Helga María RE 1

1868. Helga María RE 1 ex Helga María AK 16. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2020.

Gundi á Frosta ÞH 229 sendi þessa mögnuðu myndir af Helgu Maríu RE 1 sem eitt sinn var AK 16.

Upphaflega þó Haraldur Kristjánsson HF 2, smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1988 fyrir Sjólastöðina í Hafnarfirði.

Hér má lesa nánar um skipið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Héðinn ÞH 57

1006. Héðinn ÞH 57 kemur nýr til Húsavíkur. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1966.

Hér birtast nú nokkrar myndir sem Hreiðar Olgeirsson tók í júnímánuði 1966 þegar Héðinn ÞH 57 kom nýr til Húsavíkur.

Íslendingur blað Sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi eystra birti eftirfarandi frétt 9 júní 1966:

Í fyrradag bættist Húsvíkingum nýr stálbátur í flotann, Héðinn ÞH 57, sem smíðaður var hjá Ulstein Mekaniske Verksted í Noregi fyrir Hreifa h.f. á Húsavík, en eigendur þess fyrirtækis eru bræðurnir Jón, Maríus og Sigurður Héðinssynir. Héðinn ÞH 57 er um 330 brúttólestir að stærð, ganghraði hans er um 11.3 sjómílur. 

Báturinn mun hafa kostað um 19 milljónir króna. 

Maríus Héðinsson er skiptjóri á bátnum, Sigurður Héðinsson 1. stýrimaður og Sveinn Sigurðsson 1. vélstjóri. Mun Héðinn fara rakleitt á síldveiðar.

Í bátnum eru lestar sjókældar, sem er nýlunda í hérlendum bátum. Sjókælingin heldur hita í lestunum niðri í 6°— 0° stigum C og má því geyma síld í þeim jafngóða jafnvel í nokkra daga. Þá er hægt að hólfa lestarnar í sundur fyrir söltunarsíld.

Héðinn er búinn hliðarskrúfum og tveim fullkomnum Simrad síldarleitartækjum m. a. Vélin er 800 hestafla Caterpillar. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Síðasta sjóferðin á gömlu Fanney

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NK 77. Ljósmynd úr safni Ívars Júlíussonar.

Ívar Júlíusson hafði samband við mig í vikunni og sagðist hafa nokkrar myndir handa mér sem ég mætti nota að vild.

Þær voru teknar síðla sumars 1975 þegar farið var í síðustu sjóferðina á gömlu Fanney ÞH 130 en siglt var yfir Skjálfandaflóa að Náttfaravíkum.

Þar var farið í land við kelttinn Hlein í Naustavík og gengið til berja en með í för voru auk áhafnarmeðlima, ættingjar og vinir.

Ívar Júlíusson er ættaður úr Naustavík en foreldrar hans fluttu þaðan til Húsavíkur árið 1934 en frændur hans og meðeigendur, Sigtryggur og Sigurbjörn Kristjánssynir fæddust þar. Fjölskylda þeirra flutti til Húsavíkur árið 1938 og þar með lagðist byggð í Náttfaravíkum af.

Eins og áður segir var þetta síðasta sjóferð þeirra á gömlu Fanney því þeir áttu von á nýrri Fanney ÞH 130 um haustið en hún var í smíðum á Akureyri.

Pálmi Karlsson á Húsavík keypti gömlu Fanney og nefndi hana Helgu Guðmundsdóttur ÞH 133.

Hér má lesa nánar um bátinn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution