Ísey ÁR 11 kemur til hafnar í dag

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Dragnótabáturinn Ísey ÁR 11 kom til hafnar í Grindavík undir kvöld og Jón Steinar tók á móti henni með myndavélina á lofti.

Ísey ÁR 11 er í eigu Saltabergs ehf. sem nýverið endurnefndi bátinn sem áður hét Kristbjörg ÁR 11.

Báturinn hét upphaflega Langanes ÞH 321 og var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f árið 1976. Hann var fjórði báturinn sem stöðin smíðaði í þessum stærðarflokki en hann mældist 101 brl. að stærð. Hann mælist 160 BT í dag.

1458. Farsæll SH 30 ex Langanes ÞH 321 eins og báturinn leit upphaflega út. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Í ágústmánuði 1978 voru höfð bátaskipti sem leiddu til þess að Langanes ÞH 321 varð Farsæll SH 30 frá Grundarfirði. Farsæll SH 30 (586) sem upphaflega hét Guðbjörg ÍS 46 fór til Þórshafnar og fékk nafnið Langanes ÞH 321.

Síðar átti Farsæll SH eftir að heita Ársæll SH 88, Egill Halldórsson SH 2, Gulltoppur GK 24, Kristbjörg ÁR og nú Ísey ÁR 11.

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þengill ÞH 114

1099. Þengill ÞH 114 ex Kópur ÞH 114. Ljósmynd Sigurgeir Smári Harðarson.

Hér eru bræðurnir Guðjón og Kristján Björnssynir að draga línuna á Þengli ÞH 114 sem þeir áttu og gerðu út ásamt Herði Arnórssyni.

Þengill ÞH 114 var smíðaður á Akureyri árið 1970 fyrir Gest Halldórsson á Húsavík sem nefndi bátinn Kóp ÞH 114. Báturinn sem var 12 brl. að stærð var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA.

Árið 1971 kaupa Hörður Arnórsson og bræðurnir Guðjón og Kristján Björnssynir bátinn og nefna Þengil. Þeir gera bátinn út til ársins 1977 en þá hafa þeir bátaskipti við Skúla Magnússon í Grindavík og Þengill fær nafnið Pétursey GK 184.

Skiptin fara fram í maí 1977 en  þann 15. september sama ár strandaði báturinn við Grindavík. Báturinn eyðilagðist en maður sem var einn um borð bjargaðist með hjálp björgunarsveitarinnar Þorbjörns.  Uppl. Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lómur HF 177

2279. Lómur HF 177 ex Quaqqaliaq. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjufrystitogarinn Lómur HF 177 er hér á toginu um árið á rækjuslóðinni.

Togarinn var keyptur frá Grænlandi árið 1997 og kom til landsins í febrúar það ár eins og segir í 3. tbl. Ægis 1997:

Nýr rœkjutogari með frystibúnaði, m/s Lómur HF 177, bœttist við flota Hafnfirðinga þann 21. febrúar s.l., en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar.

Skip þetta, sem upphaflega hét Qaqqaliaq, er smíðað árið 1988 fyrir Grœnlendinga hjá Hjøungavaag Verksted í Noregi og ber það smíðanúmer S-46 hjá stöðinni. Hönn- un skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S, Álesund í Noregi.

Það var útgerðarfélagið Lómur í Hafnarfirði sem átti og gerði Lóm HF 177 út.

Lómur er í dag skráður á Grænlandi sem Lómur GR 6-308. Hann var seldur frá Íslandi 1999 til OU Baltic Lomur í Tallinn. Estonia og þaðan til Grænlands í maí 2003.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Karoli kom með salt til Grindavíkur

Karoli ex Nina. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Flutningaskipið Karoli kom fyrir helgina með saltfarm til Grindavíkur og tók Jón Steinar þessar myndir í gær þegar uppskipun var í fullum gangi.

Það eru starfsmenn HP Gáma sem sjá um uppskipun á saltinu í geymslu fyrirtækisins, þaðan sem þeir svo dreifa því til viðskiptavina víðsvegar á Reykjanesskaganum og jafnvel víðar.

Salti skipað upp í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Karoli siglir undir fána Möltu með heimahöfn í Valletta. Skipið, sem var smíðað árið 1998 og hét upphaflega Melody, er 100 metrar að lengd og 14,95 metra breitt, mælist 3954 GT að stærð.

Karoli við bryggju í Grindavík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón Kjartansson SU 111

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. Ljósmynd Sigfús H. Jónsson.

Jón Kjartansson SU 111 siglir hér inn Skjálfandaflóa með fjöllin í baksýn, m.a eitt sem ber ein þrjú nöfn.

Jón Kjartansson Su 111 hét upphaflega Narfi RE 13 og var smíðaður 1960 sem síðutogari í  Nosbiskrug skipasmíðastöðinni í Rensburg í Vestur-Þýskalandi. Hann var smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson, skipstjóra og útgerðarmann á Akureyri.

