Akraborg EA 50

3. Akraborg EA 50. Ljósmynd Þorgrímur Aðalgeirsson.

Akraborg EA 50 sem hér sést við bryggju á Akureyri var smíðuð í Svíþjóð árið 1943 en komst í eigu Valtýs Þorsteinssonar á Akureyri árið 1947.

Hjá Svíunum bar hún nafnið Tova.

Dagur á Akureyri segir svo frá 15. janúar 1947:

Fyrir nokkru kom hingað til bæjarins mótorskip, sem Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður hefir keypt til bæjarins. Þetta er þrímastra tréskip, 185 smálestir að stærð, knúið 160 hestafla Bolindervél.

Það er svo að segja nýtt, byggt 1943 hjá kunnri, sænskri skipasmíðastöð undir eftirliti Buerau Veritas, og er mjög sterklega byggt úr eik, járnvarið að utan til varnar gegn ísi.

Skipið er byggt sem flutningaskip og hyggst Valtýr nota það jöfnum höndum til flutninga og síldveiða. Mun það vera mjög álitlegt skip til síldveiða og lesta a.m.k 2000 mál síldar. Skipið var í síldveiðiflota Svía hér við land sl. sumar.

Skipið er búið öllum nýtízku öryggistækjum, svo sem talstöð, miðunarst0öð og sjálfritandi dýptarmæli. Ganghraði þess er um 9 mílur.

Nokkrar breytingar eru fyrirhugaðar á skipinu og er þegar byrjað að smíða skilrúm í lestarrúm. Þá er einnig fyrirhugað að gera nokkrar breytingar á mannaíbúðum og stækka þær og búa nýjum tækjum.

Skipið hefur hlotið nafnið Akraborg og ber einkennisstafina EA-50. Heimahöfn þess er Akureyri .

Valtýr Þorsteinsson er athafnasamur útgerðarmaður. Auk Akraborgarinnar á hann mótorbátinn Gylfa frá Rauðuvík og gerir hann út frá Sandgerði í vetur. Þá er hann og þátttakandi í útgerð Garðars frá Rauðuvík sem er 50 smálesta Svíþjóðarbátur.

Þetta myndarlega skip er góður fengur fyrir skipastól þann, sem héðan er gerður út og atvinnulíf bæjarmanna, og á Valtýr þakkir skildar fyrir dugnað sinn og framtak.

Það var og en 1953 var skipt um vél í Akraborginni og sett niður 400 hestafla Alpha dieselvél. Akraborgin var talin ónýt og tekin af skipaskrá ío nóvember 1979.

Eftir að hafa legið um nokkurra ára skeið við Torfunesbryggju var Akraborgin dregin af Ólafi Magnússyni EA 250 norður fyrir Flatey á Skjálfanda. Þetta var í ágúst 1980 og þar var henni sökkt á svipuðum slóðum og Snæfellinu gamla.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Akraborg EA 50

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s