Ræða sameiningu Vísis og Þorbjarnarins

1416. Sighvatur GK 57 línuskip Vísis hf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. hafa hafið viðræður um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. 

Í tilkynningu segir að Vísir og Þorbjörn séu rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa unnið talsvert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.

Ef af verður, verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu.

Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrirtæki sem jafnframt getur fylgt eftir tækninýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyrirtæki tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar.

Áætlað er að að samruni af þessu tagi taki allt að 3 árum og er ekki reiknað með uppsögnum í tengslum við hann, þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma.

Gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun, má búast við að það taki til starfa um áramót, en þangað til verður rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.

2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 frystitogari Þorbjarnarins hf. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Dragnótabáturinn Aðalbjörg RE 5 kemur til hafnar í Grindavík á dögunum en hún var hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987.

Aðalbjörg RE 5 var lengd árið 1995 og er hún nú 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Nýja brúin fór á Keili í dag

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Nýja brúin á Keili SI 145 var hífð um borð í dag og komið fyrir á sínum stað en báturinn stendur uppi í Húsavíkurslipp. Áður hafði ljósavélina verið hífð í vélarúmið sem og geymasettin.

Brúin hífð á Keili í morgun. Ljósmynd Þ.A 2019.

Það verður gaman að sjá útkomuna þegar fer að koma mynd á þetta en það eru fyrirtækin Víkurraf ehf. og Trésmiðjan Val ehf. sem vinna að verkinu.

Verkið felst í því að breyta bátnum í skemmtibát sem hægt verður að sigla um heimsins höf.

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Keilir var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tasermiut GR 6-395 á siglingu

IMO 8705838. Tasermiut GR 6-395 ex Labrador Storm. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Grænlenski rækjutogarinn Tasermiut GR 6-395 er hér á siglingu í Meðallandsbugtinni síðdegis í dag.

Togarinn var smíðaður í Langsten Slip & Båtbyggeri AS í Noregi árið 1988. Hann er 75,90 metrar að lengd, 13 metra breiður og mælist 2,590 GT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum ShipSpotting.com hét togarinn Tasermiut 1998-2006 þegar hann fékk nafnið Labrador Storm og var með heimahöfn í St. John´s í Kanada.

Árið 2014 fékk hann aftur nafnið Tasermiut og heimahöfnin Nuuk á Grænlandi. Hann var í eigu Royal Greenland sem seldi togarann í byrjun þessa árs innan lands á Grænlandi. Gott ef íslendingar koma eitthvað nálægt útgerð hans í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Einum of mikið af því góða

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Eins og kom fram á síðunni var Beitir NK 123 við veiðar á síldarmiðunum austur af landinu í gær. 

Flottrollið var látið fara um hádegi í gær og var það dregið í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 tonn. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að þarna hafi verið mikla síld að sjá.

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá þessu.

„Þetta var einum of mikið af því góða hjá okkur. Við viljum helst ekki fá svona mikinn afla í holi. Við viljum frekar smærri skammta. Þetta fékkst á Héraðsflóanum um 16 mílur út af Glettingi. Það voru 32 mílur frá veiðistaðnum í Norðfjarðarhöfn.

Þetta er fínasta síld og meðalþyngdin er 385 grömm. Síldin fer auðvitað öll til manneldisvinnslu. Það var bara eitt skip að veiðum þarna auk okkar; Aðalsteinn Jónsson SU.

Nú eru hins vegar fjórir bátar á leiðinni af makrílmiðunum í Síldarsmugunni á síldarmiðin. Það eru einungis fáir bátar eftir í Smugunni og enn er leitað að makríl en árangurinn hefur verið lítill upp á síðkastið,“ segir Sturla í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók meðfylgjandi mynd í gær af Beiti NK 123 þegar verið var að dæla síldinni um borð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Vörður ÞH 44 í reynslusiglingu

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Fésbókarsíða Gjögurs hf. 2019.

Hér koma nokkrar myndir af Verði ÞH 44 í reynslusiglingu í Noregi.

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Fésbókarsíða Gjögurs hf. 2019.
2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Fésbókarsíða Gjögurs hf. 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beitir NK 123 dælir síld um borð

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Beitir NK 123, skip Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, er hér að síldveiðum í dag, nánar tiltekið á Glettingarnesgrunni.

Beitir hét áður Gitte Henning S 349 og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Western Baltija Shipbuilding í Litháen en kom nýr til Danmerkur í apríl 2014. 

Beitir NK 123 er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og mælist 4.138 brúttótonn að stærð.  Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél,

Síldarvinnslan keypti hann til landsins síðla árs 2015 og fór Beitir sem þá var upp í kaupin. 

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Hákon EA 148 á miðunum

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Hérna koma tvær glænýjar myndir af Hákoni EA 148 en Hólmgeir Austfjörð tók þær á miðunum í morgun.

Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001.

Hákon EA 148 er 65,95 metrar að lengd, breidd hans er 14,40 metrar og hann mælist 3003 BT að stærð. Heimahöfn hans er Grenivík.

2407. Hákon EA 148. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution


Ingimundur RE 387

1198. Ingimundur RE 387 ex Trausti KE 73. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Ingimundur RE 387 var smíðaður árið 1971 hjá Bátalóni h/f í Hafnarfirði og hét upphaflega Gautur ÁR 19. Báturinn var 11 brl. að stærð búinn 98 hestafla Power Marinevél.

Ingimundur RE 387 var að koma til hafnar í Sandgerði þegar myndin var tekin upp úr 1990.

Gautur ÁR 19 var seldur árið 1975 en hélt nafninu og var MB 15. Rúmum mánuði síðan var hann seldur á Rif þar sem hann fékk nafnið Trausti SH 72. Árið 1987 er hann kominn á Bíldudal þar sem hann hélt nafninu en var BA 2. 1989 er hann seldur til Keflavíkur og enn heldur báturinn nafninu en varð KE 73.

Árið 1991 fær hann það nafn sem hann ber á myndinni, Ingimundur RE 387. Það stóð ekki lengi því 1992 fær hann nafnið Bragi 274 og 1994 Bragi GK 54.

Báturinn, sem var tekinn af skipaskrá í lok árs 1995 og hefur síðan verið í umsjá Byggðarsafnsins á Garðaskaga sem varðveitir bátinn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Wilson Norfolk á Skjálfanda

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Wilsion Norfolk hefur legið við festar á Skjálfanda síðustu daga en í dag var það komið að Bökugarðinum og uppskipun hafin.

Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, var smíðað árið 2011. Það siglir undir fána Möltu og er með heimahöfn í Valletta.

IMO 9430997. Wilson Norfolk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Wilson Norfolk er 123 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6,118 GT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution