Í vari inn á Stakksfirði

Polar Amaroq og Hákon EA 148 á Stakksfirði í dag. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Jón Steinar myndaði nokkur skip inni á Stakksfirðinum í dag þar þar sem þau lágu í vari fyrir veðrinu. Þarna mátti kenna Tómas Þorvaldsson GK 10, Valdimar GK 195, Hákon EA 148 og Polar Amaroq. Skip í vari á Stakksfirði … Halda áfram að lesa Í vari inn á Stakksfirði

Jóna Eðvalds dælir úr nótinni hjá Víkingi

2618. Jóna Eðvalds SF 200 ex Krossey SF 20. Ljósmynd Börkur Kjartansson 2021. Jóna Eðvalds SF 200 dælir hér loðnu úr nótinni hjá Víkingi AK 100 en myndina tók Börkur Kjartansson á miðunum fyrir skömmu. Víkingur var kominn með skammtinn og fengu Hornfirðingarnir 260-270 tonn sem var um helmingur þess sem fékkst í kastinu. Með … Halda áfram að lesa Jóna Eðvalds dælir úr nótinni hjá Víkingi

Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss saman í höfn

Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss saman í Sundahöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021. Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss voru samtímis í Sundahöfn á dögunum og tók Magnús Jónsson þessar myndir við það tækifæri. IMO 9822853. Dettifoss.IMO: 9822841. Brúarfoss. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can … Halda áfram að lesa Systurskipin Dettifoss og Brúarfoss saman í höfn

Fróði RE 44

509. Fróði RE 44 ex Gylfi EA 628. Ljósmynd Guðmundur Sveinsson. Jæja þá er spurning hvort einhver kannast við bátinn sem Guðmundur Sveinsson á Neskaupstað myndaði um árið í Reykjavík. Svarið er komið en upphaflega hét þessi bátur Gylfi EA 628, smíðaður á Akureyri 1939, fyrir Valtý Þorsteinsson í Rauðuvík við Eyjafjörð. Gylfa átti Valtýr … Halda áfram að lesa Fróði RE 44

Kristín HU 219

7526. Kristín HU 219 ex Beggi á Varmalæk HU 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Í gær kom að landi á Húsavík handfærabáturinn Kristín HU 219 sem reyndar hefur fengið skráninguna ÞH 55 og heimahöfn á Raufarhöfn. Það eru Möðruvellir ehf. sem nýverið keypti bátinn frá Blönduósi en áður var hann gerður út undir nafninu Beggi … Halda áfram að lesa Kristín HU 219

Börkur NK 122 á Skjálfanda

2865. Börkur NK 122 ex Malene S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Börkur NK 122 kom hér inn á Skjálfandaflóa í morgun á leið sinni á loðnumiðin. Sennilega að kanna hvort eitthvað sé að finna hér. Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014. Börkur … Halda áfram að lesa Börkur NK 122 á Skjálfanda