Guðmundur Jörundsson lét breyta Narfa í skuttogara árið 1974 og skipinu var breytt í nótaskip árið 1978. Fljótlega á eftir var Narfi seldur til Hraðfrystihúss Eskifjarðar (Eskju) og fékk skipið þá nafnið Jón Kjartansson SU 111.

Lesa má nánar um skipið hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fullfermi á 22,5 klukkutímum úr höfn í höfn

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Það hefur verið mokfiskerí hjá köllunum á Áskeli EA 749 og í dag komu þeir til hafnar í Grindavík með fullfermi, 180 kör eftir 22,5 klst. veiðiferð.

Jón Steinar, sem tók þessar myndir í dag, skutlaði bróður sínum um borð í Áskel kl. 13 í gær og tók svo við endanum hjá þeim kl. 11:30 í morgun.

Aflann, sem var uppistaða þorskur, fengu þeir í 6 holum suðaustur undir Eyjum.

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mjaldur ÞH 4

7171. Mjaldur ÞH 4 ex Ólöf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Af hverju er nýi Vörður ekki ÞH 4 spurði mig maður um daginn en eins og margir vita var til Vörður með því númeri um margra áratugaskeið.

Því er til að svara að fyrir er bátur með ÞH 4. Mjaldur heitir hann og er með heimhöfn á Kópaskeri og samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu í eigu Stefáns Hauks Grímssonar ofl. manna á Kópaskeri.

Um Mjald ÞH 4 er lítið að hafa hvað upplýsingar varða en hann hét áður Ólöf samkvæmt skipaskrá 200 mílna Morgunblaðsins. Skráður skemmtibátur í dag.

Smíðaður á Blönduósi 1987, mesta lengd 6,8 metrar og brl. eru 3,45. Vélin Volvo Penta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Mila á Skjálfandaflóa

Mila á Skjálfandaflóa í gær. Ljósmynd Gaukur Hjartarson.

Flutningaskipið Mila kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka.

NBP Carrier sem sagt var frá hér í gær kom um svipað leyti og fór á undan undir kranann á Bökugarðinum.

Mila kom svo upp að í nótt, en skipið, sem var smíðað árið 2013, siglir undir fána Antigua og Barbuda.

Það er 129 metrar að lengd og 17 metrar að lengd.

Mila við Bökugarðinn. Ljósmynd Gaukur Hjartarson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gissur ÁR 6

1752. Gissur Ár 6. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Á þessari mynd Olgeirs Sigurðssonar sjáum við rækjutogarann Gissur ÁR 6 sem Ljósavík í Þorlákshöfn átti og gerði út.

Gissur ÁR 6 hét Flatey ÞH 383 um tíma en heitir í dag Brynjólfur VE 3 og er gerður út jöfnum höndum til neta- og togveiða. Brynjólfur er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Í 8. tbl. Ægis 1987 sagði m.a svo frá:

Nýtt fiskiskip bættist í fiskiskipastólinn 18. mars sl., er Þorgeir & Ellert h.f., Akranesi, afhenti m/s Gissur ÁR 6 sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 37.

Skip þetta er smíðað sem skuttogari og er sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð.

Skipið er hannað í samvinnu milli skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts h.f., og Slippstöðvarinnar h.f., í framhaldi af „Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði fiskiskipa“, sem Félag Dráttarbrauta og Skipasmiðja stóð fyrir á árunum 1980-81.

Hafnarey SU, smíðað hjá Þorgeir & Ellert h.f, var fyrsta skipið sem afhent var í hinu svonefnda raðsmíðaverkefni stærstu stöðvanna, afhent í mars ’83, Oddeyrin EA (afhent ídes. ’86) var annað skipið, og Nökkvi HU (afhentur ífebr. ’87) hið þriðja í röðinni, en bæði þessi skip voru smíðuð hjá Slippstöðinni h.f.

Gissur ÁR er smíðaður eftir sömu frumteikningu og Oddeyrin og Nökkvi, en er 3.0 m lengri(smíðalengd), og 6.6 m lengri en frumútgáfan, Hafnarey SU.

Ýmiss frávik eru í fyrirkomulagi og búnaði frá því sem er í tveimur fyrrnefndu skipunum, sem einnig eru sérstaklega útbúin til rækjuveiða.

Eigandi skipsins er Ljósavík s.f., Þorlákshöfn,en aðaleigendur þess eru   Unnþór Halldórsson og Guðmundur Baldursson. Skipstjóri á skipinu er Guðmundur Guðfinnsson og yfirvélstjóri Jón Ingi Gunnsteinsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fanney SK 83

619. Fanney SK 83 ex Fanney HU 83. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Fanney SK 83 kemur hér að bryggju á Húsavík undir stjórn Þórðar Birgissonar í marsmánuði 2003.

Báturinn hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík. Smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.

Hét síðan lengi vel Sóley SH 124 frá Grundarfirði og Hrafnsey SF 8 um tíma. Fanney HU 83 og SK 83 og loks Lára Magg ÍS 86.  Rifinn í Njarðvík 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution