BBC Lagos kom til Húsavíkur í dag

IMO 9570668. BBC Lagos. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið BBC Lagos sigldi inn Skjálfandann í veðurblíðu dagsins og lagðist að Norðurgarðinum á Húsavík. Þar biðu skipsins vinnubúðir sem skipa á um borð í það. BBC Lagos var smíðað í Kína árið 2012 og er 7,138 GT að stærð. Lengd þess er 131 metrar en breiddin … Halda áfram að lesa BBC Lagos kom til Húsavíkur í dag

Sigurborg og Farsæll komu til Grundarfjarðar í gær

2740. Sigurborg SH 12 ex Vörður EA 48. Ljósmynd Alfons Finnsson 2019. Það var hátíðisdagur á Grundarfirði í gær þegar Sigurborg SH 12 og Farsæll SH 30 komu til heimahafnar í fyrsta skipti. Soffanías Cecilsson ehf., dótturfélag FISK Seafood hf., er eigandi að Sigurborginni en FISK Seafood hf. Farsæli. Skipin leysa af hólmi eldri skip … Halda áfram að lesa Sigurborg og Farsæll komu til Grundarfjarðar í gær

Hafborg EA 152 kemur að landi

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Dragnótabáturinn Hafborg EA 152 kemur hér að landi á Húsavík sl. fimmtudag. Hafborgin hefur verið að veiðum á Skjálfandaflóa undanfarið og fiskað vel líkt og Haförn ÞH 26 sem einnig er á dragnótaveiðum. Hafborg er 25,95 metra löng og átta metra breið, búin til veiða með net og … Halda áfram að lesa Hafborg EA 152 kemur að landi

Vörður ÞH 44 kemur til Hafnarfjarðar

2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Óskar Franz 2019. Óskar Franz tók þessa mynd af Verði ÞH 44 þegar hann kom til Hafnarfjarðar í vikunni. Eins og komið hefur fram á síðunni kom Vörður ÞH 44 til landsins sl. miðvikudag eftir heimsiglingu frá Noregi. Í Hafnarfirði verður settur vinnslubúnaður í Vörð og er ráðgert að það … Halda áfram að lesa Vörður ÞH 44 kemur til Hafnarfjarðar

Runólfur SH 135

1408. Runólfur SH 135. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986. Hér liggur skuttogarinn Runólfur SH 135 við bryggju á Grundarfirði sumarið 1986. Runólfur SH 135, sem var fyrsti skuttogarinn við Breiðafjörð, var smíðaður í Stálvík hf. í Garðabæ og kom hann í fyrsta skipti til heimahafnar á Grundarfirði snemma árs 1975. Togarinn, sem var 312 brl. að … Halda áfram að lesa Runólfur SH 135

Virginiaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld

IMO 9234290. Virginiaborg og Sleipnir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Virginiaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld og tók Sleipnir á móti því. Virginiaborg kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka og lagðist að Bökugarðinum en rétt áður hafði Felix lagt úr höfn. Virginiaborg var smíðað árið 2001 og er 6.361 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa Virginiaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld

Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord

Bjørkåsbuen F-8-BD. Ljósmynd Trefjar 2019. Á dögunum afhenti Bátasmiðjan Trefjar nýjan Cleopatrabát, Bjørkåsbuen F-8-BD,til Båtsfjord í Noregi. Kaupandi bátsins er Jens-Einar Bjørkås Johnsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Bjørkåsbuen er af gerðinni Cleopatra 36, 11 metra langur og mælist 14 brúttótonn að stærð.  Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hö tengd ZF V-gír. Báturinn … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord

Selfoss og Felix á Skjálfanda

IMO 9433456. Selfoss (fjær) og IMO 9180877. Felix á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Flutningaskipið Selfoss kom til Húsavíkur í dag en skömmu áður hafði flutningaskipið Felix sem legið hafði við Bökugarðinn farið frá og lagst við akkeri. Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langur, og siglir undir færeyskum fána. Eimskip keypti skipið, sem … Halda áfram að lesa Selfoss og Felix á Skjálfanda