum ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem vinnur að rannsóknum þar í landi. Frá þessu segir í Fiskifréttum en þar kemur m.a fram: Kleifabergið, sem var smíðað í Póllandi 1974, hét áður Engey RE … Halda áfram að lesa Kleifabergið verður fljótandi hótel

Við bryggju á Húsavík

Við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bryggjumynd frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar tekin á Húsavík. Sæborg ÞH 55 í forgrunni og Skálaberg ÞH 244 utan á henni. Júlíus Havsteen ÞH 1 fyrir aftan bátana og í bakgrunni Kolbeinsey ÞH 10. Það sést í skutinn á æljóni EA 55 sem var í … Halda áfram að lesa Við bryggju á Húsavík

Fossá ÞH 362

2404. Fossá ÞH 362. Ljósmynd Börkur Kjartansson. Á þessum myndum Barkar Kjartanssonar má sjá kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH 362 frá Þórshöfn við veiðar á Skjálfanda. Fossá ÞH 362 var smíðuð í fyrir Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og kom hún til heimahafnar á Þórshöfn í febrúarmánuði árið 2001. Skipið var smíðað í Huangpu-skipasmíðastöðinni í Gung Zhou í Kína. Í … Halda áfram að lesa Fossá ÞH 362

Herborg HF 67

6429. Herborg HF 67 ex Eva HF 67. Ljósmynd Kristvin Már Þórsson 2021. Kristvin Már Þórsson tók þessa mynd af strandveiðibátnum Herborgu HF 67 á dögunum en skipstjórinn þar um borð er Húsvíkingurinn Hermundur Svansson. Nú búsettur í Hafnarfirði. Herborg hét upphaflega Árni Gunnlaugsson ÓF 15 og var smíðaður árið 1982 og hafði smíðanúmer 69 … Halda áfram að lesa Herborg HF 67