Ísey ÁR 11 kemur til hafnar í dag

1458. Ísey ÁR 11 ex Kristbjörg ÁR 11. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Dragnótabáturinn Ísey ÁR 11 kom til hafnar í Grindavík undir kvöld og Jón Steinar tók á móti henni með myndavélina á lofti. Ísey ÁR 11 er í eigu Saltabergs ehf. sem nýverið endurnefndi bátinn sem áður hét Kristbjörg ÁR 11. Báturinn hét upphaflega … Halda áfram að lesa Ísey ÁR 11 kemur til hafnar í dag

Þengill ÞH 114

1099. Þengill ÞH 114 ex Kópur ÞH 114. Ljósmynd Sigurgeir Smári Harðarson. Hér eru bræðurnir Guðjón og Kristján Björnssynir að draga línuna á Þengli ÞH 114 sem þeir áttu og gerðu út ásamt Herði Arnórssyni. Þengill ÞH 114 var smíðaður á Akureyri árið 1970 fyrir Gest Halldórsson á Húsavík sem nefndi bátinn Kóp ÞH 114. … Halda áfram að lesa Þengill ÞH 114

Karoli kom með salt til Grindavíkur

Karoli ex Nina. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Flutningaskipið Karoli kom fyrir helgina með saltfarm til Grindavíkur og tók Jón Steinar þessar myndir í gær þegar uppskipun var í fullum gangi. Það eru starfsmenn HP Gáma sem sjá um uppskipun á saltinu í geymslu fyrirtækisins, þaðan sem þeir svo dreifa því til viðskiptavina víðsvegar á Reykjanesskaganum … Halda áfram að lesa Karoli kom með salt til Grindavíkur

Jón Kjartansson SU 111

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. Ljósmynd Sigfús H. Jónsson. Jón Kjartansson SU 111 siglir hér inn Skjálfandaflóa með fjöllin í baksýn, m.a eitt sem ber ein þrjú nöfn. Jón Kjartansson Su 111 hét upphaflega Narfi RE 13 og var smíðaður 1960 sem síðutogari í  Nosbiskrug skipasmíðastöðinni í Rensburg í Vestur-Þýskalandi. Hann … Halda áfram að lesa Jón Kjartansson SU 111

Fullfermi á 22,5 klukkutímum úr höfn í höfn

2749. Áskell EA 749 ex Helga RE 49. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Það hefur verið mokfiskerí hjá köllunum á Áskeli EA 749 og í dag komu þeir til hafnar í Grindavík með fullfermi, 180 kör eftir 22,5 klst. veiðiferð. Jón Steinar, sem tók þessar myndir í dag, skutlaði bróður sínum um borð í Áskel kl. … Halda áfram að lesa Fullfermi á 22,5 klukkutímum úr höfn í höfn

Mila á Skjálfandaflóa

Mila á Skjálfandaflóa í gær. Ljósmynd Gaukur Hjartarson. Flutningaskipið Mila kom til Húsavíkur í gærmorgun með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. NBP Carrier sem sagt var frá hér í gær kom um svipað leyti og fór á undan undir kranann á Bökugarðinum. Mila kom svo upp að í nótt, en skipið, sem var smíðað árið … Halda áfram að lesa Mila á Skjálfandaflóa