Bára ÞH 7

1300. Bára ÞH 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bára ÞH 7 var einn þeirra smábáta sem gerðir voru út til grásleppuveiða frá Húsavík en hún var smíðuð af Herði Björnssyni á Borgarfirði eystra árið 1973 fyrir Jón B. Gunnarsson og Kristinn Lúðvíksson á Húsavík.

Bára var smíðuð úr furu og eik og mælist 7,51 brl. að stærð og gerðu Nonni Begg og Kiddi Lúlla Báru út til ársins 1998 að hún var seld. Grímur ehf. á Húsavík keypti hana og seldi aftur stuttu seinna til Raufarhafnar og þar var hún undir sama nafni og númeri til ársins 2010.

Þá fór Bára ÞH 7 austur á sínar fornu slóðir, Borgarfjörð eystri þar sem hún fékk nafnið Sveinbjörg NS 49. 

Í dag heitir báturinn Glófaxi NS 49 og er í eigu Ólafs Sveinbjörnssonar sem hefur gert bátinn upp. Glófaxi NS 49 er í núllflokki á vef Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lýtingur NS 250

972. Lýtingur NS 250 ex Stjörnutindur SU 159. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989.

Þessar myndir af Lýtingi NS 250 frá Vopnafirði voru teknar vorið 1989 en þá vorum við á Geira Péturs ÞH 344 samskipa honum áleiðis til Íslands eftir söluferð til Hull.

Sigurgeir Pétursson frændi minn var með Lýting og má sjá honum bregða fyrir í brúnni.

Tangi h/f á Vopnafirði keypti bátinn frá Djúpavogi í ársbyrjun 1988 en þar hét hann Stjörnutindur SU 159. Tangi setti gamla Lýting upp í kaupin en hann hét upphaflega Gissur ÁR 6 hér á landi og var 138 brl. að stærð.

Lýtingur NS 250 var 214 lesta bátur byggður í A-Þýskalandi árið 1965 en yfirbyggður og mikið endurbættur árið 1982. Hann hét upphaflega Þorsteinn RE 303 en heitir í dag Kristín GK 457 og er í eigu Vísis h/f í Grindavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæbjörg ST 7 á Húsavík

554. Sæbjörg ST 7 ex Fanney SH 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993.

Hér er verið að landa rækju á Húsavík úr Sæbjörgu ST 7 frá Hólmavík sumarið 1993.

Sæbjörg ST 7 hét upphaflega Hávarður ÍS 160 og var smíðaður í Danmörku árið 1959 fyrir Ísver h/f á Suðureyri við Súgandafjörð.

Lesa má færslu um bátinn, sem var 76 brl. að stærð, hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution