Björgunarsveitin Þorbjörn

2743. Oddur V. Gíslason. Ljósmynd Jón Steinar 2020. Sjóflokkur björgunarsveitarinnar skrapp út frá Grindavík til æfinga í dag og tók Jón Steimar þessar myndir við það tækifæri. Þeir voru meðal annars að æfa sig á nýjan harðbotna slöngubát sem sveitin festi nýverið kaup á. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit landsins og er sú … Halda áfram að lesa Björgunarsveitin Þorbjörn

Selfoss kom til Húsavíkur í dag

IMO 9433456. Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. kom til Húsavíkur eftir hádegi í dag og lagðist að Bökugarðinum þar sem vinna hófst strax við upp- og útskipun. Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var … Halda áfram að lesa Selfoss kom til Húsavíkur í dag

Sóley kemur að landi

7382. Sóley ÞH 28 ex Íshildur SH 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020. Þessar myndir voru teknar þegar grásleppubáturinn Sóley ÞH 28 sem Jóhann Gunnarsson gerir út kom að landi á Húsavík í dag. Sóley ÞH 28 hét upphaflega Gnoð HF 25 og var smíðuð árið 1993 fyrir Jón Gíslason Hafnarfirði í Bátasmiðju Guðmundar ehf. í … Halda áfram að lesa Sóley kemur að landi

Maxi liggur við festar á Skjálfanda

IMO 9180865. Maxi við festar á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Flutningaskipið Maxi liggur nú við festar á Skálfanda og bíður þess að komast upp að Bökugarðinum í Húsavíkurhöfn. Skipið, sem smíðað var árið 1999 í Hollandi, siglir undir fána Antigua & Barbuda. Það er 112 metra langt, 15 metra breitt og mælist 4,503 … Halda áfram að lesa Maxi liggur við festar á Skjálfanda

Ólafur Magnússon EA 250

161. Ólafur Magnússon EA 250. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Ólafur Magnússon EA 250 var mikið aflaskip á sínum tíma og hér er hann drekkhlaðinn síldarfarmi á sjöunda áratug síðustu aldar. Ólafur Magnússon EA 250 var smíðaður árið 1960 í Brattvaag Skipsinnredning AS í Brattvaag í Noregi og hafði smíðanúmer 9 frá stöðinni. Hann mældist 173 brl. … Halda áfram að lesa Ólafur Magnússon EA 250